Mánudagsblaðið - 07.06.1965, Blaðsíða 6
Banndjöflar íhaldsins
Mánudagur 7. jóní 1964
Frábær sýning á Butterfly
Framhald af 1. síðu.
og Signa og eru þær taldsr
með mestu prýðum þessara
borga. Til sannindamerkis
um það er öll sú vinna og
allt það skraut, sem lagt hef-
ur verið í árbakkana svo tug-
um kílómetra skiptir. Það er
fólk búið að detta út af þess-
um bökkum í hundruðir ára.
Hvemig stendur svo á að
ekki er búið að loka ölium
þessum bökkum með háum
múrveggjum og gaddavír eins
og múrnum í Berlín? Vegna
þess að það er’gerð sú krafa
til fólks að það beri ábyrgð
á sjálfu sér, og ekki er enda-
laust hægt að hafa vit fyrir
fólki. Og' ef nokkrar fylli-
byttur með ofdrykkju sinni
ætla að útiloka borgarana frá
yndislegustu stöðum borga
sinna og framkvæmdin kost-
ar glæköstun á æðigengnum
peningum sem þó er engin
björgun, þá hafa borgarfeð-
ur þessara borga og fjölda
annarra hreinlega sagt, TIL
FJANDANS MEÐ FYLLT-
BYTTURNAR“. Annars má
benda á það hér að telja
má nokkuð víst, að ef állir
þeir fjármunir, sem ætlaðir
eru í að bjarga sem er eng-
in björgun, nokkrum fylli-
byttum, væru settir í aukna
þekkingu og tæki á hinum
svo mjög vanbúnu sjúkra-
húsmálum okkar væri víst, að
hægt væri að bjarga stórum
hóp góðra og nýtra borgara,
sem £ dag fellur í valinn.
Ekki vilji almennings
Hver einasti læknir getur
skrifað upp langan lista
þessu viðvíkjandi, og er mið-
ur hversu hljóðlátir þeir hafa
verið um þessi mál. En vit-
leysan er svo mikil í gangi
í heimskulegu snobbi við í-
myndaðan en engan vilja al-
mennings, að varla má ein-
hver kerling meiða sig öðru-
vísi en allar hinar svo ekki
sé rokið upp til handa og
fóta og stofnað félag um
kellinguna sem meiddi sig
öðruvísi en allar hinar, svo
að kellingin sem meiddi sig
öðruvísi en allar hinar meiddi
sig ekki öðruvísi en allar hin-
ar heldur eins og allar hinar.
Reykjavíkurhöfn er Signa og
Thames Reykjavíkur.
Uppreisn!
Ef reisa .»tti Berlínarmúr með
fram bökkum Signu eða Tham
es og einhverjir BANNDJÖFL
AR reynd®- að ræna borgara
París og London út af dellu
yndislesu ánum sínum og
skemmtigöngunum með þeim,
yrði hrein og klár uppreisn
og öll borgarstjórnin kjöl-
dregin með tölu. Hér verður
að koma til kasta Geirs borg-
arstjóra, sem er sendur í
þetta mikla embætti og trún-
aðarstarf af ungri íhalds-
æsku fyrst og fremst, sem
ætlast til þess af honum, að
hann komi óllum bjálfahætti
BANNDJÖFLA fyrir kattar-
nef. Hér hefur hann fengið
sitt bezta tækifæri. Því skal
aldrei trúað að Ihaldið og
Geir verði til þess sama og
Ulbricht í Berlín, að borg-
arar Reykjavíkur hafi ekki
frjálsan og óhindraðan að-
gang að allri borginni sinni,
þar sem reistur verði „BER-
LÍNARMÚR" með sínum
hliðum í Friedrichstrasse og
Checkpoint Charlie. Einar
Olgeirsson, Brynjólfur Bjarna-
son og aðrir stórkommar
mundu æpa af ánægju, ef
þeir hefðu vald til slíks.
Þvert á móti bíður nú það
verkefni íhaldsins að sópa
burt úr þjóðfélaginu alls
kyns höftum og bönnum sem
úir og grúir af og fólk er
yfir sig þreytt á. Burt með
bjálfalega BANNDJÖFLA,
æskan, nútímamaðurinn
heimtar frelsi.
„Reykvíkingur".
Pétur: Ætlarðu ekki í kirkju
í dag, það væri réttara en að
sitja á ölknæpu allan sunnu-
daginn.
Páll: Nei, ég sit kyrr. Það
er betra að sitja á knæpunni
og hugsa um kirkjuna, en að
vera í kirkju, og hafa hugann
alltaf á knæpunni.
Sjónvarpið
Sunnudagur
1300 Chapel of the Air
1330 Pro Bowlers Tour
1500 This Is the Life
1530 Wonderful World of Golf
1630 Air Force News Review
1700 The Big Picture
1730 The Ted Maek Show
1800 Disney Presents
1900 AFRTS News
1915 Social Security in Action
1930 Sunday Special
2030 Bonanza
2130 The Ed Sullivan Show
2230 San Francisco Beat
2300 AFRTS Final Edition News
2315 Northern Lights Playhouse
„Night in New Orleans“
Mánudagur
1700 Science All-Stars
1730 Spike Jones
1800 Password
1830 Shotgun Slade
1900 AFRTS News
1915 Sports Round-up
1930 Harrigan and Son
2000 Death Valley Days
2030 Danny Kaye Show
2130 The Alfred Hitchcock Hour
2230 Bold Venture
2300 AFRTS Final Edition News
2315 The Tonight Show
Þriðjudagur
1700 Tuesday Matinee
,,I Met Him in Paris“
1830 Silver Wings
1900 AFRTS News
1930 The Andy Griffith Show
2000 My Favorite Martian
2030 The Entertainers
2130 Combat
2230 Dupont Cavalcade
2300 AFRTS Final Edition News
2315 Lawrence Welk
Miðvikudagur
1700 Tac Library
1730 Parents Ask about School
1800 Alumni Fun
1830 True Adventure
1900 AFRTS News
1930 The Dick Van Dyke Show
2000 Bob Hope — Viet Nam
2100 I Led Three Lives
2130 The Untouchables
2230 Markham
2300 AFRTS Final Edition News
2315 Feature Film
„Wild Harvest"
Fimmtudagur
1700 Navy History
1730 Communism
1800 To Tell the Truth
1830 Ripcord
1900 AFRTS News
1930 Beverly Hillbillies
2000 My Three Sons
2030 The Jimmy Dean Show
2130 The Defenders
2230 The Third Man
2300 AFRTS Final Edition News
2315 Feature Film
„Hazard“
Föstudagur
1700 Dobie Gillis
1730 Sea Hunt
1800 I’ve Got a Secret
1830 Wanted: Dead or Alive
1900 AFRTS News
1915 Encyelopedia Britannica
1930 Grindl
2000The Edie Adams Show
2030 Mollywood Palace
2130 Rawhide
2230 Heart of the City
2300 AFRTS Final Edition News
2315 Northern Lights Playhouse
„I Met Him in Paris“
Laugardagur
1000 Children’s Corner
1200 Roy Rogers
1230 Files of Jeffrey Jones
1300 Country America
1400 Colonei Flack
1430 Saturday Sports Time
1630 Col. March of Scotland
Yard
1700 Current Events
1730 G. E. College Bowl
1800 Shindig
1855 Chaplain’s Corner
1900 AFRTS News
1915 The Telenews Weekly
2030 12 O’clock High
2030 Dasilu Playhouse
2130 Gunsmoke
2230 M-Sqad
2300 AFRTS Final Edition News
2315 Ncrthem Lights Playhouse
„Out of This World“,
S.I. ffmmtudagskvöld frum-
sýndi Þjóðleikhúsið Madame
Butterfly eftir Giacomo Pucc-
ini. Var sýning þessi ein hin
ánægjulegasta sinnar tegundar,
sem lengi hefur sézt í leikhús-
inu. Flestir þekkja söguþráð
óperunnar, söguna um Cho Cho
San, alias Butterfly, sem skyndi
lega giftist amerískum flota-
foringja, eignast með honum
barn, en hann stingur af, kvæn-
ist amerískri konu og kemur
svo í heimsókn þrem árum síð-
ar m.a. til þess að fá hana til
að eftirláta þeim hjónum barn-
ið. Kringum þessa höfuðatburði
er svo mikil ást, fagur söngur,
harmur og örvænting, sem end
ar á því, að Madame Butterfly
fremur sjálfsmorð. Músíkkin og
söngvarnir eru yndisfagrir, um
hverfið skemmtilega litríkt, sér
yfir Nakasaki og búningarnir
japanskir.
Öhætt er að fullyrða, að Þjóð
leikhússtjóri hefur ekki fengið
„vitlausan“ pakka nú, er hann
fékk sænsku söngkonuna Rut
Jacobson. Ungfrú Jacobson
hreif strax í upphafi hugi á-
horfenda með einkar fallegri
rödd, skemmtilegri og viðfeld-
inni sviðsframkomu og ein-
hverjum „sjarma“, sem ekki er,
svo gott að henda reiður á. I
Guðmundur Guðjónsson í hlut,
verki Pinkertons bókstaflega ^
fór fram úr öllum vonuln, söng
að allra dómi hreint prýðilega,
öruggur í fasi, „amerískur“,
frjálsmannlegur og vakti sam-
söngur þeirra mikla hrifningu.
Svala Nielsen, Suzuki, söng
hlutverk þemunnar af mikilli
innlifun og ágætum, og Guð-
mundur Jónsson, virðulegur í
hlutverki konsúlsins, brást ekki
að venju. Hjónabandsmiðlarinn
Goro varð einkar sikemmtileg-
ur í meðförum Sverris Kjart-
anssonar, gervið ágætt,, í-
smeygilegur á svip, eins og at-
vinnan krefst, og röddin vel
þjálfuð.
Leikstjórinn, Leif Söder-
ström, hefur sannarlegá farið
næmum höndum um verk þetta.
Því er stjórnað í „konvensjon-
al“ stíl, en leikstjórinn hefur
sett skemtmilegt mót á leikend
ur, sviðið var vel nýtt og hreyf
ingar og hópsenur báru meist-
ara sínum góðan vott. Sérlega
má benda á, hve nákvæmar
hópsýningarnar vom, yfirsýn
hr. Söderströms kom skemmti-
lega á óvart hér á sviði, hvar
oft vinstri höndin veit ekki,
hvað sú hægri gerir.
Það er óhætt að fullyrða, að
hér sé um að ræða verkefni,
sem allir áðilar skila vel, hvergi
brá skugga á, svo teljandi væri.
Mikið ber að þakka hljómsveit
arstjóranum, Nils Gireríllus,
einum af fremstu tónlistarmönn
um Svía. Er svo að sjá, að ís-
lenzkir hljómlistarmenn vinni
hvergi eins vel og undir erlend
um stjórendum. Var áberandi,
að hljómsveitin gerði EKKI
sitt bezta til að kæfa raddir
söngvara, eins og jafnan hefur
verið keppikefli hennar, einkum
vissra einstaklinga innan hljóm-
sveitarinnar. Það var einkar
gaman að horfa á hr. Grivillius
stjórna, enda var honum klapp-
að lof í lófa.
Madame Butterfly er loka-
stykkið á þessu leikári, og er
óhætt að segja, að vart hefði
verið á betra kosið, svo vel
vinna nú söngvararnir verk-
efni sín. Þegar tjaldið féll, var
ákaft klappað, áhorfendur
kunnu sýnilega að meta bæði
efni og meðferð.
ÚR EINU
í ANNAÐ
Eins og kunnugt er, fór Bjöm alþingismaður á Löngu-
mýri til Parísar fyrir rösku ári og heimsótti þar ýmsa
skemmtistaði að hætti íslenzkra ferðamanna. Björn er
glettinn mjög, gaf yngismeyjum heimsborgarinnar títt
auga, enda sumar léttklæddar og girnilegar. Þegar Lúðvík
Kemp á Skagaströnd frétti um ferðir Bjöms, og gleði
hans í Frakkaveldi, varð honum, að sögn, að orði:
„Fór til París fékk sér staup,
falaði niptir hringa.
Hækkaði gleðikvennakaup
knapi Húnvetninga.“
Jæja, nú er Geir okkar borgarstjóri loksins farinn að
rífa Pólana, og er það vel. Næsta verkefni, sem þegar
ætti að byrja á, er að eyða öllum kofunum og ryðguðu
ruslakompunum, sem finnast um alla borgina, og um
leið leggja að jörðu þær minjar hermannabragga, sem
enn eru við lýði. Einkum og sér í lagi gamla reykháfa,
eldstæði, hálfhrunda veggi og steypt gólf, sem enn eru
eftir af bröggum þessum. Allt þetta rusl er til mesta
ósóma, borgarbúum og ferðafólki il megnustu leiðinda.
Áfram með hið góða verk, Geir.
Þá mun endanlega ákveðið, að Glaumbær verði aðset-
ursstaður sjónvarpsins islenzka. Húsið mun nú í eigu
Framsóknarflokksins, og verður víst ekki gefið. Það eru
margir farnir að hlakka til að sjá íslenzka sjónvarpið —
skandinavísku útgáfuna — því flestir sem séð hafa sjón-
varp í Svíþjóð og Noregi fussa og sveija við svoleiðis
rusli. Öll Evrópa stendur þeim framar, en útilokað, að
því er virðist, að sækja þekkingu annað en í þessi út-
skæklalönd.
©--------------------------------
Illska er allmikil í listamannaheiminum, eins og vant
er. Þykjast sumir hafa fengið nóg af þeim Valtý Péturs-
syni á Mbl. og Kurt Zier á Vísi. Báðir þessir listamenn
eru ,,klessumenn“ hafa þá stefnu jafnan í hávegum. Þyk-
ir sumum 'listamönnum þessari stefnu málaralistarinnar
vera gert of hátt undir höfði, þegar þessi blöð útbásúna
ágæti hennar í tíma og ótíma.
Ekki gat lubbinn í Tímanum setið á sér þegar hann
loksins frétti, að Madame Butterfly yrði sýnd hér. Þegar
sveitamaðurinn skýrði frá fréttinni þurfti hann endilega
að setja hana undir fyrirsögn þess efnis, að hér væri um
japanska „ástandssýningu“ að ræða. Þykir þetta víst afar
smekklegt. Gaman væri ef sveitavargurinn við blaðið ætti
að lýsa sumum af frægustu viðfangsefnum heimsleikhús-
anna, og keyra undir sama smekldeysið og fjósdauninn,
sem þarna kom skýrast fram.
Greinin í síðasta tölublaði um „íslenzka drykkjumenn-
inguna“, sem brauzt út í Danmörku þegar bjórverkfallið
byrjaði, hefur vakið feikna athygli og okkur borizt fjöldi
bréfa. Við munum máske birta eitthvað af þessum bréf-
um, en tónninn í þeim er næstum eins — almenn ósk um
tilraunabjórsölu á Islandi. Ef eitthvert bréf berst, sem
brýtur upp á einhverju nýstárlegu mun blaðið birta það.
öllum er heimilt að leggja orð í belg.