Tíminn - 18.01.1977, Blaðsíða 1
Tæring í rörum við Kröflu — Sjá bak
t gær var tekiö I notkun sérstakt verk-
kennsluhús viö Fjölbrautarskólann I
Breiöholti. Þessa mynd tók Gunnar, er
gestir skoöuöu húsiö I gær. Sjá frétt á
hls. 3.
Mjög góð
loðnuveiði
um helgina
— heildaraflinn orðinn
rúmlega 40 þúsund tonn
gebé-Reykjavik — Mjög góö
loönuveiöi var hjá bátunum
um s.l. helgi, en um miönætti á
sunnudag var heildarveiöin
oröin 38.500 tonn og um klukk-
an fimm i gær höföu 3.900 tonn
bætzt viö. Bátarnir lönduöu
afla sinum aöallega á Seyöis-
firði og Neskaupstaö um helg-
ina, én einnig á Siglufirði og
Vopnafiröi. Einn landaöi 1100
tonnum i Vestmannaeyjum,
Siguröur RE, en ástæöan fyrir
þvi að skipiö sigidi alla þessa
leið meö aflan var sú, aö þeir
þurftu aö sækja nýja nót. Alls
hafa fimmtiu skip hafiö loönu-
veiöar það sem af er vertiö-
inni.
— A laugardaginn tilkynntu
aðeins fimm skip um afla,
samtals 1700 tonn, sagöi
Adnrés Finnbogason hjá
Loðnunefnd. A sunnudaginn
hins vegar, tilkynntu 28 skip
um afla, samtals 11.045 tonn,
og i gær átta skip með 3.900
tonn.
Eins og skýrt hefur verið frá
i Ti'manum, þá hófst vetrar-
vertið loðnu 12 dögum fyrr i
vetur en i fyrravetur. Þá var
fyrstu loðnunni landað 17.
janúar. — Það eru sem sagt
kominn rúm 40 þúsund tonn á
land þann 17. janúar i ár, en
voru aðeins 1300 tonn sama
dag á s.l. ári, sagöi Andrés.
Eins og sagt var frá I
Timanum s.l. föstudag, þá
gerði Sjávarafurðadeild SIS
sölusanining við Japani á allri
loðnu, sem frystkann aö verða
á þessari vertið i frystihúsum
á vegum deildarinnar.
Samningarnir voru undirrit-
aðir i Tokyo 14. janúar sL, en
kaupandi er japanska fyrir-
tækiö Mitsui & Co. Ltd.
Samningsgeröina fyrir hönd
sjávarafurðadeildar SIS
önnuðust þeir Sigurður
Markússon framkvæmda-
stjóri deildarinnar og Arni
Benediktsson, stjórnar-
formaður i Félagi Sambands
fiskframleiðenda.
Sigurður sagöi, aö þó að
talan 2000 tonn hefði verið tek-
in fram, þá væri það áætluð
tala.sem irauninnihefði enga
þýðingu, þar sem enginn veit
fyrir, hversu mikill hluti loön-
unnar verður hæfur til fryst-
ingar.
1 frétt i Timanum s.l. föstu-
dag, um fyrrgreindan samn-
ing, gætti þess misskilnings,
að fulltrúar Sambandsins og
Sölumiðstöðvar Hraðfrysti-
húsanna hefðu samið sam-
eiginlega i Tokyo um sölu á
frystri loðnu. Þó að fulltrúar
þessara tveggja aðila hefðu
verið i Tokyo á svipuðum
tima, áttu þeir engar sam-
eiginlegar viðræður við kaup-
endur.
Litlar skemmdir
hlutust af
flóðinu í Sigöldu
— vatni hleypt á lónið í þessari viku
HV-Reykjavik — Þaö gekk
greiölega aö dæla vatninu út
úr stöðvarhúsinu I Sigöldu
og skemmdir uröu litlar— aö
ég hygg engar, sem geta taf-
iö fyrir okkur, sagöi Rögn-
valdur Þorláksson, hjá
Landsvirkjun, I viötali viö
Timann I gær, en eins og
skýrt var frá i Tinanum á
laugardag, brast jarövegs-
stifla i frárennslisskuröi
stöövarhússins og vatn rann
inn I tvær neöstu hæöir þess á
föstudag.
— Við höldum áfram vinnu
af fullum krafti, sagði Rögn-
valdur ennfremur, og erum
nú að undirbúa að hleypa
vatni á lónið. Við ætlum að
byrja á þvi á morgun, eða
einhvern næstu daga, og ætl-
um I fyrstu að setja vatns-
borðið upp i 485 metra hæð
yfir sjávarmál, þannig að
lóniö verði um ellefu metra
djúpt þar sem dýpst er. Siðar
á lónið að risa hæst i 498
metra — yfir sjávar mál.
Þá má geta þess að á næst-
unni verður jarövegsstifla
sú, sem brast i siðustu viku
fjarlægð, og vatni hleypt að
húsinu þeim megin. Stiflan
var skilin eftir i skurðinum,
þegar hann var grafinn, til
að halda vatninu frá meðan
gengið væri frá lokum, en nú
er þvi verki að ljúka.
Álver í Þykkvabæ?
..Viá viljum allir fó höfn"
— segir Ólafur Sigurðsson hreppstjóri í Þykkvabænum
gébé Reykjavik. — Viö
héldum almennan borgara-
fund hér I Þykkvabænum á
sunnudaginn, og i ályktun sem
þar var gerö, kom fram ein-
dreginn vilji allra um aö fá
höfn hér, sagöi ólafur
Sigurösson, hreppstjóri I
Þykkvabænum, þegar Timinn
ræddi viö hann í gær. Engar
tillögur eöa athuganir á hafn-
argerö I Þykkvabæ hafa fariö
fram sföan Bandarikjamenn
geröu slikar á striösárunum,
en þá könnuöu þeir m.a. botn-
lagiö nákvæmlega. Sem kunn-
ugt er, varö Þorlákshöfn þá
fyrir valinu. Verkamanna-
deild Verkalýösfélags Rangæ-
inga hélt stjórnarfund á
sunnudaginn og var samþykkt
þar aö skora á iönaöarráö-
herra og viöræöunefnd um
orkufrekan iönaö, aö beita sér
fyrir þvi aö teknar veröi upp
viöræöur hiö fyrsta viö
norska fyrirtækiö Norsk
Hydro, meö hliösjón af
hugsanlegri staösetningu
álverksmiöju I Þykkvabæ og
byggingu hafnar þar.
1 þessu sambandi er sérstök
athygli vakin á þeirri þróun,
sem átt hefur sér staö hin sið-
ari ár i atvinnu- og byggöa-
málum Rangárvallasýslu, þar
sem meginhluti verka- og
iðnaðarmanna, hátt á þriðja
hundrað manns, eiga afkomu
sina alla undir tfmabundnum
virkjunarframkvæmdum. Þvi
telur stjórn Verkamanna-
deildarinnar, að ibúar þess
héraös, sem orkan til stóriðju
er sótt til, eigi forgangsrétt
um að ný atvinnufyrirtæki,
sem byggja á þessari orku,
séu staðsett i héraöinu, eink--
um og sér i lagi ef, eins og átt
hefur sér stað i Rangárvalla-
sýslu, hinum timabundnu
virkjunarframkvæmdum um
árabil. Þvi taldi fundurinn, að
viö ákvörðunartöku um stað-
setningu álverksmiðju, eigi
skilyrðislaust og öðru fremur,
að taka tillit til hinna félags-
legu viðhorfa.
Svo sem skýrt hefur verið
frá i Timanum, eru það fleiri
sem vilja fá álver og hafnar-
gerö, og er hér átt við Mýrdæl-
inga, sem lýst hafa áhuga sin-
um á málinu. Spurningin er
þvi sú, hvaða stað forráöa-
menn, norskir og islenzkir,
telja heppilegastan fyrir
álverksmiöju og hafnargerð.
Þeir stóru reyna að drepa hina smóu — Sjó bls. 3
'ÆNGIRf
Áætlunarstaðir:
Bildudalur-Blönduóc Búðardalui
Flateyri-Gjögur-Hólmavík
Hvammstangi-Rif-Reykhólar
Sigluf jörður-Stykkishólmur
Súgandaf jörður
Sjúkra- og leiguflug
um allt land
Simar:
2-60-60 oq 2 f0-66
IUII IIUI
Í2
f 13. tölublað—Þriðjudagur 18. janúar 1977 —61. árgangur
Ve^jnin yerkstæðið
á Smiðjuveg 66 Kóp.
Beint andspænis Olís í neðra Breiöholti - þú skilur?)
Síminn er 76600
LANDVÉLAR HF.