Tíminn - 21.01.1977, Page 11
Föstudagur 21. janúar 1977.
11
Japanskir og amerískir vísindamenn álykta:
* Stm
í. dt ,
fli
. ®8Si&fí _
>t ;■** '
* %-» - ^
'*"'*^C**- w ' ^
>v Tk' , -**
m b#Sr V”
*<IA
Japönsku vísindamennirnir notufiu apa við tilraunir sinar, og kynnu margir aö álita, að meðferðin
sem þeir fengu væri harlaómannúöleg.
HLUTVERK
HEILANS
OFMETID?
Hefur heilinn eins litið að segja I
sambandi við gáfur og hjartað 1
sambandi við tilfinningalifið? Æ
fleiri visindamenn hallast að
þeirri skoðun, að svo sé, og
byggja þeir á niðurstööum
rannsókna, sem gerðar hafa
verið á þessu sviði á siðustu ár-
um.
Liklega eru flestir nú á tlmum
orðnir afhuga þeirri kenningu
forfeðra okkar, að ást og tilfinn-
ingar byggju i hjartanu, en
þrátt fyrir það lifa enn I málinu
orð og orðatiltæki, sem minna á
hana, s.s. „hjartasorgir”,
„hjartans útvalinn” o.þ.h. En
aö heilinn skuli ekki vera æðsta
liffæri likamans, og miðstöð
gáfna og æöri taugaviðbragöa,
kemur vist flestum á óvart.
Þaö er rannsóknarstofnun i
læknisfræði i Tókýó, sem i sam-
ráði viö Marylandstofnunina i
Bandarikjunum hefur unniö að
rannsóknum á þessu, og nú fyrir
skömmu sendi hún frá sér
skýrslu um niöurstööur rann-
sóicnanna. Eru þá rúm tiu ár lið-
in frá þvi visindamenn fyrst
fóru aö fjalla um þetta vanda-
mál.
1 skýrslunni segir m.a., að
heilinn vinni aðeins eins og
tölva. Hann taki á móti upp-
lýsingum frá öðrum likamshlut-
um og viðbrögð hans við þeim
séu ósjálfráð. Sem dæmi má
taka, ef maður er úti og kalt er i
veðri. Fyrst kólnar honum á fót-
um, höndum og húðinni. Þaðan
fara boö til heilans, og svarar
hann meö þvi að senda frá sér
önnur boð. I þessu tilfelli til
hjartans um að dæla hraðar og
auka blóöstreymið. En þaö sé
greinilegt, aö þessi svörun heil-
ans gerist alveg án „skilnings”
af hans hálfu.
ómannúðlegar
tilraunir?
Fyrir nokkrum árum hófu
visindamenn við Maryland-
stofnunina, að gera tilraunir á
öpum með það i huga að finna út
hvert hlutverk heilans væri i
raun og veru. Tilraunirnar voru
i þvi fólgnar aö eyöileggja heil-
ann I tilraunadýrunum með
ákveðnum geislum. Frá eyði-
leggingu heilans að dauöastund-
inni, liðu aöeins fimm minútur,
en á þeim tima tókst visinda-
mönnunum aö gera allmörg
gáfnapróf á heilalausa apanum,
— sams konar próf og gerö
höfðu veriö á honum áöur. Það
merkilega var-að apinn svaraöi
þeim alveg jafn vel og áður. Það
virðist þvi sem taugaviðbrögð
hinna ýmsu liffæra likamans
fari i gegnum einhverja aðra
stöð en heilann, og að ekki skipti
máli i þvi sambandi, hvort hann
er til staðar eða ekki.
Hópur japanskra visinda-
manna, sem kynntu sér þessar
niöurstöður viö Maryland-
stofnunina árið 1971, uröu hug-
fangnir af þessu viðfangsefni.
Þeir álitu sem svo, að úr þvi að
gáfurnar væru ekki háöar
heilanum einum, hlytu aörir
likamshlutar að gegna allt ööru
hlutverki en talið hafði verið
fram til þessa. Viö heimkomuna
hófu þeir þvi umfangsmiklar til-
raunir. Þeir tóku fjögurra ára
gamlan sjimpansa, og fram-
kvæmdu á honum fjölmarga lif-
færaflutninga til að athuga
hvort það heföi nokkur áhrif á
„gáfur” hans. Þeir skiptu á öll-
um mikilvægum limum og innri
liffærum hans, höndum, fótum,
lifur, nýrum, hjarta, og
æxlunarfærum. „Gáfur” apans
voru mældar eftir ákveðnu
stööluðu kerfi fyrir og eftir
hvern flutning, og i ljós kom, að
þær breyttust i hvert sinn.
Tilraunirnar sýndu, aö eftir
aö skipt hafði veriö um lifur i
apanum, batnaði sjón hans. Ný
nýru deyfðu minni hans, en ann-
Albert Einstein var sénl. Hafði hann kannske gáfurnar I fótun-
um?
ar flutningur innri liffæra
skerpti yfirleitt athyglisgáfu
hans. Ný kynfæri gerðu hann
árásargjarnan, en ný augu juku
kynhvöt hans. Ennfremur fór
fram flutningur á húð, hala og
vöðvavefjum, sem kölluðu fram
greinilegar breytingar á
„gáfunum”. Tilraunadýriö stóð
að lokum uppi með alveg nýjan
persónuleika, að sögn japönsku
visindamannanna. Og eftir
margra ára rannsóknir telja
þeir sig nú geta fullyrt, aö þessi
kenning sé rétt.
Það er auðvitað ekki hægt að
framkvæma tilraunir af þessu
tagi á mönnum, og það eru án
efa margir, sem fordæma svona
meöferö á dýrum. En Japanirn-
ir segja, að mjög mikilvægt sé,
aö þessum rannsóknum sé hald-
ið áfram, og geti þær haft mikil
áhrif á þróun mannsins i fram-
tiöinni. Þeir bera þetta saman
við hina fornu nálarstunguað-
ferð Kinverja, sem Vestur-
landamenn hafa enn ekki getaö
útskýrt. — Hlutverk heilans I
heildarlikamsstarfseminni er
ofmetið — segja þeir, og benda
á, að bæöi fyrrgreindar rann-
sóknir sem og nálarstunguað-
ferðin sanni það ótvirætt.
I lífeðlisfræðinni heyrir það
nú fortiöinni til að tala um
hjartaö sem „bústað tilfinninga
og ástar”. Við eigum ef til vill
eftir að upplifa þaö, að heilinn
sem „miðstöö gáfna” fari sama
veg.
(þýtt og endursagt JB)