Tíminn - 21.12.1976, Page 7

Tíminn - 21.12.1976, Page 7
Þriöjudagur 21. desember 1976 l'l' iI'l 7 í jólaumferðinni F.I. Eeykjavlk. — Bókaútgáfan Hildur hefur sent frá sér bókina Ragnheiöi eftir Margit Ravn i þýðingu Helga Valtýssonar. Set- berg offsetprentaði. Ragnheiöur er ung óslóar- stúlka, aðeins tæplega tvitug. Hún hleypur i skarðið fyrir systur sina, sem hefur ráðið sig sem heimiliskennari i Austurrvogi á vesturströnd Noregs. Þarna I sveitinni biða hennar margs kon- ar ævintýri, bæði skemmtileg og hið gagnstæða, og hún hittir lika þann eina rétta, en ýmis ljón reynast á veginum, m.a. verður dálitill gullhringur örlagarikur. Námskeið í Hróarstungu Ungmennafélagiö Hróar hélt félagsmálanámskeiö aö Hallfreö- arstööum i Hróarstungu, sem öll- um hreppsbúum var boöin þátt- taka i. Fjórtán manns sótti nám- skeiöiö sem stóö yfir átta kvöld frá 5.-21. nóvember. Leiöbeinend- ur voru Helgi Gunnarsson og Sigurjón Bjarnason, formaöur Ungmenna- og iþróttasambands Austurlands. Námskeiðið fjallaði aðallega um almenn fundarstörf og ræðu- mennsku, og var það sótt af mikl- um áhuga þrátt fyrir miklar vegalengdir eða allt að 25 km. leið þeir sem lengst áttu. Þá má bæta við að veðurguðirnir voru einkar hliðhollir. Þátttakendur telja aö nám- skeiðið hafi veriö mjög gagnlegt, og vilja þeir hvetja sem flestar sveitir til aö koma á fræöslu I fé- lagsstörfum. Formaður Ungmennafélagsins Hróars eru Jón Steinar Elisson á Hallfreðarstöðum. 12 myndasögur af Hróa hetti og köppum hans gébé Rvlk.— Hjá Nesprent í Nes- kaupstað er komin út önnur út- gáfa hinnar vinsælu bókar, Hrói höttur og kappar hans.Bókin var fyrst gefin út árið 1965, og í þess- ari útgáfu hefur verið bætt við nokkrum sögum sem ekki voru I þeirri fyrri. I bókinni eru tólf myndasögur og i allt 252 heilsiðu- myndir. Sögurnar segja frá bar- áttu Hróa hattar og kappa hans, við heri Normanna, fógetann I Nottingham, þrælaveiöara frá Algier, þjóðvegaræningja og ó- prúttna landeigendur. Oft komast þeir i hann krappann, en vegna snarræðis og kænsku Hróa hattar komast þeir úr hverri raun. — spurninga- keppni Eins og undanfarin ár hefur nú verið efnt til spurningakeppni um umferðarmál fyrir 6-12 ára börn. Að þessu sinni taka 32 bæjar- og sveitarfélög þátt i spurninga- keppninnieðaallsum 25.400 börn. Keppnin er haldin á vegum skóla- nefnda I samvinnu við löggæzlu- menn á hverjum stað. Getrauninni er ætlað að vekja nemendur og fjölskyldur þeirra til umhugsunar um ýmsa þætti umferðarinnar og sem slik hefur hún ótvirætt gildi. Þótt ætlazt sé til að foreldrar leiöbeini börnun- um með getraunina er vert að benda á að þau sjálf fái að glima sem mest við rétta úrlausn svo það vekji þau til frekari umhugs- unar. Ýmis félög og stofnanir hafa gefið verðlaun á hverjum stað og mun lögregla færa þau hinum heppnu heim á aöfangadag. Leyndarmál steinsins — ný Ijóðabók eftir Hafstein Stefánsson gébé Rvik.— Ú'tgáfan Skákprent hefur sent frá séi ljóðabðk Haf- steins Stefánssonar: Leyndarmál steinsins. í bókina ritar Guð- mundur G. Þórarinsson nokkur orð um höfundinn og segir þar m.a.: Hafsteinn Stefánsson er enn eitt dæmi þeirra Islendinga sem vinna fyrir sinu daglega brauði höröum höndum en hafa jafnframt bergt af tærustu lind- um islenzkrar tungu og búa yfir snjallri frásagnargáfu, bæöi I bundnu og óbundnu máli, þar sem saman fer næm tilfinning, meitl- aðar og hnitmiðaðar setningar, ó- trúlegt vald á málinu og mikil yfirsýn yfir viölendi mannlegrar tilveru. — Bókin er 176 bls. aö stærð, og sá Skákprent um setn- ingu og prentun og Guðjón ólafs- son teiknaði myndir. LJÓSMYNDIR SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR Um 100 ljósmyndir af húsum, mannvirkjum og mann- lifi i Reykjavik og út um land. Heillandi fróðleikur i vönduðum myndum um horfið menningarskeið áður en vélöldin gekk i garð. Guðmundur G. Hagalín CUDM.G.HttCALÍM * EKKI FÆDDURi i CÆR'« EKKI FÆDDUR í GÆR sjálfsævisaga Guðmundar G. Hagalins. Gerist á Seyðis- firði og i Reykjavik á árunum 1920-25. Saga verðandi skálds sem er að gefa út sinar fyrstu bækur. Sjóður frábærra mannlýsinga — frægra manna og ekki frægra. James Dickey leikið við daiiáanH LEIKIÐ VIÐ DAUÐANN eftir James Dickey. Æsispennandi bók, seiðmögnuð og raunsæ. Hefst eins og skátaleiðangur, endar eftir magnaða baráttu um lif og dauða bæði við menn og máttarvöld. Þórarinn Helgason I»óflAHINN MCLGASON ogstörf LEIKIR OG STÖRF bernskuminningar úr Landbroti eftir Þórarin Helga- son. Einlæg lýsing á tilfinningalifi drengs sem verður fyrir áfalli. Sjór fróðleiks um sveitalif og sveitabörn i upphafi aldarinnar. Listamanna- þættir — ekki Ijóðabók ÞAU MISTÖK hafa orðið, er sagt var frá hinni nýju bók Tómasar Guðmundssonar, Aö haustnótt- um, i blaðinu á sunnudaginn, að hún er i fyrirsögn sögö ljóðabók. Þaö kemur fram i greininni sjálfri, að svo er ekki, heldur eru þetta þættir, sem skáldið hefur skrifaö um ýmsa listamenn. Guðmundur Halldórsson HAUSTHEIAATUR eftir Guðmund Halldórsson frá Bergsstöðum. Þriðja smásagnasafn þessa sérstæða höfundar. Sögusviðið er sveitin, eftir að fámennt varð á bæjum og vélin komin i staðinn fyrir glatt fólk og félagsskap. Næmur skiln- ingur á sálarlifi fólks og sálrænum vandamálum einkennir þessar sögur. Almenna Bókafélagið Austurstræti 18, Bolholti 6. simi 19707 simi 32620

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.