Tíminn - 18.01.1977, Blaðsíða 6
6
Þriðjudagur 18. janúar 1977.
Einar Birnir:
1 grein i Timariti um lyfjafræði
2. hefti 1974 eftir Sverri Magnús-
son lyfsala i Hafnarfirði um bar-
áttu hans við kerfi hins opinbera
og annarra, komst hann svo aö
oröi að kerfinu hefði tekizt ,,að af-
greiða hann með þvi að „staur-
setja” hann I Hafnarfjarðar-
apóteki haustið 1974” og ,,að
siðan hefði tilraunir að brjóta
þann skafl af sér reynzt tilgangs-
lausar”.
Það er alkunna aö miklir hug-
sjónamenn hafa æði oft brotizt
áfram sér og sinum hugsjónum til
framfara, þrátt fyrir litil efni og
mótbyr, en hitt sýnist og augljóst,
séu skattskrár nágrannasveitar-
félaga Reykjavikur litnar augum
hefur örbirgö eða umkomuleysi
varla hér um vélt og er það vel.
Enn er þaö kunnugt, að fyrrum
var það nokkur siður i prest-
lausum ,,útkjálka”-byggöum að
staursetja þá, sem létust þann
tima ársins sem ekki mátti ná til
prests til að annast greftranir, en
svo skjótt sem færð leyfði kom
prestur og var þá staurinn upp
dreginn og rekum kastað niður
um gatið. Hitt mun og hafa veriö
til, aö fyrir kom i vetrarhörkum
áöur fyrr að menn treystust ekki,
að færa lik til kirkju og voru þau
þá sett I snjóskafl en staur settur
við svo þau mætti finna aftur er
veður gengu niður og fært varð til
kirkju.
Vist er um það, að hvor sam-
likingin sem notuð er lýsir hún
hráslagalegri kimni, þvi varla
veröur samlikingin á annan hátt
skilin, af þeim er til þekkja i ,,út-
kjálkanum” Hafnarfirði, mann-
lifið þar og möguleika á sam-
bandi við umheiminn þaöan — og
þó — rétt er að minnast þess, að
auðvitað geta menn einangrazt i
skel sinni hvar sem er.
Séu orð sem eftir Sverri
Magnússyni lyfsala eru höfö i
Þjóöviljanum 17. desember s.l. og
þá sem stjórnarformanni
Pharmaco h.f., i afmælisskapi, i
eða ofan skaflsins, skoðuð i ljósi
framanritaðs, mætti halda að ein-
angrun undangenginna ára hefði
verið ekki litil.
Þessi orð eru: ,,Að sögn Sverris
hefur fyrirtækið sparað mikinn
gjaldeyri með lyfjaframleiðslu
sinni, a.m.k. þess sem verð á
lyf jum frá Pharmaco er lægra en
verðá innfluttum lyfjum. Má sem
dæmi nefna, að árið 1972 veitti
þáverandi heilbrigöisráðherra
Magnús Kjartansson fyrirtækinu
þá fyrirgreiðslu, að þaö gat hafið
framleiðslu á „ampicillin-
hylkjum” sem er ein tegund
penicillinlyfja. Þá hafði brezka
lyfið Penbritin, veriö allsráðandi
á markaðnum hér. Þegar
Pharmaco hóf framleiðslu á sinu
lyfi var það 30% ódýrara en
brezka lyfiö.
Bretarnir brugöust þannig við,
að þeir lækkuðu verð á Penbritin
samstundis og hafa ekki hækkað
það siöan. Þeir notfæröu sér
einokunaraöstöðuna til að selja
okkur lyfið á 30% hærra verði en
öðrum” — og er ljótt a heyra um
hegðan „vondra” fyrrtækja
„stórþjóðanna” og þó enn
hörmulegri „augljós vesöld”
umboösmanna þessara aðila
meðal smáþjóðarinnar.
Undirritaður hefur veriö i for-
svari fyrir umbjóðanda fram-
leiöanda sérlyfsins Penbritin s.l.
11 ár, og telur máliö sér skylt, en
hins vegar alls óskylt að liggja
undir órökstuddum áburði frá
einum eða neinum.
Fúna spýtan
Þær sagnir eru af köppum
miklum, sem gegn óréttlæti
sinna tima hafa ráðizt, að þeir
sveifluðu brandi sinum orösins og
Tafla A hvlki 2 50 mg
1968 1969 1970 1971 1972
gengi £/ísl.kr. 210.35 211.10 210.65 218.00 214.80
Penbritin smásöluver?' f. .o.b.£7.40 f.o.b. £4
ísl.kr. 2366.- 2656.- 2656.- 2259.- 2532.-
Danmörk ampicillin smá-
söluverft ísl.kr. 2S71. - 2372.- 2374.- 2444,- 2677.-
gengi 100.00 Ð.kr./ísl.kr. 1174.66 1175.30 1176.26 . 1210.75 1274.70
ampicillin. SvíbjóA smá
söluverð ísl.kr. 1880.- 1966,-
gengi 100.00 S.kr./ísl.kr. 1766.35 1846.40
Tafla B hvlki 500 mg
1968 1969 1970 1971 1972 |
gengi £/ísl.kr. 210.35 241.10 210.65 218.00 214.00
Penbritin smásöluverA f, ■o.b.9.14 nóv) f.o.b. 7.03
ísl.kr. ekki til 4771.- 3912.- 3325.- 3727.-
Eanmörk ampicillin smá-
söluverð ísl.kr. 4274.- 4276.- 4280.- 4405.- 4737.-
gengi 100.oo D.kr./ísl.kr. 1174.66 1175.30 1176.26 1210.75 1274.70
amDÍcillin Svíþjóð srrá-
söluverð ísl.kr. 3334.- 3412.-
gengi 100.00 S.kr./ísl.kr. 1766.35 1846.40
annarrar gerðar hart og titt, og
enda um getið að sumir þeirra
gripu til stórtrjáa og veifuðu sem
fis væru og stóðst þá ekkert fyrir.
Hins vegar eru þær spurnir af
lukkuriddurum og þeirra
kumpánum, aö ýmsir voru þeirra
raftar sóti slegnir, enda fátt þar
um góðviöi en mikil árátta i þann
hóp aö veifa heldur röngum trjám
en öngvum, misgóðum málum
sinum til framdrattar, og er að
sjá að a.m.k. sumum baráttu-
mönnum á okkar dögum þyki
þetta mikið ráð.
Hún er ekki svo yfirlætislftil
yfirlýsingin, sem höfð er eftir
Sverri Mgnússyni i tilvitnaðri
Þjóðviljagrein, um þjóðfrelsun
frá erlendri fjárhagsáþján, meö
„innlendri framleiðslu”, en hver
er nú sannleikur málsins.
Vist er um það, að veruleg og
vaxandi sala var i lyfinu ampi-
cillin árin 1966 og 1967, einkanlega
þvi sem hefur sérheitið Penbritin
og voru islenzkir svo þurftafrekir,
að gripa varð til varnaraðgerða.
Hafizt var handa strax árið 1967,
og hin ýmsu form lyfsins lækkuöi
verði f.o.b. frá 26% upp i 36%. En
viti menn Islendingar eru þrjózk
þjóð, sem ekki lætur sér segjast
svona um leið og reyndar alls
ekki — þvi þrátt fyrir nýja
verðlækkun f .o.b. 1969 sem nam
10-12% frá siðasta verði á þrem
formum lyfsins en 17-16% á hin-
um, 17-18% iækkun á miðju ári
1971 og 11-12% lækkun allra
forma, nema tveggja sem lækk-
uðu 25 og 43% i nóvember 1971,
minnkaöi notkunin ekki hót.
Með öðrum orðum sagt verð-
lækkanir f.o.b., sem námu á
árunum frá 1967 til loka 1971 frá
35% til 52% fréttust aldrei I skafl-
inn ef marka má hina tilvitnuðu
yfirlýsingu og enda aldrei siðan.
Hvað sýna nú þessar töflur?
„að haldið hafi verið uppi ein-
hvers konar einokunarverði”, eða
aö Islendingar hafi keypt á 30%
hærra verði en aðrir. Nei
auövitað ekki, verð á Islandi er
nærri þvi sama og I Danmörku á
öörum styrkleikanum en verður
vel lægra á hinum, hærra aöeins á
öðrum i Sviþjóð en nær sama á
hinum, og þrátt fyrir hækkandi
gengi isl. krónunnar og hækkandi
álagningu bæði i smásölu og
heildsölu helzt verðiö nærri
óbreytt vegna þess að fram-
leiðandi og umboðsmaður færöu
f.o.b. veröiö niður sbr. töflur A frá
’68 til ’72 um 35% og sbr. töflu B
frá ’70 til ’72 um 23%. Ætli það
hafi verið vegna ampicillinhylkj-
anna frá Pharmaco h.f. sem
komu á markað i mai/júni 1973.
Trúi hver sem vill.
Nú er komin sú stóra stund
þegar ákveöiö er að íslendingar
fái stóra verðlækkun I maí 1973,
hún reynist vera 21,8% sbr. töflu
C en 6.22% sbr. töflu D og nú
dettur auövitað engum i hug að
nokkur áhrif hafi haft, að
snemma árs 1973 var Pharmaco
h.f. varað við að verölækkun væri
i nánd ca 15 tii 25% á enska lyfinu,
fráleitt, lægsta verð fáanlegt var
þaö eina sem skipti máli. Hitt er
svo aftur nokkuö undarlegt, að
þegar enska verðið lækkar eins og
boðaö var I nóvember ’73 þá
Einar Birnir
kemur i ljós að lága maiverðið
var liklegast ekki það lægsta en
nú er lækkunin á töflu C 15,6%, en
i töflu D 24,1%, að tarna er reynd-
ar stórmerkilegt, þarna sést
nefnilega glöggt hvað á spýtunni
hékk, menn höfðu haldið að
hringlið, sem þá dreymdi um
væri mest i 250 mg bauknum en
skipta svo um skoðun og veðja i
seinna skiptið á 500 mg baukinn,
það voru nefnilega þau lætin, sem
var verið að hóa I.
En fleira sést hér, Sverrir
sagði, að verðið hafi ekki hækkað
siðan, ójú, það hefur hækkað eins
og flest annað I veröldinni þessi
siðustu ár og það gat nú Sverrir
sparað sér að segja ósatt um, og
hann hafði liklegast getað hælt
sér svolitið, þvi að i mai ’74 byrja
hans menn og hækka nú verklega
og geta siðan glatt sig viö að það
urðu aðrir að gera hérlendis eftir
gengisfellinguna i sept. ’74 en
fylgja sjálfir svo fast eftir öllum
siöari hækkunum að i árslok 1976
kemur eftirfarandi i ljós:
Það er likast til svona sem gætt
er hagsmuna islenzkra skatt-
borgara?
Þetta er allt ósköp augljóst,
höfuðstóll 1972 fyrirgreiöslunnar
er greiddur með sýndarmennsku
1973, sem sést á næstu þrem árum
að ekkert gildi hafði og svo vextir
af sömu fyrirgreiðslu á blaða-
mannafundi i desember 1976. Mér
sýnist þetta gæti verið snilld i
sömu ættar og lýsir sér i neðstu
linu töflu F.
Það vantaöi svo sem ekki aö ■
hátt lét I brandinum þegar
Sverrir sveiflaöi honum á
„afmælisfundinum” með blaða-
mönnum, en i ljós er nú komið svo
ekki verður um villzt að rafturinn
er vondur, sótugur utan og mork-
inn innan.
Hvað er að fela.
Það er gömul regla, að sé vöru
sem selja á eða t.d. verðleikum,
sem lýsa þarf, ekki þann veg fariö
um eigið ágæti, aö salan eða hróö-
urinn geti á þvi grundvallast, sé .
bezt aö láta af söluáætlunum og
spara lofið enda er þá varan vond
og verðleikarnir litlir og er engin
tilviljun aö þessi regla varð til.
A öðrum timum hafa veriö til
þeir aðilar, sem hafa reynt aö
selja vonda vöru með þvi að þegja
sem fastast um raunverulegt
ástand vörunnar sem selja á, en