Tíminn - 24.05.1977, Qupperneq 4
4
Þriðjudagur 24. mai 1977.
(■uniiar. islundsmeislari i hárskurði, fyrir miðju ásamt „módel um" og sigurvegurum i nemaflokki. Onnur Ira hægri er Dóróthea Magnúsdóttir og lengst til vinstri
er Cluðjón Þór Guðjónsson. Þau eru bæði nemendur Gunnars Guðjónssonar.
Islandsmeistaramót
í hárskurði
og hárgreiðslu
— karlmenn í efstu sætum
meistaraflokks
KJ-Reykjavik — i fyrradag fór
fram á Seltjarnarnesi íslands-
keppni i hárskurði og hár-
greiðslu. islandsmeistari i hár-
skurði varð Gunnar Guðjónsson
sem rekur rukarastofuna
Kigaró i Iðnaðarmannahúsinu.
islandsmeistari i hárgreiðslu
kvenna varð Sigurður Kenónýs-
son, eigandi llárgreiðslustofu
Krósa i Starmýri 2. Má með
sanni segja að karlmenn séu óð-
um að hæta fyrir kvcnnaárið
margumtalaða.
I september á þessu ári fer
siðan fram i Laugardalshöll
Norðurlandameistaramót i hár-
skurði og hárgreiðslu og öðluð-
ust 5 efstu i islandskeppninni
rétt til þátttöku þar. Verður
Norðurlandameistaramótið
haldið hér i tilefni tiu ára af-
mælis Sambands hárgreiðslu-
og hárskerameistara á Islandi
Sjálfsagt verður það hörð
keppni, en þó full ástæða til að
Svipinvud frá kcppninni á sunnudag.
vera bjartsýnn fyrir hönd is-
lenzku keppendanna.
A Islandsmeistaramótinu nú
kepptu 4 karlmenn i hárgreiðslu
kvenna, og eins og fyrr segir
varð einn þeirra hlutskarpastur
i keppninni. Einnig fór nú fram
i fyrsta skipti hárskurðarkeppni
nema og urðu þar i fyrstu og
öðru sæti nemar Gunnars Guð-
jónssonar, tslandsmeistara i
hárskurði. Dóróthea Magnús-
dóttir nr. 1 og Guðjón Þór Guð-
jónsson i öðru sæti.
Hárgreiðslumeistari ’77
KJ-Reykjavik — Timinn hafði i
gær samhand við Gunnar Guð-
jónsson íslandsmeistara i hár-
skurði. Sagðist liann vera injög
ánægður með úrslitin og ekki
siztað eiga tvo sérstaklega efni-
lega nemendur, sem urðu i
fyrsta og öðru sæti i nema-
keppninni i harskurði. „Þau eru
mjög áhugasöm og efnileg bæði
tvö, og hafa sjálf unnið til þess-
ara verðlauna með mikilli vinnu
og meö því að leggja hart að
sér", sagði Gunnar Guðjónsson.
Gunnar rekur rakarastofuna
Figaró og hefur gert i rúmt ár,
en átti áöur helming i Rakara-
stofunni á Klapparstig. Figaró
er til húsa i Iðnaðarmannahús-
inu og þegar Timinn leit þar inn
i gærdag var þröng á þingi og
fréttamanni vinsamlega til-
kynnt að hann kæmist ekki að i
dag.
Gunnar Guðjónsson er búinn
að vera i hartnær 20 ár við hár-
skurðinn, en hann byrjaði að
læra 1958 hjá Hauki Óskarssvni.
Hann tók i fvrsta skipti þátt i
tslandsmeistaramótinu fvrir
tveimur árum og hafnaði þá i
fjórða sæti. Þetta árið varð
hann lslandsmeistari á saman-
lögðum stigum i skúlptúr- og
tizkuklippingu. Við óskum
Gunnari til hamingju með titil-
inn og — og nemana — og vel-
farnaðar á Norðurlandamótinu i
haust.
lslaiidsmeistarar ‘77. Gunuar Guðjónsson t.v. og Sigurður G.
Kenónýsson t.h.
Ti/.kan i dag. Svipmvndir frá keppninni. Timamyndir Gunnar.
Hárgreidslumeistari
ir sjómannsblóðið. Sigurður
keppti I sveinakeppni i hár-
greiðslu árið ’70 eöa '71, hann
mundi ekki hvort árið það var,
og varð þá i fyrsta sæti i klipp-
ingu og blástri. Framundan er
svo þátttaka i Norðurlandamót-
inu og þá er bara að standa sig.
kvenna ’77
KJ-Reykjavik — ,,Ég er eðlilega
mjög ánægður með þctta allt.
Þetta er búiö að vera mjög erf-
itt, mikill undirbúningur og
maður þurfti að leggja hart að
sér. Þetta stóö frá kl. 9 á sunnu-
dagsmorgun til kl. 0 um kvöldið
og ég var oröinn verulega
þreyttur þegar allt var afstaðiö
og nú hvili ég mig sem bezt ég
get", sagði Sigurður G.
Kenónýsson i viðtali við Timann
i gær.
Sigurður G. Benónýsson
(kallaður Brósi) rekur Hár-
greiðslustofu Brósa. Hann er
sonur Binna i Gröf, sjókemp-
unnar gömlu, en ferst hár-
greiðslan vel úr hendi þrátt fyr-