Tíminn - 30.04.1977, Qupperneq 7
Laugardagur 30. aprll 1977
7
Hamingjan höndluð
í annarri tilraun
Eftirlætishjón kvikmyndaunnenda eru án efa Natalie Wood og
Robert Wagner, enda eruþau hamingjusamt og fallegt par. Ékki
hefur hjónabandsbrautin verið bein og greið, þvl að þau eru
hvort um sig þrigift, — þar af tvisvar hvort öðru. Natalie Wood,
sem var fræg barnastjarna, sá Robert fyrst, þegar hún var 10
ára gömul.en hann 18, og sagði þá að bragði við móður slna: —
Égætla að giftast honum! Ekki varð úr giftingu þá strax, en þeg-
ar hún náði 18 ára aldri, tvinónuðu þau ekki lengur, heldur var
brúðkaup haldið með pomp og prakt og öllum þeim auglýsinga-
glaumi, sem fylgir kvikmyndastjörnum. Hjónabandið entist I
sex ár i stöðugu augliti almennings, sem fylgdist vel með hverju
fótmáli þessara dýrlinga sinna. En þá „sprungu þau á limminu”
og skildu. 1 kjölfarið fylgdi margra ára sálgreining fyrir þau
bæði, og bæði fundu þau sér aðra Hfsförunauta. t þeim hjóna-
böndum eignuðust þau eitt barn hvort. En hvort heldur örlögin
vildu hafa það svo, eða það var bara tilviljun, lágu leiðir þeirra
saman á ný upp úr 1970, og þá kom 1 Ijós, að enn lifði I gömlum
glæðum. Bæði fengu skilnað frá þáverandi mökum sinum og
gengu á ný I hjónaband saman. Það gerðist fyrir fjórum árum,
og eiga þau nú eina dóttur saman, sem nú er tveggja ára,
Courtney að nafni. Virðast þau bæði vera ákaflega hamingju-
söm, bæði I einkalifi ogeinsl starfi, en bæði njóta þau velgengni I
skemmtanaiðnaðinum. Á meðfylgjandi myndum má sjá myndir
frá fyrra brúðkaupi þeirra, árið 1957, og hjónin, eins og þau Ilta
út nú, 38 ára og 46ára gömul, ásamt Courtney og dóttur Natalie
af hjónabandi (nr. 2).
y ekki að gabba'
^ hann,
hann er ^
snjallari y)
okkur! v
^ Svalur, þessi /
tilraun þin að gabba'
Rusty um borð i (
^bátnum mistókst^
I hrapalega! k
Bezta tilraunin var
þegar við buðum
honum í
rækjuveizluna.
Tíma-
spurningin
Kaupir þú happdrættis-
skuldabréf hjá rikinu?
Steinunn Gunnarsdóttir,
húsmóðir:
Já, börnin mín fjögur hafa gert
þaö.
Eyrún Kristinsdóttir, útivinnandi
húsmóðir:
Nei, það hef ég aldrei gert.
Sigrún Einarsdóttir, skrifstofu-
stúlka:
Nei. Mér hefir reyndar dottið þaö
I hug, en aldrei gert þaö.
Ingólfur Hjartarson, lögfræðing-
ur:
Ekki I ár, en ég hef gert það áður
og þá fyrir börnin.
Unnar Már, trésmiöur:
Já, já. Ég á tvö. Ég keypti lfka
fyrstu bréfin.