Tíminn - 16.02.1977, Síða 1
Aukafjárveiting til ÍSÍ — Sjá bls. 3
Áætlunarstaðir:
BIIdudalur-Blönduóc BúðardalU/
Flateyri-Gjögur-Hólmavík
Hvammstangi-Rif-Reykhólar
Sigluf jörður-Stykkishólmur
Súgandaf jörður
Sjúkra- og leiguflug
um allt land
Símar:
2-60-60 oa 2 40-66
FLUTT
á Smiöjuveg 66 Kóp.
Beint andspænis Olís í neöra Breiöholti - þú skilur?)
Síminn er 76600
LANDVÉLARHF.
’jp' iÞrjár rásir fyrir austan,en
fimm til vara fyrir vestan
ef við fáum ekki að fljóta með hinum Norðurlöndunum
HV-ReykjavIk. — Það er ekki
beinlinis auövelt aö fjalla um
hugsanlega þátttöku okkar i
Alþjóða-fjarskiptasamband-
inu um gervihnetti enn, þvi
þar er margt óljóst enn. Ráö-
stefna sú sem haidin var i
Genf núna fjallaði aðeins um
dthlutun á rásum i gervihnött-
um, svo og stöðu gervihnatt-
anna sjálfra. Það liggur i aug-
um uppi að það er gersamlega
dtilokaö fyrir okkur að senda
sjálfir upp gervitungl, þannig
að við veröum að leita sam-
vinnu við aðra og þá litum við
sérstaklega til hinna Norður-
landanna. Þau hafa unniö ýms
sameiginleg verkefni, sem viö
höfum fengiö aö vera i á
grundvelli svonefndrar 1%
reglu, það er að við erum með
en greiðum aðeins einn hundr-
aðshluta kostnaðarins, og við
höngum nú I þeirri von að geta
flotið meö inn i þetta, sagði
Gústav Arnar, deildarverk-
fræðingur Landssfma islands,
en hann var annar af tveim
fulltrúum islands á ráðstefn-
unni I Genf.
— Með tilliti til þessarar
vonar höfum við fengið úthlut-
að þrem rásum i hnetti sem
staðsettur verður fimm gráð-
ur austlægrar lengdar, þar
sem við sóttum um ásamt
Dönum. Hins vegar er um-
ræða um norrænt samstarf i
þessu svo skammt á veg kom-
in, að við sóttum einnig um og
fengum fimm rásir I hnetti
staðsettum yfir miðbaug og
31. gráðu vestlægrar lengdar.
Ef ekki verður af samstarfi
við Norðurlöndin veröum við
að reyna að komast I samstarf
með öðrum þjóðum um þann
hnött, en þar eru meðal ann-
ars Bretar og Irar.
Siðarnefndi hnötturinn væri
raunar tæknilega hentugri
fyrir okkur, einkum þar sem
um jafndægur lenda hnettirnir
I skugga frá jörðu og við það
slokknar á þeim, þegar þeir fá
ekki sólarljósið. Fyrrnefndi
hnötturinn myndi um tfma á
hverju ári detta út á milli
klukkan 11 og 12 á kvöldin,
sem gæti verið bagalegt.
Efokkur tekstað vera meði
þessu má ef til vill búast við
þvi að útsendingar um gervi-
hnött hefjist eftir fimm til tiu
ár, f fyrsta lagi eftir fimm ár.
Um hnetti þessa munu hvert
land um sig senda til sinna
notenda og I flestum tilvikum
aöeins þjóna sfnu eigin land-
svæði, en þó felast i þessu
möguleikar á efnisskiptum á
milli landa einnig.
Loka-
dagur
Os var hjá Gjaldheimtunni I Reykja-
vik í gær, en þá var gjaUldagi fyrri
hluta fasteignagjalda. Eins og mynd
þessi sýnir voru menn ólmir uppi
með budduna, sem að sjátfsögðu
lettist nokkuð við, en þó vonandi ekki
svo að til sultar horfi.
[ Albert Guðmundsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins: j
„Þetta er einn 1 iður í árás-
unum á utanríkismðherra''
FJ-Reykjavík. — Einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokkslns,
Albert Guðmundsson, var mjög haröorður f umræðum, sem
áttu sér stað utan dagskrár á Alþingi f gær um Sölu varnar-
liöseigna, en Ragnar Arnalds (Ab) hóf þær umræður f tilefni
af setningu Alfreös Þorsteinssonar I stöðu framkvæmda-
stjóra stofnunarinnar. Sagði Albert að gagnrýni á utanrfkis-
ráðherra vegna þessa máls væri aöeins einn liðurinn i árás-
um á hann.
Albert Guömundsson sagö-
ist vera orðinn þreyttur á að
hlusta á stööugar árásir á Ein-
ar Agústsson á Alþingi og I
fjölmiðlum. Ráðherrann hefði
tæpast tfma til að stunda
vinnu sfna að þvi marki, sem
þjóðin kreföist af honum
vegna stanzlausra árása úr
ýmsum áttum.
Albert Guðmundsson sagö-
ist bera fullt traust til Einars
Agústssonar og Alfreös Þor-
steinssonar, sem hann þekkti
vel.
Þingmenn stjórnarandstöö-
unnar, einkum Ragnar Arn-
alds og Benedikt Gröndal,
gagnrýndu aðailega nafn-
leyndina um umsækjendur um
stöðu framkvæmdastjóra
stofnunarinnar.
Einar Agústsson utanrfkis:
ráðherra vitnaöi til 5. gr. laga
um réttindi og skyldur opin-
berra starfsmanna, þar sem
Albert Einar
m.a. segir
„Lausa stöðu skal auglýsa I
Lögbirtingablaði, venjulega
meö 4 vikna fyrirvara. Heim-
ilt er að taka til greina um-
sóknir, sem berast eftir að lið-
inn er umsóknarfrestur, enda
hafi staðan ekki þegar verið
veitt eöa f hana sett eða maður
f hana ráðinn, eftir aö frestur
var liöinn. — Veita skal um-
sækjendum og viðurkenndum
félögum opinberra starfs-
manna kost á að fá vitneskju
um þaö, hverjir sótt hafa. —
Nú hefur staða veriö auglýst,
en eigi þykir rétt aö skipa
nokkurn umsækjanda f hana,
og má þá setja þann umsækj-
anda, er næst þykir standa til
þess aö fá skipun. Veita má
sllkum manni stöðu án auglýs-
ingar aö nýju, eftir að hann
hefur gegnt henni óaðfinnan-
lega eitt ár eða lengur, enda á
hann þá rétt á að fá úr þvi
skorið, hvort hann eigi að fá
veitingu. — Akvæði þessarar
greinar taka ekki til starfa i
þágu utanrikisþjónustunnar”.
Utanrikisráðherra sagði
sfðan I ræðu sinni, aö þó að
hann heföi haft heimild að
ráða m ann f stöðuna, sem ekki
heföi verið meðal umsækj-
enda, hefði ekki reynt á það,
einfaldlega vegna þess, að Al-
freð Þorsteinsson heföi skilað
umsókn til sln, áöur en frest-
urinn rann út. Hins vegar
hefði hann, eins og ýmsir aörir
umsækjendur, óskað sérstak-
lega eftir þvi, aö nafn sitt yröi
ekki birt.
Einar Agústsson sagði enn
fremur, að til greina gæti
komið, að nöfn umsækjenda
yrðu birt, kæmi krafa um slikt
frá réttum aðilum.
Meðal þingmanna, sem tóku
til máls, voru Sverrir Her-
mannsson (S), Stefán Jónsson
(Ab) og Karvel Pálmason
(SFV), auk þeirra, sem áður
eru nefndir.
• Leysir engan vanda að skera burt núllin — Sjá bls. 2