Tíminn - 21.01.1977, Blaðsíða 13
Föstudagur 21. janúar 1977.
13
leika tvö tónverk eftir Max
Reger: Serenööu I G-dúr
fyrir flautu, fiölu og viólu
op. 141 a og Allegro grazioso
fyrir flautu og pianó /
Jacqueline Eymar, Gunter
Kehr, Erich Sichermann og
Bernhard Braunholz leika
Píanókvartett I g-moll eftir
Fauré.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veöurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Viö vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Miödegissagan: „Bókin
um litla bróöur” eftir
Gustaf af Geijerstam Séra
Gunnar Árnason les þýö-
ingu sina (9).
15.00 Miödegistónleikar.
Kammerhljómsveit Berlin-
ar leikur Konsertinó nr. 2 i
G-dúr eftir Ricciotti Sin-
fóniu i C-dúr, „Leikfanga-
sinfóniuna”, eftir Haydn og
„Smámuni”, balletttónlist
eftir Mozart. Stjómandi:
Hans Benda.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphom.
17.30 Ctvarpssaga barnanna:
„Borgin viö sundið” eftir
Jón Sveinsson (Nonna)
Freysteinn Gunnarsson Is-
lenskaöi. Hjalti Rögnvalds
son byrjar aö lesa siöari
hluta sögunnar (fyrri hlut-
inn var á dagskrá vorið
1975).
17.50 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 I Hvltársiöu minning-
anna Guörún Guölaugsdótt-
ir talar viö Benjamin Jó-
hannesson bónda á Hall-
kelsstööum.
20.00 „Goyescas” eftir
Enrique Granados Mario
Miranda leikur á planó.
20.45 Myndlistarþáttur I um-
sjá Þóru Kristjánsdóttur
21.15 Einsöngur: Joan
Sutherand syngur Nýja fil-
harmonluhljómsveitin leik-
ur meö: Richard Bonynge
stj.
21.30 Útvarpssagan: „Lausn-
in” eftir Arna Jónsson
Gunnar Stefánsson les (8).
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir. Ljóöa-
þáttur. Umsjónarmaöur:
Njöröur P. Njarövik.
22.40 Afangar Tónlistarþáttur
I umsjá Asmundar Jónsson-
ar og Guöna Rúnars Agn-
arssonar.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
Föstudagur
21. janúar.
20.00 Fréttir og veöur
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Prúöu ieikararnir
Leikbrúðuflokkur Jim Hen-
sons bregður á leik ásamt
söngvaranum Jim Nabörs.
Þýöandi Þrándur Thorodd-
sen.
21.00 Kastljós Þáttur um
innlend málefni. Umsjónar-
maöur ómar Ragnarsson.
22.00 Kreppan og hvíta tjaldit
(Brother, Can You Spare A
Dime?) Bresk kvikmynd
frá árinu 1974. Myndir lýsir
bandartsku þjóöfélagi á ár-
unum 1930—1942. Þráöur er
spunninn úr fréttamyndum
og leiknum kvikmyndum
frá þessum tima og teflt
fram ýmsum andstæöum
raunveruleika og leiks.
Franklin D. Roosevelt
forseti og James Cagney
leikari eru söguhetjur hvor
á sinn hátt, og auk þeirra
kemur fram I myndinni
fjöldi nafntogaöra manna
og kvenna. Þýöandi Stefán
Jökulsson.
Dagskrárlok.
Hinrik konungur VIII
og konur hans sex
Eftir Paul Rival
hann mundi aldrei skilja, djúpið milli kynslóðanna er
aldrei hægt að brúa. Það hafði ekki verið meira en
fimmtán og seytján ára aldursmunur á honum og Onnu
og Georg og þó hafði honum aldrei tekizt að ná til þeirra.
Hinrik var orðinn þreyttur á að þrá, hann var næstum
orðinn þreyttur á að lifa.
Richmond
Því skyldi hann ekki vera ánægður með Richmond,
hann var næstum fulltíða. Hinrik þekkti hann og þótti
vænt um hann. Richmond var mörgum gáfum gæddur,
hann var f ríður, menntaður og hugrakkur. Hann las Ijóð
hann virti föður sinn og elskaði hann, á hverju kvöldi
kom hann og bauð honum góða nótt með kossi þá fékk
Hinrik innsýn í hið tæra og trygga hugarfar drengsins.
Richmond hafði allt til að bera, sem Hinrik sjálfur hefði
viljað eiga i sínu fari, Richmond elskaði lífið og lysti-
semdir þess, en á honum var hvorki blettur né hrukka. í
fögrum augum þessa konungborna riddara, mátti lesa
þunglyndi þessarns, sem getið er af ást, hins óskilgetna,
þess sem enginn óskaði að yrði til, barnsins, sem hafði
verið vanrækt og alið upp hjá vandalausum. Árum sam-
an hafði Hinrik ekki einu sinni hugsað til hans og móðir
hans var eins og hver önnur léttúðardrós, hún var alltaf
glöð og dálítið kenjótt, hún hafði alltaf notið góðs af að
hafa verið frilla konungs, Bessie Blount hafði notfært
sér samband sitt við Hinrik til hins ýtrasta. Þegar hún
varð ekkja eftir hinn kynsæla Taillebois, hafði hún hafn-
að bónorði Lord Grey, sem var frændi konungs, henni
fannst Grey of gamall og nízkur. Hún giftist einum rík-
asta og föngulegasta manni við hirðina, sem var átján
árum yngri en hún, nafn hans var Lord Clinton og í
faðmi hans hafði Bessie, alveg gleymt Richmond.
Hinrik elskaði Richmond, það var eins og hann hefði
þörf f yrir að bæta honum þá ástúð sem drengurinn hafði
farið á mis við og þess heldur, þar sem Hinrik vissi að
hann var sjúkur og hann óttaðist um líf hans, þegar líða
tók á daginn var Richmond með skjálfta, þá hafði hann
hita, á morgnana var hann rjóður og augu hans glönsuðu
óeðlilega. Hinrik þekkti einkennin, þennan bölvald ætt-
arinnar, sem hafði orðið þeim feðgum að f jörtjóni, Arth-
úr bróður hans og föður þeirra Hinrik VII, þessi sjúk-
dómur var oft landlægur þar sem þokur eru tíðar. Hinr-
ik þorði ekki að senda Richmond til Wales og gera hann
að landstjóra þar. Richmond hafði verið eitt ár í Frakk-
landi, lotslagið í París er gott og þurrt og á vel við Lund-
únabúa, en Richmond hafði verið of léttúðugur og gefið
sig á vald átríðum sínum. Á veturna var Richmond send-
ur til suðurstrandarinnar að Ermasundi, þar skín sólin
stundum og golfstraumurinn vermir loftið. Richmond
átti að verða skírlífur en vegna valdastreitunnar hafði
honum verið fengin til rekkjuneytis ung stúlka af ætt
Howardanna, þaðtók á krafta hins unga manns, sem var
að veslast upp. Hinrik var þó vongóður og bað Guð að
þyrma drengnum, hann vildi ekki trúa því að hann ætti
að missa Richmond. Honum fannst hann geta bundið
hann við lífið með því að hlaða á hann gjöfum og gera
hann auðugan. Hinrik sagði stundum: „Farðu ekki frá
mér, ég skal gefa þér England."
Það var vel hægt að útnef na Richmond sem krúnuerf-
ingja. Þær María og Elísabet voru báðar búnar að missa
erfðaréttinn, lagalega voru þær eins óskilgetnar og bróð-
ir þeirra, hann var líka karlmaður. Þegar á allt var litið
því skyldi sá óskilgetni ekki erfa? Vilhjálmur sigurveg-
ari var óskilgetinn, hann hafði þó gert England að því,
sem það var, ensku konungarnir höfðu erft hásæti sitt
frá honum. AAaría var óþægur Ijár í þúfu. Þegar Anna
dó, hafði AAaría talið sig hólpna og réttindi sín trygg.
Hún skrifaði Cromwell og bað hann að miðla málum.
Hinrik neitaði að hitta hana, hann lét AAaríu dvelja á-
fram að Hunsdon kastala, en sendi henni blessun sína.
Hinrik fannst of langt gengið að taka AAaríu af lífi, en
hann vildi láta hana viðurkenna að hún væri óskilgetin og
láta Richmond eftir erfðaréttinn. Howard bauðst til að
fara og tala við AAaríu og reyna að fá hana til að sam-
þykkja sá gamli ref ur trúði ekki öðru en honum tækist að
tala um fyrir varnarlausum ungum fanga, AAaria var
aðeins tvítug.
Howard hafði tvo biskupa með sér en AAaría stóðst
allar fortölur, hún sagðist vera auðmjúkur þræil kon-
ungs, en jafnframt sagðist hún vera Drottins þjónn og
GUÐhafðigert hana að lögmætri erfðaprinsessu. How-
ard stóð fast á sínu og missti að lokum stjórn á skapi
sinu, hann skók gamlan hrukkóttan hausinn af miklum
móði. AAaría var smávaxin hún nötraði og starði á How-
ard stingandi augum. Gamli maðurinn sagði: „Ef þú
værir dóttir min, mundi ég slá höfðinu á þér við vegg."
En AAaría var ekki dóttir hans, heldur tilvonandi drottn-
ing hans. AAaría var ekki hrædd við vonzku Howards, hún
vissi að hann var vondur maður, hún vissi að hann svaf
hjá vinnukonu eldastelpu, og stundum kallaði hann á
þessa skækju, til að pína konu sína, þá tróðu þau eigin-
konuna undir fótum sér, þar til hún spýtti blóði. Síðan
báru þau út þann orðróm að frú Howard væri vitskert.
Howard froðufelldi af vonzku, en AAaría endurtók að
hún mundi engu heita. Þeir gætu losað sig við hana með
eitri eins og móður hennar, hún var reiðubúin. Gamli
morðinginn varð að f ara við svo búið, ásamt biskupum
sinum. Howard fór aftur til London og hvatti konung til
að drepa AAaríu. Það væri auðgert, réttarhöldin yfir
önnu og síðan aftaka hennar væri ágætt fordæmi, það
væri ekkert því til fyrirstöðu að dómstóll dæmdi AAaríu
sem svikara og til lífláts. Slíkar aðgerðir hefðu verið
Howard að skapi, en Hinrik hikaði og Cromwell bauðst
til að afgreiða málið á mildari hátt. Cromwell byrjaði á
því að svipta AAaríu öllum erf ðarétti, til þess veittu báðar
deildir þingsins lið, þingmennirnir lýstu yfir því að
Hinrik væri algjörlega sjálf ráður um hásætið og ráðstöf-
un þess, bæði í nútíð og framtíð og gæti því sjálfur á-
kveðið eftirmann sinn. Að því loknu, lét Cromwell AAaríu
vita um hvað hún ætti á hættu, að öxin biði hennar. Písl-
arvætti hefði verið AAariu kærkomið, en Karl keisari
vissi hvernig málum var komið. Hann ráðlagði AAaríu að
látast samþykkja erfðaafsal, þvingunarloforð væri ekki
bindandi, fyrir Guðs augliti og kirkjan viðurkenndi á-
vallt fyrirvara, þó huglægur væri, þegar svo stóð á.
Keisarinn sagði að AAaría yrði að lifa til þess að geta —
síðar meir — bjargaði Englandi og gefið það aftur móð-
urkirkjunni. AAaría var lengi á báðum áttum, svo var það
kvöld eitt, að hún tók ákvörðun og undirritaði lagagrein,
sem kvað á um algjöra hlýðni, skjal þetta hafði Crom-
well skrifað og sent AAaríu. Þá heimsóttu þau Hinrik og
Jane AAaríu, þau föðmuðu hana og Jane gaf henni hring.
Nú var aðeins eftir að gera Richmond að prinsi af
Wales, en hann var að dauða kominn. Hinrik hafði vafa-
laust gert skakkt í að senda drenginn til Tower, til að
vera viðstaddur aftöku önnu. Hann hefði átt að varð-
veita drenginn frá hinum hræðilegu augum önnu. Rich-
mond var alltaf að tala um hið fagra höfuð, sem féll
fyrir öxinni, hann gat ekki sofið og var farin að spýta
blóði. Ekkert stöðvaði sjúkdóminn, ekki einu sinni hið
hlýja júní sólskin né ilmurinn af nýslegnu heyi, né heldur