Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.06.1965, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 07.06.1965, Blaðsíða 3
£ Mántidagsblaðið Mánudagur 7. júní 1964 BlaÁ Jynr a/la Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Kemur út á mánudögum. Verð kr. 8,00 í lausasölu. Áskrifenda- gjald kr. 325,00. Sími ritstjómar: 13496 og 13975. Auglýsingasími 13496. — Prentsmiðja Þjóðviljans. FerSahandbókin í nýrrí útgáfu Ferðahandbókin, 4. útgáfa, er nýkomin í bókabúðir. Bókin er aukin mjög og endurbætt og er í henni að finna fjölda ný- mæla, enda er bókin sjálf 24 blaðsíðum stærri en í fyrra. Þá er til viðbótar að lelja 16 síðna fylgirit, þannig að alls er stækkun bókarinnar 40 síður. Bókinni fylgir einnig nýtt SHELL-vegakort, sem einmitt er að koma á markað þessa dagana. Gætir einnig margra nýjunga á vegakortinu. Ferða- handbókin, fylgiritið Gönguleið ir og hið nýja Shell-kort eru í haganlega gerðri, tveggja hólfa plastmöppu, sem ferðafólk get ur auðveldlega notað til þess að geyma ýmis fleiri gögn í. Mörg nýmæli eru í bókinni, svo sem áður getur og yrði of langt mál upp að telja, ef allt yrði rakið. Nefna má t.d. leið- arlýsingu eftir Gísla Guðmunds son, sem nefnist Leiðir um Austurland. Lýsir Gísli þar leið um allt frá Jökulsá á Fjöllum til Jökulsár á Breiðamerkur- sandi. Fyrir er í bókinni leið- arlýsing eftir sama höfund og tekur hún yfir Mýrar, Snæfells nes, Dali og Vestfirði. Fylgja þessum lýsingum sérkort af Vestur- og Austurlandi, þar sem vegir eru sýndir og erfið- ustu vegamót afmörkuð og þau jafnframt sýnd á sérkortum. Öll eru þessi sérkort ný, þeim hefur verið breytt með tilliti til fenginnar reynslu. Fylgiritið, sem nú er með bókinni, nefnist GÖNGULEIÐ- IR og er samið af Sigurjóni Rist. Fylgiritið er 16 síður og skiptist í lýsingar á gönguleið- um í öllum landshlutum. Er þar að sjálfsögðu stiklað á stóru, ferðafólki gefnar þýðing armestu leiðbeiningar varðandi val gönguleiða. Mun þeim er hyggja á göngur án efa mik- ill fengur i leiðsögn Sigurjóns. Kaflanum Bifreiðp 1' ðú á Mið- hálendinu, sem einnig er eftir Sigurjón Rist, hefur höfundur gjörbylt og endurskoðað frá rótum, sökum hinna mikiu breytinga, sem átt hafa sér stað í samgöngumálum hálend- isins, og þeirrar reynslu sem fengizt hefur í notkun þessar- ar lýsingar á undanförnum ár- um. Kaflanum fylgir nýtt Mið- hálendiskort og er það prentað í tveimur litum. Gerir litaskipt- ingin það kleift að flokka bif- reiðaslóðirnar eftir gæðum og auðveldar það notkun kortsins. Hið almenna vegakort frá SHELL, sem fylgir bókinni er nú merkt bókstöfum lárétt, en tölustöfum lóðrétt. Eru þær merkingar notaðar víða í ferða handbókinni til þess að auð- velda fólki leit á kostinu. I Ferðahandbókinni er auk þess, sem á undan er talið, að finna fjölmargar upplýsingar, sem koma fólki að gagni, hvort heldur sem það er að undirbúa ferðalag eða er á ferðalagi, enda er kjörorð útgefenda: Farið með svarið í ferðalagið. I bókinni eru t.d. aðvörunar- orð frá lögreglunni, Bifreiða- eftirlitinu og Slysavarnafélag- inu. Sýnd er hin nýja aðferð við lífgun úr dauðadái, listi er yfir sundlaugar, gömul hús, byggða- og minjasöfn, skrá yf- ir sæluhús, reglur um hrein- dýraveiðar og friðun fugla. Listi yfir alla islenzka fugla, sérstaklega ætlaður þeim sem stunda hina vinsælu íþrótt fuglathuganir. Veiðimenn finna ýmislegt við sitt hæfi, svo sem minnislista veiðimanns ins og ítarlegan kafla um lax- og silungsveiði eftir Þór Guð- jónsson, veiðimálastjóra. Segir veiðimálastjóri frá því mark- verðasta er varðar veiðimál og tþlur jafnframt upp helztu veiðiárnar og veiðivötnin og greinir frá eigendum og leigu- tökum. Finna má í bókinni upp lýsingar um sjóstangaveiði, vegalengda.töflur, hæðir fjall- vega, ljósatíma ökutækja um- dæmisstafi bifreiða, upplýsing- ar um Félag ísl. bifreiðaeig- enda, áætlanir langferðabif- reiða, flugvéla, skipa og póst- Framhald á 5. síðu. Kakali skrífar: S ö * in* ft « N Mánudagsblaðið vantar sölubörn, sem búa í úthverfunum. Blaðið verður sent til þeirra sem óska. M&NUDAGSBLAÐIÐ - Sími 13975 - 13496. I hreinskilni sagt Alferð með Grrllfossi — Þakkað fyrir sig og gagnrýnt — Lipur þjónusta - „Eat, drink and be merry“ — Samkeppnin eykst — Uppástungur — Nú er sá tími kominn tað allir ewi að ferðast. Sumir fljúga tfl útlanda, aðrir ferð ast um landið á bílum eða bara á puttunum, sumár ganga og enn aðrir fara \k hjóli eða hestum. Kakali brá sér hinsvegar’ fyi-ir skömmu til úttlands- ins“ með hinum ágæta far- kosti Gullfossi. Fór hann fram og til baka, eins og fara ber, bjó um borð, drakk og át um borð, skemmti sér eftir föngum, um borð. Um allan heim nú er hafin mikil samkeppni milli hinna ýmsu fyrirtækja, sem sjá al menningi fyrir ferðum. Skipa félög, flugfélög, öll félög, sem að einhverju leyti starfa að ferðamálum bítast nú um hylli þeirra, sem eru að fara í sumarfrí, auglýsa hin beztu kjör, allskyns greiðslukerfi i sambandi við langar ferðir innanlands og utan. Gullfoss er, þrátt fyrir allt, sem um skipið hefur verið ritað, sannarlega flagg skip íslenzka flotans. Ekki vegna þess, að hann er stærsta farþegaskipið, né heldur vegna þess, að hann er í eigu „óskabams þjóðar- innar“, heldur vegna hins, að Gullfoss er nú sá farkost ur okkar, sem mest gerir fyr ir farþega sína, hlynnir að og gefur einhverja beztu þjónustu sem völ er á á skipi undir íslenzku flaggi. Gullfoss hefur, eins og svo mörg önnur „fyrirtæki" verið í öldudal, orðið bitbein almennings fyrir ýmsar sak- ir. Fyrst, þegar skipið kom, fannst enginn galli við það, farkosturinn var glæsilegur að allra dómi, þjónustan með afbrigðum. Satt bezt sagt, þá var þetta á þeim tíma alveg rétt. Þegar Gull- foss kom fyrst gerði félagið og áhöfnin allt í sínu valdi til að allir yrðu ánægðir. En, eins og önnur mann- leg fyrirtæki, komst Gullfo‘,s í öldudal. Þjónustan, sem er sú hlið, sem snýri að ffer- þegum, versnaði, ódrættir réðust til þjónustustarfa, drykkjuskapur varð of áber andi hjá einstökum starfs- mönnum, jafnvel yfirmönn- um -— ekki dekkoffiserum — slegið var slöku við ýmsa sjálfsagða þætti sem sneru að farþegum. Leit svo út um tíma, að Drotningin myndi hreppa allt hið betra fólk, þótt þjónusta hjá dönskum hafi aldrei þótt sérstæð á skipum í Islandssiglingum. Nú er gjörbreytt um í Gullfossi. Gullfoss er orðið fljótandi veitinga- og gisti- hús, býður upp á fyrsta fl. þjónustu og aðbúnað. Vitan lega má finna að ýmsu, og þessi grein er ekki til þess eins skrifuð að hæla skipinu, heldur til þess að segja sannleikann, eins og hann kemur ferðamanninum um borð fyrir augu. Idag er þjónustulið, und ir stjórn Guðmundar bryta, þriflegt, fljótt og alúðlegt i framkomu. Þernur, sem þjóna á herbergjum hjálpa farþegum í hvívetna, þarf ekki annað en styðja á bjöllu. Þær sitja jafnvel yf- ir sjóveikum, baða höfuð þeirra, sem mest þjást, sinna öllum köllum og er það ekki lítið verk þegar skipið er fullt. I matsal gegnir sama máli. Nú eru þjónar á hverj um fingri, liprir, kurteisir og skjótir að sinna gestum. Ber öllum farþegum saman um, að aldrei hafi verið betri þjónusta en nú, og hafa margir þeirra ferðast með skipinu oft síðustu fimmtán árin. Af áhöfninni kynnast far- þegar mest Kristjáni skip- stjóra Aðalsteinssyni, en hann verður samkvæmt stöðu sinni að umgangast farþega á matmálstímum, enda er slíkt venjulega skylda yfirmanna á farþega skipum. Kristján er vissu- lega réttur maður á þessum stað. Hann er hressilegur í bragði, sjómaður með ára- tuga reynslu, orðheppinn, laus við sýndarmennsku, glaður og reyfur í fram- göngu. Kristján er sannar- lega skipi sínu og stöðu til sóma, og má félagið teljast heppið með að hafa slíkan mann í þjónustu sinni, því vissulega hlýtur stundum að vera erfitt — þreytandi — að sinna og svara hinum fár ánlegustu spurningum og at- hugasemdum, sem velta upp úr farþegum. Hafa svo offi- serar hans ag aðrir tjáð mér að hann sé hinn ágætasti skipstjórnarmaðu r enda vin- sæll af áhöfninni. Stýrimenn irnir Haukur, Guðmundur og Finnbogi eru allt valinkunn- ir yfirmenn í kaupskipaflot- anum. Fyrir þá, sem ekki þurfa að þeytast um of milli landa er Gullfoss ferðin bæði á- nægjuleg og hvílandi. Til- breytingarleysið er að vísu fyrir hendi, en undir sam- farþegum komið hvernig það er bætt upp. Barinn er vin- sæll samkomustaður til rabbs yfir glasi af góðu vini. Reykingasalurinn upplagður ef menn vilja slá í slag, tefla eða dunda eitthvað smáveg- is. Sóldekkið er vinsælt í vissu veðri, fólk mókir í sól inni, bíður eftir að verða brúnt og beinlínis svelgir í í sig öil þau vítamín, sem sólbaði eru samfara. t En þótt svo margt megi utn Gullfoss segja, sem hér hefur verið gert, þá má benda á ýmislegt sem betur má fara, ekki sízt nú þegar vitað er að bráðlega verður skipið að keppa við Krón- prins Friðrik, þar sem Olav er að „velta“ úr samkeppn- inni. Það er nauðsyn þess, að hátalari sé í hverjum klefa í sambandi við tvær eða þrjár útvarpsstöðvar úr loft skeytastöðinni. Það er ekki nóg, að hlusta eftir fréttum eða músík innan um skvaldr ið í Reyksalnum eða á barn- um. Fólk vill gjarna geta hlustað á þessa hluti í her- bergjum sínum. Það er of snemmt að loka salarkynnum skipsins klukk- a,n 11.30 að kveldi. Þetta er skemmtiferð farþega, ekki vinnudagur framundan, og salirnir eru til þess gerðir að þar skemmti hópar sér frekar en I klefum. Benda má á að sama máli skiptir um salinn. Einhver næturþjónusta verður að vera um borð hvað t.d. brauð snertir. Kvöldverður er etinn um 7 ieytið og margir vilja gjarna fá bita seinna um kvöidið, en það er ekki hægt. Ófært er með öllu að hleypa snaróðum Færeying- um um borð á 1. pláss, svo drukknum, að jæir voru þeg- ar teknir að æla áður en sleppt var. Gildir þetta ekki aðeins um Færeyinga, held- ur alla aðra hópa, sem svona haga sér. Farþegum varð ekki svefnsamt fyrir sönglinu í þessum frændmn okkar, stappi, þvælu og háv- aða almennt. Gekk svo langt, að skipstjórinn varð að banna að opna barinn svo allt yrði ekki vitlaust. Sjá allir, að félaginu er ómögu- legt að afsaka slíkt fyrir- komulag og engin leið fyrir áhöfnina að standa í að sljákka í farþegum. Þá er og augljóst, að fairþegi á fyrsta plássi, sem greiðir fullt gjald fyrir þá þjónustu og salarkynni, vínstúkuafnot og annað á heimtingu á þessu. Óróaseggir og leiðindafólk eyðileggja alltaf slíkt. Þá verður þjónustulið að gæta þess, að farþegair af t. d. 2. farrými .sæki ekki að staðaldri fyrsta farrými, guði á giugga eða verði sér úti um pláss þar öðrum til óþæginda. Þetta jafngildir reglunni, að sá, sem kaupiir altnenn sæti, má ekki setjast í stúku. — Það er allt- af leiðindafrekja, þegar fólkið kaupir 2. fariýmis miða, en er svo að sniglast fyrir þeim, sem kaupa sér 1- farrými. Ber þjónustufólki að útiloka slíkt, enda alls staðar gert. Gullfoss er það þægilegt skip, og þjónusta við far- þegann nú þegar svo góð, að þessi smávægilegu atriði sem hér er bent á, eru auð- leyst. Islendingar vilja helzt ferðazt með eigin skipum, en auðvitað verða þau skip að láta í té alla þá þjónustu, sem unnt er. Það er þægilegt og skemmtilegt að ferðast um Atlantshafið, heilbrigt loft sól og sumar, og, yfir- leitt, veðursæld á sjó. Það er visusiega sjálfsagt að óska félaginu til ham- ingju með skipið, þótt 15 ára sé, ekki sízt fyrir það, að öll áhersla, að bezt verð- ur séð, er nú Iögð á þjón- ustu við farþega. Og hvaða fslendingur er ekki feginn Jvessa dagana, að komast burtu í nokkra daga um borð í Gullfoss —burtu frá rukkurum, sima, Gjald- heimtu og öðrum þeim plág- um, sem gera manni lífið grátt í hinu daglega striti? KAKALI vill nota þetta tækifæri og þakka ferðina, hvíldina, skemmtunina og kynninguna við skipstjóra, þjónustufólk og áhöfn — jafnvel þótt, dá.lítil gagnrýni fylgi.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.