Tíminn - 16.02.1977, Page 5

Tíminn - 16.02.1977, Page 5
MiAvikudagur 16. febrúar 1977 5 í Marko og Muffen' halda áfram að/ leita af skeljum með hinum •^verðmætu perlu í umhverfis eyju^ j Perrys. En árangur ’ inn er heldur Þvi vera að erfiöa þetta Marko? Ef viö' neyðum bara Perry _ til að tala V Undir eins og þessir / tveir strákar gera hann < /hressaná ný, ■ þá förum við aftur Muffen Mér likar ekki biöin, Perry - Já, viöskulum athuga hvernig Ég er mjög ^Éger Íhrt veikburða * v,,j V ctuiugd uvciuig vciivuuiua Ug gæti sagt þeim/ gengur hjá þeim. hálfruglaöur. liður vika en (hræddur uml að Marko vikaj og Muffen A ég ^komi fyrr en ■» íii* T kn IV ’ * | 1! Bæjarstjórn Húsavíkur vill fram- kvæmdir við veg yfir Víkurskarð Bæjarstjórn Húsavlkur sam- þykktiá fundi lO.febrúar áskorun á Vegagerö rikisins aö hefjast handa við fyrirhugaöan veg yfir Vlkurskarð I sumar og hraöa sem mest þessari framtiðartengingu byggöa við Skjálfanda og Eyja- fjörð. Með þessari samþykkt fylgir eftirfarandi greinargerö: Vegurinn yfir Vaðlaheiði lokast aö jafnaöi I fyrstu snjóum á haustin og er sjaldnast fær á ný fyrr en frost er fariö úr jöröu. Þar sem leggja á veginn yfir Vaðlaheiði niður með tilkomu vegar yfir Vikurskarö, er að mestu hætt að halda honum við. Astand hans er því ætið bágborið og I engu samræmi viö vaxandi umferð á þessum kafla „hring- vegarins”. Vetrarleiöin milli Húsavlkur og Akureyrar um Dalsmynni er 27 km lengri en um Vaðlaheiöi og lengir þvl leiðina milli þessara staöa um 28%. Sá vegur er lélegur og teppist þvl oft, auk þess sem veruleg hættaer á snjóflóöum I Dalsmynni og viðar. Bæjarstjórn Húsavlkur felur þingmönnum Noröurlandskjör- dæmis-eystra að fylgja þessari áskorun eftir viö gerð vegalaga i vetur. Jafnframt felur bæjar- stjórn Húsavlkur þingmönnum kjördæmisins, að vekja I þingsöl- um athygli á þeirri staðreynd, að ekki veröur geröur „hringvegur” um Island nema taka með leiöina milli Akureyrar og Egilsstaða. Auglýsið í Tímanum Athugasemd HV-Eeykjavik. — Vegna mis- skilnings, sem fyrsta málsgrein fréttar I Timanum i gær um mál- efni fiskeldisstöövarinnar aö Laxalóni gæti valdið, vildi ég biðja ykkur um að koma þvi á framfæri, aö fiskeldisstööin og forsvarsmaöur hennar hafa aldrei átt I neinum Utistööum við Reykjavíkurborg. Þvert á móti hefur Reykjavlkurborg og borgarstjórn reynzt eldisstöðinni hið bezta i öllum samskiptum, og má þar geta þess að nú, þegar borgin hefur takmarkað vatnið viö stöðina, er þaö gert I fullri samvinnu við hana sjálfa. Okkur þætti það leitt, ef sá misskilning- ur kæmist á kreik, að yfir ein- hverju væri aö kvarta 1 viöskipt- um við borgina sjálfa og borgar- stjórn, sagði Ólafur Skúlason, starfsmaður fiskeldisstöðvarinn- ar að Laxalóni, i viðtali við Tim- ann i gær. endurskini Mikil aðsókn að Þjóðleikhúsinu MIKIL aðsókn hefur verið að Þjóðleikhúsinu I vetur og læt- ur nærri, aö uppselt hafi verið á um 90% sýninga á stóra sviöinu, og er það mjög óvenjulegt. Hinn fyrsta febrú- ar höfðu verið samtals 138 sýningar á vegum leikhússins þaö sem af er þessu ári, 108 á stóra sviðinu, 25 á litla sviöinu og 6 erlendis. Ahorfendafjöld- inn var þá oröinn samtals um 53.625. Sólarferð var sýnd I allt haust fyrir fullu húsi, en sýningar lágu niðri um nokk- urt skeiö eftir áramótin vegna veikinda Þóru Friöriksdóttur, sem fer með annaö aðalhlut- verkiö. Nú eru sýningar hafn- ar að nýju og virðist ekkert lát ætla að verða á aösókninni. Svo skemmtilega vill til að báðar leikkonurnar, sem verðlaun hlutu úr Minningar- sjóði frú Stefaníu Guömunds- dóttur, Þóra og Anna Kristfn Arngrlmsdóttir fara með hlut- verk I leiknum. Þá var lmynd- unarveikin sýnd I allt haust og urðu sýningar samtals 47. Ráögerð er ný leikferð um Vestfirði og Vesturland I vor, en I sumar sem leið var leikur- inn sýndur á Austur- og Norð- urlandi við metaösókn. Hefur ekki orðiö jafnmikil aösókn að nokkurri leikför Þjóöleikhúss- ins síðan Tópas var á ferðinni fyrir nærri 25 árum. Gullna hliðið var frumsýnt á jólunum og hefur þegar verið sýnt 22 sinnum á rúmum mán- uði, uppselt hefur veriö á allar sýningarnar. Sömu sögu er að segja um Dýrin í Hálsaskógi, þar eru sýningar orðnar um 20. A hverja sýningu á þessu vinsæla barnaleikriti selst upp um þessar mundir á 20-30 mlnútum. Þá voru sem kunnugt er fluttar sýningar á Nótt ást- meyjanna af Litla sviöi á Stóra svið vegna mikillar að- sóknar og verður sýnt þar til Lér konungur kemur upp. Loks er svo að ljúka sýning- um á Meistaranum eftir Odd Björnsson, en bæði leikrit og sýning hafa fengið mjög lofsamlegar umsagnir, en að- sókn hefur verið lakari en skyldi. Endatafl, næsta verk- efni Litla sviðsins, veröur svo frumsýnt um miðjan næsta mánuð. Bessi Bjarnason, Randver Þorláksson og Þorgrlmur Einarsson f Dýrunum I Hálsaskógi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.