Tíminn - 16.02.1977, Qupperneq 3

Tíminn - 16.02.1977, Qupperneq 3
Miðvikudagur 16. febrúar 1977 3 FJ-Reykjavfk. Framkvæmdir viö stórmarkað KRON við Skemmu- veg i Kópavogi eru hafnar. I viðtali við Sambandsfréttir segir Ingölfur Ólafsson kaup- félagsstjóri að stjórn KRON hefði sett sér það sem meginverkefni að koma upp ódýrum stórmark- aði i Reykjavik. Hins vegar hefði hentug lóð undir slika verzlun ekki enn fengizt i Reykjavik, en s.l. sumar hefði KRON fengið út- hlutað lóð i nýju verzlunar- og iðnaðarhverfi i Kópavogi. Þá hefði verið ákveðið að byggja á þessari lóð hús, sem fyrst um sinn mætti nota sem verzlunarhús. Framkvæmdir við þessa bygg- ingu eru þegar hafnar, og verður húsið tvær hæðir, hvor um 2.000 fermetrar að stærð. Veröur efri hæð hússins notuð fyrir verzl- un, en iðnaður og bilastæði verða á neðri hæðinni. Jafnframt þessu hefur KRON leitað eftir þvi við borgaryfirvöld Reykjavikur að fá hentuga lóð undir stórmarkað, sem byggja mætti i áföngum. Hin nýja verzlun veröur við Skemmuveg 4 i austanveröum Kópavogi, en þangað eru greiöar akstursleiðir úr Kópavogi, Breið- holtshverfum og viðar. Nú þegar er langt komið að grafa fyrir grunni byggingarinnar, og þegar frost leysir i vor er stefnt að þvi að byrja að steypa grunn hússins. VERÐUR NÆSTA LANDSMÓT UMFÍ HALDIÐ Á SELFOSSI — ákvörðun tekin á ársþingi UAASK um aðra helgi Mó-Reykjavik — Likur benda til þess, að næsta landsmót Ung- mennafélags Islands verði haldið á Selfossi, en þar er mjög glæsileg aðstaða til þess að halda slik mót. Búið var að ákveða að fela Ung- mennasambandi Eyjafjarðar framkvæmd mótsins, og átti að halda það á Dalvik, 1978, en þar sem ekki fengust nægjanleg fjár- framlög á fjárlögum til þess að ljúka mannvirkjagerð þar i tæka tið hafa Eyfirðingar farið fram á að fá að fresta þvi að halda lands- mót fram til ársins 1981, en það ár á að halda 17. landsmót UMFl. Stjórn UMFÍ hefur þvi farið fram á það við Ungmennasam- bandiö Skarphéðin, að það sjái um að halda næsta landsmót og er rætt um að það verði á Selfossi. Rætt hefur verið viö sveitar- stjórnarmenn á Selfossi um að mótið verði haldiö þar, en endan- leg ákvörðun verður tekin á Héraðsþingi Skarphéðins, sem haldið verður 26. og 27. febr. Landsmót UMFl eru mjög fjöl- mennar samkomur, og þar er keppt í fjölda i þróttagreina. Sið- asta landsmót var haldið á Akra- nesi, en þar áður var mótiÓ haldið á Sauðárkróki. Framkvæmdir hafn ar við stórmarkað KRON í Kópavogi Janúaraflinn: TÆPUM 65 ÞÚSUND LESTUM BETRI EN ÍFYRRA gébé Reykjavik — Heildarafli Is- lenzka fiskveiðiflotans i janúar- mánuði varð, skv. bráöabirgða- töium Fiskifélags tslands, sam- tals 151.113 lestir. Á sama tima i fyrra varð hann hins vegar aðeins 86.196 lestir. Mismunurinn liggur aðallega i loðnuveiðunum, sem ekki aðeins byrjuðu 12 dögum fyrr I ár en I fyrra, heldur hafa einnig gengið mun betur. Botn- fiskafli báta var mjög svipaður og i fyrra, en togaraaflinn heldur rýrari og liggur mismunurinn þar i þvi, að mmna var landað erlend- is i ár en á sama tima i fyrra. Um s.l. mánaðamót var loðnu- aflinn 120.105 lestir, en var á sama tima I fyrra 54.831 lest. Rækjuaflinn nú var 861 lest en var 815 1 fyrra, 377 lestir fengust af hörpudisk i janúar nú, en aðeins 199 lestir i fyrra. Aðeins 1 lest fékkst af spærlingi i fyrra, en i janúar I ár var hann 72 lestir. 20-30% MINKA FARGAÐ í BÚUM Á ÁRI HVERJU - vegna hægfara sjúkdóms, sem finnst í öllum ræktuðum minki gébé Reykjavik.* Þettaer hæg- fara virussjúkdómur, sem finnst i öllum ræktuðum minki. Hanndrepur dýriná 5-7 mánuð- um, og i minkabúunum hér er um 20-30% dýranna fargað á ári hverju, sagði Sigurjón Bláfeld Jónsson, minkaræktarráðu- nautur i samtali við Timann. Þegar hann var inntur eftir þvi hvað hægt væri að gera til að komst fyrir þennan sjúkdóm svaraði hann: Það þarf að at- huga dýrin með blóöprófi, til að vita hvort þau eru með veikina og siðan er þeim f argað eftir út- komunni sem fæst með þessum blóðrannsóknum. Þetta er gert tvisvar á ári, á haustin og svo aftur i febrúar-marz, en að miklu minna leyti i seinna skipt- ið. Sigurjón kvað þessa veiki i minkastofninum nokkuð hafa skaðað minkabændur hér á landi, en svo virtist sem sumir þeirra tækju hana ekki nógu al- varlega.enþeir eruþó að vakna til meðvitundar um hve alvar- legt mál þetta er, og gera þvi viðeigandi ráöstafanir. F.I. Rvik. Ennþá kemur hann okkur á óvart hinn sistarfandl meistari Kjarvai. Það er um hann sagt, að aldrei hafi hann setið auðum höndum yfir kaffibolla, en þess I stað gjarnan krotað á serviettur, sem menn siðan hirtu og hengdu upp i stássstofum sinum. Vinnustofa hans I Austurstræti var Hka vel myndskreytt og nú þegar menn rifa frá gömlum húsum kemur i Ijós, að enn hefur Kjarval verið aö krota. Aður óþekkt listaverk eftir Kjarval fannst á gafli StS-hússins f Austurstræti, þegar veggklæðningu haföi veriö rift. Hefur mál- verkib upphaflega náð alla leiöupp Imæni, en sá hluti er nú ónýt- ur. , Það sem eftir stendur sýnir kvenfætur I svart-hvitri náttúru, blómum prýddri. Fróðlegt væriað vita, hver þekkir tilurö verks- ins. (Timamynd Gunnar) íþróttasambandið fær 3ja milljóna aukafjórveitingu •A rlkisstjórnarfundi i gær var samþykkt að veita tþrótta- sambandi tslands þriggja milljón króna aukaf járveit- ingu vegna sérstakra viö- fangsefna. tþróttasambandinu er i sjálfsvald sett hvernig það ver þessu fé til hinna ýmsu verk- efna, sem unn>ð er að á þess vegum og hinna ýmsu sér- sambanda þess á sviði Iþrótta- mála. á víðavangi Stjórnvöld afstýrðu atvinnuleysi Nýlega birtist viðtal viö Þórarin Sigurjónsson, þing- mann Sunniendinga, i blaöinu Þjóðólfi. M.a. er þingmaöur- inn spuröur aö þvi, hverju hann spái um glimuna við veröbólguna. ,,Þó aö hægt g a n g i a ð vinna á verð- bólgunni, hef- ur samt miðað til réttrar átt- ar, þar sem greiðslu- jöfnuöur rlkissjóðs náðist á árinu 1976. Þvi veröur ekki neitaö, aö snögg og mikil efnahagsá- föll skullu yfir þjóöina árin 1974 og 1975. Þau eru nú talin mestu áföll, sem viö höfum fengið siöan um striöslok. Þessi áföll skullu á flestum þjóöum heims, og hafa valdið miklum erfiöleikum og at- vinnuleysi meöal nágranna- þjóöa okkar. Hjá okkur hefur þetta haft þau áhrif, að I raun hafa tekjur þjóðarinnar stór- minnkaö, og ef stjórnvöld hefðu ekki tekiö I taumana og afstýrt atvinnuieysi og efna- hagslegri upplausn, þá heföi illa farið.” Grynnka verður á skuldunum við Seðlabankann Þessu næst er þingmaöurinn spuröur að þvi, hvort likur séu til þess, að stjórninni haldist á þeim árangri, sem náðst hef- , ur: ,,A þessu ári er gert ráö fyr- ir, aö grynnt veröi á skuldum rfkissjóös viö Seölabankann, sem myndast hafa vegna greiösluhalla á liðnum árum, ekki sist vcgna þess aö reynt hefur veriö aö tryggja at- vinnuöryggi mcö þvi aö draga ekki of snöggt úr útgjöldum. Traustur fjárhagur rikisins er nú sem fyrr undirstaöa góöra Hfskjara. En nú er enn brýnna en nokkru sinni fyrr aö stööva þá óheilla þróun peningamála, sem viö höfum búiö við, svo þjóöin ekki glati sjálfstæði sinu." 800 millj. kr. til uppbyggingar- starfs á Suðuriandi Síöar I viðtalinu er Þórarinn Sigurjónsson spuröur aö þvl, hvort Sunnlendingar fari vel út úr fjárlögunum. Þvi svaraöi hann á þessa leiö: ,,Mér finnst þaö ekki vera. Mér finnst, aö þarna séu niargir þættir sem hefði þurft aö vera ennþá meira veitt til á þessa árs fjárlögum. En eins og ég hefi áður sagt, þá er reynt aö byggja þetta frum- varp þannig upp, að þaö hvetji ekki til aukinnar dýrtlðar. Hingaö á Suðurland hefur samt veriö veitt um 800 millj. kr. til uppbyggingarstarfsins, en hins vegar má segja þaö, að maöur heföi kosiö þaö aö' meira fé heföi komið hingað til framkvæmda. Meö þessum 800millj. er það ekki meötaliö, sem veitt er á vegaáætlun. t henni veröur fariö að vinna á næstunni og væntanlega verö- ur hún komin áður en langur tlmi líöur. En auk þess er heldur ekki tekiö meö I reikninginn þaö fé, sem fer til uppbyggingarstarfsins við Sigöldu og er óneitanlega mjög stór þáttur I fram- kvæmdum hér I kjördæminu,” a.þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.