Tíminn - 30.04.1977, Side 6

Tíminn - 30.04.1977, Side 6
6 ui H. 1 ‘t “ Laugardagur 30. april 1977 — Ákærandinn hefur gert grein fyrir máli sinu á fljótvirkan og auðskilinn hátt! — Láttu ekki svona. Það er næst- um ekkert i kössunum. Fyrir átján árum stóð von- glöð og falleg brúður og beið brúðguma sins i kirkjunni. Brúðguminn lét ekki sjá sig, og vonsvikin mátti brúðurin snúa ein heim. Ekki var það þó svo, að brúðguminn væri \ kominn i tygi við annan kvenmann, eða slitöllu sam- bandi við unnustu sina. Hann varð einfaldlega skyndilega altekinn ferðafýsn, og i stað þess að mæta i kirkjunni var hann lagður af stað i heims- ferð á reiðhjóli. Sú ferð hefur sem sagt staðið i 18 ár, en nú er hann aítur kominn til sins heima og vill taka upp þráð- inn að nýju með hinni tryggu unnustu sinni, sem hefur beöið hans öll þessi ár. Hann hefur verið duglegur að skrifa henni og hún hefur þvi fylgzt með ferðum hans. Ferðalangurinn, Walter Stolle, fæddur i Tékkó- slóvakiu, fór um 160 lönd, alls 400.000 milur. Hann sleit upp sex reiðhjólum á ferða- laginu, og öðrum fimm var stolið frá honum, og hann heídur þvifram, að hann haf i 1.000 sinnum þurft að gera við sprungin dekk. 231 sinni var hann rændur, og sjö sinnum var ráðizt á hann. Leið hans lá yfir eyðimerkur og snævi þakin fjöll, allt frá noðurheimskautsbaug að ströndum Suðurheimskauts- landsins. En i mestri lifs- hættu lenti hann i Suður- Ameriku, þarsem hann gekk á fjöru úti eyju skammt und- anlandiog' sig ekkiá.hversu örsnöggt féll að þar. Minnstu munaði, að hann drukknaði i aðfallinu, og þurfti að bjarga honum á báti. Þetta voru sem sagt hinar mestu svaðil- farir, og þykist hann nú vera vel undir hjónaband búinn. Unnustan trygga, Maria Tafaner, spönsk að ættum, var 25 ára að aldri, grönn og falleg, þegar Walter yfirgaf hana. Nú er hún orðin feit- lagin og farin að hærast, en þau eru að hugsa um að freista gæfunnar og halda áfram þar sem frá var horf- ið. Á myndunum sjáum við Mariu Tafani, 25ára gamla i giftingarhug, og þau skötu- hjúin við endurfundina 18 ár- um siðar. Móðir Barnhards læknis fékk að deyja í friði Barnhard Christian prófess- or, hinn frægi suður-afriski hjartaskurðlæknir, sagði ný- lega frá þvi, að 6 vikum áður hefðu Barnhard og bróðir hans tekið þá erfiðu ákvörð- un að leyfa móður þeirra að deyja — án þess að læknar hennar i Cape Town gerðu tilraun til að framlengja lif hennar. Móðirin var 92ja ára og hafði fengiö slag fyrir 10 árum. Hún átti erfitt með að nærast og gat orðið ekki kyngt skörrimu áður en hún dó. Læknarnir i Cape Town hefðu getað lengt lif hennar eitthvað, en bræð- urnir Barnhard og Marius leyfðu þeim að láta hana deyja i friði án frekari læknisaðgerða. Marius, bróðir Barnhards, er einnig hjartalæknir og hefur fram- kvæmt fjöldan allan af hjartauppskurðum. Þeir hafa löngum verið ósam- mála um framlengingu lifs þeirra, sem haldnir eru ó- læknandi sjúkdómúm. Mari- us segir: — Þó að liknar- dauði sé almennt ekki viður- kenndur að lögum, er hann þó framkvæmdur um ailan heim með aðgerðarleysi. Lyf eiga að vera til að lina þján- ingar, það er ekki rétt að nota þau til að lengja þján- ingartimabilið. Mikið þvaður hefur verið ritað um að framlengja ævi manns upp i 200 ár. Nær lagi væri að tala um 50ár. A þeimaldri fer slit á liffærum og æðakerfi að segja til sin, þvi verður ekki snúið við né það látið nema staðar. Ég veit um sjálfan mig. Ég er 55 ára gamall og mérerfarið að hverfa minni. En Venusarbúarnir skjóta örvum með sprengiefni i broddinum i gin ^ hákrlanna! DeRoot sendir þjálfaða manna- veiðara á vettfang! Blóð-hákarlar! Hann eltir 1-« w okkur eins || og skepnur! 3.1 / r • —<mR Features Synðicate. inc.. 1976. World riRhts reserved.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.