Mánudagsblaðið - 06.12.1965, Blaðsíða 2
2
Mánudagsblaðið
Mánudagur 6. desember IÍT55
Jónas Jónsson frá Hriflu:
ALDAMÓTAMENN
Kirkja og krístín fræði
Þegar hin fomu menningar-
ríki Suðurlanda hrundu til
grunna gekk trésmiðurinn frá
Nazaret fram á sjónarsviðið og
hefur síðan staðið fyrir þeim
mannbótum, sem unt var við að
koma í nálega tuttugu aldir.
Islendingar hafa búið við þá
tamningu og andlegt líf sem
kristindómurinn megnaði að
veita í nálega tíu aldir. Eftir
siðaskipti á endurreisnaröld-
inni etóð íslenzka prestastéttin
undir forystu konunglegra bisk
upa fyrir þessari trúarlegu
ræktun í landinu. En um sið-
ustu aldamót gerðist mikil
kirkjuleg breyting hér á Is-
landi. Áður voru prestarnir
bæði andlegir og veraldlegir
leiðtogar. Samhliða sálgæzlunni
höfðu margir þeirra stórbú
enda fengnar góðjarðir með
embættinu. Á slíkum jörðum
höfðu prestamir margt þjón-
ustufólk og mikla veraldlega
umsýslu.
En þegar vélaöldin hóf inn-
reið sína í landið gerbreyttist
aðstaða sveitaprestanna. Þeir
komu þá oft ungir frá prófborð
inu með mjög lág peninga-
laun. Starfsfólk var torfengið
og ekki um að ræða stórbúskap
og allra sízt arðvænan.
PRESTUBINN I GÖRÐUM
Garðar á Álftanesi höfðu
lengi verið eitt af höfuðbólum
prestanna meðan þeir höfðu
einskonar yfirstéttaraðstöðu í
landinu. Þangað flutti, með
stjórnarbótinni 1874, Þórarinn
Böðvarsson höfuðklerkur Vest
firðinga, áhrifamikill og vel efn
um búinn. Á Görðum gekk hon
um flest til vegs og frama.
Prestsetrinu fylgdu mörg hlunn
indi, meðal annars jarðir þar
sem nú hafa verið réist Silfur-
tún, Vífilsstaðir og Hafnarfjörð
ur. Þórarinn Böðvarsson sinnti
vel málum kirkjunnar líka sem
þingmaður. Hann þýddi og
frumsamdi skemmtilega og
gagnlega alfræðibók til að
greiða fyrir sjálfmenntun
bama og unglinga. Hann keypti
fyrir eigið fé allmikla húseign
í Hafnarfirði þar sem síðar
var Flensborgarskóli. Samhliða
byggði hann í Görðum veglega
kirkju, hlaðna úr höggnum grá
Steini. Þar var mikill kirkju-
garður með leiðum og minnis-
merkjum merkismanna, sem
starfað höfðu á Álftanesi. Var
rausnarblær á staðarhaldinu,
bæði að fomu og nýju. En þeg-
ar sr. Þómrinn féll frá var véla
öldin að færast yfir landið. Eft-
irmaður hans vildi ekki leggja
út í fólkslausan búskap og sett
ist að í Hafnarfirði. Byggðin
óx þar en fólki fækkaði í
Garðasókn. Messur lögðust nið
ur á gamla kirkjustaðnum.
Kirkjunni var ekki haldið við,
timburverkið fúnaði. Innan tíð-
ar stóðu hinir vel höggnu stein-
veggir sr. Þórarins einir eftir,
þar sem áður var einhver glæsi
legasta safnaðarkirkja lands-
ins. Flekar úr turninum voru
seldir á uppboði vegna aðgerð-
ar á peningshúsum í Hafnar-
firði. Kirkjugarðurinn er í sorg
legum rústum. Flög og þýfi
viðast hvar en upþ úr rústun-
um standa nokkrir minnisvarð-
ar, sem voru svo vel gerðir að
þeir þoldu algert hirðuleysi
staðarins nokkra stund. Eftir
tveggja kynslóða algera van-
rækslu kom ný kynkvísl á sjón
arsviðið og tók sér fyrir hend-
ur að endurreisa Garðakirkju
og kirkjugarðinn. Þar standa
fyrir verkum ungar og mið-
aldra konur í Hafnarfirði, sem
muna uppruna sinn frá stór-
brotnu kirkjuveldi Þórarins
Böðvarssonar.
BYLTING EFTIR DAGA
PKTURS BISKUPS
VtSINDI OG VÉLAR
Það var ekki vélaöldin ein,
sem þrýsti þjóðkirkjunni af
fornum veldisstóli. Utan úr
stórlöndum heimsing bárust
stríðir straumar mjög andstæð-
ir hinu forna svipmóti á kirkju
landsins á dögum Péturs bisk-
ups Péturssonar. Fyrst kom
Darwinisminn. Næst Marxism-
inn. I þriðju lotu nýja þýzka
guðfræðin. Á fjórða og fimmta
leiti spíritisminn og indverks
speki. Stórskáld íslendinga
sóttu á þessum tíma fast á
móti þjóðkirkjunni og þjónum
hennar. Jón Thoroddsen reið
þar á vaðið. Síðan gengu í
sporslóðina Þorsteinn Erlings-
son, Gestur Pálsson, Jón
Trausti og Þorgils gjallandi.
Þessi margfaldi áróður var
hættulega andvígur prestastétt-
inni og starfi hennar sem mann
félagsvöm. Þetta var því hættu
legra þar sem kirkjan átti fáa
verjendur og lítt skörulega
menn til varðgæzlu. Gera mátti
ráð fyrir að í þessum ójafna
leik mundu örlög Garðakirkju
reynast táknrænn fyrirboði.
Samt varð þróun kirkjunnar
nokkuð á 'a.nnan hátt. Kirkju-
sókn minkaði að vísu til stóri-a
muna víða um land, en enginn
söfnuður vildi missa kirkju
sína eða prest. Brátt snerist
kirkjan beinlínis til vamar af
innri orku en ekki fyrir atbeina
prestastéttarinnar. Söfnuðimir
sýndu trú sína í verki. Að öll-
um jafnaði em allt að 20 kirkj
ur annað hvort í endurbygg-
ingu eins og í Görðum eða um
nýbyggingar að ræða, ekki sízt
í hinu mikla landnámi við Faxa
flóa. Þessi sókn i kirkjumálum
er að langmestu leyti studd og
stýrt af einstökum áhugamönn-
um, körlum jafnt og konum.
Stórfelld almenn framlög til al-
mannaheilla spretta ætíð fyrst
og fremst af innri áhuga en
ekki af skipulögðum áróðri.
Atvik höguðu svo vinnubrögð
um mínum á þessum hættutíma
þjóðkirkjunnar að mér var
skylt um stutt árabil að taka
nokkurn þátt i vömum þjóð-
kirkjunnar gegn hraðvaxandi
hirðuleysi mannfélagsins um
heill og heiður þessarar þýðing
armiklu mannfélagsstofnunar.
Mér tókst laust fvrir 1930 að
fá til starfa í milliþinganefnd
í kirkjumálum, fimm mjög gáf
aða og vel mennta menn, bæði
presta og leikmenn.
Eftir tiltölulega skamman
tíma skilaði þessi nefnd þýðing
armiklum frumvörpum um end-
urbætur á hag kirkjunnar og
þjóna hennar. Fmmvörpin
komu öll til umræðu og til sam
þykktar á tveim þingum 1931
og 1932.
Mun það sjaldgæft í sögu
Alþingis á seinni ámm að svo
mörg fmmvörp um fjölþætt og
vandasöm þjóðfélagsmál hafi
verið skipulega rædd og síðan
samþykkt án vemlegrar mót-
stöðu. Velvild Alþingis til kirkj
unnar kom glögglega fram i
allri meðferð málsins. Málin
vom sem hér segir:
1. Um bókasöfn prestakalla.
2. Um utanfararstyrk presta.
3. Um kirkjuráð.
4. Um embættiskostnað presta,
5. Um hýsing prestsetra.
6. Um kirkjugarða.
Hér var allvíða reynt að
bæta úr undangenginni van-
rækslu. Komið skvldi á fót var-
anlegum fræðimannabókasöfn-
um um kirkjuleg efni i öllum
prestaköllum með vaxandi við-
bótum á nú nýfengnum bóka-
forða. Rikisstjórnin skyldi ár-
lega veita 2—3 prestum utan-
fararstyrk til að fylgjast með
nýjungum í sérgrein þeirra.
Komið var á staðfastri ráðgef-
andi stofnun Kirkjuráði þar sem
prestar og leikmenn gætu rann
sakað og gert tillögur á veg-
um þjóðkirkjunnar um ýmis
sjónarmið áhugasamra stuðn-
ingsmanna kristinna safnaða.
Fjórða málið var stórátak til
að leysa með skipulegum hætti
hús prestann og útihús prest-
setranna, lögð á ríkissjóð.
Á undangengnum þingum
1928 og 1930 hafði Alþingi ráð
ið fram úr húsnæðismálum
bænda og verkamanna með
framsýnni og skipulagsbundinni
löggjöf um endurreisn og ný-
myndun sveitabýla og heimili
tómthúsmanna. Nú var á sama
hátt séð fyrir húsnæðisþörf
Framhald á 6. síðu.
IL IUID\f
KARLMANNASKÓR
vestur-þýzkir
^ Handgerðir
^ Valið leður.
KARLMANNAFÖT
*
*
Hollenzk og innlend
Allar stærðir.
H ERRADEILD
Laugavegi 95 — Sími 23862.
/ miklu úrvaii
l°Á
melka
M E L K A - SKYRTAN
ER JÓLASKYRTAN,
INNISLOPPAR
NÁTTFÖT
NÆRFÖT
SOKKAR.
ENSKAR PEYSUR
Margar gerðir.