Tíminn - 08.02.1977, Side 11

Tíminn - 08.02.1977, Side 11
Þriöjudagur 8. febrúar 1977 aanm'f; n Útgefandi Framsóknarfiokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Heigason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu ( viö Liiulargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur í Aöal- stræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsinga- ‘ simi 19523.. Verö I lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. ' • 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f., Vetrarvegir 1 ræðu um vegamál, sem Ingi Tryggvason flutti nýlega á Alþingi, upplýsti hann, að samkvæmt yfirliti frá Vegagerð rikisins væru þjóðbrautir og landsbrautir taldar samtals 7839 km. Eftir ástandi er þessum vegum skipt i 4 flokka. í góðu ástandi eru taldir 2570 km, i nothæfu ástandi 1949 km, i ó- fullnægjandi ástandi 1039 km og i slæmu ástandi 2881 km. Ingi Tryggvason sagði i ræðu sinni, að sjálfsagt yrði þess langt að biða, að þeir vegir, sem eru taldir ófullnægjandi eða i slæmu ástandi, verði allir gerðir fyrsta flokks. Ingi Tryggvason sagði siðan: „Kanna þarf þvi, hvaða vegir hafa mesta þýð- ingu fyrir vetrarsamgöngur. Enn fremur þarf að kanna, hvaða vegir teppast fyrst i snjóum. Eins og kunnugt er eru snjóþyngsli mjög misjöfn eftir landshlutum og jafnvel sveitum. Ég hygg, að það sé ekki eins stórkostlegt átak og margir álita, að bæta vegina svo, að tiltölulega viðráðanlegt sé að halda þeim opnum yfir veturinn. Reynslan i ýms- um snjóþungum héruðum sýnir, að endurbygging vega veldur algjörri byltingu i samgöngum. Oft verður mér á að hugsa, að þeir, sem vart hafa kynnzt snjóþyngslum nema af afspurn, geri sér mjög takmarkað grein fyrir þeim erfiðleikum, sem snjórinn veldur og þeirri gjörbreytingu sem verður á aðstöðu allri við það, að veginum er lyft nokkra tugi sentimetra yfir umhverfi sitt. Auðvit- að bægir það ekki snjónum frá að fullu, en vegurinn getur staðið nær snjólaus eftir stórhrið- arbyl og kostnaður við að hreinsa snjóinn burt verður hverfandi miðað við kostnað af að hreinsa gömlu, lágu vegina. Hin mörgu og stóru verkefni, sem óleyst eru i vegagerð hér á landi, hljóta að valda nokkurri tog- streitu um það, i hvaða röð beri að leysa þessi verkefni. Á undanförnum árum hefur oft verið lagt bundið slitlag á nokkra umferðarmestu vegina. Enginn ber á móti þvi, að lagning bundins slitlags er nauðsynjaverk og þvi hlýtur að verða haldið á- fram. Min skoðun er þó sú, að um sinn beri að leggja aðaláherzlu á gerð góðra, uppbyggðra malárvegá og leysa þannig frumþarfir fólksins i landinu fyrir samgöngur allan ársins hring. Við tökum okkur oft i munn orð eins og „byggðastefna” og ,,jöfnun li?s- aðstöðu”. Ég tel, að verulegt misrétti, gagnvart lifsaðstöðu allri sé tengt búsetu manna, aðstaðan til að njóta sameiginlegrar þjónustu þjóðfélagsins er mjög misjöfn i hinum ýmsu landshlutum. Krafan um að vegir séu gerðir vetrarfærir er að visu aðeins einn þáttur i baráttunni fyrir jöfnun lifskjara og lifsaðstöðu. En þessi þáttur er ákaf- lega mikilvægur, gripur inn i fjölmarga þætti aðra, og ég hygg, að hann þurfi að sitja fyrir flestu.” Hvað gerir borgin? Árangur islenzka landsliðsins i handknattleik hefur vakið almenna og verðskuldaða athygli. Sigur yfir stórþjóðum i þessari iþróttagrein er einnig góð landkynning. Siðar i þessum mánuði tekur islenzka landsliðið þátt i heimsmeistarakeppni i handknattleik. Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt, að stjómvöld veiti Handknattleikssambandi íslands sérstakan stuðn- ing vegna þess verkefnis. Rikisstjómin hefur heit- ið aðstoð sinni, og i siðustu viku flutti Alfreð Þor- steinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, tillögu i borgarstjórn Reykjavikur þess efnis, að borgaryfirvöld veiti tveggja milljón króna fram- lag til islenzka landsliðsins i þessu skyni. Er þess að vænta, að sú tillaga fái jákvæða afgreiðslu i borgarráði. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Ram getur orðið Indiru erfiður Hún gat ekki fengið hættulegri keppinaut ÞAÐ var yfirleitt taliö fullvíst, aö Indira Gandhi myndi vinna auöveldlega i þingkosningun- um, sem hún hefur boöaö til 16. marz næstkomandi. Þetta breyttist hins vegar skyndi- lega slðastliöinn miövikudag, þegar áhrifamesti ráöherrann i ríkisstjórn hennar, Yagjivan Ram, sagöi sig úr rikisstjórn- inni og tilkynnti jafnframt, aö hann myndi samfylkja með andstæöingum hennar. Fund- ir, sem stjórnarandstæöingar hafa haldiö siöan, hafa verið fjölsóttari en fundir, sem Indira hefur haldiö, m.a. i höfuðborginni sjálfri. Þar hef- ur jafnframt boriö á meiri á- huga og sigurvilja. Brotthlaup Rams viröist hafa haft veru- leg áhrif á Indiru sjálfa og hún þvi ekki verið eins skelegg i málflutningi og áður. Þannig vakti þaö athygli á fundi fylg- ismanna hennar, sem haldinn var i New Delhi siðastl. föstu- dag, aö hún talaöi mun skemur en venjulega og náöi aldrei verulegum tökum á áheyrend- um sinum, eins og hennar hef- ur þó veriö vandi. Þaö hefur verið vitað um skeiö, aö grunnt var á þvi góöa milli hennar og Rams siöan hún geröi hann aö land- búnaöarráöherra nokkru eftir aö hún tók sér einræöisvald, en hann haföi áöur gegnt em- bætti landvarnarráöherra, sem þykir miklu valdameira. Ram hefur siöan þótt einna liklegastur til aö taka forust- una, ef uppreisn risi gegn Indiru innan Kongressflokks- ins. Einkum var augljós ágreiningurinn milli Rams og Sanjays Gandhi, sonar Indiru, sem margir telja nú ráöa meiru en Indira sjálf. Ram mun þvi hafa taliö, aö hann ættiekkiá neinu góöu von eftir kosningarnar, ef sigurinn félli þeim Indiru og Sanjay i skaut. Hann hefur þvi taliö rétt að gripa tækifærið nú til aö risa gegn þeim. Asamt honum gengu fjórir leiötogar Kon- gressflokksins úr flokknum og er þeirra þekktastur H.N. Bahuguna, sem var um skeiö forsætisráöherra i Uttar Pradesh, heimariki Indiru, og er talinn hafa þar verulegt fylgi. Ram hefur sagt, aö fleiri leiötogar Kongressflokksins muni koma til fylgis við sig siöar. STYRKUR Rams er fólginn i þvi, aö hann hefur um langt skeiö veriö helzti leiötogi fá- tækustu og réttindaminnstu stéttarinnar i Indlandi, hinna Sanjay Gandhi Jagjivan Kam óhreinu eöa útskúfuöu, en hún telur hvorki meira né minna en um 80 milljónir manna. Ram naut þess, aö forfeöur hans bjuggu I austurhluta Bihar, þar sem stéttaskipting var minni en viðast annars staöar I Indlandi og var faöir hans sæmilega efnaöur. Ram, sem er fæddur 5. april 1908, var þvi settur til mennta, og fór hann ekki aö kenna veru- lega á stéttaskiptingunni fyrr en hann kom i skóla. Hann gerði þar uppreisn gegn ýms- um útilokunarreglum, sem stétt hans var beitt. Fram- koma hans og góöur málflutn- ingur vann honum hylli mikilsmetins skólamanns, sem hjálpaöi honum til aö komast i háskóla, sem aöeins varfyrir æöristéttir. Þar sætti hann margvislegu hnjaski vegna uppruna sins, en lauk þó námi meö góöum vitnis- buröi. Hann settist aö i Cal- cutta aö loknu námi og géröist þar brautryöjandi ýmissa samtaka, sem beittu sér fyrir þvi aö rétta hlut stéttar hans. Hann gekk i Kongressflokkinn 1931 og varö fljótt handgeng- inn þeim Gandhi og Nehru. Hann komst brátt til meiri frama innan flokksins en nokkur annar maöur úr stétt hans og hefur siöan veriö litiö á hann sem helzta fuiltrúa hennar innan flokksins, enda hefur hann jafnan beitt sér fyrir auknum rétti hennar. Hann var vinnumálaráöherra Ifyrstu stjórninni, sem Nehru myndaöi, og hefur átt sæti I rikisstjórn stööugt síöan og gegnt. ýmsum ráöherraem- bættum. Hann hefur unniö sér þaö álit aö vera bæöi heiöar- legur og duglegur. Ohætt er aö segja, aö hann hafi notiö og njóti meira álits en nokkur annar ráöherra, sem áttisæti i stjórn Indiru. Hann er sagöur heilsuhraustur, þótt hann veröi senn 69 ára gamall. ÞAÐ VÆRI ekki neitt undar- legt, þótt Indira teldi þaö slæman fyrirboöa, aö Ram skuli nú snúast gegn henni. Hann hefur alltaf áöur stutt hana, þegar hún hefur þurft mest á þvi aö halda. Ariö 1966, þegar hún var fyrst kosin for- sætisráöherra, fékk Ram alla hina 50 þingmenn stéttar hans, sem tilheyröu Kongress- flokknum, tilaökjósa hana, og átti þaö mestan þátt i þvi, aö hún sigraöi Desai, sem þá var helzti keppinautur hennar. Þremur árum seinna, þegar Desai og flestir aörir af eldri leiötogum flokksins, snerust gegn henni og klufu flokkinn, stóö Ram enn meö henni og þaö réöi miklu um úrslitin. Nú nýtur hún ekki stuönings hans lengurog óttast þaö vafaiaust, aö fleiri foringjar Kongress- flokksins muni fylgja I slóö hans. Ram rökstyöur afstööu sina meö þvi, aö kosningarnar snú- ist um þaö, hvort lýöræöi eigi aö haldast i Indlandi til fram- búöar. Indira og Sanjay muni taka sér einræöisvald, ef þau bera sigur úr býtum. Indlandi hefur veriö stjórnaö siöustu 19 mánuöi af einum og hálfum manni, segir hann, og á hann þar viö þau mæögini. Slík stjórn mun haldast áfram og einræöiö færast i aukana, ef þau vinna kosningarnar. Indira svarar á þá leiö, aö Ram hafi veriö þvi meðmælt- ur þegar hún lýstiyfir neyöar- ástandi, og hann hafi aldrei mótmælt neinum aögeröum hennar i framhaldi af þvi, heldur jafnan samþykkt þær. Þvi undrist hún mjög afstööu hans nú. Eftir að Ram hefur snúizt gegn Indiru, veröur þaö ekki neitt auöveldur leikur fyrir hana aö sigra. Allt bendir nú til aö kosningabaráttan veröi hörö og úrslitin tvisýn. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.