Tíminn - 21.01.1977, Síða 2

Tíminn - 21.01.1977, Síða 2
2 Föstudagur 21. janúar 1977. hreppstjóri á Sleitustööum i Skagafirði, 93 ára 23ja janúar, situr iengst til vinstri á þessari mynd. Sigrún dóttir hans, hús- freyja á Sleitustööum, 67 ára, situr lengst til hægri. Fyrir aft- an þau standa Þorvaidur sonur Guörúnar 44 ára og Eyrún dóttir hans, 20 ára, og miili langömmu sinnar og langalangafa situr Ingi Þór sem er tveggja og hálfs drc ætt erlendar f réttir • Jimmy Carter tekinn við embætti Keuter, Washlngton. — Jimmy Carter sór i gær emb- ættiseiö sinn sem þritugasti og niundi forseti Bandarfkjanna, og hét þvl jafnframt, aö helga störf sin „nýju upphafi, nýju átaki” eftir reynslutima þann, sem þjóöin heföi gengiö i gegnum undanfariö. Carter sem cr fimmtiu og tveggja ára gamail, fyrrum yfirmaöur i sjóher Bandarikj- anna og fyrrvcrandi fylkis- stjóri I Georgia-fylki, er fyrsti forsetinn úr suöurrikjum Bandarikjanna um meira en þriggja alda skciö. Hann hefur risiö meö eindæmum hratt upp á stjörnuhimininn. t ræöu sem Carter hélt viö embættistöku sina i gær, hét hann þvi aö hefja nýjar aö- geröir til þess aö hægja á vig- búnaöarkapphalaupinu, en sagöi jafnframt aö Bandarikin myndu viöhaida nægilegum hernaöarlegum styrk til þess aö þurfa ekki aö sanna getu sina i styrjöld. Taliö er aö um eitt hundraö þúsund áhorfcndur hafi fylgzt meö þvi þegar Carter sór embættiseiö sinn fyrir framan þinghúsiö i Washington f gær, en miiljónir manna til viöbót- ar, bæöi innan Bandarfkjanna og utan, fylgdust meö athöfn- inni i sjónvarpi. Henni var sjónvarpaö beint. Carter stóö bak viö hlif úr skotheldu gleri þegar hann sór eiöinn og Gerald Ford, fráfar- andi forseti Bandarikjanna stóö honum til annarrar hand- ar. Skömmu áöur en Carter sór embættisciö sinn sem forseti, var Walter Mondale svarinn i embætti varaforseta. • Skutu hver ó annan og fórnarlambið slapp Reuter, Róm — Atta daga erf- iöleikum hálf-fertugrar hús- móöur i Róm lauk 1 gær, þeg- ar þrír menn, sem höföu rænt henni, lentu I innbyröis iildeil- um og hófu skothrtö hver aö öörum. Eftir stuttan bardaga óku mcnnirnir á brott 1 bifreiö, og konan, frú Maria Boldrin, dóttir fésýslumanns I Padua, uppgötvaöi skyndilega aö hún var frjáls feröa sinna. Tveir mannræningjanna fundust skömmu siöar, særöir af byssukúlum, en hins þriöja er enn leitað. Vfirvöld kunna enga skýr- ingu á deilum mannanna og bardaganum, • Arfleiddi Jesú Reuter, Portsmouth á Eng- landi. — Ernst Digwced, fyrr- um kennari, sem lézt á siöasta ári, áttatiu og eins árs aö aldri, arfleiddi Jesú Krist aö tuttugu og sex þúsund sterl- ingspundum (yfir sjö milljón- um islenzkra króna). Eftir þvi sem lögfræöíngar segja hefur erföaskrá kennar- ans skapaö nokkurt vanda- mái. I henni er tekiö fram, aö peningana skuli ávaxta á ein- hvern hátt i áttatiu ár, en siö- an segir: - Ef Jesú Kristur kemst á þessum áttatfu árum til valda á jöröinni, þá skuli þeir sem hafa fé þetta og á- vöxtu þess meö höndum, veröa sér úti um sannanir sem færa þeim heim sanninn um hver hann er, afhenda honum alit þaö fé og eignir sem þeir hafa meö höndum fyrir hans hönd. — — nemendur skólanna fó lifandi starfskynningu MÓ-Reykjavik. — Nýstárieg kynning á Islenzkum iönaöi fer fram i tveimur skóluin IKópavogi i tilefni af „Degi iönaöarins” sem veröur föstudaginn 28. jan. n.k.. Þaö eru nemendur i Vighólaskóla og Þingholtsskóla sem hafa und- irbúið kynninguna meö þvi aö fara I smáhópum í fjölmörg fyrir- tæki og tekiö saman greinargerö um starfsemi þeirra. Siöan setja nemendurnir upp sýningu f skól- um sfnum á framleiösluvörum fyrirtækjanna. Þetta verk vinna nemendurnir i samráöi við kennara sina, og fá þeir með þessu mjög lifandi starfskynningu..Sem dæmi um sýmingarnarmá nefna, að i Þing- holtsskóla mun byggingariðnað- ur, matvælaiðnaður, þjónustuiðn- aður og prentiðnaður verða kynntur, en i Vighólaskóla fer m.a. fram kynning á húsgagna- iðnaði, fataiðnaði og listiðnaði.. Sýningarnar verða opnar al- menningi kl. 14.00 á föstudag og verða opnar iþrjá daga,eða til kl. 22.00 á sunnudag. Iðnaðarráðherra dr. Gunnar Thoroddsen og frú munu heim- sækja Kópavog í tilefni iðnkynn- ingarinnar og skoða iðnfyrirtæki þar fyrir hádegi ásamt forustu- mönnum islenzks iðnaðar. Þeir munu síðan veröa við opnun sýn- inganna I barnaskólunum, sem fer fram kl. 11.00. Kl. 14.30 hefst slðan fundur um iðnaðarmál i Félagsheimili Kópavogs og mun iönaðarráö- herra flytja þar ávarp, en fram- söguerindi flytja Björgvin Sæ- mundsson bæjarstjóri og Daviö Sch. Thorsteinsson, form. Félags ísl. iðnrekenda. Fundarstjóri verður Magnús Bjarnfreðsson. Umdæmis stjóra Lions þinga F.I. Reykjavik — Umdæmis- stjórar Lionshreyfingarinn- ar á Norðurlöndum þinga i Reykjavik að Hótei Loftleiö- um dagana 21.-22. janúar n.k. Þátttökurétt I ráðstefn- unni eiga núverandi og fyrr- verandi umdæmisstjórar en gert er ráö fyrir 60-70 erlend- um þátliakendum. Umdæmisstjórar Noröur- landa hittast árlega, og munu þeir á þessu þingi einkum fjalla um unglinga- skipti og framtið Lions- hreyfingarinnar, sem er al- þjóðahreyfing. Fjölumdæmisstjóri er nú Axel V. Magnússon, ölfusi, umdæmisstjóri 109 A er Gunnar Asgeirsson, Reykja- vik og umdæmisstjóri 109 B er Asgeir H. Sigurðsson, Vopnafirði. .......... ^ Nýstárleg kynning á iðnaði í Kópavogi GS tsafiröi— Eins og sagt var frá i blaðinu 1 gær, fékk vélbáturinn Guðný drauganet i skrúfuna, og dró varðskip bátinn inn til Dýra- fjarðar. Þar tókst að losa netið og virinn úr skrúfunni, og viö fyrstu athugun virtist sem litlar eða engar skemmdir hefðu orðið á vélinni. Vélbáturinn Guðný neyddist til að skilja eftir linuna, sem nýbúið var að leggja þegar báturinn fékk netið i skrúfuna. Eftir að netið hafði verið losað gat báturinn farið út á miðin og náð allri linunni inn aftur. Fór þvi betur en i fyrstu leit út fyrir, þvi óttazt var að linan myndi tapast og að vélin hefði stórskemmzt. Landaði báturinn afla sinum á Isafirði laust eftir hádegi i gær. Rússi með smokkfisk í beitu Þetta sovézka skip liggur nú i Sundahöfn I Reykjavik, en þangaö kom þaö meö farm af smokkfiski, sem nota á i beitu hérlendis. Þaö viröist nú liöin tiö, aö tslendingar geti sjálfir séö sér fyrir beitu á öngla sina, en ef til vill er þetta eölileg samvinnuþró- un: sjá okkur fyrir beitu til aö veiöa þann fisk sem viö siöan seljum þeim. Góð rækjuveiði í ísafjarðardjúpi — rækjumiðin í Öxarfirði enn lokuð vegna mikils seiðamagns gébé Reykjavik — Rækjuveiöi á ísaf jaröardjúpi hefur gengið mjög vel frá þvi aö hún hófst að nýju eftir áramótin, sagði Guðmundur Sveinsson fréttarritariblaðsins á Isafirði i gær. 1 Djúpinu stunda um 47 bátar rækju og fá ljómandi góða veiði, 1 til 1 1/2 tonn i róðri. Rækjaner yfirleitt mjög góð. Rækjumiðin i öxarfirði hafa verið lokuð frá þvi fyrir ára- mót vegna hins mikla seiða- magns sem bátarnir fengu I rækjutrollin. Hjá sjávarút- vegsráðuneytinu fékk blaðið þær upplýsingar, að eftir áramótin hefði það komið i ljós, þegar eftirlitsmaður var við athuganir á rækjumiðun- um I öxarfirði, að sjaldan hafi verið eins mikið seiöamagn i firðinum og nú. Miðin verða þvi lokuð um ófyrirsjáanlegan tima, en gaumgæfilega verður fylgzt með seiðamagninu. Rannsóknarskip Hafrann- sóknarstofnunar, Dröfn, er Framhald á bls. 19.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.