Tíminn - 30.04.1977, Page 15
Laugardagur 30. april 1977
15
Hjónin á Barkarstöðum
María Sigurðardóttir
Sigurður Tómasson
Maria Sigurðardóttir,
20.9. 1909-20.4.1977, Og
Sigurður Tómasson,
19.12. 1897-20.4. 1977.
Hjónin á Barkarstööum, María
Sigurðardóttir og SigurBur
Tómasson, sem létust af slysför-
um að kvöldi dags hinn 20. aprQ
veröa i dag kvödd hinztu kveðju
frá kirkju sinni á Hliðarenda i
Fljótshllö. Þessi mætu hjón hafa
um svo langan aldur gert garöinn
frægan og veriö svo snar þáttur I
samfélagi slnu, að viö sem eftir
stöndum hérna megin móöunnar
miklu, eigum erfitt meö aö sætta
okkur viö að þau séu ekki lengur á
meðal okkar. En við stóran er að
deila og þvi drúpum við höföi á
kveðjustund I auðmýkt, virðingu
og þökk.
Þau Marla og Siguröur voru
ættuö sitt úr hvorum lands-
fjórðungi en þau áttu það sam-
eiginlegt að bæði voru þau fædd
og upp alin I einhverjumfegurstu
byggðum lands okkar. Hún I
Helgafellssveit, þar sem sólin
stafar geislum á eyjar og fjöll viö
bláan Breiöafjörð, en hann I
FljótshlIB, þar sem sagan frá
gullöld ómar I eyrum og silfur-
blár Eyjafjallatindur er það
fyrsta, sem augað nemur. Þau
komu sitt úr hvorri áttinni, en
mættust á fögrum degi og urðu
samferöa upp frá þvl I ást og
tryggð og gagnkvæmri virðingu.
Samfylgd þeirra varö bæði löng
og gæfurlk. Vitaskuld eru ekki
allir dagar jafnbjartir I erfiði og
erli líðandi stundar. Vera má að
stundum hafi syrt að með éljum á
lifsleið þessara hjóna. En sól-
skinsdagarnir á ferö þeirra urðu
svo óendanlega miklu fleiri en
hinir, aö fyrir okkur, sem átt-
umþviláni aðfagna að vera á leið
ekki langtundan, virtist llfsganga
þeirra líkust löngum, björtum og
heiðrlkum morgni.
Maria Sigurðardóttir fæddist
20. sept. 1909 á Kársstööum I
Helgafellssveit á Snæfellsnesi,
dóttir hjónanna Ingibjargar
Daðadóttur og Sigurðar Magnús-
sonar, fyrrverandi hreppstjóra I
Stykkishólmi.
Sigurður Tómasson fæddist 19.
des. 1897 á Barkarstööum I
Fljótshlið I Rangárþingi sonur
hjónanna Margrétar Arnadóttur
frá Reynifelli og Tómasar
Sigurðssonar hreppstjóra á
Barkarstöðum Bæði hjónin ólust
upp I föðurhúsum á annáluðum
myndar- og menningarheimilum,
vöndustsnemma öllum algengum
störfum og fóru I skóla, hún I
kvennaskóla og hann i búnaöar-
skóla. Þau gengu I hjónaband 1.
des. 1935 og tóku frá sama degi
viö jörö og búi á Barkarstöðum,
þar sem þau síðan bjuggu með
rausn og sóma upp frá þvl. Þeim
Maríu og Sigurði varö sjö barna
auðið. Tvær dætur þeirra
önduðust I frumbernsku, en þau
sem lifðu og eru nú öll fulltíða og
mesta manndómsfólk eru: Tóm-
as Börkur, vegatæknifræðingur,
kvæntur Eddu Emilsdóttur og
eiga þau þrjú börnÞau eru búsett I
Sviþjóö. Daði, ráðsmaður á
Barkarstöðum, ókvæntur.
Margrét, skrifstofumær I Reykja-
vik, gift Einari Einarssyni, vél-
fræðingi. Inga Sigrún starfaöi
lengi sem flugfreyja, gift Jan
Sandberg og eru þau búsett I Svl-
þjóð. Þau eiga eina dóttur. Helga,
skrifstofumær á Hvolsvelli, gift
Rúnari ólafssyni og búa þau á
Torfastöðum I Fljótshllö.
Þau María og Sigurður bjuggu
búi sínu á Barkarstöðum i nær-
fellt 42 ár. Heimiliö var annálaö
fyrir myndarskap og snyrti-
mennsku úti sem inni svo að öll-
um þótti aðdáunarvert. Þar var
ekkert kynslóðabil I umhirðu og
umgengni og gamalt og nýtt flétt-
að saman I órofa listræna heild,
svoaðeinstakt má teljast. Jafnan
var Barkarstaðaheimilið stórt og
mannmargt, gestkvæmt og glaö-
vært. Rikti þvlllkur andblær
gleði, góðvildar og menningar
umhverfis húsráðendur, að öllum
þótti gott til þeirra að koma og
með þeim að dveljast. María tók
mjög þátt I félagsstarfi kvenna og
var lengi formaður kvenfélagi
Fljótshllöar. Hún var ljúf kona,
hugkvæm og listræn með af-
brigöum. En þótt hún starfaöi
nokkuð að félagsmálum, þá vann
hún þó jafnan heimili slnu niest
og þvl helgaði hún krafta slná af
einstökum myndarskap og fórn-
fýsi I stóru sem smáu.
Sigurður var góður og gildur
bóndiog verkmaðurágætur. Naut
hann sín jafnan vel viö bústörf,
enda átti jörðin, íslenzk mold,
sterk Itök I huga hans. En það fór
svo aö tlmi hans til aö yrkja
landið heima varð oft naumur,
þar sem hann sakir hæfileika
sinna og almannatrausts var
brátt kjörinn til forystu meöal
sveitunga sinna og sýslubúa I
margvíslegu opinberu lífi.
Siguröur var drengur góður I
orösins fyllstu merkingu, vaskur
og ódeigur félagshyggjumaður
sem ótrauður fylgdi hverju þvl
máli sem hann vissi sannast og
réttast. Hann starfaöi lengi að
ungmennafélagsmálum I heima-
byggö sinni. 1 hreppsnefnd Fljóts-
hliðarhrepps sat hann frá 1934 til
1974 eöa I samfleytt 40 ár, þar af
oddviti tvo slðari áratugina.
1 sýslunefnd Rangárvallasýsiu
sat hann frá 1946 til æviloka og I
stjórn Vatnafélags Rangæinga
var hann I áratugi og formaöur
lengi hin siöari ár. Gangnaforingi
á Fljótshlíðarafrétti var hann I
þrjá áratugi, enda alkunnur
feröagarpur. Þá átti hann lengi
sa^ti I stjórn Sláturfélags Suður-
lands, stjórn Meitilsins h/f I Þor-
lákshöfn og gegndi margvlsleg-
um trúnaðarstörfum I búnaöar-
samtökum, samvinnuhreyfingu
og mörgum öörum félögum og
nefndum. Af opinberum störfum
mun honum hafa verið hugleikn-
ast að vinna fyrir Vatnafélag
Rangæinga en sá félagsskapur
átti drýgstan þátt i aö bjarga
byggðum Rangárþings frá
skemmdum og eyðileggingu af
völdum vatnaágangs. Þá fór það
ekki milli mála að hann naut þess
að leggja fram starfskrafta slna
fyrir málstaö bindindis og reglu-
semi. Kom það glöggt fram I
orðum hans og athöfnum á vegum
félags áfengisvarnanefnda I
Rangárvallasýslu, sem hann var
lengi formaður fyrir.
Það var öllum ljóst sem til
þekktu að hvar sem Sigurður
lagði hönd að verki, að þar var
enginn meöalmaður á ferð og
heill hugur fylgdi jafnan máli.
Hann vaf afreksmaður og ein-
staklega vel til forystu fall-
inn.Hann gegndi lika kalli sam-
ferðamanna sinna og þurfti þess
vegna mörgu að sinna utan
heimilis. En þrátt fyrir það bjó
hann jafnan vel, þvi aö konan
hans góða, Maria húsfreyja á
Barkarstöðum, stýröi búi af
dugnaði og öryggi I margri fjar-
veru bónda slns svo að vel var
fyrir öllu séð. Þá dvaldist Árni,
bróðir Sigurðar jafnan á Barkar-
stöðum og hefur unnið þvi heimili
giftudrjúgt starf um langa ævi.
Einnig hefur ólafur Steinsson frá
Bjargarkoti, sem ungur kom á
heimilið, dvalizt þar siðan og
starfað meðan heilsa entist. Er
það áreiðanlega að vilja hjónanna
á Barkarstöðum að þessara
tveggja manna sé sérstaklega
getið nú þegar leiðir skiljast.
Einnig skal getið Daða, sonar
þeirra, er verið hefur aðalmaður
við bústörfin hin siðari ár.
Það var að kvöldi siöasta
vetrardags, sem þau Marla og
Siguröur voru kölluð brott af
þessum heimi. Við hið sviplega
fráfall þeirra fyllumst viö, sem
þekktum þau og vorum vinir
þeirra, sárum trega og ;söknuði.
En við gerum okkur ljóst að nótt-
in er stutt, þegar þessi árstími er
kominn og að brátt birtist á ný.
Við vitum aö þegar sól hnlgur á
síöasta vetrardag er aöeins ör-
skammur timi þar til hún rls að
morgni sumardagsins fyrsta. Og
við trúum þvl, að I ljóma þeirrar
sólar munu þau hjónin á Barkar-
stööum halda samfylgd sinni
áfram i ást og tryggð á eillfðar-
vegum.
AB leiðarlokum vil ég fyrir
mína hönd og fjölskyldu minnar
færa þeim Marlu og Siguröi á
Barkarstöðum innilegar þakkir
fyrir dýrmæt kynni og staöfasta
vináttu um áratuga skeið. Veit ég
aö margir taka undir þau þakkar-
orð og gera að slnum. Við vottum
börnum þeirra og tengdabörnum,
öldruðum foreldrum Mariu,
systkinum þeirra og öðrum ást-
vinum dýpstu samúð og biðjum
góöan guð að styrkja þau á stund
sorgarinnar.
Blessuö sé minning hjónanna
Marlu Sigurðardóttur og Sigurðar
Tómassonar. •
Jón R. Hjálmarsson
t
Lltil minning um siðustu sam-
fundi.-
„Aldrei er svo bjart yfir
öðlingsmanni,
að ekki geti syrt eins sviplega
ognú.
Og aldrei er svo svart yfir
sorgarranni,
að ekki geti birt yfir eillfa
trú”.
Þessi fleygu orö Matthlasar
Jochumssonar, er hann orti eftir
fjarskyldan ættingja minn, komu
mér fyrst I hug, er mér barst
fregnin um hið sviplega fráfall
vina minna, hjónanna á Barkar-
stöðum. Svo mun fleirum hafa
farið. Ég er nú orðinn hálfniræður
og hefi þvl heyrt marga helfregn,
en varla nokkra svo voveiflega
sem þessa. Sama má segja um
mitt heimilisfólk — unga og
aldna. Við vorum aö fagna sum-
ardeginum fyrsta, þegar hel-
fregnin barst. Þá varö löng og
djúp þögn, svo löng og djúp, aö ég
minnist ekki slíkrar, hvorki fyrr
né slðar. Hér voru tryggir vinir
horfnir, vinir, sem höfðu veriö I
mannfagnaði á heimili okkar fyr-
ir þrem dögum vegna fermingar
tvibura, dóttursona minna. Og
hér verður að geta þess, aö ekki
var um neina skyndivináttu aö
ræða, heldur um það bil aldar-
gömul vináttutengsl milli heimil-
anna á Barkarstöðum og
Stóru-Háeyrar á Eyrarbakka.
Guðmundur á Háeyri og Tómas á
Barkarstöðum byrjuðu búskap
sinn á síðasta fjórðungi 19. aldar.
Þeir voru aldavinir til hinztu
stundar. Barkarstaðafólkið gisti
alltaf á Háeyri, meöan Guðmund-
ur bjó, og börn og unglingar, af-
komendur Háeyrarhjóna, dvöld-
ust oft sumarlangt a Barkarstöö-
um og voru þar velkomnir gestir
allt fram á þennan dag. SIBustu
orðin, sem ég minnist að hafa
heyrt frá þeim hjónum sunnu-
dagskvöldið 17. april, voru þau,
að Sigriður, dóttir min og ný-
fermdu tvlburarnir ættu aö koma
austur aö Barkarstöðum nú i vor
og vera þar a.m.k. 2 nætur um
sauðburðinn. Og afi gamli, sá er
þetta ritar, var rækilega minntur
á að koma I sumar og vera nokkra
daga eins og undanfarin ár.
Þetta rifjast nú allt upp fyrir
mér, einmitt nú, þegar þessi
ágætu hjón eru horfin, og ég sé
þau aldrei framar. Og ég vil enn-
fremur rifja upp siðasta samtal
mitt við Sigurð á Barkarstöðum I
umræddu gestaboði, rétt áður en
þau héldu á brott. Mér er það
hugarléttir, og þaö lýsir Siguröi
nokkuð. En ég ætla mér ekki þá
dul að rita ævisögu Sigurðar og
þeirra hjóna. Það munu aðrir
gera og hafa þegar gert, t.d. nú
nýlega I ritinu Heima er best —
mjög vel.
En það var síðasta samtal okk-
ar Siguröar, sem ég ætlaði að
festa hér á blað. Ég geri það
sjálfs mln vegna, en hvort það
kemur nokkurn tíma fyrir al-
menningssjónir skiptir mig litlu
— eða engu. — Viö sátum saman I
legubekk rétt fyrir miðnættið um-
rættkvöld. Við hlið mér sat annar
fermingardrengurinn og hlýddi
með eftirtekt á samtal okkar
karlanna.
Ég hóf samtaliö með þvi aö
þakka Sigurði fyrir alla vinsemd
og virðingu, sem hann heföi jafn-
an sýnt minningu tengdaföður
mlns, Guömundar á Háeyri og
þeirra hjóna beggja. Guðmundur
var stórbrotinn maður og stund-
um umdeildur, en ég hefi engan
mann þekkt, sem hefir minnzt
hans með jafnmikilli viröingu og
ást og Sigurður á Barkarstööum.
— Hér skal þess getiö, aö I fyrra
geröi Siguröur þaö fyrir min orö
að lesa inn á segulband Háeyrar-
drápuna, ljóð Gests (Guðmundar
Björnssnar landlæknis) um Guð-
mund á Háeyri. Jafnframt lét
Siguröur fylgja nokkurn formála
um Guömund, helztu æviatriði og
mjög snjalla mannlýsingu. — Nú
er þessi upptaka ennþá dýrmæt-
ari minning um þá báða en
nokkru sinni fyrr.
Siguröur svaraði þakkarorðum
minum á þá lund, að það væri nú
ekki þakkarvert, þótt hann talaöi
velum Guðmund á Háeyri. Þetta
heföi verið mesti höfðingi og sér
alltaf svo góður og þau hjón bæði,
að sér hefði alltaf fundizt hann
vera kominn i foreldrahús, þegar
hann kom að Háeyri. Þar hefði
hann verið gestur árum saman,
bæöi I kaupstaðaferðum og eins
þegar hann beið byrjar að komast
I veriö til Herdisarvlkur eöa Þor-
lákshafnar. Sú dvöl var oft marg-
ir dagar. Og þessi minning gaf
honum ástæöu til þess að segja
okkur frá fyrstu vertiöarferð
sinni og hvað kuldalegt það hefði
verið fyrir 17 ára ungiing frá
stóru og góðu heimili að setjast að
I búðarhreysunum eins og þau
voru þá i verstöðvum hér syöra.
Veggir byggðir úr torfi og grjóti,
þakið hriplekt og grjótbálkar
meðfram veggjum i stað rúma,
en þómeBfjölum sem rúmstokka.
Og mosa þurfti að reyta til þess
að leggja á steinbálkana I staö
undirsængur, en yfirsængin var
eitt brekán. Matarskrinan við
höfðalagið og sjóklæöin hangandi
á rúmstólpunum — engin upphit-
un. Tveir menn sváfu jafnan i
sama fletinu. Eina bótin var, ef
vel var látið i nestisskrinuna:
hangikjöt, kæfa, smjör og tólg.
Mjög rausnarlegt þótti, ef tveir
sauðir voru soðnir niöur, annar i
kæfu og hinn reyktur.
Sigurður sagði frá þessu og
fleiru með alvöru og festu. Mér
fannst hann ekki jafn léttur I máli
og fyrr, en eins og allir kunnugir
vita var hann einn hinn bezti
sögumaður, sem um getur, bæði
fjörugur og fyndinn. Þegar hann
hafði lýst lifinu I verbúöinni nokk-
uð, hvarf hugur hans aö nútlman-
um og þeim geysilega mun, sem
nú væri orðinn á framtíöarhorf-
um æskumanna frá því á æsku-
dögum okkar. Nú gætu þeir valiö
um fjölda leiða, sem lægju til
manndóms og þroska. Þar væri
aöeins einn Þrándur i Götu, sem
unglingar yrðu aö varast: —
brennivinið. Tækist það, mundi
þeim vel farnast.
Mér þótti vænt um þessi um-
mæli hins hreinskilna og djarf-
mælta bændahöföingja. Hann var
alla tiö sannur málsvari bindind-
is. Á þvl sviði höfðum viö verið
samherjar, bæöi sem ungmenna-
félagar og góötemplarar áratug-
um saman. — En hér lauk samtali
okkar Siguröar, hinu siðasta hér I
heimi. Þess mun ég minnast,
meöan íif endist. Þarna komu
fram þrir eðliskostir Siguröar:
Trölltrygg vinátta,ágæt frásagn-
arlist og trúmennskan gagnvart
bindindismálinu. Það er hvatning
og styrkur fyrir okkur samherja
hans, sem reynum að vinna þvi
máli gagn. Samtalinu lauk rétt
um miðnættið. Samferðafólkiö
beið I forstofunni, þar á meöal hin
ágæta eiginkona Sigurðar, Maria
Sigurðardóttir. Ég hafði tiltölu-
lega lítið getað talað viö hana
þetta kvöld, þvi margt var um
manninn. En hennar mun ég á-
vallt minnast með aðdáun og
virðingu. Allir kunnugir vita, að
hún var frið kona og fyrirmann-
leg og hin ágætasta húsfreyja,
góðum gáfum gædd og afburöa
verkmaður. En hitt vissu ekki all-
ir, aö hún var mjög listræn I eðli
sínu. Hún gat bæði teiknað og
málað og búið til fjölbreytta og
fagra hluti úr efni, sem öðrum
þótti litils virði, t.d. nylonþráðum