Mánudagsblaðið - 08.11.1948, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 08.11.1948, Blaðsíða 8
Georges Bidault, fyrverandi utanríkismálaráðherra Frakklands, heldur ræðu á fundi bandalagsríkja Vestur-Evrópu. Flestum kom kosning Tru- mans til forseta óvart, nema þá Truman sjálfum Þeir er bezt hafa vit á kosningamál- um Bandaríkjanna hafa nú í nokkrar vikur reynt að sann- færa heiminn um það að kosning þessi væri ekki ann- að en ,,formality“ og Truman væri fyrirfram dauðadæmd- ur. Brezk blöð og raunar öll blöð í Evrópu sannfærðust um að spá amerísku blað- anna í þessum efnum væri rétt. Flest íslenzku blöðin fylgdu dæmi þeirra m. a. Morgunblaðið birti fyrir nokkru mynd af Dewey þar sem stóð: „Næsti forseti Bandaríkjanna" (án spurn- ingamerkis) og Mánudags- blaðið birti heila grein um þá iitlu möguleika sem Truman hefði til þess að ná kosningu. Mánudagsblaðið fékk sínar upplýsingar úr beztu tíma- ritum. amerískum og líklegt má telja að Mbl. hafi fengið sánar úr samkonar támarit- um. ★ ----- Hvaða dag er Morgun- blaðið áreiðanlegast? Miðvikudaginn 3. nóv. birti Mbl. í aðalfrétt um kosning- arnar: „Það er meiri kjör- sókn (í Bandaríkjunum) en nokkru sinni áður“, en dag- inn eftir stendur í aðalfrétt- inni: „Þó mun það einnig hafa haft nokkur áhrif á kosningaúrslitin, hversu le- leg kjörsóknin var ...“ * Það er langt frá því að Mánudagsbl. ætli sér að leika hlutverk hins æðsta dómara og reyna að lýsa kærum koll- egum inn á hina lítt lýstu braut blaðamennskunnar. Hinswgar finnst nokkur á- stæða til þess að undrast yfir meðferð þeirra (að undan- skildum fréttamanni Þjóð- vlljans) „á fréttinni“ frá j Bessastöðum Þar, eins og all ir muna, var okkur fengið í hendur vélritað eintak af starfi því sem niðurrifsliðið gerði á þessu fræga höfuo- j bóli, en ekki var búizt við að það mundi notað til annars en hliðsjónar. Þar sem ég hef alltaf skilið blaðamennsk una þannig að blaðamenn væru að vissu leyti til þess að n^plýsa hvað miður fer í þjóðfélaginu og birta sannar fregnir af því sem hið opin- bera gerir, 'hvort heldur vel eða illa — án tillits til ein- staklinga og þeirra hags- muna, þá \ur það að nokkru undrunarefni að sjá hvernig flest blöðin fluttu þetta mál. að ræða. í engu blaði að Þjóð viljanum undanskyldum kom það sanna fram í málinu — heldur aðeins frétt sem ein- hver annar skrifaði og fleygði svo í okkur eins og beini í hund. Slík blaðaviðtöl eru ó- þarfi — og slíkur fréttaflutn ingur er blaðamannastéttinni ekki sæmandi, heldur blekk- ing við lesendur, en þeir eiga heimtingu á betri fréttaflutn ingi Það er lítið verk að bera handrit annarra í prent smiðjuna og lesa af þeim prófarkir — er þetta hin sanna þróun blaðamanna- stéttarinnar? * Fyrirsögn vikunnar Ekkert siðferði í að búa í færri en fimm herbergjum, segir Katrín Pálsdóttir (Al- þýðubl. 5. nóv.) . .. Svíar verða að hætta að ala börn vegna lítilla íbúða. Og við sem héldum að slíkar kúnstir ættu sér stað í rúm- um allstaðar nema í Ame- ríku, þar sem sumir fæðast í leigubílum — en Ameríku- menn eru líka svo móderne. ★ Fyrir dugnað Helga Sæ- mundssonar blaðamanns Al- þýðublaðsins hefur nú loks- ins komist skriður á KRON- , blaðamálið. Segir í Alþýðubl. I m. a.: „Bendir þetta ót\érætt á, að um ólöglegan innflutn- ing sé að ræða og áð íslenzk gjaldeyrislöggjöf hafi hér verið fótum troðin til þess að Framhald á 4. síðu. €o$man • r.a. konsert Það var mikið klapp og hrifn- ing í Gamla Bíó í gærkvöld. Englendingurinn Cosman var að syngja. Söngskráin var mjög svo ítölsk og söngvarinn er líka lærður á ítalíu. Lögin voru mörg hver eftir hina smeðju- legri af tónsmiðum Itala og Frakka (Massenet, Tossielli, Martini) og söng Cosman lög- in með öllum þeim slaufum og pírumpári, sem nokkur mögu- leiki var að koma að. Jafnvel í endann á ástarsöng Tosiellis setti Cosman slaufu á óg þarf það lag þó ekki slíks ábætis með. Cosman söng mest allt í falsettum og mátti alls ekki meira af slíku vera. Á söng- skránni voru 3 lög eftir Schu- bert, sem Cosman söng nokkuð upp á ítalska vísu (þó ekki ó- hóflega) en það er einhvern veg- inn þannig að Schubert má ekki flytja suður fyrir Alpafjöll. Flest öll lögin á söngskránni voru ástarsöngvar og í auka- lag gaf Cosman Vögguvísu Páls Isólfssonar og hnykkti mér við því þetta er í 4. — fjórða — skiptið, sem ég heyri hana á konsert hér á þessu ári. Rödd Cosmans er mjög lipur og mjúk. Nýtur hann sín bezt á miðsviði og á falsettum stund um en hæðin er ekki jafn ljóm- andi og má vel vera að það hafi stafað eitthvað af því að söngvarinn virtist vera kvefað- ur. Eg verð að játa að mér fannst konsertinn full sætur. Allir þess ir ísmeygilegu ástarsöngvar sungnir í falsettum urðu mér um megn. 1 hléunum sóttu þrá- látlega á mig hugsanir um tunglskin, hawai-gítara og kon- fekt. Rússar auka kafbátaílota sinn I nýútkominni bók brezka flotans er þess getið, að Rúss ar eigi nú 200 kafbáta í flota sínum og 100 sá verið að taka í notkun. Bók þessi skýrir einnig frá því, að auðséð sé, að Rússar ætli sér að hafa sömu aðferð irnar og Þjóðverjar, ef til sjóorustu komi, og styðjast aðallega við kafbátaflota sinn. Hertoginn af Winsdor heim- sækir broður sinn London. IJerto^iilÁ* af Winsdor, fyrrverandi Bretakonungur heimsótti bróður sinn, Georg konung, þegar hann var á ferð hér nýlega og ræddust þeir lengi við. Þó sumir haldi ao það standi til að skipa her togann í einhvert stjórnar- embæti, tclja kunnugir það mjög ólíklegt. Sálarsjukdómar hættulegir í framtíðinni Marshall Field milljóna- mæringurinn og blaðaútgef- andi hélt ræðu nýlega og sagði, að heiminum stafaði hæta af þeim andlegu sjúk- dómum sem nú er að finna i æskufólki. Kvað hann afleið- ingar stríðsins vera orsök ■þessara sjúkdóma. Field lýsti því yfir, að það væri verkefni sálarlækna að kynna sér þessa sjúkdóma og vinna bug á þeim sem bráðast. 1000 mílur á klukkustund George E. Stratemayer, sem er yfirmaður loftvarnar- ráðs Bandaríkjanna, sagði blaðamönnum nýlega, að nú væri það ekki lengur draum- ur mannkynnsins að geta flogið með 1000 piUna hraða á klukkustund. , ,, Þessum hraða. hefur verið náð í nýjum flugvélum, sem kallaðar eru XS-I, SO’atemay er kvaðst ekki geta gefið nán ari upplýsingar að svo stöddu, en sagði hinsvegar, að málið myndi skýrt betur seinna. Krefjast afsökunar Brezki sendiherrann í Tékk óslóvakíu hefur farið fram á formlega afsökun tékknesku stjórnarinnar vegpa, þess að brezkur maður, sem vinnur við upplýsingadeild séndiráðs ins, var tekinn fastúr þar ný- lega. I fangelsinu fóru verðir mjög illa með hann. Starfsmaður sendiráðsins, sem heitir Richard Wallis, var tekinn fastur um leið og annar tékkneskur starfsmað- ur þar var tekinn. Lýðræði? Þegar ríkisdómstóll Banda- | ríkjanna dæmdi að négrar gætu sótt skóla í Suðurríkjunum eins og hvítir menn reiddust. Suður- ríkjamenn mjög. Þegar þeir gátu ekki deilt við dómarann um þessi efni þá settu þeir borð fyrir utan skóla- stofuna — en héldu dyrunum opnum þannig að negrinn gat séð og heyrt í kennaranum, en sat þó ekki hjá þeim hvítu. Refctor Kólumbíaháskólans Flest þeirra birtu vélrituðu Myndin sýnir hóp þann sem safnaðist saman við lipplýsingarnar athugasemda Kólumbía háskólann þegar Dwigth D Eisenhower íaust, eins og blaðamennirn- hershöfðingi, og núverandi rektor skólans, hélt ;r sjálfir hefðu ekki séð hve fyrstu ræðu sína þar. Eisenhower sést fremst á i ’kil skemmdarverk var um ! myndinni. 20.000 manns hlustuðu á athöfnina.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.