Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.02.1966, Page 2

Mánudagsblaðið - 07.02.1966, Page 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 7. febrúar 1669 Jánas Jónsson frá Hríf/u: Aldamótamennt Verndun og fógun móðurmálsins Það er óvenjuleg og dýrmæt erfð íslenzkra manna að fá í foreldraheimkynnum furðu gamalt og fágað móðurmál, samgróið landinu og sjálfum kynstofninum. Þessi arfur legg ur skyldur á herðar hverri nýrri kynslóð. Nýjum Islend- ingum er nauðsynlegt að meta og virða réttilega þá gæfu að vera svo vel arfborinn þó að litlir eða engir fjármunir fylgi. ELZTA LJÓÐABÓK NOBÐAN ALPAFJALLA Fyrir skömmu var gefin út hér á landi lítil en merkileg bók, ljóðmæli Egils Skalla- grímssonar. Landnámsmennirn- ir voru vel færir til vanda- samra búverka, erfiðra sjóferða og hættulegra vopnaviðskipta. Þeir voru vel færir til marg- breyttra starfa í lífsbaráttu sinnar aldar. Þeir höfðu full- komið vald yfir' móðurmáli sínu, líka í Ijóðrænu formi. Þeir eignuðust mörg skáld þó að ekki væri í höndum þeirra pappír, blek eða pennar. En minni þeirra var gott og ekki ofhlaðið eins og á dögum há- menningarinnar. Forn-lslend- ingar voru svo ljóðgefnir að þeir lögðu fram tugi þeirra skálda sem ortu ljóð um frægð- arverk norrænna valdamanna. BEZTU MIÐALDABÓKMENNTIK Islenzk skáld ortu ljóð og sömdu sögur. Þá kom ritlistin. Nú er kapphlaup milli mennta- stofnana í mörgum löndum um handrit heil eða í slitrum frá frá þessum fjarlægu öldum, þegar iðjufærir skrifarar fluttu gömul og ný fræði kynstofns- ins á skinnblöðin. Þannig liðu aldir. Islendingar breyttu ekki móð- urmálinu og geymdu í hug sér og bókfestum heimildum feikna mikinn og margbreyttan fróð- lei'k. Þar voru Edduljóðin, hetju sögurnar, gömul og ný ljóð, æf- intýri, trúarmál, sálmar og að síðustu ný tegund ljóða, rím- urnar. Höfundar þeirra skipta hundruðum. Nöfn flestra eru óþekkt. Þeir kváðu sér til hugarhægðar, en hvorki lofs né frægðar. Um skálda- og höf- undalaun var ekki að ræða þá, né á dögum Fjölnismanna. En Islendingar komu heilir úr hildi á tímum nýrar aldar. Þeir áttu sjálfa sig og landið, þó að kóngur í öðni landi hefði flutt burt flest sem hönd á festi. í skjóli gróðurlítilla en fagurra fjalla var landnáms- þjóðin enn sjálfstæð og þrótt- mikil með sitt mál, ljóð, sögur og furðulega fjölbreyttar bók- menntir. SAGA SUÐRÆNNA ÞJÓÐA TVlSKIPT Stærri og voldugri þjóðum hafði farnast miklu ver. Grikk- ir áttu fagurt land og glæsi- legasta menningu allra forn- þjóða, en þeir misstu frelsi sitt. Fyrst kom Alexander mikli, þá Rómverjar og síðast Tyrkir Fyrsti sigurvegarinn gerði grísku að heimsmáli, en á löng- um kúgunaröldum slitnaði þráður griska þjóðlífsins undir harðstjóranum. Þeir voru hver öðrum eigingjarnari. Sú þjóð sem nú byggir landið er slitin frá fornöld sinni. Hún skilur ekki tungu Periklesar. Hún á engin ný listaverk, en því meira af brotnum súlum frá horfinni öld. Gríska þjóðin er auðug að farsælum skipaeig- endum og getur haft mikla at- vinnu af gistihúsarekstri á sólríkum sævarströndum með ömurlegar grýttar melhæðir að baki. Grikkland reynir að rísa úr rústum en styðst ekki við tunguna, bókmenntirnar eða hinn frjálsa anda tímans. Við Tíber myndaðist lítið ríki. Það varð að stórveldi og drottnaði j nálega þúsund ár kringum Miðjarðarhafið. Róma- borg lærði af Grikkjum list og mennt en bjó sjálf og mörg önnur lönd að rómverskri stjóm. Latina varð heimsmál á vörum Rómverja. Síðar tók páfavaldið latínu í sína þjón- ustu, þegar kirkjan erfði jarð- nesk völd í álfunni og eftir að keisaradómur Rómverja var hruninn í rústir. En með veldi Rómverja var latínan eins og bam sem vesl- ast upp í umkomuleysi. Gríska og latína dóu sem lifandi mál en lifðu langar stundir sem bókmennta- og sendiherramál, þar til ný ríki og þjóðir urðu til á endurreisnar- og siða- skipta öldunum. DÁIN heimsmál A ISLANDI Alla þessa stund bjuggu Is- lendingar að sínu norður við Is- haf. Lærdómsmenn notuðu suð- rænu hiemsmálin í alþjóða- skiptum líkt og Kínverjar beita ensku í skiptum við vestrænar þjóðir, en suðrænu stórmálin höfðu lítil eða engin sýnileg áhrif á íslenzka þjóðmenningu. Hún bjó að sínum erfðaforða. ÞJÓÐTUNGUR ENDUR- REISNARTlMANS Suðrænu endurreisnarþjóð- irnar Italir, Spánverjar, Frakk- ar og Bretar (að hálfu leyti) byggðu þjóðtungur og nýjar bókmenntir á latneskum gmnni, en þar var um að ræða nýjar og sjálfstæðar þjóðir, en hvergi beina arfleifð. I mörgum grein- um t.d. margháttaðri nýsköpun urðu endurreisnarþjóðirnar fremri sínum forfeðmm frá Tíberbökkum. Nokkur dæmi sýna hve þýð- ingarmikil bókmenntaerfðin reyndist Islendingum. Þegar tekið var að þýða bíblíuna hér á landi í Skálholti og Hólum, var starfið auðvelt, því að hér á norðurhjara veraldar fyrir- hitti hin heilaga bók þjóðtungu, sem var þjálfuð um margra alda skeið við nálega allar teg- undir andlegra viðfangsefna. I Þýzkalandi réðist Lúther í bibl- íuþýðingu sína með ofurmann- legri orku. Þýzkan var ekki orðin bókmenntamál en með þýðingu sinni ruddi siðaskipta- foringinn veginn. Samt bera aðrir erfiðleikar í málsögu Þjóðverja vitni um að þar var löng þróun. Einhver gáfaðasti og bezt mennti Þjóðverji á fræðsluöldinni var Friðrik H. Prússakonungur. Hann orti og ritaði á frönsku en ekki á móð- urmálí sínu af því, eins og hann komst að orði, að þýzk tunga væri ekki enn bókmennta- hæf. Þíðan leið hálf öld, þá blómgaðist þýzk tunga í hönd- um nokkurra stórskálda, sem gerðu garðinn frægan. STÓRSKALD týndust Bretar urðu fyrir því happi að eignast á siðaskiptaöldinni William Shakespeare og fjöl mörg önnur andrík skáld. En síðan kom í næstum heila öld dásvefn yfir bóklegt og andlegt líf í Englandi að kalla má, að jafnvel Shakespeare var að mestu 'leyti gleymdur þar til ný bylgja bar hann í varanlegt öndvegissæti. En þessi ótrúlegu mistök í bókmenntasögu hinnar miklu brezku þjóðar verður hvorki skilin eða skírð nema í sambandi við áðurnefnd þátta- skipti í enskri sögu. Framhald á 4. síðu. PHILIPS sjónvarpstæki Fyrst um sinn munum við halda áfram að selja hina vinsælu INDESIT ísskápa með aðeins kr. 2000,00 útborgun og eftirstöðvar eftir samkomulagi. Véla- og raftækjaverzlunin h.f. Bankastræti 10 — Sími: 1 28 52. Fyrst um sinn munum við halda áfram að selja hin heimsþekktu Philips 'sjónvarpstæki með báðum kerfunum með aðeins kr. 3000,00 útborgun og eftirstöðvunum eftir samkomulagi. Erum að taka heim tæki með 25” skermi í mjög fallegum teak-kassa. Einnig fyrirliggjandi borðloftnet fyrir ís- lenzku sjónvarpsstöðina. Véla- og raftækjaverzlunin h.f. Bankastræti 10 — Sími: 1 28 52. INDESIT ísskápar ÍBÚÐARHÚS úr timbri útvegum við frá Póllandi Stærðir 51 fermeter, 72 fermetrar og 115 fermetrar. Mjög hagstætt verð. Húsum þessum fylgir parket-gólf rörlagnir og raflagnir. Uppsetningu annast erlendir sérfræðingar og verður húsunum skilað tilbúnum til að flytja í þau. Leitið upplýsinga. Ásbförn Ólafsson h.f. Grettisgötu 2 — Sími 2 44 40.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.