Tíminn - 26.02.1977, Síða 7
Laugardagur 26. febrúar 1977
„Litli
prinsinn"
er orðinn
18 ára
Grace, furstafrú I Mónako, hefur alltaf kallaö Al-
bert son sinn „Litla prinsinn”. Þaö er gælunafn
siðan hann var litill. Nýlega birtist þessi mynd af
þeim mæðginum, og sýnist manni að frúin verði
að hætta kalla Albert „Litla prinsinn’, þvi að það
liggur við að hann sé höfði hærri en mamma
hans, og er hún þó hávaxin. Þau eru þarna að
koma til Boston i Bandarikjunum, en þar á Kelly-
fjölskyldan heima, og þar átti Grace Kelly heima,
þegar Rainier fursti bað hennar sér til eiginkonu.
Graceog Albert prins ætluðu að halda upp á 18 ára
afmæli hans hjá Kelly-fjölskyldunni, þvi að afa og
ömmu langaði tii að taka þátt i hátiðahöldunum,
þegar „Litli* yrði 18 ára.
7
Tíma-
spurningin
Ætlar þú að kaupa þér
litasjónvarp?
Hulda Svavarsdóttir, húsmóðir:
— Ekki i fyrirsjáanlegri framtiö
alla vega. Ég er nýbúin að fá
svart-hvitt tæki
Margrét Haraldsdóttir, húsmóð-
ir:— Ég á litasjónvarp, fékk þaö i
afmælisgjöf.
Hjálmar Torfason, gullsmiður:
Ég hef nú ekki áhuga á þvi í bráö.
Sævar Pálsson, sölumaður: —
Nei, þaö ætla ég ekki aö gera.
Slikt væri skammgóöur vermir i
svart-hvitri útsendingu okkar hér
á landi.
Asgelr Úlfarsson, prjónvélavirki:
— Mér finnst sjónvarpsdagskráin
þaö léleg aö ég færi ekki aö falast
eftir henni i litum. Þaö verö ég aö
segja.