Tíminn - 30.04.1977, Side 9

Tíminn - 30.04.1977, Side 9
Laugardagur 30. april 1977 9 tltgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson iábm.) og Jón Helgason. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur I Aðalstræti 7, sími 26500 — afgreiösluslmi 12323 — auglýsingasimi 19523.VeröIlausasölu kr. 60.00. Askriftar- gjald kr. 1.100.00 á mánuði. Blaöaprenth.f. Er ástæða til ótta? Viss blöð eru farin að sjá ofsjónum yfir þvi, að tekizt hefur með stofnun Byggðasjóðs og öðrum ráðstöfunum, sem hafnar voru i stjórnartið Ólafs Jóhannessonar og haldið hefur verið áfram siðan, að halda meira jafnvægi i byggð landsins en verið hafði um skeið. í nýrri ársskýrslu Framkvæmdastofnunar rikis- ins er að finna nokkrar upplýsingar um þetta. Árið 1960 bjuggu 55.5%allra landsmanna i Reykjavik og Reykjaneskjördæmi. Árið 1971 voru ibúar þar orðn- ir 58.9% allra landsmanna og komust árið 1972 upp i 59.3%, og árin 1974 og 1975 upp i 59.4. Á siðastl. ári lækkaði þessi tala aðeins aftur, eða niður i 59.2%. Þrátt fyrir þessa lækkun, er ibúatalan0.3% hærri en 1971, þegar miðað er við tölu allra landsmanna. í hinum einstöku landshlutum hefur þróunin orðið þessi: Á Vesturlandi bjuggu 6.9% allra landsmanna árið 1960, en voru komnir niður i 6.4% árið 1971 og hefur það hlutfall haldizt siðan. Hér hefur þvi tekizt að halda óbreyttu hlutfalli, en ekki meira. Á Vest- fjörðum bjuggu 1960 5.9% allra landsmanna, en 1971 var þetta hlutfall komið niður i 4.8%, en er nú 4.6%. Hér hefur ekki tekizt að halda óbreyttu hlutfalli. Á Norðurlandi bjuggu 16.9% allra landsmanna árið 1960, en 1971 var þessi tala komin niður i 15.6%, lækkaði i 15,5% árin 1974 ög 1975, en komst aftur i 15.6% á siðastl. ári. Á Austurlandi bjuggu 1960 5.9% allra landsmanna, en 1971 var þessi tala komin nið- ur i5.4%, envar á siðastl. ári komin upp i 5.6%. Hér hefur þvi litillega tekizt að snúa vörn i sókn. Loks er svo Suðurland. Þar bjuggu 9% allra landsmanna 1960, en 1971 er sú tala komin niður i 8.8%, en var á siðastl. ári 8.6%.Hér hefur ekki tekizt að halda óbreyttu hlutfalli, en sennilega hefði það tekizt, ef ekki hefði komið til fólksfækkunin i Vestmannaeyj- um. Þar er nú 750 manns færra en áður en gosið hófst. Framangreindar tölur sýna, að á árunum 1971- 1976 hefur ekki tekizt meira en að halda i horfinu hvað snertir búsetu landsmanna. Það er vissulega góð breyting frá þvi, sem áður var, þegar mikil fólksfækkun varð i strjálbýlinu, en þó vissulega ekki slik breyting, að ástæða sé til að óttast hana frá sjónarmiði þeirra, sem búa i þéttbýlinu, enda hafa. þeir hagnazt á þvi á margan hátt, að dregið hefur úr óeðlilegum fólksflótta þangað. Meðaltekj ur nar . í áðurnefndri ársskýrslu Framkvæmda- stofnunarinnar er að finna fróðlegt yfirlit um þróun meðaltekna eftir landshlutum. Um það segir svo i skýrslunni: Þróun meðaltekna árið 1975 var að mestu leyti i þá átt, að landshlutarnir nálguðust landsmeðaltal- ið. Á Norðurlandi vestra hækkuðu meðaltekjur um 2% eða i 88% landsmeðaltekna. Á Vesturlandi stóðu þær i stað, eða voru 94% landsmeðaltekna. Á Austurlandihækkuðuþær úr 90% i 92% landsmeðal- tekna og á Norðurlandi eystra úr 96% i 97%. Á Suð- urlandi lækkuðu þær úr 92% i 91% landsmeðaltekna. Vestfirðir voru eini landshlutinn, þar sem meðal- tekjur urðu hærri en landsmeðaltal eða 102%, eins og var árið áður. í Reykjavik voru meðaltekjur 101% landsmeðaltekna og á Reykjanesi 108%, og hafði lækkað um eitt prósentustig á báðumstöðum. Þrátt fyrir það eru meðaltekjurnar til jafnaðar lægri i öðrum landshlutum, nema Vestfjörðum. Er ástæða til að sjá ofsjónum yfir þessu? Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Evans tekur við af Jack Jones • • Orðugir launasamningar í Bretlandi VIÐRÆÐUR fara nú fram milli brezku ríkisstjórnarinn- ar og verkalýðssamtakanna um framlengingu á eins konar efnahagslegu samkomulagi, sem komst á fyrir tveimur ár- um og gilti þá til eins árs, en var svo framlengt I fyrra til eins árs, og rennur þaö sam- komulag út I sumar. Nú er veriö aö ræöa um, aö þetta samkomulag veröi aftur framlengt I eitt ár. Þaö hefur veriö aðalefni þessa sam- komulags, aö verkalýöshreyf- ingin setti eins konar hámark á kauphækkanir gegn þvl aö rlkisstjórnin gerði ráöstafanir gegn veröhækkunum og ynni að ýmsum kjarabótum á ann- an hátt, án kauphækkana. Verkalýðshreyfingin féllst á þetta, m.a. I trausti þess, aö þetta gæti oröiö til aö draga úr atvinnuleysinu. Þvl miöur hefur þaö ekki tekizt, heldur hefur atvinnuleysiö haldizt og jafnvel frekar aukizt. Þetta hefur og ekki nægt til aö draga úr verðbólgunni, heldur hefur hún orðið mun meiri en ráö var gert fyrir. Veröhækkanir hafa yfirleitt oröiö meiri en kauphækkanir á þessu tíma- bili og lífskjörin því versnaö. bannig er nú um 17% verö- bólga I Bretlandi, en ætti ekki að vera nema um 10%, ef á- ætlanir, sem geröar voru I fyrra, heföu staðizt. Nú stefnir verðlagsmálaráöherrann, sem er Roy Hattersley og ts- lendingar kannast viö úr þorskastriöinu, aö þvl, aö veröbólgan veröi komin niöur I 13% um áramótin næstu. ÞETTA getur þó þvi aöeins oröiö, aö verkalýössamtökin fallist á endurnýjun áöur- nefnds samkomulags. Þar eru nú öllu fleiri ljón á veginum en áöur, og þaö þó mest, aö lífs- kjörin hafa versnaö síðan samkomulagið komst á fyrir tæpum tveimur árum, eins og áöur er rakið. Þvi er þaö vax- andi krafa hjá óbreyttum fé- lagsmönnum I verkalýös- hreyfingunni, að ekki veröi samiö um neinar hömlur á kauphækkanir, og róa komm- únistar og svonefndir Trotsky- istar þar undir. Verkalýðsleiö- togarnir hafa þó ekki hafnað þessu I viöræöum sinum viö rlkisstjórnina, en krefjast mun róttækari ráöstafana af hálfu hennar en áöur, bæöi til aö draga úr verðbólgunni og atvinnuleysinu. Augljóst er því, að þessir samningar veröa nú stórum erfiöari en áöur. Ef samkomulag næst, mun þaö sennilega veröa mest óbeint að þakka Margaret Thatcher, þvl aö hún flytur nú svo mikinn Ihaldsboöskap, aö verkalýösforustan mun gera sitt til aö koma I veg fyrir kosningar, sem myndu senni- lega tryggja Ihaldsflokknum meirihluta á þingi. Þaö mun svo ekki greiöa fyrir samkomulagi, aö sá verkalýösleiötoginn, sem hef- ur verið áhrifamestur I Bret- landi slöasta áratuginn og mestan þátt átti I því, aö sam- komulag náöist 1975 og 1976, Jack Jones, mun draga sig I hlé á næsta ári fyrir aldurs sakir. Hann er forustumaður I langstærsta og öflugasta verkalýössambandinu, Sam- bandi flutningaverkamanna og óbreyttra verkamanna, TGWU. Leiðtogi þessara sam- taka hefur oftast veriö áhrifa- mestur leiötoga verkalýös- hreyfingarinnar, og má I þvl sambandi minna á ýms þekkt nöfn, eins og Bevin, sem varö utanrlkisráöherra I stjórn Moss Evans og Jack Jones Attlees, og Frank Cousins, sem varð vlsindamálaráö- herra I fyrstu stjórn Wilsons, Þó hefur Jones sennilega verið áhrifamestur þeirra og tvl- mælalaust hefur hann boriö höfuö og heröar yfir brezka verkalýðsleiðtoga undanfar- inn áratug. Hann hefur þótt róttækur í skoöunum. Hann var fremstur í flokki þeirra, sem beittu sér gegn aðildinni aö Efnahagsbandalaginu, en mesta athygli hefur þó senni- lega barátta hans fyrir svo- nefndu atvinnulýðræði vakiö. Hann gekk til liös viö rlkis- stjórn Verkamannaflokksins fyrir tveimur árum og átti mestan þátt I þvi aö koma á áðurnefndu samkomulagi. Þaö gerði hann m.a. I þeirri von, aö hann væri aö tryggja framgang tillagna sinna um atvinnulýðræöi, enda haföi ríkisstjórnin I undirbúningi frumvarpum þaöefni. Fullséö er nú, að þaö muni ekki komast fram á þessu kjörtimabili sök- um ósigra Verkamanna- flokksins I aukakosningunum. Samt mun Jones vilja styðja stjórnina áfram, þvi aö hann vill afstýra valdatöku That- chers, en nú er staöa hans ekki jafn traust og áöur. Bæöi er þaö, að samkomulagiö hefur valdið vonbrigöum, og maöur, sem er á förum eins og Jones, hefur ekki jafn trausta stööu og áöur. FYRIR skömmu er lokiö kosningu á eftirmanni Jones og væntanlegum formanni TGWU, þótt formannaskiptin veröi ekki fyrr en á næsta ári. Eftirmaður hans var kjörinn Walesmaöurinn Moss Evans, sem er 51 árs aö aldri og nær kjörtfmabil hans þangað til hann kemst á eftirlaunaaldur eftir 14 ár. Evans hefur starf- að á vegum samtakanna síöan 1951, og unniö sér þar mikiö traust og álit. Hann er sagöur léttari I skapi en Jones og hefur sinnt meira faglegu hliö- inni en hinni pólitísku. Þó er hann talinn til vinstri I Verka- mannaflokknum, en ekki eins langt til vinstri og Jones var talinn um skeið. Evans hefur þótt laginn og stjórnsamur og þykir margt benda til, aö hann verði meöal mestu áhrifa- manna Breta næstu árin. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.