Tíminn - 08.02.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.02.1977, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 8. febrúar 1977 9 hún hefur aö geyma, veröi mun réttari en þær upplýsingar sem koma fram meö núverandi fyrir- komulagi. Skipun rikisskattanefndar er breytt. 1 staö þess aö i nefndinni eigi sæti þrir aöalmenn og þrlr varamenn sem allir taka meira og minna þátt i störfum nefndar- innar, er lagt til aö nefndin veröi skipuö þremur mönnum sem hafi nefndarstörfin aö aöalstarfi. Jafnframt veröi skattsektir nú i höndum rikisskattanefndar en sú sérstaka skattsektanefnd, sem starfar samkvæmt gildandi lög- um veröi felld niöur. Viöurlög viö skattsvikum veröi þyngd aö ýmsu leyti og veigamesta breytingin sú aö gert er ráö fyrir þvl aö ftrekuö brot eöa miklar sakir geti leitt til sambærilegra fangelsisdóma og um væri aö ræöa fjárdrátt, fjár- svik eöa önnur auögunarbrot samkvæmt heningarlögum. Skattafslættir i stað frádrátta Verkefni eins af vinnuhópunum var aö gera tillögur um samhæf- ingu trygginga-og skattkerfis, og aö athuga hvort ekki mætti færa tekjuskattsgrunn einstaklinga nær heildartekjum þeirra. Var frumbreyting I þessa átt lögleidd áárinu 1975' meö persónuafslætti. Vinnuhópur þessi skilaöi áfanga- skýrslu i nóvember s.l., þar sem geröar voru tillögur um breyting- ar á tekjuskatti einstaklings. Er þessum tillögum i aöalatriöum fylgt I frumvarpi þessu. Meginbreytingin sem frum- varpiö felur I sér aö þessu leyti, er sú aö skattgrunnur til tekjuskatts veröi hinn sami og skattgrunnur til tekjuútsvars. Samkvæmt gild- andi lögum eru veittir nokkrir frádrættir frá vergum tekjum áö- ur en aö útsvar er af þeim reikn- aö. Hins vegar eru mun fleiri frá- drættir veittir frá vergum tekjum áöur en tekjuskatturerreiknaöur af þeim. Hér er lagt til aö sá skattgrunnur sem tekjuskattur reiknast af veröi nánast hinn sami og sá sem útsvar veröur þá reiknaö af. 1 þessu felst aö gerö er tillaga um niöurfellingu vel flestra þeirra frádráttarliöa sem nú eru heimilaöir samkvæmt gildandi lögum. Viö álagningu tekjuskatts áriö 1976 nam frá- dráttur frá brúttótekjum, áöur en skattur var reiknaöur rösklega 21% af brúttótekjunum en mis- munur brúttótekna og tekju- skattsstofns samkvæmt frum- varpinu yröi hins vegar aöeins um 3% eöa svipaöurog mismunur brúttó-og vergra tekna tilskatts i dag. Þeir frádrættir sem lagt er til aö niöur veröi felldir, eru meöal annars iögjald af llfeyris- tryggingu, iögjald af lifsábyrgÖ, stéttarfélagagjöld, sjúkra-og slysapeningar, gjafir til menn- ingarmála, kostnaöur viö öflun bóka, giftingarfrádráttur, björgunarlaun, námsfrádráttur af tekjum nemanda sjálfs, frá- dráttur aö námi loknu vegna námskostnaöar, sem stofnaö var til eftir 20 ára aldur, verkfæra- kostnaöur, vaxtagjaldafrádrátt- ur, fasteignagjöld, fyrning og viö- haldskostnaöur af Ibúöarhúsnæöi. Ýmsum þessara frádráttarliöa er breytt I afslátt frá skatti, en kosturinn viö aö haf a afslátt I staö frádráttar er meöal annars sá aö skattafsláttur nýtist öllum jafnt sem ná reiknuöum skattí, en frá- dráttur frá tekjum áöur en skatt- ur er reiknaöur nýtist hins vegar þeim betur sem eru I hærra skatt- þrepinu. Þeir skattafslættir sem frum- varpiö gerir ráö fyrir, auk per- sónuafsláttar og heimilisafsláttar sem þegar er getiö, eru launaaf- sláttur, vaxtaafsláttur, viöhalds- afsláttur, sjómannaafsláttur og fiskimannaafsláttur. 1 launaaf- slættinum felst þaö aö gjaldanda er heimilt aö draga 2% af launa- tekjum sinum frá skatti. Þessum afslætti er ætlaö aö koma I staö ýmissa frádráttarliöa I gildandi lögum, einkum þeirra sem allir launþegar hafa notiö t.d. iögjalda af llfeyristryggingu, stéttarfé- lagsgjöld o.s.frv. Einnig er hon- um ætlaö aö koma i staö ýmissa frádráttarliöa sem flestir gjald- endur njóta einhvern tima á lifs- leiöinni, svo sem giftingarfrá- drátt, námsfrádrátt o.s.frv. 1 staö heimildargildandilaga tilþess aö draga vaxtagjöld frá tekjum ger- ir frumvarpiö ráö fyrir sérstök- um vaxtagjaldaafslætti er nemur 25% af vaxtagjöldum viökomandi gjalda. Þá er þaö nýmæli varö- andi þennan afslátt, aö öllum gjaldendum er heimill ákveöinn lágmaksvaxtafrádráttur án tillits til þess hvort þeir hafa vaxtagjöld eöa ekki. Er hugmyndin aö þessi staölaöi afsláttur komi þeim til góöa sem ekki bera skuldir vegna eigin húsnæöis og þá aö jafnaöi búa I leiguhúsnæöi, en eins og kunnugt er, er húsaleiga ekki frá- dráttarbær til skatts. Þá er gert ráö fyrir heimild til aö draga frá skatti viöhaldsafslátt sem nema skal 25% af greiddri viöhalds- vinnu viölbúö.sem gjaldandiá og hefur til eigin afnota allt aö vissu hámarki. Greinir menn nokkuö á um ágæti núgildandi heimilda um aö draga viöhaldskostnaö frá tekjum, áöur en skattur er á þá lagöur. Annars vegar er þaö sjónarmiö aö slik frádráttar- heimild stuöli aö þvi aö vinnulaun viö viöhald séu gefin upp til skatts, hins vegar hefur þessi frá- dráttur i för meö sér glfurlega vinnu fyrir skattyfirvöld végna þess aö mjög erfitt er aö skera úr um hvenær um er aö ræöa frá- dráttarbært viöhald, og hvenær um er aö ræöa endurbætur sem ekki eru frádráttarbærar. Telja margir skattstjórar og aörir þeir sem aö skattamálum vinna aö ákvæöin um viöhaldsfrádrátthafi ekki leitt til þess aö laun viö viö- hald hafi veriö gefin upp sem skyldi, en hins vegar hafi deilur oröiö mjög miklar út af þessari heimild. Er til marks um þessi vandkvæöi, aö af 797 málum, sem lágu fyrir Rikisskattanefnd um s.l. áramót, voru um 700 vegna ágreinings um viöhaldsfrádrátt. Sömu rök og gagnrök sem eiga viö um viöhaldsfrádrátt eiga einnig viö um viöhaldsafslátt. Hins vegar þótti ekki fært aö leggja til I frumvarpinu aö fella hann niöur, en þetta er eitt af þeim atriöum, sem þingiö og f jár- hagsnefndarmenn ættu aö gefa gaum aö hvort vert er aö breytt yröi frá þvl sem gert er ráö fýrir I frumvarpinu. Sjómannaafslætti og fiskimannaafslætti er ætlaö aö koma 1 staö hliöstæöra frá- dráttarliöa sem er I gildandi lög- um. Meö niöurfellingu frádráttar- liöanna er stigiö nokkuö róttækt skref I átt til einföldunar skatt- kerfisins. Þvi er ekki aö neita, aö ákveönar ástæöur lágu til upp- töku flestra þeirra frádráttarliöa sem hér er lagt til aö niöur veröi felldir og má segja aö margir þeirra séu sanngjarnir, ef litiö er á þá út af fyrir sig hvern og einn. Þegar þeir koma hins vegar allir saman I skattalögunum hafa þeir valdiö þvl aö skattbyröi einstakl- inga meö sömu tekjur hafa veriö ákaflega misjöfn og hafa þvl valdiöí reynd misræmi sem erfitt er aö sætta sig viö og hefur valdiö megnri óánægju meöal lands- manna. Nú reynir þvi á, hvort menn vilja I reynd þá einföldun, sem ætiö er veriö aö tala um aö þurfi aö veröa á skattkerfinu. Þvl er ekki aö leyna aö hún getur komiö einstökum gjaldendum illa á tilteknum árum I samanburöi viö gildandi lög. Má finna þess mörg dæmi, aö skattbyröi manna, sem best hefur notast aö frádráttarliöum gildandi laga, aukist verulega samkvæmt frum- varpinu. Ég gat þess áöan, aö frádráttur vegna fasteignagjalda, fyrningar og viöhaldskostnaöar á íbúöar- húsnæöisem gjaldandi býr I sjálf- ur væri meöal þeirra frádráttar- liöa.sem felldir væru niöur. Þetta er þáttur I aö fella niöur bæöi tekjur og gjöld af eigin Ibúöar- húsnæöi. Veröur á mótifelld niö- ur eigin húsaleiga til tekna. Viö álagningu 1975 vógu þessir liöir nokkurn veginn salt, en )>aö ár voru bæöi tekjur og gjöld af Ibúöarhúsnæöi reiknuö sem hlut- föll af fasteignamati. Þessu var breytt viö álagningu 1976 og viö- haldskostnaöur heimilaöur til frádráttar samkvæmt reikningi. Viö þetta má ætla aö frádráttur vegna viöhalds hafihækkaö veru- lega, en á móti þvi ætti aö vega sá viöhaldsvinnuafsláttur sem gerö ertillaga um I 4. tl. 64. gr. frum- varpsins. Ættu þessar breytingar varöandi ibúöarhúsnæöiö aö horfa verulega til einföldunar, og I heild ættu þær breytingar, sem ég hef rakiö hér aö framan aö geta auöveldaö upptöku staö- greiöslukerfis ef ákvöröun yröi tekin um slikt. Skattlagning hjóna Allt frá þvi aö almennur tekju- skattur var leiddur i lög hér á landi 1921 hefur meginreglan ver- iö sú aö tekjur hjóna hafa veriö taldar saman til skattgjalds og skattur reiknaöur I einu lagi af hinum sameiginlegu tekjum. Persónufrádráttur hefur hins vegar frá upphafi veriö hærri fyr- ir hjón en fyrir einstaklinga. A þessum fyrstu árum almennrar tekjuskattlagningar og reyndar lengi fram eftir voru mjög mörg þrep I skattstiganum, og þvi skipti meira máli en nú er hvar I skattstiganum umframtekjur lentu. Er konur fóru aö marki aö sækja út á vinnumarkaö utan heimilanna lentu tekjur þeirra þvl sem umframtekjur heimilis- ins á tiltölulega háu skattþrepi. Þetta þótti aö mörgu leyti ósann- gjarnt og voru ýmis frumvörp flutt á Alþingi sem ætlaö var aö bæta úr þessu. Þannig má t.d. nefna aö áriö 1951 flutti Gylfi Þ. Gislason frumvarp um helminga- skipti tekna hjóna til skatts fram aö vissu teknamarki. Ariö 1952 flutti sami þingmaöur ásamt fleirum frumvarp svipaös efnis, og sama ár flutti Jóhann Hafstein og fleiri frumvarp sem stefndi i svipaöa átt. Ekkert þessara frumvarpa náöi fram aö ganga. Hér má skjóta inn, aö I lögum nr. 6/1935 um tekjuskatt og eignarskatt (siöustu málsgr. 10. gr.) varsettheimild til frádráttar frá tekjum vegna heimilisstjórn- ar. Er þetta nánar útfært I reglu- gerö nr. 133/1936 (17. gr. 7. tölubl. b.). En þar segir, aö frádráttar njóti kvæntir menn, sem hafa haft ráöskonu vegna þess aö eiginkon- an hefir haft atvinnu utan heimilis. Þessi frádráttur mátti þó ekki nema meiru en lögleyföur persónufrádráttur vegna eigin- konu, og heldur ekki vera hærri en tekjur eiginkonu utan heimilis. Meö lögum nr. 41/1954 (7. gr. 4 tölul. j.) er lagaákvæöum varö- andi þetta efni breytt á þessa leiö : „Nú vinnur gift kona, sem er samvistum viö mann sinn, fyrir skattskyldum tekjum, en keypt er I staöinn heimilisaöstoö, og er þá heimilt aö draga frá tekj- um hjónanna, áöur en skattur er á þær lagöur, fjárhæö, er nemur persónufrádrætti kon- unnar samkvæmt 12. gr. og 1/3 af persónufrádrætti bama og annarra ómaga, sem hjónin hafa á framfæri á heimili sínu. Frádrátturinn I heild má þó aldrei vera meiri en nemur 2/3 af þvi, sem konan vinnur inn, og heldur ekki meiri en greitt hefur veriö fyrir keypta heimilisaöstoö. Til keyptrar heimilisaöstoöar telst kaup og hlunnindi þjdnustufólks á heimilum og greiöslur fyrir börn á dagheimilum.” Auk þessarar breytingar á frá- drætti vegna útivinnandi eigin- konu samkvæmt lögum nr. 41/1954 var jafnframt I sömu lög- um reynt aö leysa þetta vanda- mál meö þvl aö innleiöa sérstak- an skattstiga fyrir hjón þar sem þrepin voru stærri en i skatt- stiganum fyrir einstaklinga. Ekki leysti þetta hjónasköttunar- vandamáliö. Áriö 1956 flutti Al- freö Gislason tillögu um aö heimiluö yröi sérsköttun launa- tekna giftra kvenna. Þaö frum- varp náöi ekki fram aö ganga. A sama þingi var enn flutt fram frumvarp um helmingaskipta- regluna. Voru flutningsmenn RagnhildurHelgadóttir o.fl. Ekki náöi þaö fram aö ganga heldur og á sömu lund fór meö frumvarp sama efnis, er sömu þingmenn fluttu áriö 1957. Þá var einnig á þingi 1973 flutt af tveim þing- mönnum Sjálfstæöisflokksins frumvarp, sem gekk I sömu átt, en þaö náöi ekki fram aö ganga. Ariö 1957 flutti meiri hluti fjár- hagsnefndar neöri deildar tillögu um breytingu á stjórnarfrum- varpi þvi er þá var til meöferöar i þinginu, varöandi tekjuskatt og eignarskatt. Var þessi breytingartillaga flutt aö tilmæl- um rlkisstjórnarinnar, og var unninaf nefnd sem til þessa haföi veriö skipuö. 1 þessaritillögu fólst núgildandi regla um heimild til aö draga helming launatekna eigin- konu frá tekjum áöur en skattur var reiknaöur, svo og heimild til sérsköttunar á launatekjum eiginkonu væri þess óskaö. Hlaut þessi tillaga samþykki þingsins og var birt sem lög nr. 36/1958. Um leiö var felld niöur sú tak- markaöa heimild sem veriö haföi I lögum til þess aö draga frá tekj- um eiginkonu kostnaö sem af úti- vinnunni leiddi, og áöur er frá greint. Má segja, aö hér meö hafi skattlagning hjóna i megindrátt- um veriö komin I þaö horf, sem slöan hefur haldist óbreytt. Þær aöferöir, sem til greina komaviö skattlagningu á tekjum hjóna eru allmargar, en I grófum dráttum má kannski segja, aö fjórar séu hinar helstu þeirra. Má þar fyrst nefna algera sérsköttun, sem felst i þvi aö tekjur hvors hjóna eru skattlagöar sem um einstakling væri aö ræöa og ekk- ert tillit tekiö til þess aö viökom- andi aöilar eru I hjúskap. Þessi regla er aö mörgu leyti skýr og einfölden húnhefur þann galla aö afliaöeins annaö hjóna tekna eru þær skattlagöar eins og um ein- stakling væri aö ræöa og ekkert tillit tekiö til þess aö meiri fram- færslubyröi hvllir á þessum tekj- um en samsvarandi tekjum ein- staklings. Annar kosturinn er sá aö halda sérsköttuninni aö mestu leyti en taka þó tillit til hjúskaparins meö þvl aö hafa mismunandi skatt- stiga og heimila y firfærslu á þeim ónýtta persónuafslætti sem annaö hjóna getur ekki nýtt sér sökum lágra rékna yfir á tekjur hins hjónanna. Aö þessu leyti yröi tek- iö tillit til aukinnar framfærslu- byröi hjónanna miöaö viö ein- staklinga. Þriöji meginkosturinn er aö fara þá leiö sem frumvarpiö gerir ráö fyrir, þ.e.a.s. aö skipta tekj- um hjona til helminga. Má segja, aö I þessari aöferö felist, aö gengiö sé skrefi lengra heldur en I slöastnefndu reglunni, þar sem þessi regla felur ekki einungis I sér aö persónuafslátturinn nýtist hjá báöum hjónum heldur nýtist neöra skattþrepiö einnig hjá báö- um, enda þótt aöeins annaö afli teknanna. Þessi aöferö hefur þvl þann kost umfram þá síöast- nefndu aö vera enn hlutlausari en hin gagnvart þvi hvort hjónanna vinnur fyrir tekjunum. Sam- kvæmt helmingaskiptareglunni skiptir engu máli hvernig tekju- öflun heimilisins skiptist milli hjónanna. Fjóröa meginreglan er svo sú samsköttun, sem tiökast hefur hingaö til. Hér hefur aö visu veriö sett fram mjög einföld mynd af möguleikum í hjónasköttun þvl aö ótal afbrigöi eru hugsanleg af hverjum þeirra kosta sem nefndir hafa veriö hér aö framan. Helm- ingaskiptareglan, sem frumvarp- iö gerir ráö fyrir, hefur veriö notuö bæöi I V-Þýskalandi og Bandarlkjunum um alllangt skeiö og þótt gefa góöa raun I þeim löndum. Gert er ráö fyrir I frum- varpinu, aö hjón telji sameigin- lega fram allar tekjur slnar og eignir á svipaöan hátt og veriö hefur. Frá þessum sameiginlegu tekjum sé síöan dreginn frá sá frádráttur sem frumvarpiö heimilar. Mismunur af þessum tölum, svonefndur tekjuskatt- stofn, er slöan tekinn og honum skipt upp til jafns I tvo helminga og skattur hjóna reiknaöur af hvorum helmingi fyrir sig. Vinni hjónin sameiginlega meira en 12 mánuöi á ári utan heimilisins fá þau siöan tvenns konar afslætti frá skatti vegna þess aukakostn- aöar sem af sllkri útivinnu leiöir. Er annars vegar svonefndur heimilisafsláttur sem hjónum hlotnast án tillits til þess hvort þau hafa börn á framfæri slnu eöa ekki. Hins vegar er svonefndur barnabótaauki sem einungis veit- ist þeim hjónum, sem hafa börn á framfæri sln u. Gengur hann til skuldajöfnuöar öörum opinberum gjöldum, en greiöist út ef eitthvaö er þá eftir á sama hátt og barna- bætur gera samkvæmt gildandi lögum. Þegar skattur hjóna hefur þannig veriö reiknaöur út sitt I hvoru lagi, fyrir hvort hjóna um sig, er hann sameinaöur og birtur I einu lagi eftir nánari ákvæöum rlkisskattstjóra og innheimtur á svipaöan hátt og veriö hefur, þannig aö hjón bera ábyrgö á sköttum hvors annars á sama hátt og hingaö til hefur gilt. rp til laga um tekjuskatt og eignaskatt — Fyrri hluti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.