Tíminn - 16.04.1977, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.04.1977, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 16. april 1677 Wmrnrn 16 ára íslands- meistari í skák — Jón L. Árnason tryggði sér í gær sæmdarheitið „Skákmeistari íslands 1977” og er yngstur þeirra sem það hafa hlotið Jón L. Arnason — tslandsmeistarinn i skák 1977. Myndin er tekin i gæreftir að skák hans við Heiga hafði lyktað með jafn- tefli. — Timamynd: Gunnar Gsal-Reykjavik — t gær klukk- an fimm var fram haldið skák þeirra Jóns L. Arnasonar og Helga Ólafssonar sem hafði far- ið i bið kvöldið áður — en skák þessi var úrslitaskák áSkákþingi islands i landsliðsflokki. Þessir ungu skákmenn léku fimm leiki I gær — þá rétti Helgi fram höndina og bauð Jóni jafntefli Hort var stiflaður af kvefi, hafði höfuðverk og svima, og treysti sér ekki i skákina, sem tefla átti i gær. Þar sem báðir keppendur höfðu nýtt öll veik- indafri sin, var ekki annað séð en að Spassky myndi sigra, þar eð Hort mætti ekki til leiks. En þá fékk hann þennan óvænta , sting, og ekki var um annað að ræða en að fresta skákinni, þar sem hvorugur gaf mætt. Auðvitað er Spassky með þessum hætti að endurgjalda Hort vinargreiöann frá þvi i vik- unni áður, er Hort varð „veik- ur” til þess aö Spassky fengi lengri hvildartima eftir uppskurðinn. — Hort talaði við mig rétt áð- an, sagði Einar i gær, og kvaðst vera miklu hressari. Hann kvaðst fastlega vonast til að geta teflt á sunnudag. Og af Spassky er það að frétta, að hann er kominn á ról aftur. Þetta var einhver bráöapest, en sem sá siðarnefndi þáði sam- stundis. En þessi hálfi vinningur Jóns nægði honum til þess að hljóta sæmdarheitið „Skák- meistari islands 1977”. Jón er 16 ára og yngsti „Skák- meistari Islands” frá upphafi. Arangur hans á Skákþinginu er undraverður, hann hlaut 9 vinn- inga af 11 mögulegum, vann 7 bráði fljótt af honum aftur. Einar sagði, að bæði Hort og Spassky væru miklir heiðurs- menn og kvað fólk hafa þungar áhyggjur af þvi, að annar hvor biði lægri hlut i einviginu. — Sumtfólk,sem ég hef hitt, getur ekki hugsað til þess að annar hvor tapi, sagði Einar. Mörgum þykir þó einvigi þeirra heldurbragðlitið, og gera sumir þvi skóna, að þeir hafi það of gott. Að sögn Einars hafa gárungarnir sagt, að Skáksam- bandið ætti að fá inni fyrir þá hjá Hjálpræðishernum, ef einvigið dregst enn á langinn. Kostnaður vegna mótshalds- ins hefur eölilega aukizt veru- lega, en Einar taldi, að fjárhag- inn mætti rétta talsvert af um helgina, ef áhorfendur flykktust á skákirnar á sunnudag og þriðjudag. Einar vildi taka það fram, að Skáksambandið nyti sérstakra vildarkjara hjá Flug- leiðamönnum, sem gerði allt mótshaldið miklu léttbærara en ella. skákir og ger i jafntefli i f jórum við Helga Ólafsson, Gunnar Finnlaugsson, Hilmar Karlsson og bróður sinn, Asgeir Þ. Arna- son. í haust sigraði þessi bráð- efnilegi skákmaður, þá 15 ára gamall, á haustmóti Taflfélags Reykjavikur, og i vetur náði hann ennfremur þeim góða á- rangri að hljóta annað sætið i keppninni um „Skákmeistara Reykjavikur”. Þann titil hreppti Helgi Ólafsson sem nú varð aö lúta I lægra haldi fyrir Jóni. Þessi úrslitaskák Helga og Jóns var sannkölluð baráttu- skák og skemmtileg á að horfa. Helgi stjórnaði hvitu mönnun- um og blés til sóknar, en Jón ' tefldi vel og fékk gagnfæri. Þeg- ar skákin fór i bið, hafði Helgi að vísu tveimur peðum meira, en þau voru stök og litils virði i þeirri stöðu sem á borðinu var. Enda viðhafði Helgi þau orð að lokinni skákinni i gær, að peðin hefðu verið einskis nýt. „Þetta er drasl” sagði hann. Ahorfendur voru fjölmargir i fyrrakvöld i Skákheimilinu við Grensásveg, en i gær er bið- skákin vartefld, voru fáir mætt- ir. Þegar jafntefli hafði verið samið óskuðu menn hinum unga skákmeistara til hamingju, en siðan fóru kapparnir tveir yfir skákina. — Já, ég gat alveg sofið i nótt, sagði Jón L. við blm. Timans, — við Asgeir „stúderuðum” ekki biðskákina nema i tvo klukku- tima. Asgeir bróðir Jóns hlaut 3ja sætið i landsliðsflokki, hlaut 8 vinninga, en röð efstu manna var annars þessi: 1. Jón L. Arnason 9 vinningar 2. Helgi Ólafsson 8,5vinningar 3. ÁsgeirÞ. Arnason 8vinningar 4. MargeirPétursson 7vinning- ar Allt eru þetta ungir skák- menn, sem skipa nú landslið Is- lands i skák, tveir sextán ára, Jón og Margeir, og hinir tveir um tvitugt. Hér fer á eftir skák Helga og Jóns: Hvitt: Helgi Ólafsson Svart: Jón L. Arnason Sikileyjarvörn 1. e4 C5 2.RÍ3 Rc6 3.d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8. Ra3 b5 9. Bxf6 gxf6 10. Rd5 f5 11. exf5 Bxf5 12. c3 Be6 13. Rc2 Bg7 14. Rce3 Re7 15. g4 Rxd5 16. Rxd5 0-0 17. h4 Hc8 18. Bg2 Hc5 19. Be4 f5 20. gxf5 Bxf5 21.Bxf5 Hxf5 22. Dg4 Hf7 23. 0-0-0 Dc8 24. f3 Hc4 25. Dxc8 + Hxc8 26. Hd3 Hcf8 27. Hh3 Bh6+ 28. Kc2 a5 29. Kb3 e4 30.fxe4 Hf2 31. Re3 He2 32. Rdl Bcl 33. a4 bxa4+ 34. Kxa4 Hb8 35.Kxa5 Bxb2 36. Hhe3 Hc2 37.Hxd6 Bal 38. Hg3+ Kf7 39. Hb6 Hd8 40.HÍ3+ Ke7 41.Hb7 Ke8 42. Hf2 Hxf2 43. Rxf2 Bxc3 44. Ka4 Hd2 45. Rg4 jafntefli. h5 Hort og Spasskv keppast við að leggiast í rúmið Gsal-Reykjavik — Einvigið hefur tekið á sig undarlegan blæ og það erengu likara en að kapparnir keppist við að leggjast I rúm- ið, sagði Einar S. Einarsson forseti Skáksambandsins í samtali við Timann i gær. — Um leiðog Spassky var tilkynnt um það, að Hort væri veikur og gæti ekki mætt til næstu skákar, fékk hann sting i sig og var læknir sóttur, sem skrifaði vottorð þess efnis, að sjúklingnum væri óráðlegt að tefla. Fóstbræður frumflytja nýtt íslenzkt verk gébé Reykjavik — Karlakór- inn FÓSTBRÆÐUR heldur samsöngva fyrir styrktarfé- laga sfna f Austurbæjarbfói dagana 20., 21., 22., og 23. aprfl n.k. Að venju er söngskrá Fóstbræðra mjög fjölbreyti- leg, m.a. rússnesk og finnsk lög, en sem kunnugt er fóru Fóstbræöur f söngleikaför til Sovétríkjanna og Finnlands á s.l. sumri. Einnig veröa fluttir úrdrættir úr nokkrum óper- um. Auk þessa, frumflytja Fóst- bræður nýtt Islenzkt tónverk fyrir karlakór og planó eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sem hann samdi sérstaklega aö beiðni kórsins. Nefnist verkið óöur um tsland og er texti úr samnefndum ljóðabálki eftir Hannes Pétursson. Þá vilja Fóstbræöur og minnastþess, aö 30. janúar s.l. voru 100 ár liðin frá fæöingu Sigfúsar Einarssonar tón- skálds, og munu syngja nokk- ur lög eftir hann. Einsöngvarar veröa þrlr meö kórnum að þessu sinni, þau Svala Nielsen, Kristinn Hallsson og Sigurður Björns- son. Undirleik annast Lára Rafnsdóttir, en stjórnandf kórsins er Jónas Ingimundar- son.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.