Tíminn - 15.02.1977, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 15. febrúar 1977
9
Wmtwm
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steingrímur Gisíason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu
viö Lindargötu, sfmar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aöal-
stræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsinga-
simi 19523.. Verö i iausasöiu kr. 60.00. Áskriftargjald kr.
1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f.,
Yfirlýsingin í Helsinki
Hinn 30. júli næstkomandi verða liðin tvö ár siðan
hin svonefnda Helsinki-yfirlýsing var undirrituð.
Nokkrar deilur urðu þá um, hvort rétt hefði verið af
vestrænum rikjum að eiga aðild að henni. Sumir
töldu hana bera vott um undanlátssemi við Sovét-
rikin. Meðal þeirra var rússneski útlaginn Solzhsnit-
syn. Honum var þá svarað i forustugrein i enska
stórblaðinu The Times. Timinn birti þá útdrátt úr
þessari forustugrein The Times, sem var á þessa
leið:
„Solzhenitsyn hefur ákært Ford forseta fyrir það,
að hafa svikið Austur-Evrópu með fyrirhugaðri
þátttöku sinni i leiðtogafundinum i Helsinki. Það er
auðvelt að hafa samúð með áhyggjum hans vegna
hinna undirokuðu þjóða, sem eru undir yfirráðum
Sovétrikjanna. Hitt er erfiðara að sjá hvernig hægt
er að hjálpa þessum þjóðum með þvi að fylgja
þeirri stefnu sem Solzhenitsyn mælir með. Að
undanskildri styrjöld til að frelsa þessar þjóðir, er
ekki um neinn annan valkost að ræða en að reyna
með þolinmæði að byggja þá brú til bættrar sam-
búðar, sem verið er að vinna að i Helsinki.
Solzhenitsyn beitir þeim andmælum gegn leið-
togafundinum, að verið sé að viðurkenna landa-
mæri sovézka heimsveldisins. Þetta er ekki rétt.
Skjöl þau, sem verða undirrituð, eru ekki samning-
ar, og hafa ekkert lagalegt gildi. Þau eru yfirlýsing,
sem er ætluð að vera leiðarvisir um sambúð við-
komandi rikja. Þau hvorki viðurkenna viss áhrifa-
svæði eða vissa stjórnarhætti. Þau viðurkenna hins
vegar sjálfstæði þjóða. Þau segja enn fremur, að
landamærum skuli ekki breytt með valdi. Þetta
innifelur sennilega yfirráð Sovétrikjanna yfir bal-
tisku rikjunum (en hefur nokkur ráðgert að bjarga
þeim?), en þetta útilokar ekki breytingar á
stjórnarháttum eða friðsamlegar breytingar á
landamærum i Evrópu.
Skjölin eru langt frá þvi að vera fuUkomin. Þau
eru full af smugum og málamiðlun eftir tveggja ára
samningaþjark. Þegar allt kemur til alls, gera þau
þó meiri kröfur til Sovétrikjanna um breyttar
samúðarreglur en til vestrænu rikjanna. Þótt þvi sé
sleppt, að skjölin viðurkenna fullveldi (Tékkó-
slóvakia?), og hafna valdbeitingu (Ungverjaland
og Tékkóslóvakia?) hafa þau að geyma margvis-
legar skuldbindingar um mannleg samskipti og
frjálsara upplýsingastarf. Ef þessum reglum
verður fylgt, mun ástandið batna i Evrópu. Ef þeim
verður ekki fylgt, ætti ástandið ekki að versna,
nema þá að þvi leyti sem þetta gæti valdið þrætum,
en engin ástæða virðist til að óttast, að vestræn riki
þurfi að fara halloka i þeim.”
1 forustugrein i Timanum sagði á þessa leið:
„Sé litið á yfirlýsingu þá, sem var undirrituð á
lokafundinum, kemur ótvirætt i ljós, að mikilvæg-
asti þáttur hennar fjallar um aukin mannleg sam-
skipti. Þáttur yfirlýsingarinnar um aukin mannleg
samskipti er ótvirætt merki þess, að kommúnista-
rikin hafa orðið að láta verulega undan kröfum
vestrænu rikjanna. I reynd þurfa kommúnistarikin
að breyta miklu meira en vestrænu rikin i þessum
efnum, ef fylgja á orðalagi og tilgangi yfirlýsingar-
innar. Þessu virðast þeir, sem ásaka vestrænu rikin
um undanhald, yfirleitt gleyma.”
Sú reynsla, sem þegar hefur fengizt af Helsinki-
yfirlýsingunni sýnir ótvirætt, að hún hefur styrkt
mannréttindabaráttuna i kommúnistarikjunum.
Hægt og hægt mun þetta hjálpa til að þar verði horf-
ið til réttsýnni stjórnarhátta. Helsinkiyfirlýsingin
hefur á skömmum tima haft meiri áhrif en menn
gerðu sér yfirleitt vonir um i upphafi.
ERLENT YFIRLIT
Leysir Carter
Kýpurdeiluna?
Líklegast að Kýpur verði sambandsríki
HVERGI var sigri Carters i
forsetakosningunum fagnaö
meira en á þeim hluta Kýpur,
sem er byggður griskættuöum
mönnum. Makarios forseti gaf
öllum opinberum starfsmönn-
um fri i hálfan dag til aö fagna
sigrinum, þegar kunnugt var
um hann. Astæðan var sú, að
Carter hafði gefiö til kynna I
kosningabaráttunni, að hann
heföi samúð meö málstað
griskættaöra manna á Kýpur
og myndi vinna að lausn
Kýpurmálsins i anda þess, ef
hann yrði forseti. Fyrir þetta
hlaut hann stuöning griskætt-
aðra manna i Bandarikjunum,
en þeir eru allfjölmennir þar
og eru margir bandariskir
þingmenn úr hópi þeirra. Þeir
hafa komið þvi til vegar, aö
bandariska þingið hefur sett
eins konar bann á vopnasölu
til Tyrklands, meðan Kýpur-
deilan er óleyst.
Carter hefur þegar sýnt, að
hann hefur fullan hug á aö
leysa Kýpurdeiluna. Hann
hefur falið þrautreyndum
samningamanni, Clark Clif-
ford, aö vinna að lausn deil-
unnar undir yfirstjórn Vance
utanrikisráðherra, sem er
málinu gamalkunnur, þvi að
hann vann eitt sinn aö þvl að
sætta Grikki og Tyrki á Kýpur
og þótti ná góðum árangri.
ÞAÐ er ekki óliklegt, að
rekja megi það að einhverju
leyti til sigurs Carters og
þeirra vona, sem hann hefur
vakið hjá griskum Kýpurbú-
um, að Makarios forseti féllst
á þaö fyrir nokkru að ræöa viö
Rauf Denktash, leiðtoga tyrk-
neskra Kýpurbúa, en þeir hafa
ekki ræðzt viö siöustu 13 árin.
Makarlos hefur talið Denktash
uppreisnarmann og ekki
viðtalshæfan. Að nafni til
komust þessar viöræður á
fyrir milligöngu Sameinuðu
þjóöanna, en fullvist þykir, að
Bandarikjastjórn hafi hvatt
Makarios til viðræönanna.
Eftir viðræðurnar lét
Makarios litið uppi, en
Denktash lét i ljós nokkra
bjartsýni.
Hreint vandræðaástand
hefur rikt á Kýpur siöan
griska fasistastjórnin lét
steypa Makarlosi af stóli
sumariö 1974 og hugöist inn-
lima Kýpur i Grikkland. Þetta
var gert með vitund banda-
risku leyniþjónustunnar.
Tyrkneska stjórnin brást hart
við og geröi mnrás á Kýpur.
Siðan hafa Tyrkir ráðið yfir
nær 40% eyjarinnar og rekiö
þaðan Grikki, sem voru bú-
scttir þar, en látiö Tyrki, sem
áöur bjuggu utan þessa svæðis,
flytja þangaö. Alls er talið, að
um 200 þús. Grikkir hafi verið
neyddir til að yfirgefa heimili
sín af þessum ástæðum og
yfirleitt hafi þeir litiö eöa ekk-
ert getað flutt með sér. Um 90
þús. Tyrkir hafa hins vegar
flutzt af yfirráöasvæöi
Grikkja til tyrkneska svæöis-
ins og hafa þeir tekið við þeim
eignum, sem brottreknir
Grikkir létu eftir. Eins og nú
háttar búa um 200 þús. Tyrkir
á tyrkneska svæöinu, sem nær
til 40% eyjarinnar, en milli
500-600 þús Grikkir á svæði,
sem nær til 60% eyjarinnar.
Hrakningar þess fólks, sem
Tyrkir hafa gert brottrekið,
eru orðnir gifurlegir, enda
munu Tyrkir hafa sýnt litla
mannúö i þessum skiptum.
Hatriö milli þessara þjóðar-
brota er lika rótgróiö á Kýpur.
Eftir að Tyrkir höfðu komiö
sér fyrir á framangreindan
hátt, stofnuðu þeir sérstakt
lýöveldi á tyrkneska land-
svæðinu, en engin stjórn hefur
' vlðurkennt þaö nema sú tyrk-
neska. Allar stjórnir aðrar
viðurkenna Kýpur áfram sem
eitt riki undir stjórn
Makarlosar.
MEÐAN Kissinger réði
utanrikisstefnu Bandarikj-
anna, fékk Makarios litinn
stuöning þaðan. Bandarikja-
stjórn áttiþó sinn þátt I þvi, að
hann fékk að taka við völdum
aftur eftir að leppstjórnin,
sem var mynduð þar 1974,
hrökklaöist frá völdum.
Makarios reyndi um skeið að
fá stuðning Rússa og þriöja
heimsins, en hann reyndist
litill og kom yfirleitt ekki i ljós
nema við atkvæðagreiðslur á
þingi Sameinuðu þjóðanna.
Þess vegna var sigri Carters
fagnaö af Makariosi, eins og
að framan segir.
Talið er, aö Makarios sé bú-
inn að gera sér ljóst, að úr þvi
sem komið er, verði vart um
aöra lausn að ræða en að Kýp-
ur verði sambandsriki tveggja
lýövelda, en undir sameigin-
legri yfirstjórn og komi
þannig fram út á viö sem eitt
riki. Tyrkir munu einnig geta
fallizt á þetta fyrir sitt leyti,
Þaö mun hins vegar ekki
ganga þrautalaust aö koma
þessari skipan á. 1 fyrsta lagi
þarf aö semja um, hvernig
málum skuli skipt milli lýð-
veldanna og sambandsstjórn-
arinnar og hvert yfirráöa-
svæði lýöveldanna skuli vera.
Sagt er, að Grikkir geti sætt
sig við, að Tyrkir fá 28% af
Kýpur til umráða, en Tyrkir
geri kröfu til 32%.
Liklegt þykir, að rikis-
stjórnir Grikklands og Tyrk-
lands séu hvetjandi til sam-
komulags. Deilan veldur
mikium erfiöleikum i sambúð
þeirra og þær hafa við nóg
önnur vandamál að fást. Þá er
það mikilsvert fyrir tyrknesku
stjdrnina, að Bandarikjaþing
aflétti vopnabanninu.
Þ.Þ.
Makarios og Denktash hittast eftir 13 ár.
Þ.Þ.