Tíminn - 30.04.1977, Blaðsíða 19
Laugardagur 30. april 1977
79
flokksstarfið
Viðtalstímar
alþingismanna og
borgarfulltrúa
Framsóknarflokksins
Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi, verður til viðtals laugardag-
inn 30. april að Rauðarárstig 18 kl. 10.00-12.00
AAosfellingar
Haukur Nieisson ræðir um hreppsmálin
i veitingahúsinu Aning
1. mai kl. 20.00. Fundarboðendur.
Hafnarf jörður — Fulltrúaróð
Aðalfundur Fulltrúaraðs framsúknarfélaganna i Hafnarfirði
verður haldinn að Lækjargötu 32 fimmtudaginn 5. mai 1977 kl.
20.30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin
Grindvfkingar
Arshátið Framsóknarfélags Grindavikur verður haldin i Festi
laugardaginn 30. aprii.
Hljómsveitin Alfa Beta leikur fyrir dansi. Hinn heimsfrægi
brezki dansflokkur Charade skemmtir. Gómsætt brauð fram-
reitt á miðnætti.
Skemmtunin hefstkl. 21.00. Verð aðgöngumiða kr. 2.500.00. Ald-
urstakmark 18 ár. Miða- og borðapantanir hjá Svavari Svavars-
syniHvassahrauni9, simi8211 eftir kvöldmat alla daga.
Stjórnin
Akranes
Framsóknarfélag Akraness heldur framsóknarvist i Félags-
heimilisinu að Sunnubraut 21, sunnudaginn 1. maiog hefst kl. 16.
— Göð verðlaun. Fjölmennið á þessa siðustu vist starfsársins.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Hódegisverðarfundur
SUF
Hádegisveröarfundur SUF verður haldinn að
Rauðarárstig 18 nk. mánudag kl. 12.00. Jón
Skaftason alþingismaður mætir á fundinum.
Allir ungir framsóknarmenn velkomnir.,
Stjórn SUF.
Austurríki —
Vínarborg
Vegna forfalla hafa örfá sæti losnaö i ferð okkar til Vlnarborgar
21. mai. Upplýsingari skrifstofunni Rauðarárstíg 18, sfmi 24480.
Sýningu Karls að ljúka
Sýning Karls Sæmundssonar
listmálara I Bogasalnum, hefur
nú verið opin I tæpa viku, en
siðasti sýningardagur er á sunnu-
daginn 1. maí. Karl sýnir þarna 26
oliumálverk og 10 oliu-pastel.
myndir.
Auglýsið í Tímanum
Hagnaöur hjá Slipp
stöðinni á Akureyri 1976
Nýsmíði dregst saman, en viðgerðir aukast
KS-Akureyri — Aðalfundur
Slippstöðvarinnar h/f á Akur-
eyri var haldinn laugardaginn
23. april siðastliðinn. í árs-
skýrslu stöðvarinnar sem lögð
var fram, kemur i jós að um
mikla aukningu er að ræða á
starfseminni og var veltuaukn-
ing frá fyrra ári 78,6%. Heildar-
velta nam röskiega 1 milljarð
króna. Greidd vinnulaun voru
465 milljónir á árinu og fast-
ráðnir starfsmenn voru 240.
Hagnaður af starfsemi siðast-
liðins árs varð tæplega 8
milljónir kr. og afskriftir voru
23,4 milljónir. Aðalfundur ákvað
að greiða hluthöfum 10% arð
fyrir siðastliðið ár, og er það
annað árið i röð sem arður er
greiddur.
A siðastliðnu ári afhenti
Slippstöðin fyrsta skuttogarann
sem stöðin hefur smiðað, það
var Guðmundur Jónsson GK-475
og hefur skipið reynzt i alla
staði hið bezta. Þá hefur nýlega
verið afhentur skuttogari sá er
Slippstöðin lauk við smið á fyrir
Dalvikinga, en skrokkur þess
skips var smiðaður i Noregi.
Vegna fjármögnunarerfið-
leika Fiskveiðasjóðs og
Byggðasjóðs hefur Slippstöðin
neyðst til þess að draga saman
seglin hvað varðar nýsmiðar, en
i staðinn er stefnt að auknum
viðgerðum og öðrum verkefn-
um. A árinu nam nýsmiði 36%
af starfseminni en var 51% árið
1975, en viðgerðir jukust að
sama skapi úr 41% i 57% á milli
þessara ára. önnur verkefni
voru 7% af starfseminni.
Á árinu 1976 voru tekin i slipp
til viðgerða 122 skip og var
heildarrúmlestatala þeirra
28.824 tonn. Má segja að um
fulla nýtingu dráttarbrautar-
ínnarsé að ræða frá mai til ára-
móta, þannig að óðum styttist i
það að gera þurfi ráðstafanir i
sambandi við viðgerðar-aðstöð-
una eigi hún að aukast úr þvi
marki sem nú er.
Af stærri verkefnum á árinu á
sviði viðgerða má nefna ein-
angrun og uppsetningu kæli-
kerfis i m/s Skeiðsfoss, lengingu
og yfirbyggingu á m/b Pétri
Jónssyni, og 8 ára flokkunarvið-
gerð á m/b Hólmatindi og m/b
Gullveri. Þá var byggt yfir þil-
far og fl. á m/b Lofti Baldvins-
syni og auk þess var umfangs-
mikil viðgerð á m/b Guðbjörgu
1S eftirstrand skipsins i desem-
ber.
Þá voru einnig mikil verkefni
við Kröfluvirkjun, en þau eru
talin með viðgerðum.
Um helztu nýsmiðaverkefni
sem framundan eru, er smiði
skuttogara fyrir Þórð Óskars-
son h/f á Akranesi og verður
það skip afhent i nóvember
næstkomandi, einnig er i smið-
um skuttogari fyrir Magnús
Gamalielsson i Ólafsfirði og
áætlað er að smiði hans ljúki i
október 1978.
Um starfsemina almennt á
árinu segir að hún hafi gengið
vel. Hin utanaðkomandi áhrif
voru þó mjög til þess að trufla
starfsemina, auk þess sem þau
komu illa niður á viðsemjendum
stöðvarinnar i shmbandi við
nýsmiðar.
Vegna umfangs þeirra verk-
efna sem tekin voru skapaðist
mikil yfirvinna auk þess sem
vinnuafl jókst að mun. Yfir-
vinna var 20% af heildarvinnu-
timanum á árinu og hafði
þannig tvöfaldazt frá árinu áð-
ur.
Um framtiðarhorfur Slipp-
stöðvarinnar segir i skýrslunni.
Það skal bent á, að hjá fyrirtæki
af þeirri stærð og mannafla sem
Slippstöðin h/f er orðin, eru
verkefni eitt ár fram i timann
ekki nægileg til þess að mynda
þann stöðugleika, sem nauðsyn-
legur er. Mesta áhyggjuefnið er
þó hin gifurlegu skipakaup
undanfarandi ára erlendis frá,
sem þegar eru farin að segja til
sin i verkefnaskorti hjá islenzk-
um skipasmiðastöðvum. Skipa-
kaup þessi ættu að hafa mettað
markaðinn i nokkur ár, enda
hafa reglur um innflutning
skipa verið hertar mjög.
Þó virðist sem ekkert lát sé á
innílutningnum, en mjög var-
hugaverð er sú stefna að kaupa
mikið af notuðum skipum, sem
sýnt hafa sig að henta ekki við
islenzkar aðstæður.
Að lokum segir i ársskýrsl-
unni. Skipasmiðaiðnaður getur
átt mikla framtið fyrir sér á
tslandi. Kemur þar margt til.
Stærð markaðarins er mikil,
verðlag er samkeppnisfært og
siðast en ekki sizt hafa innlend-
ar skipasmiðastöðvar nú fengið
meiri reynslu i þvi að smiða og
búa út fiskiskip sem henta
tslendingum.
Það hlýtur að koma að þvi að
lært verði af reynslunni og
endurnýjun og framtiðarupp-
bygging fiskiskipaflotans komi
meira i hlut innlendra skipa-
smiðastöðva. Með þetta i huga
verður að telja framtiðarhorfur
hjá Slippstöðinni h/f nokkuð
góðar, og á grundvelli reynslu
og f járhagsstöðu betri en oft áð-
ur.
Framkvæmdastjóri Slipp-
stöðvarinnar h/f er Gunnar
Ragnars og stjórnarformaður
Stefán Reykjalin.
Basar skagfirzkra kvenna
Kvennadeild Skagfirðingafélags-
ins i Reykjavik verður með sinn
árlega basar og veizlukaffi i
Lindarbæ sunnudaginn 1. maí nk.
kl. 2 sd.
Að venju verður þar margt
gómsætt á veizluborðinu, og
margs konar varningur og hag-
ÍSLENZKUR
HUNDUR
að 3/4 og 1/4 skoskur, 9
mánaða gamall, hvitur
að lit, sem langar að lifa
lengur, óskar eftir að
komast á gott heimili
(helzt í sveit).
Upplýsingar í síma 91-
44126.
býtir munir á basarnum.
Allur ágóðinn rennur til marg-
vislegra verkefna félagsins, sem
of langt mál yrði upp að telja, en
markmið félagsins hefur ætið
verið að vinna að góðum málum,
bæði heima i héraði og hér á
höfuðborgarsvæðinu. Félagskon-
ur heita á alla velunnara sina og
gesti þeirra að leggja leið sina i
Lindarbæ 1. mai og styrkja þar
með góð málefni
Dóms- og kirkju
málaráðuneytið
29. april 1977.
Lausar stöður
Við rannsóknarlögreglu rikisins eru lausar stöður lög-
lærðra fulltrúa, þ.á.m. aðalfulltrúa, skrifstofustjóra, yfir-
lögregluþjóns og rannsóknarlögreglumanna.
Umsóknir sendist rannsóknarlögreglustjóra ríkisins,
Hverfisgötu 113, Reykjavik.
Umsóknarfrestur er til 27. mai 1977.
I
■
SOLAÐIR HJOLBARÐAR
Eigum á lager allar stærðir jeppa- og
| fólksbifreiðahjólbarða — Sendum um land allt J||
I
I
I
OPIÐ FRA 8-19 LAUGARDAGA KL. 8-16
Hjólbarðasólun Hafnarfjarðar hf.
TRÖNUHRAUNI 2 - HAFNARFIRÐI - SlMI 52222 - PÖSTHÓLF 120
I
m