Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.02.1966, Qupperneq 6

Mánudagsblaðið - 07.02.1966, Qupperneq 6
ÚR EINU 1ANNAÐ Hrútspungar á dönsku — Stúlkan vel klædda — Skyndisölur og álagning — Ðtigangshross og Dýra- verndunarfélagið — SAM sigraði — Músiksnobb. Fyrir nobkrum árum lentu þeir í kokkteilpartíí saman Páll Isólfsson, Halldór Kiljan, Jón Sigurðsson frá Kaldaðamesi og enn fleiri þekktir borgarar. Var veizlan í danska sendi- ráðinu, en ambassador Dana var þá frú Bodil Begtrup, eém hér átti fjölda vina. Eftir að síðdegisboðið var búið, fóru ofantaldir menn og nokkrir fleiri gestir heim til Dr. Páls, en þar var reiddur fram kaldur matur, einskonar í>orramatur. Meðal rétta voru hrútspungar, og þótti frú Begtrup þeir mjög bragðgóðir, eins og þeir eru, og vildi gjarna vita heiti þeirra. Karlmennirnir, Kiljan og Jón Sig- urðsson afsökuðu, roðnuðu dálítið, en ekki vildu þeir þýða heiti réttarins fyrir frúna. Mitt í þessum vandræðum gall í dr. Páli: „Frú Begtrup, det er hvad vi her i Island kalder app- elsin d’amour.“ Einn af þekktari tannlæknum hér í borg var kvennagull mikið á sokkabandsárum sínum. Skipti hann nær jafn oft um stúlku og aðrir um sokka. Eitt sinn, eftir að fegurðar- samkeppnir urðu almennar, lenti hann með stúlku, sem unnið hafði í slíkri keþpni og var nú orðin model og gekk mjög glæsilega klædd. Eitt sinn er þau sátu saman á veit- ingahúsi, hallaði stúlkan sér að honum og sagði: „Ég er alveg viss um að þú ert bara meðmér af því ég er í svona glæsilegum fötum. Heldurðu, að þú misstir ekki áhugann, ef ég væri allslaus?“ Tannlæknirinn glotti sínu háðskasta, en sagði svo: „Prufaðu mig.“ Eins og við spáðum eru nú útsölur í fullum gangi, skyndisölur og allskyns sölur og fer sumt af vamingnum, aðallega kvenföt, á innkaupsverði eða lægra. Sparikjólar fara sumir með allt að 60 prósent afslætti. Þetta er ekki tízkuatriði, þvi kjólarnir eru ekki úr móð, heldur sýnir hve smánarlega þessar verzlanir leggja á varninginn. Þetta er m.a. orsökin til þess, að allur almeningur kýs að gera innkaup ytra, en skipta ekki við þéssa ræningja hér. Þama ættu að vera verkefni fyrir einhverja af þeim eft- irlitsnefndum, sem starfa í landinu. Það er undarlegt, að Dýraverndarfélagið eða einhver/álíka stofnun skuli ekki fara í eftirlitsferð um nágrenni Reykja- víkur og skoða hross þau sem enn eru á útigangi. Hross þessi skipta tugum og mörg orðin holdlaus. Reykvískir eigendur munu að flestum þeirra og undarlegt, að þessir „sports“-menn skuli ekki hlú betur að skepnum þessum en raun ber vitni um. Til skamms vom t.d. tveir hestar á rótbitnu og harðfrosnu landi, kölluðu „Vogalandi" nálægt Fitjakotslandi, en ekki í því. Hagi er enginn og skjól ekki neitt. Enn fleiri hross eru viðar á útigangi, sum heldur illa farin. Ætla mætti að dýravinafélög sæju þar hlut- verk sitt, en svo virðist þó ekki. Morgunblaðsritstjórnin er nú orðin svo limhlaupa vpgpa Sigurðar A. Magnússonar, að hinar umdeildu „Rabb“ in ar hans í Lesbókinni hafa nú verið færðar í hendur blaða- manna, sem rita rabbið sína vikuna hver. Ef allir blaða- mennirnir taka þátt í þessari skiptingu, kemst SAM ekki að nema ca. 14. hverja viku. Hafa Mblmenn beðið hið mesta afhroð í höndUm SAMs og oft orðið að eyða bæði Staksteinum, leiðara og jafnvel Reykjavíkurpistlum í að svara Sigurði. títvarpsmenn, sem hingað hafa komið, hafa einhvern veginn náð í dagskrá útvarpsins okkar, einkum og sér í lagi val tónlistar morgunútvarpsins. Segjast þeir aldrei hafa vitað til þess að plebeiskt snobb fyrir list, sem þjóð- inni var með nær öllu ókunn fyrir 30 árum, hafi brotizt jafn ofsalega fram eins og hjá þeim , sem velja þessa „klassísku" músik. Ráðamestir eru vitanlega þessi fjöldi heimsfrægra söngvara og hljómlistarmanna, sem við höf- um á að skipa, en það þótti einu sinni tilgangur þessarar ríkiseinokunar að fara eftir vilja almennings, ,en ekki eft- ir duttlungum sjálfskipaðra „leiðsögumanna". Þeir, sem ekki geta rakað sig án undirleiks Bachs eða Beethovens verða bara að kaupa sér plötur og spilara. Þeir þurfa ekki að standa í vegi fyrir ósk alþjóðar, sem vill létta músik allan morguninn, eitthvað til að vekja það og hressa. Sjónvarpið Sunnudagur 1300 Chapel of the Air 1330 Grolf 1430 This Is the Life 1500 Ted Mack Show 1530 Football 1630 Months of Mars 1700 G. E. College Bowl 1730 The Big Picture 1800 Disney 1900 News 1915 Social Security 1930 Bonanza 2030 Sunday Special 2130 Ed Sullivan 2230 News 2245 „Atomic Kid“. Mickey Rooey. Mánudagur 1700 Robin Hood 1730 To Tell the Truth 1800 King Family 1830 Shotgun Slade 1900 News 1930 My Favorite Martian 2000 Survival 2030 Danny Kaye * 2130 Riverboat 2230 News 2245 The Tonight Show Þriðjudagur 1700 „The Fabulous Dorseys“ Dorseybræður, Paul White- man, Harry James o. fl. 1830 M-Squad - 1900 News 1930 Andy Griffith 2000 Red Skelton 2100 Assignment Underwater 2130 Combat Gestur Rocky Marciano fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleik. 2230 News 2245 Lawrence Welk Miðvikudagur 1700 High Road to Danger 1730 F. D: Roosevelt 1800 Shindig 1900 News 1930 Dick Van Dyke 2000 I’ve Got a Secret 2030 Hollywood Palace 2130 Voyage to the Bottom of the Sea 2230 News 2245 „It Should’n Happen to a Dog“. CaVole Landjs. Allan Joslyn. Fimmtudagur 1700 Sjá sunnudagur kl. 11 1830 Beverly Hillbillies 1900 News 1930 Ben Casey 2030 The Greatest Show on Earth 2130 Bell Telephone Hour. Ginger Rogers, Ella Fitz- gerald, Roberta Peters. 2230 News 2245 Sjá þriðjudagur kl. 5. Föstudagur 1700 Dobie Gillis 1730 Language in Action 1800 The Third Man 1830 Fractured Flickers 1900 News 1930 Jimmy Dean 2030 Rawhide 2130 Wrestling 2230 News 2245 „Hotel for Women". Ann Sothern, Linda Darnell, Lynn Bari, Elsa Maxwell. Laugardagur 1000 Kiddies’ Corner 1200 Magic Room 1230 Frontiers of Knowledge 1330 Jalopy Races 1400 Where the Action Is 1430 Sports 1700 Current Events 1730 Bridge 1800 Salute to the States 'l830 High Country Safari 1855 Chaplain’s Corner 1900 News 1915 Telenews 1930 Perry Mason 2030 12 Ó’Clock High 2130 Gunsmoke . Gestur Jean Arthur. 2230 News 2245 „Lifeboat”. Tallulah Bank- head, William Bendix, John Hodiak. Blaðið tekur enga ábyrgð á dagskrár* breytingum. Mánudagur 7. febrúar 1669 Úr höfuiborg ólyktarinnar Athugasemd frá Læknafé- lagiRvíkur Vegna greinarinnar „Læknum bannað að „síma inn“ lyfseðla“, sem birtist í Mánudagsblaðinu 31. f.m. óskar L.R. að taka fram eftirfarandi: í greininni er mjög villandi frásögn af fundi í félaginu, þar sem lyfsölulögin voru meðal annars til umræðu. Að sjálf- sögðu eru fundarumræður al- gert innanfélagsmál og er því ekki hægt að fara nánar út í þá sálma hér, en félagið harm- ar það, ef einhver læknir hefur veitt blaðinu upplýsingar sem gefið gætu tilefni til slíkra skrifa. Ennfremur skal á það bent að greinarhöfundur ruglar saman þýðingarmiklum atrið- um eins og lyfsölulögum, sem samþykkt voru á Alþingi 1963, og reglugerð, sem hefur ekki ennþá séð dagsins Ijós. Sölubörn sem vilja selja Mánu- dagsblaðið i úthverfum *<«■* ««'m wmw geta fengið það sent heim Eins og lesendum er kunn- ugt þá hefur hér í blaðinu oft verið kvartað yfir þeirri ein- dæma „peningalykt", sem pest- ar allan höfuðstaðinn og sífellt færist í aukana. Fjölmargir hafa rætt þetta mál við okkur, enda geta borgaryfii-völdin vart afsakað þennan viðbjóð öllu lengur né látið þá menn sem að þessu standa komast upp með þvílíka óvirðingu í garð höfuðborgarinnar. En jafnvel borgaryfirvöldin eða verkstjór- ar þeirra skirrast ekki við að klína skarna á túnblettina til að ríða hnút á ósómann, sem fyrir er. Árið 1907 virðist hafa verið álíka fýluár og síðari árin hér en þá voru menn þó lausir við þetta á vetrum. Birtum við hér bréf og endurprentun bréfrit- ara úr „Öldinni okkar“ sem gjarna lýsir hug bæjarbúa í þá daga. Bændur ogbúvélur Framhald af 1. síðu. ef þau fyrirtæki, sem bændum selja slikan vélakost, létu fylgja reglur um viðhald þeirra og við gerðir. Það er nefnilega að verða nokkuð ískyggilegt, hve dýr vélakostur er á ýmsum bæj um og oftar en ekki keypt nýtt upp á styrki og meðgjöf, þegar ekki er um annað en hreinasta hirðuleysi að ræða. Þá þyrfti sjaldnar að endumýja véla- kostinn. Hr. ritstjóri, þegar ég kom út í morgun og fann hina ilmandi peningalykt er dreifði sér yfir borgina, datt mér í hug grein- arkorn eitt, er ég rak augun í eitt sinn, er ég fletti „Öld- inni okkar“. Þó um hálf öld sé liðin síðan, mætti ef til vill birta þetta greinarkorn þeim til athugunar er með máí þessi fara, ef vera skyldi að það ýtti undir einhverja úrlausn frá þeirra hendi. Og læt ég greinina fylgja hér á eftir. 18. marz, 1907. Oft hefur heilbrigðisnefndinni látið vel að sjá um þrifnað bæjarins. En nú er þó eins og kóróni allt, að túnbletturinn framan við menntaskólann, rétt við fjölförnustu göturnar þrjár Bankastræti, Lækjargötu og Laufásveg, er albreiddur af samsettum jafningi af manna- skít og kúamykju, svo að ó- fært má heita út úr liúsum í hverri af þessum götum, sem vindur stendur upp á — ekki talsmál um að opnaður verði gluggi í húsi áveðurs fyrir þess um heilbrigðisnefndarilmi. Vér erum löghlýðnir af nátt- úru og uppeldi, en fáist ekki nefndin til að ráða bót á þessu tafarlaust, þá vorkennum vér engum þeirra herra, er hér eiga hlut að máli, þótt einhver yrði til að taka einn þeirra eða fleiri og nudda trýninu á honum upp úr túninu. „Reykjavík" Með vinsemd Vesturbæingur Ráðningar Landsbankans Það hefur nú loks gerzt að ein virðulegasta peningastofn- un þjóðarinnar og jafnframt sú elzta — Landsbanki Islands — hefur gripið til þess ráðs að auglýsa í dagblöðum eftir starfs fólki. Hingað til hefur bankinn þó látið sér nægja að auglýsa undir dulnefni, t.d. opinber stofnun í miðbænum, en lítið hefur verið á umsóknum að græða, þar sem þær hafa að sögn flestar verið frá starfs- mönnum bankans sjálfs. Einhvern tíma hefði slíkt þótt saga til næsta bæjar, þeg- ar bankarnir gátu valið það bezta úr hópi skrifstofumanna, og þóttist hver sá hólpinn, er þar komst inn fyrir borð. En tímarnir breytast og mennimir með. Forystumenn bankanna hafa steinrunnið í seðlahrúgum sínum og tíma ekki lengur að greiða starfe- fólki mannsæmandi kaup. Af- leiðingarnar eru þær, að þeir eru ekki framar samkeppnis- færir á vinnumarkaðinum, og sæmilega dugandi fólki dettur ekki í hug að svara auglýs- ingum bankanna. Og ekki nóg með það. Jafn- vel fólk, sem starfað hefur ár- um saman í bönkum, segir nú upp störfum í hópum og ræður sig til fyrirtækja sem fylgj- ast með tímanum í launamál- um. Þetta ætti engum að vera betur ljóst en ráðamönnum bankanna, en þeir láta sem þeir sjái ekki, enda skera þeir ekki laun i sjálfra sín við nögl. Þeir, sem kunnugir eru banka málurn, fullyrða, að bönkum sé ekki síður en öðrum fyrirtækj- um nauðsynlegt að hafa góðu og lipru starfsfólki á að skipa. Þeir staðhæfa að betra sé að hafa 2 góða starfsmenn en 3— 4 lélega, og gætu því þessar stofnanir komizt af með mun færra en dugmeira fólk í þjón- ustu sinni. Allur galdurinn væri sá, að hækka launin svo að eft- irsóknarverð gætu talizt og velja síðan úr umsækjendum. Ástæðan til þess, hvernig þessum málum er komið, liggur ekki í augum uppi. Þó er bent á, að ýmsir æðstu menn bank- anna, bankaráðsmenn og banka stjórar, eru forhertir íhalds- menn — í ópólitískri merkingu þess orðs — margir hverjir, hvar í flokki sem þeir standa. Munu jafnvel þeir, sem þykjast telja sig alþýðuleiðtoga, sízt til lögubetri í garð vinnandi lýðs. Þó er aumastur hlutur Seðla- bankastjórans — Jóhannesar 5% — í þessum efnum, saman- ber atkvæði hans i Kjaradómi. Má mikið vera, ef sá maður hefur ekkí þjáðst af hiksta síð- ustu vikurnar!

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.