Tíminn - 21.12.1976, Qupperneq 8

Tíminn - 21.12.1976, Qupperneq 8
8 Þriðjudagur 21. desember 1976 Sigfús Eymundsson: LJÓSMYNDIR Formáii og myndatextar: Þór Magnússon. Almenna bókafélagið 1976. OKKUR hættir oft til þess aö lita á þau gæði, sem við njótum I daglegu lifi, sem sjálfsagðan og óumbreytanlegan hlut, — aö svona hafi þetta alltaf verið, eða að minnsta kosti mjög lengi, og svona haldi þaö áfram að vera um einhverja ótiltekna óra- framtið. Við leiðum sjaldan að þvi hugann, hve margt af þvi, sem okkur þykir nú jafnsjálf- sagt og að draga andann, á sér skamma sögu að baki, og hve stutt leiöin er aftur til þeirra manna, sem aldrei hefðu látið sig dreyma um þá tækni og þau þægindi, sem nú eru sjálfsagöir þættir daglegs lifs. Það sem hér hefur veriö sagt, á meðal annars viö um ljós- myndaiðnina. Flestum nútlma- mönnum finnst það sjálfsagöur hlutur að geta látið taka mynd af sér hvenær sem þeim dettur það I hug og flestir geta lært að taka mynd — aö minnsta kosti einhvern veginn mynd. Hitt mun mörgum vera ókunnugt um, að ekki eru nema rösklega hundrað og þrjátíu ár, siðan fyrst var tekin ljósmynd með likum hætti og nú tiðkast. Og ljósmyndun sem formleg iðngrein, er vitaskuld enn yngri. Þvi er á þetta minnzt hér, að nýlega kom á markaðinn bók með nokkrum hluta af ljós- myndum Sigfúsar Eymunds- sonar, en eins og ýmsum mun kunnugt, þá var hann einn af frumkvöölum ljósmyndunar hér á landi. 1 bókinni eru tæpar hundraö myndir, um það bil tveir þriöju hlutar þeirra teknar I Reykjavik, þar sem Sigfús átti lengst heima, en þriðjungurinn er frá landsbyggðinni, og er hvort um sig sjálfstæður kafli i bókinni. Myndimar, sem tekn- ar eru utan Reykjavikur, eru m.a. frá Vopnafirði, Stykkis- hólmi, tsafiröi, Akureyri og Borgarnesi, en auk þess eru myndir af einstökum sveitabæj- um, og má þar nefna Odda á Rangárvöllum, Gilsbakka i Hvitársiðu og Selkot undir Eyjaf jöllum. Þær myndaplötur, sem varð- veitzt hafa frá ljósmyndastofu Sigfúsar Eymundssonar, eru nú allar geymdar I Þjóðminja- safninu. Þaðvar þvi vel viöeig- andi, og raunar sjálfsagður hlutur, að þjóðminjavöröur hefði hönd i bagga með þessari útgáfu, enda er það svo, góðu heilli, Þór Magnússon þjóð- minjavörður valdi myndimar og skrifaöi skýringartexta með þeim, og auk þess ritar hann ágætan formála. Þar segir svo meðal annars: „Svo er talið, að fyrsti læröi islenzki ljósmyndarinn, Helgi Sigurðsson frá Jörva, siðar prestur á Melum i Melasveit og þekktastur sem annar stofnandi Forngripasafnsins, hafi komið út aðeins 19 árum eftir að fyrsta & ' ; 4 4 'r fíffcC * **' *’■ ‘r~~r : - ,■ -'V ■ *-.>- ’■ <lí"* f Ein af mörgum athyglisverðum myndum i bókinni. Ekki hefur þá grunaö, gömlu mennina, aö þetta andartak úr ævi þeirra myndi geymastsvo sem raun varöá, og myndin af þviveita óbornum kynslóðum ánægju, löngu eftir aö þeir væru horfnir af sviöinu. Sagnfræði myndarinnar eiginlega ljósmyndin var tekin, og haft þá iðn sina með sér hingað.” Nú, ljósmyndun virðist þá hafa borizt hingað strax á fyrstu árum sinum, ólikt flestum öðr- um tækninýjungum fyrri tima. Aftur skal gripið niður i formála þjóðminjavarðar: „Það mun hafa verið Frakk- inn Niépce, sem fyrstur manna varð til þess að taka myndir og festa þær á málmplötu, - sem hlotið hafði sérstaklega efna- lega meöferð i þeim tilgangi. Það var um 1827, sem Niépce tók sina fyrstu ljósmynd, en hann er þó sjaldnast nefndur faðir ljósmyndunarinnar, heldur landihans Dagurre, sem studdist viö uppfinningu hins fyrrnefnda og fullkomnaði hana.” Freistandi væri að Vitna meira i hinn fróðlega og góða formála þjóðminjavarðar, en þá liggur sú hætta opin fyrir, aö sjálfar myndirnar fái of litið rúm i þessu greinarkorni, en vissulega eru þær meginefni bókarinnar, ásamthinum ágætu skýringartextum, sem Þór Magnússon þjóðminjavörður skrifar með hverri mynd. Viö skulum byrja á mynd númer 1. Þaö er elzta myndin sem til er af Reykjavik, tekin einhvern tima laust fyrir 1870. Þar ber mest á tjörguðum timburhúsum, en Lærði skólinn, Dómkirkjan og Stiftamtmanns- húsið (nú Stjórnarráðshúsið), skera sig úr, en tvö þau siöast töldu mega heita einu steinhúsin i bænum. En hér ber fleira fyrir augu en hús. A mynd no. niu sjáum við uppskipunarbát viö bryggju i Reykjavik, fullan af fé, all- margar kindur eru enn á bryggjunni og menn standa i kring. Þaö er veriö að skipa út fé, sem á að fara til Skotlands, og fjártökuskipið liggur skammt undan landi. Þessi mynd mun mörgum islenzkum bónda þykja átakanleg, en þá er ráð að lita á blaðsiöuna við hliðina, — á sömu opnu. Þar er önnur mynd frá Reykjavikur- höfn, en næsta ólik hinni. Franskar skonnortur og gufu- skip liggja á höfninni, og margt smábáta. Timburstaflar eru i fjöru, menn á bryggju, allt ber vott um lif og starf, og þó er ein- hver einkennilegur friður yfir myndinni, skipunum á spegil- sléttum sjónum og fjöllunum i baksýn. — Til nánari skýringar skal þess getið, að fjárflutn- ingamyndin er tekin um siðustu aldamót, en myndin af frönsku skonnortunum o.fl. er tekin árið 1884. Alveg sérstaklega er gaman að einni mynd, hinni þritugustu ogfimmtui röðinni. Bændur eru komnir i kaupstað með ullina sina og biða eftir afgreiðslu. Það er búið að taka ofan af hest- unum, einn bóndinn er að leysa utan af klyf, en annar hefur setzt á ullarpoka, hann er með hatt, eins og vera ber, og fallegt virðulegt alskegg. — Hið skemmtilegasta við þessa mynd er það, að mennirnir vita bersýnilega ekkert að veriö er að taka mynd af þeim. Annars hefðu þeir ekki verið svona aðdáanlega eðlilegir! Slikar skyndimyndir úr daglegri önn forfeðra okkar — fullkomlega sannar og réttar eru blátt áfram ómetanlegar. Næst skulum við lita á mynd aftarlega i bókinni. Hún er af ísafirði. Þaö er hafishrafl á Skutulsfirði, gamli bærinn á prestssetrinu Eyri við Skutuls- f jörð stendur enn og sést vinstra megin við kirkjuna. Samkvæmt upplýsingum þjóöminjavaröar i texta þessarar myndar, hefur gamli Eyrarbærinn verið rifinn árið 1870, svo eftir þvi að dæma ermyndin rösklega hundrað ára gömul. (1 myndatexta er hún talin tekin „að likindum 1868”). Siðan hefur margt handtakið verið tekið á ísafirði, enda er sá Isafjörður sem nútimamenn þekkja næsta ólikur þvi sem var fyrir hundrað árum, enda ekki við öðru að búast. Að lokum er viðeigandi að nefna mynd af Vopnafiröi, þvi að þangað er að leita upphafs þess manns, sem myndirnar tók, Sigfúsar Eymundssonar. Myndin af Vopnafirði er tekin árið 1883. Fjórarfleyturliggja á höfninni, og er ein þeirra sýnu stærst. Það er vesturfaraskipiö Camoens. Sjálfsagt hefur það ekki fariö erindisleysu á Vopna- fjörð, svo margir sem lögðu upp þaöan vestur um haf á þeim niðurlægingarárum, þegar landflótti varð mestur frá Is- landi. Ekki stendur neitt um það, hvenær á árinu myndin er tekin, en trúlegt er að það hafi verið að vorlagi. Og þá hefur þaðsjálfsagtveriöhartvor: það er snjór niður eftir öllum Krossavikurfjöllum. Sigfús Eymundsson, sem frægur hefurorðið af ljósmynd- un sinni, bókasölu og • fleiri störfum, fæddist á Borgum i Vopnafirði 24. mai 1837. For- eldrar hans voru Eymundur Jónsson bóndi á Borgum og kona hans Þórey Sigurðardóttir. Hann fór ungur að heiman. Tvi- tugur fór hann til Kaupmanna- hafnar og læröi þar bókband. Siðan var hann bæði i Osló og Bergen i Noregi. Hann átti heima i Reykjavik frá 1866 og stundaði þar ljósmyndagerö, bókband og bókaverzlun. Sú verzlun starfar enn undir nafni hans, svo sem alkunna er. Þær myndir, sem hér eru saman komnar innan spjalda einnar bókar, eru ekki nema hluti þess safns, sem eftir Sigfús Eymundsson liggur. A blaöa- mannafundi, sem haldinn var þegar bókin kom út, lét þjóðminjavöröur svo um mælt, að nóg efni væri til i fleiri bæk- ur, jafngóðar þessari. Til þess er gott aö vita, og vonandi verð- ur þessari menningarlegu út- gáfu fram haldið á næstu árum. Við íslendingar höfum löngum talið okkur sagnaþjóö, og rétt er það: marga söguna höfum við skrifað. Myndabækur með sagnfræðilegu gildi ættu þvi að vera sérstakir aufúsu- gestir okkar og heimilisvinir. — VS Gott sem gamlir kveða Erlingur Daviösson skráði. Aldnir hafa oröið. Frásagnir og fróðleikur. Bókaútgáfan Skjaldborg. Þessi flokkur Erlings Daviös- sonar ritstjóra er góö þver- skurðarmynd af þjóðlifi okkar. Það er töluverö fjölbreytni i hverju bindi eða árgangi en þetta mun vera fimmta bókin með þessu nafni. Þeir sem hér lita yfir farinn veg eru Guðjón Hallgrimsson á Marðarnúpi, Helgi Simonarson á Þverá, Jóhanna Gunnlaugs- dóttir frá útströndum Eyja- fjarðar, óli Bjarnason i Grims- ey, Stefán Halldórsson á Akur- eyri, Tryggvi Helgason sjó- mannafélagsforingi og Þuriður Gisladóttir i Reykjahliö. Þessi upptalning sýnir fjölbreytnina. Þetta fólk er misjafnlega við- kunnugt. Sumt er þjóðfrægt, af sumum hafa litlar sögur farið, aðrir eru þar á milli. En hér verður hlutur þeirra engan veg- inn eftir annarri frægð. Fram- lag þeirra sem við höfðum aldrei heyrt nefnd stendur hin- um jafnfætis. Ég ætla ekki að raða þessum þáttum eftir gæðum. Allir eru þeir læsilegir og að minu viti merkir. Það fer nokkuö eftir smekk og lifsreynslu hvaö hverjum finnst. Dýravemdar- inn mætti birta I viðhafnar- ramma frásögn Stefáns Hall- bókmenntir dórssonar af tikinni Buslu, og raunar lika geta forustusauös- ins á Kaöalsstöðum. Og þá mætti Morgunn segja frá vernd- arengli Guðjóns á Marðarnúpi. En fyrst minnst er á verndar- engilinn hans Guðjóns er rétt aö geta þess að viðar i þessum þáttum kemur fram trú manna á þau áhrifaöfl sem ekki verða mæld eða vegin né skýrð og skil- in til hlitar. Sumir hafa viljað kalla þaö hjátrú og hindurvitni, en öðrum er það lifsreynsla, áþreifanleg reynsla, staðreynd- ir. Þetta er svo rikt i þjóðlifi, og segjum þjóðtrú án þess að leggja i þaö neikvæða eöa niör- andi merkingu, að það væri tak- mörkuö aldarfarslýsing sem gengi fram hjá þvi. Og það hygg ég að við verðum ýmsir að játa, þó að enga höfum ófreskigáf- una, að margt hefur skipazt og farið betur en til var stofnað af okkar hálfu. Það var ekki ráð- deildin og fyrirhyggjan sem bjargaði. Kannski það hafi verið tilviljun. En undarlegt er þaö hve láni virðist misskipt og lög- mál hamingjunnar torráðin. Hér verða ekki teknar upp til- vitnanir eða vitnað til einstakra atriða fremur en orðið er. Þvi einu skal við bætt að þetta bindi mun ekki valda þeim vonbrigö- um sem lesið hafa hin fyrri með velþóknun. Og svo vil ég þakka þeim öllum sem hafa gert mér þá ánægju að leyfa Erlingi að hafa eftir sér það sem þessi bók geymir. H.Kr.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.