Tíminn - 16.04.1977, Blaðsíða 13
E3 13
Laugardagur 16. aprll 1977
Wmmm
13
son.Persónur og leikendur:
Jan/Stefán Jónsson, pabbi
Jans?Guömundur Pálsson,
veitingamaöur?Ami
Tryggvason, skólastjdr-
inn/Bjarni Steingrimsson,
lögregluþjónn/Valdimar
Helgason, Brian/Árni Bene-
diktsson, Llsa/Svanhildur
óskarsdóttir, Tina/Hrafn-
hildur Guömundsdóttir, frk.
Jarl/Jónfna H. Jónsdóttir,
raddir og skólaböm/Eyþór
Arnalds, Iöunn Leósdóttir,
Linda Björk Hilmarsdóttir,
Guömundur Klemenzson og
Kntitur R. Magnússon.
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki . Til-
kynningar.
19.35 Ekki beinlinis Böövar
Guömundsson spjallar viö
' Lilju Hallgrlmsdóttur tön-
listarkennara og Einar
Kristjánsson rithöfund frá
Hermundarfelli um heima
og geima.
20.15 Tvær italskar fiölusónöt-
ur frá gömlum tima Nathan
Milstein leikur Sónötu i g-
moll „Djöflatrillu-sónöt-
una” eftir Giuseppe Tartini
og Sónötu I A-dúr op. 2 nr. 2
eftir Antonio Vivaldi, .
Leon Pommers leikur meö á
pianó.
20.35 1 ævinnar rás Guöjón
Friöriksson blaöamaöur
ræöir viö Guömund
Sæmundsson bólstrara i
Reykjavik.
21.00 Hljómskáiamúsik Guö-
mundur Gilsson kynnir.
21.30 „Vaidsmaöur og vand-
ræöahrútur”, smásaga eftir
Guömund G Hagalin Höf-
undur les.
.00 Fréttir
.15 Veöurfregnir Dansiög
23.55 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
Laugardagur
16. april
17.00 íþróttir (L aö hl.)
Umsjónarmaöur Bjarni Felix-
son.
18.35 Karius og Baktus.Leik-
rit eftir Thorbjörn Egner.
Leikstjóri Hélgi Sktilason.
Leikendur Borgar Garöars-
son og Sigriöur Hagalin.
Siöast á dagskrá 25. ágúst
1974.
19.00 íþróttir (L aö hl.)
Hlé
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Læknir á ferö og flugi.
Breskur gamanmynda-
flokkur. Þýöandi Stefán
Jökulsson.
20.55 Úr einu i annaö.Umsjón
armenn Berglind Asgeirs-
dóttir og Björn Vignir Sig-
urpálsson. Stjórn upptöku
Tage Ammendrup.
22.00 Fangarnir I Altona (The
Condemned of Altona)
Bandarisk blómynd frá ár-
inu 1963, byggö á samnefndu
leikriti eftir Jean-Paul
Satre. Leikritiö var sýnt I
Iönó áriö 1963. Leikstjóri
Vittorio De Sica. Aöalhlut-
verk Sophia Loren,
Maximilian Schell, Freder-
ic March og Robert Wagner.
Sagan gerist I Altona einu
úthverfi Hamborgar áriö
1961. Stóriöjuhöldur kemst
aö þvi, að krabbamein er aö
leiöa hann til dauða. Hann
hefur átt þrjti börn, Franz ,
sem lést skömmu eftir
striöslok, dótturina Leni
sem býr hjá fööur sinum, og
sonurinn Werner hefur eng—
inn samskipti átt viö fööur
sinn um langt skeiö. Nú fær
Werner boö frá fööur sinum
um aö taka að sér stjórn
fyrirtækisins. Þýöandi
Kristmann Eiösson.
23.50 Dagskrárlok.
framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan
Frú Harris fer
til Parísar ©
eftir Paul Gallico
BEA-maðurinn, sem hafði það starf að aðstoða
ferðafólkið, sem varð alveg ringlað á leiðarenda,
leit á hattinn, veskið allt of stóra skóna, líflegu,
prakkaralegu augun og vissi samstundis, hvað hún
var. — Almáttugur! sagði hann lágt við sjálfan sig.
— Hreingerningakona frá London! Hvað í ósköpun-
um er hún að gera í París? Það getur varla verið
svo mikill skortur á heimilishjálp hér.
Hann tók eftir að hún var óörugg um sig, leit á
farþegalistann og gat rétt til aftur. Hann gekk til
hennar, tók ofan og spurði: — Get ég hjálpað yður
eitthvað, frú Harris?
Líf legu götustráksaugun rannsökuðu hann gaum-
gæf ilega í leit að siðferðislegri mengun eða útlend-
um prakkaraskap. En hún varð næstum fyrir von-
brigðum, þegar hún ákvað að hann líktist ósköp
venjulegum Englendingi. Þar sem framkoma hans
var kurteisleg og vinaleg, sagði hún varkár: — Já
hérna, getur fólk líka talað góða, gamaldags ensku
hérna fyrir handan?
— Ég ætti aðgeta það, svaraði BEA-maðurinn,—
Ég er nefnilega enskur. En ég held að þú munir
uppgötva að f lestir hérna tala dálitla ensku, svo þú
getur bjargað þér. Ég sé að þú ferð heim aftur með
okkur í kvöld klukkan ellefu. Viltu fara á einhvern
ákveðinn stað núna?
Frú Harris íhugaði andartak, hvað hún gæti trúað
ókunnugum manni fyrir miklu, og svaraði svo
ákveðin: — Ég vil bara fá leigubíl, ef þér haf ið ekk-
ert á móti því. Ég hef mín tíu pund!
— Já, sagði maðurinn. — En þá er bezt fyrir þig
að skipta einhverju af þeim i franska peninga. Eitt
pund er um það bil þúsund frankar.
Við búðarborð þarna í salnum breyttust nokkrir
af grænu pundseðlunum hennar f rú Harris í þunna,
snjáða snepla með tölunni 1000 á og nokkra óhreina
hundraðfrankapeninga úr áli.
Frú Harris fylltist réttlátri gremju. — Hvað er
þetta eiginlega? sðurði hún.— Kallið þið þetta pen-
inga? Þetta er eins og að handf jalla leikfangapen-
inga!
BEA-maðurinn brosti. — Já, þeir eru það á sinn
hátt, en stjórnin hefur einkaleyfi á að búa þá til.
Frakkar hafa ennþá ekki tekið eftir þessu. En þeir
erugildir. Hann leiddi hana gegnum mannþröngina
út á gangstéttina og kom henni fyrir í leigubíl. —
Hvert á ég að biðja hann að aka þér?
Frú Harris rétti úr mjóu bakinu, þannig að hún
sat bein eins og kústskaft með rauðu rósina vísandi
beint í norður og andlitssvip eins og hertogaynja. —
Biðjið hann að aka mér að kjólaverzlun Christians
Dior, sagði hún.
BEA-maðurinn starði á hana og neitaði að trúa
sínum eigin eyrum. — Fyrirgefðu frú Harris, en
hvað var það sem þú sagðir?
— Kjólaverzlun Diors, þér heyrðuð það vel!
BEA-maðurinn hafði raunverulega heyrt það og
þó hann væri vanur öllum tegundum vandamála og
einkennilegum atvikum, gat hann einfaldlega ekki
skilið, hvaða tengsl gátu verið milli hreingerninga-
konu frá London og glæsilegustu tískuverzlunar
heimsins, svo hann hikaði enn.
Ætlarðu ekki að hafast eitthvað að? spurði frú
Harris í skipunartón. — Hvers vegna er það svona
undarlegtaðdama vilji kaupa sér kjól í París?
Skjálfandi á beinunum sagði BEA-maðurinn við
bílstjórann á frönsku: — Akið frúnni til Christian
Dior í Avenue Montáigne, og ef þér reynið að plata
út úr henni svo mikið sem sentímu, þá sé ég um, að
þér fáið aldrei starf hér aftur.
Þegar f rú Harris var farin, gekk hann inn í bygg-
inguna aftur og hristi höf uðið alla leiðina. Þetta var
það skrítnasta, sem hann hafði séð.
Meðan frú Harris sat í leigubílnum með ákafan
hjartslátt af spenningi, fór hún að hugsa til London
og bað þess í hljóði, að frú Butterfield tækist að
leysa verkefni sitt.
Listinn yf ir viðskiptavini frú Harris, sem að vísu
gat tekið skyndilegum breytingum — þar sem hún
gat fyrirvaralaust afneitað einhverjum þeirra, en
þeir aldrei henni —var yfirleitt jafnstór að vöxtum.
Fyrir suma vann hún marga tima á dag og aðra að-
eins þrisvar í viku. Hún vann tíu tima daglega, f rá
klukkan átta að morgni til sex að kvöldi og hálfan
laugardaginn fyrir sérstaklega góða viðskiptavini.
Þetta var dagskráin allar fimmtíu og tvær vikur
ársins. Þar sem ekki voru fleiri klukkustundir í
vinnudeginum, voru viðskiptavinirnir sex til átta á
dag og vinnustaðurinn fína hverfið við Eaton og
Beigrave Square. Þegar hún var á annað borð kom-
in þangað á morgnana, gekk hún milli húsa og var
fljót í förum.
Þarna var majór Wallace, piparsveinninn henn-
ar, sem hún dekraði auðvitað við auk þess sem hún
hlustaði með áhuga á sögur hans af mörgum og
margvislegum ástarævintýrum fyrri daga.
Hún kunni líka vel að meta frú Schreiber, sem
var að vísu dálítið ringluð og gift Londonfulltrúa
kvikmyndafélags í Hollywood. Hjartanleg fram-
koma hennar og gjaf mildi, sem kom fram á marg-
an hátt, hafði sigrað hjartá frú Harris.
Þá „vitjaði" hún hjá lafði Dant, sem var gift iðn-
aðarbarón og átti íbúð í London auk óðals úti í sveit.
Myndir af lafðinni á veiðimannadansleikjum eða i
góðgerðarveizlum var alltaf öðru hverju að finna í
blöðunum, og af því að frú Harris ákaflega stolt.
Það voru fleiri, rússnesk kona af innflytjenda-
ættum, Wyszinska, sem frú Harris dáði vegna sér-
vizku hennar, ung hjón, næstelzti sonur óðals-
eiganda, sem átti dásamlega íbúð að mati frú
Harris, af því allir hlutirnir voru svo fallegir, frú
Ford Foulks, fráskilin kona, sem átti í fórum sin-
um ótakmarkað safn af slúðursögum það sem
vellrikum iðjuleysingjum gat dottið í hug að taka
sér fyrir hendur, og margir aðrir, til dæmis litla
leikkonan ungfrú Pamela Penrose, sem barðist
fyrir því að öðlast viðurkenningu á starfi sínu í
tveggja herbergjaíbúð í húsasundi.
Hjá öllu þessu fólki vann frú Harris ein. En i
neyðartilfellum gat hún leitað til vinkonu sinnar,
frú Violet Butterfield, sem líka var ekkja og hrein-
gerningakona, en var andstæða frú Harris að þvi
leyti að henni hætti til að líta hlutina of dökkum
augum, hvenær sem minnsta tækifæri gafst.
Frú Butterf ield, sem var álíka stór og stæðileg og
„Nti ætla ég aö koma Wilson á
óvart þegar hann heldur aö hann
sé búinn aö loka öllu vandlega.”
DENNI
DÆMALAUSI