Tíminn - 16.02.1977, Qupperneq 4

Tíminn - 16.02.1977, Qupperneq 4
AAEÐ | MORGUN- 1 KAFFINU Miftvikudagur 16. febriiar 1977 ♦iin ans UJ' - •;,n -V '" " i ■ J -í* •íi> Á. Þrír r • nyir höfundar Julie Andrews, Susann- ah York og Nanette Newman allar þekktar leikkonur, hafa dottiö niður á ábatasamt tóm- stundagaman. Þær skrifa bækur fyrir börn! Fyrsta bók Susönnuh York, In Search Of Uni- corns (í leit aö einhyrn- ingum) seldist I tveimur útgáfum og hún býst viö ekki minni vinsældum annarrar bókar sinnar sem nýlega er komin út, „Larks Castle”, en þaö er saga um börn og gamla norn I höil I Frakklandi. Susannah York sagöi viö útgef- andann aö fyrstu bók hennar, aö hún vildi ekki hafa sitt eigiö nafn á henni, heldur dul- nefni. tJtgefandinn fékk hana til aö skipta um skoöun og sagöi, aö út- koman yröi áreiöanlega betri á allan hátt ef hún notaöi sitt eigiö nafn. En jafnvel þaö dugöi ekki tii aö bókin fengi viöurkenningu strax. Susannah sagöi, aö fjögur útgáfufyrirtæki heföu afþakkaö bókina, ,,og þaö er ekki sérleea uppörvandi og enn siöur ef þaö er athugaö aö ég sat stundum viö vinn- una tii ki. 3 aö morgni. En aö þvf kom aö ég var heppin.” Ctgefandinn sagöi, aö sagan væri heidur Iin, en innviöirn- ir væru traustir. Sus- annah var ófrisk, þegar hún skrifaöi þessa fyrstu bók og man ekki hvernig hún fékk hug- myndina aö henni, en aftur á móti man hún vel eftir. hverr.ig slöari bókin varö til. Hug- myndina aö henni fékk hún eftir sumarleyfi I Frakklandi. — Dóttirin, Sasha gleymdi brúöunni sinni i höllinni, þar sem viö bjuggum. Nokkrum klukkustundum slöar var efniö I næstu sögu tilbúiö I kollinum á mér. Fyrsta bók Julie Andrews hét „Mandy” og seldist mjög vel (Disney-fyrirtækiö keypti hana fyrir kvik- mynd siöar meir). Næsta bólf hennar fékk hinn erfiöa titil „The Last Of The Heally Gre- at Whangdoodles” og seldist frábærlega vei. Hugmynd aö henni á rætur sfnar aö rekja til stjúpdóttur Julies, Jennie, og uppeldis hennar. Julie sagði, aö fjölskyldan heföi veriö I Paris aö vinna viö kvik- mynd. „Ég var aö reyna aö hafa reglu á hlutunum og sagöi viö Jennie: Nú átt þú aö brjóta saman fötin þin kvölds og morgna, og bursta tennurnar án þess aö þér sé sagt þaö. Ef þú sleppir þessu þrisvar I röö áttu aö borga sekt. Telpan svaraöi aö þetta væri gott og blessaö, en hún vildi aö hún, Julie yröi meö I leiknum. Jennie þótti Julie iöulega nota mikiö af blótsyröum, og hún sagöi aö ef Julie blótaöi þrisvar Iröö yröi hún aö borga sekt.Ja — Julie tapaöi strax fyrsta klukkutlmann. Og þessi sektarsaga varö aöalinnihaid fyrstu bókar Julie Andrews. Nannetta Newman hef- ur gefiö út tvær bækur „God Bless Love” og „Lots of Love” sem hafa seizt I þúsundum eintaka. Þær eru ekki skáldsögur heldur hugsanir og athuga- semdir, sem börnin sjálf segja. Nú er 3ja bókin nýlega komin út og búizt viö sömu vel- gengni. Susannah York segir: „Mér þykir gaman aö skrifa, en þaö er ekki auöveldast aö skrifa fyrir börn. Og nú þegar ég hef skrifaö bók fyrir dótturina, Sasha, spyr sonurinn. Hvar er mln bók? Svo nú verö ég aö skrifa aöra fyrir hann. Og hún veröur aö vera um dráttarvél, galdradráttarvél, auö- vitaö. En svo myndi mig langa til aö skrifa eitthvaö fyrir sjálfa mig. Ég er nefnilega hálfgerður trúöur aö sumu leyti, ég glopra niöur hlutum, ég dett um hluti og hef allt mögulegt I gangi sam- tfmis. Þetta er persónu- leiki sem mig langar til aö gefa gervi. Ef Sus önnuh heppnast aö gera sllkan skrlpaleik eöa gamanleik vel úr garöi mun hún vera komin vel á braut sem mörg leik- konan vildi llka gjarnan fara.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.