Tíminn - 21.12.1976, Page 12

Tíminn - 21.12.1976, Page 12
12 ÞriOjudagur 21. desember 1976 Óttinn við þögnina Þorgeir Þorgeirsson: Einleikur á glansmynd. Iöunn. Reykjavlk 1976. 144 bls. A kápubaki þessarar bókar stendur aö hún „fjalli m.a. um hin óhugnanlegu glæpamál samtimans”. Þetta er vitaskuld auglýsingabrella. Bókin „fjallar” alls ekki um þau mál sem fólk hefur mest haft milli tannanna siöustu misseri og enginn veit enn hvernig eru til komin. Þeirlesendursem vænta þess aö fá hér i hendur æsilegan glæparóman munu gripa i tómt. Samt er trúlegt aö hin mikla umræöa um afbrotamál og viö- tæka glæpahringi sé kveikja þessarar sögu. Hvaö sem ööru liöurer hún gripin beint úrsam- tiöinni. Þjóöfélagsskilningur Þor- geirs Þorgeirssonar er raunar kunnur af fyrri verkum hans. Nýjungin i þessari sögu felst i formi hennar. Fyrri sögur höfundar eru i heföbundnum raunsæissniöum, Einleikur á glansmyndfer hins vegar fram á mörkum raunsæis og fantasiu. Þetta frávik viröist til þess ætl- aö aö setja óhrjáleika samtiöar- innar i skærara ljós. öfugsnúnu þjóöfélagi er kannski bezt lýst á þennan hátt. Hitt er svo annaö mál hvort formtilraun höfundar, hefur tekizt eins og til stóö. j Að formi til skiptist sagan i samtöl, endurtekningar og skýrslur.Samtökin eiga sér stað i hugskoti manns sem starfar á vegum skuggalegra félagssam- taka og er raunar i þjónustu glæpahrings á æöstu stööum. Utan frá séö er hann vitaskuld heiðvirður borgari. Þessi sam- töl mynda umgerö verksins. Sá sögumaður sem þar mælir viö skrásetjarann, hinn óboöna gest, veröur siöan „fyrsta per- sóna” i „endurtekningunum”. En frásagnaraöferöin er flókn- ari en þetta. Endurtekingarnar fara fram á ókennilegu plani, ef svo má segja, mörkum draums og vöku eða vöku og martraöar. Loks eru skýrslurnar skráöar i stil lögfræöilegra gerninga, sú seinni dómsniöurstaöa i nauögunarmáli. Veröur þetta nokkuö kynleg blanda. Einleikur á glansmynd ér á kápubaki nefnd „ofur-raunsæ lýsing”. Hér er meö öörum orö- um á ferö súrrealiskt verk: Is- lenzka oröiö er bókstafleg þýö- ing. Súrrealismi hefur verið skilgreindur svo á islenzku (Hannes Pétursson: Bókmennt- ir): „Með honum er stefnt aö þvi aö túlka veruleikann eins og hann speglast i dulvituöu sálar- lifi einstaklingsins, draumum hans og óheftum hugmynda- tengslum, venjubundin mörk milli draums og veruleika, f jar-. stæðu og röklegrar skynsemi eru þurrkuð burt. Sáust i þessu skýr áhrif frá kenningum Freuds....” fíg fæ ekki betur séð en saga' Þorgeirs Þorgeirssonar falli að ýmsu leyti vel aö þessari skil- greiningu. En þó hér sé saman slungiö veruleika og illum draumi svo að skil verða oft óglögg eru skirskotaniif i áþreifanlega, hversdagslega hluti aldrei fjarri. Tökum til skýringar upphaf fyrstu endur- tekningar: „Formaður undirbúnings- nefndarinnar situr nú loks bros- andi i draumi sjórekna liksins. Strangt tekið er hann þvi lög- lega afsakaöur. I rauninni er þetta hávisinda- legur draumur þar sem sólin stendur kyrr i hádegisstaö og biður eftir þvi að þögninni sloti. Hvitfextar öldur eru reiöu- búnar aö falla aö landi undir eins og brimgnýrinn hefst. Þannig er allt hvaö ööru háö. Og meir en þaö. Draumurinn er tilraun sem upphaglega var kostuð af Hug- visindadeild Atlantshafsbanda- Þorgeir Þorgeirsson lagsins. Þegar bandalagið flutti til Briissel þá glataðist deildin i flutningunum. Nema henni hafi verið rænt af skæruliöum.” I lýsingu súrrealismans hér að framan var drepiö á kenn- ingar Freuds. A þeim hafa sem kunnugt er veriö reistar bók- menntir sem marxistar hafa yfirleitt i litlum hávegum. Tii þessarar sögu er nefndur sál- fræöingur sem talar um „viö- fangslausa ödipusarduld”. En kenningum hans er visað á bug með spotti enda séu þær and- félagslegar: „Hann treöur öllu niörá sérlegt og persónulegt einkaplan. Vandamál þin koma ekki neinum öörum viö. Þú ert alveg sérstakur. Og þaö skritna er aö þessa leiö fer Hann til aö hæfa þig — og aöra — að stöðnuninni kringum okkur. Persónulifsþvaöriö hans hefur sinu hlutverki að gegna. Segöu Honum þaö næst þegar Hann plokkar þig.” Nii er nóg komiö af tilvitnun- um. En oröin sem siöast voru tekin upp hygg ég að beri meginviðhorfi höfundar glöggt vitni. „Félagslegt samhengi” virðisthonum rikti huga, svo að gripið sé til tizkuorðtaks. Sagan lvsir úrkynjun, firringu i sinni dekkstu mynd. Hún leiöir til tortimingar. Ytra borö sam- félagsins likist glansmynd:j þegar henni er svipt burt kemur rotnunin i ljós. Og þessari úr- kynjun fylgir ótti viö þögnina. Hún er eins konar leioarminni þessa verks, umlykur hiö ófrjóa, afkáralega og grimmdarfulla lif sem sagan lýsir. Aö sögulokum stefnir hún heim til sögumannsins, sem sit- ur i tómlegu nýju einbýlishúsi sinu niður viö sjóinn. Óhugnaöur, nöturleiki. Þannig verður blæ þessarar sögu helzt lýst. Hún er gróf og ruddafengin með köflum. Aðfinslum vegna þess má vitaskuld svara meö þvi aö slikt sé liöur i raunsærri, nánar til tekiö ofur-raunsærri samfélagslýsingu verksins. Þess er einnig vert aö geta að höfundur tekur hiklaust upp i söguna auðþekkjanleg efnis- atriði af opinberum vettvangi. Hreggviður Jónsson (reyndar nafn úr nútiöar „menningar- baráttu”) heldur guölastsræðu sem gæti verið komin orðrétt frá manni nokkru sem hefur vakið á sér athygli með þrálát- um kröfum um ógildingu skirnarsáttmála sins. Agrip af sögu Hótels Borgar getur hér að lesa ásamt trúveröugri lýsingu á drykkjumanni þar. Og i þriðju endurtekningu segir af útför ný- látins frásagnarmeistara (reyndar nefndur skáldiö gam la). Þaö er alkunna aö Þorgeir Þorgeirsson ræöur yfir persónu- legum stil. Ritháttur hans er meitlaður I þessari bók sem fyrr. Raunar er eitt meginein- kenni frásagnarinnar hve spar- leg hún er, snubbótt. Myndvísi höfundar er auðsæ eins og áöur. Þó hygg ég að hvergi i bókum Þorgeirs sé kafli sem meira minnir á kvikmyndatækni en upphaf þriöju endurtekningar. Annars má segja um þann kafla aö hann sé óþægilega kiljansk- ur, sbr. figúruna Jónatan Svift. Hvað sem einstökum köflum bókarinn liöur hlýtur lesandinn aö lokum aö spyrja um heildar- áhrif hennar. Mér viröist þessa sögu vanta slagkraft. Hún er nosturslega stiluð og óhugnaö- arstemmningin kemst til skila, aö minnsta kosti meö köflum. En hún stendur ekki undir sér sem heildstæð samfélagslýsing. Og þar sem það er yfirlýst markmiö höfundar að bregöa upp raunsærri samtiöarmynd verðum viö aö meta hana i þvi ljósi. Sagan er eins og útlinur aö mynd. Lesandanum virðist ætl- að að fylla hana. Vera má aö öörum lánist það betur en undir- rituöum. Aö minu mati er sagan athyglisverð formtilraun, en ekki annaö en tilraun. Ég hygg aö raunsæisskyn Þorgeirs Þor- geirssonar njóti sin mun betur i episkum v'erkum á borö viö Yfirvaldið. I þvi formi gæti hann vafalaust unniö úr þeim drögum til samtiöarlýsingar sem hér er að finna. í fyrra sendi Þorgeir frá sér indæla bók meö bérnskuminn- ingum Lineyjar Jóhannesdótt- ur. Þaö eru skö-rp umskipti aö fá nú ihendur þessa sögu frá sama l höfundi. En Þorgeir hefur lag á 1 að koma lesendum á óvart. Þaö eitt er ekki litils vert. Gunnar Stefánsson Sauðárkrókur: ALDARGÖMUL LEIKSTARFSEMI Leikstarfsemi á Sauöárkróki er 100 ára gömul um þessar mundir. Hefur þess veriö getiö i blööum og kynnu sumir aö lita svo á, aö óþarft sé að auka viö þau lofsamlegu skrif. Þó má enn árétta, aö hér hefur veriö unnið þvilikt menningarstarf samfellt aö kalla i heila öld, að til afreka má telja, þegar alls er gætt. Þætti mér sem eigi færi illa á^- þvi aö menntamálaráöherra, sá mæti maður, sem var gestur á frumsýningu Leikfélags Sauö- árkróks á Islandsklukkunni, sæi það i einhverju við félagiö nú á 100 ára afmæli leikmenntar í Skagafirði, hversu einlæga alúö þaö hefur lagt viö að glæöa og efla leiklistarmenningu I hérað- inu. Ætla mætti að fátæk félög úti um land legöu stund á aö bjóða upp á léttmeti frekar en verk, sem hafa bókmenntagildi, félagslegt gildi, mannlifsgiidi. Og vissulega láta þau fljóta meö sitthvað, sem aöeins er hægt að hlæja að, en skilur litiö eöa ekk- ert eftir. Þetta gera þau lika, Þjóðleikhúsiö og Leikfélag Reykjavikur — til að hressa upp á fjárhaginn. En lahdsbyggöar- félögin vita mætavel, aö sá er ekki höfuðtilgangur sannrar leikmenntar, aö koma fólki til að hlæja, enda þótt hláturinn sé hverjum manni hollur og heilsu- samlegur. Er ánægjulegt aö mega minnast þess, að Leikfé- lag Sauöárkróks hefur sett á sviö flest meiriháttar leikrit is- lenzk, svo sem Skugga-Svein, Nýársnóttina, Lénharö fógeta, sagt, að óttinn reyndist ástæöu- laus, svo er leikstjóra og leik- endum fyrir að þakka. Sýningin kom mér á óvart. Ég segi ekki, að hún hafi verið gallalaus né heldur aö hún hafi að öllu jafn- azt á við sýningu Þjóðleikhúss- ins. Hitt staðhæfi ég, að sýning- in hefði sómt sér ágætlega hvar sem var. Hún fór langt fram úr þvi, sem ég þorði að vona, langt fram úr þvi sem hægt var að bú- ast viö og krefjast við alls ófull- nægjandi skilyrði i ófullkomnu húsi. Freistandi væri að minnast á frammistöðu einstakra leik- enda, m.a. sakir þess, að þar mætti fleira miklu segja til lofs en lasts. En það yröi of langt mál. Ef til vill kom mér einna mest á óvarthversu góð skil kornung stúlka og eigi sviðsvön, Anna Arnadóttir, geröi hinu vandasama hiutverki Snæfriðar. Hins vegar mætti telja til lýta, að sumum leikend- um hætti stundum til að ofleika. Meöalhófið er vandratað. En þetta voru smámunir og rösk- uðu á engan hátt ágætum heildarsvip sýningarinnar. Þess skal að lokum getið, að Leikfél. Skr. lét gera myndar- lega leikskrá i minningu 100 ára leikstarfsemi á staðnum. Eru þar m.a. þrjár stuttar ritgeröir eftir Skagfirðingana Kristmund Bjarnason, Indriöa G. Þor- steinsson og Helga Hálfdánar- son, fróðlegar og skemmtilegar, sem vænta mátti. 10/12 ’76. Gisli Magnússon Fjalla-Eyvind,Galdra-Loft, Pilt og stúlku, Mann og konu, Gullna hliöiö, Skálholt, Storm- inn o.fl., sum oftar en einu sinni, og auk þess fjölmörg leikrit er- lend, þ.á m. verk eins og Orðið eftirKaj Munk og Mýs og menn eftir Steinbeck. Leikfélagiö hefur jafnan notiö óskoraös stuönings óeigin- gjarnra áhugamanna og löng- um haft á að skipa góöum leikurum, sumum úrvalsgóö- um. Listamaöurinn Eyþór Stefánsson hefur lengst allra farið meö leikst jórn og jafnan af einstakri smekkvisi. Þá hefur Kári Jónsson veriö aðal-leik- stjórinn siöustu 10-15 árin og farnazt ágætlega, en Jónas Þór Pálsson annazt leikmyndagerö af mikilli prýði. Ég efast um aö menn geri sér þaö almennt ljóst, aö leikstjór- inná jafnaöarlega mestan þátt i þvi, hvort leiksýning tekst vel eöa illa. Þar hefur Leikfélag Sauöárkróks veriö sérstaklega heppið. Leikstjórar þess hafa reynzt starfi sinu vaxnir. Þeir eiga ómældan þátt í gengi félagsins. Þá má og eigi heldur gleyma leiklistaráhuga Skag- firðinga, hann hefur vissulega veriö félaginu mikil hvatning til dáöa. Til marks um þann áhuga er m.a. það, að stofnaö var i héraöinu fyrir nokkrum árum annaö leikfélag, Leikfélag Skagfirðinga i Varmahliö, og hefur það farið vel af staö. — Og svo var þaö Islands- klukkan eöa Snæfriöur Islands- sól, sem er hiö raunverulega nafn leikritsins. Leikstjóri Gisli Halldórsson, sá snilldarmaöur. Hann hefur áöur stjórnað tveim leikritum fyrir Leikfélag Sauðárkróks. Þarf eigi aö efa, aö leikendur hafa mikið af hon- um lært og leikstjórn hans. Frómt frá sagt var ég i vafa um þaö, hvort ég ætti aö fara og sjá Snæfriöi — og dró það raun- ar i lengstu lög. Haföi tvivegis áður séö leikinn á sviöi Þjóð- leikhússins, þar sem var valinn maður i hverju rúmi. Eftir fjóröung aldar standa þau mér enn lifandi fyrir hugskotssjón- um i hlutverkum sinum Þor- steinn ö„ Herdis, Brynjólfur, Lárus, Haraldur, Emilia o.fl. Mér þótti sem leikur þeirra væri óviöjafnanlegur. Þvi óttaöist ég að verða fyrir sárum vonbrigö- um meö sýningu Leikfél. Skr. Nú er ég himinlifandi aö geta tslandsklukkan er sýnd á Sauöárkróki um þessar mundir. Myndin er af leikendum og starfsfólki.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.