Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 21.02.1966, Qupperneq 1

Mánudagsblaðið - 21.02.1966, Qupperneq 1
'BlciÓ fyrir alla 18. árgangur Mánudagur 21. febrúar 1966 7. tölublað Það er skylda allra að undir- rita skjal sjónvarpsmanna Svívirðileg árás komma á frelsi — Réttindi skömmtuð — Erlent útvarp bannað? — Sama prinsipið — Sjónvarp og bið. Raunir sjénvarpsins Sinfóníu-blues — Fara leynt — Bann við frétta- myndum — nema íyrir peninga? — Hvað næst? Það er sjálfsögð skylda allra sjónvarpsnotenda að undirrita réttindakröfur Félags sjónvarpsáhugamanna, sem hófst í s.l. viku. Hér er díátlið meira til umræðu en sjónvarpið á Keflavík- urvelli, skerðing þess eða algjör lokun. Hér eru það nokkrir stúdentar, unglingar, og kommúnistar sem ætla sér í einni svip- an að skammta okkur frjálst val um hvað við skoðum eða heyr- um. Raunverulega myndu lög um takmörkun eða bann við því að skoða sjónvarp gilda nákvæmlega eins í sambandi við er- lendar útvarpsstöðvar. Um hina einstöku þætti þessa sjónvarps syðtra er það að segja, að útsendingar þess eru háðar harðari ritskoðun en kvikmyndir, hvort heldur evrópskar eða amerísk- ar. Og í svokölluðum glæpamyndum eða hazarmyndum, sem not- aðar eru sem afsökun fyrir gerræði stúdenta og tirylltu hatri kommúnista, er þar hið illa sem ósigur bíður og allt klám og ósiðsemi er bannað í sjónvarpinu. Beri menn saman kvikmyndir þær sem Svíar apa af einstöku smekkleysi og sárstökum klaufa- skap eftir Frökkum og hlotið hafa alþjóða fyrirlitningu fyrir listræn ósmekklegheit. Um þessar mundir útbýtir Félag sjónvarpsáhugamanna list- um þar sem þeir, sem sjonvarp eiga eða skoða eða bara hafa sjálfstæða skoðun og vilja ekki höft né kommúnistayfirráð og tilsögn um hvað þeir eigi að heyra og sjá, eiga að rita nöfn sín undir. A.m.k. 75 þúsund sjónvarpsáhorfendur eru hér á landi og myndu vera miklp fleiri ef stöðin drægi lengra. Við skulum ekki þola hálfbökuðum „menntamönnum“, krökkum ný- skriðnum úr skóla með hvorki reynslu nji þekkingu á sjón- varpi né rekstri þess, taka af okkur frelsi það, sem stjórnar- skráin ábyrgist. Ef sofið er á þessum verði þá er víst að margir sjónvarps- eigendur sakna vinar í stað. Brölt þessa minnihluta er skipu- Fyrirspum ti! borgarst/órnm Mig langar til að koma á framfæri við háttvirta borg- arsfjórn smá fyrirspurn. Við hjónin komum heim frá útlöndum eftir eins mán aðar ferðalag, nú nýlega. Þó að við séum það heppin að eiga ísskáp áttum við samt engan matarforða til heima. Klukkan var að verða níu -<$> Er það satt, að forsætisráð- lerra sé farinn að sjá ofsjón- im yfir völdum Jóhannesar ordaLs í þjóðfélaginu? að kveldi er við komum heim. Við vorum þreytt eft- ir ferðalagið, óskuðum þess eins að setjast heima, taka upp úr töskunum og fara svo að hvílast, en sulturinn sagði til sín. Ég fór út í „sjoppu“ þar var hægt að fá öl, ekki mjólk, hægt að fá brjóstsykur, súkkulaði, Iakkrís, ekki kjöt, fisk eða kartöflur. Enginn hlutur í íslenzku stjórnarfari er hiér óskiljanlegri en þetta fyrir- komulag. Af hverju er þá ekki öll kvöldsala bönnuð, ég meina á óþarfanum líka. Veit að Ieynivínsala telst bönnuð, en alliir vita að vín er selt á sumum bifreiða- stöðum , borgarinnar allan sólarhringinn, þótt að refs- ingin yrði allt að lífstíðar atvinnubann myndi það ekki hafa sitt að segja. Bið hér með forráðamenn borgarinnar auðmjúklega að gefa svar að minnsta kosti við fyrra spursmálinu. Einn furðulostinn. lagt í herbúðum komma, nákvæmlega eins og þegar þeir hafa með ofbeldi seilzt til valda í Austur-Evrópu og öðrum löndum heims. Þessi hávaðasami hópur, sem í nafni þjóðarinnar og frelsisástar lýgur upp allskyns óhróðri mn aðrar þjóðir, lýgur á sjálfan sig umhyggju fyrir landi og þjóð, á ekki að þolast. Hann hefur livorki fylgi né rétt á neinum völdum frekar en aðrir útnáraflokkar sem ekkert hafa sér til ágætis utan sjúk- Iegrar löngunar lil að stjórna. Um þessar mundir er það skylda allra sem unna frjálsræði í þessum efnum að safna undirskriftum í þessu máli og sýna að við krefjumst þess, að sjónvarp eins og útvarp sé ekki bannað né gert útlægt. Ef bannið nær fram að ganga, er það íslenzk menning sem verður fyrir áfalli. Hún hefur þá í fyrsta skipti í þúsund ár sýnt að hún er of veik til að uingangast aðrar þjóðir. Fátt hefur vakið eins mikinn hlátur og „ákvörðun" svokall- aðrar sinfóníuhljómsveitar, rík isstyrktu fyrirtæki, að algjört bann væri við að sjónvarpið mætti flytja af þeim frétta- mynd ca. 2 mín. langa. Með tilliti til þess, að hér er um að ræða eina heimsfrægustu sin- fóníuhljómsveit á Islandi, hvers dýrð er sungin um gjörvall- an hinn menntaða og músik- alska heim, þá er þetta óvenju- leg viðbrögð. Á hitt má þó benda, a$ sumir halda því fram þeir sem músikalskari eru inn- an sinfóníunnar, að fyrst hljóð ræmá fylgi upptökunni, þáværi öllu betra að hróður hennar bærist sem minnst út fyrir þá þröngu klíku, sem að staðaldri sækir þá hljómleika, sem sin- fónían heldur, og eru orðnir skvaldri hennar vanir og þola öll þau músikölsku veðrabrigði sem þar koma fram. Telja þeir að hætta sé á að mtnnka muni hinn opinberi styrkur ef hljóð- um hennar er dembt yfir varn- arlausan landslýð eins og þjóf úr heiðskíru lofti. INNRÁSIN 1 FÆREYJAR Sjálfsagt er nú að stofna til mótmæla til verndar þvi að helgidómur Einars Waage og annarra okkar ágætu músik anta sé ásóttur of illfygl- um þeim, sem að sjónvarpinu standa, og mun allur almenn- ingur styðja, að þessi hljóm- sveit heyrist sem minnst meðal almennings. Vera má einnig, að hljómsveitin ætli sér í ferðalag um heiminn, og þá betra að koma óviðbúnum veraldarbúum á óvart. Muna flestir „heims- ferðalag“ lúðrasveitarinnar, sem reyndar varð ekki lengra en til Færeyja og lék þar af afli og áhuga fyrir Eyja- skeggja. Gátu Færeyingar lítt rönd við reist, því lúðrasveitar- menn með fararstjórnum, drykkjustjórnum, Helga Sæm- undssyni og ýmsum öðrum merkismönnum voru öllu fjöl- mennari en Eyjarbúar enda flestir karlmenn á sjó en að- eins konur og börn til varnar. AÐEINS MYNDIR AF V. Þ. G. Þetta eru anzi skemmtileg viðbrögð hjá sinfóníuhljóm- sveitinni, sýna að enn er ekki kjarkur og hreystimennska Framhald á 6. síðu. Uppivöðslulýður á veitingahúsum Óþolandi ástand á suntunt þekkfustu veitinga- stöðum — Drykkjulœti — Tiuflanir — Eftirlits- leysi — Löggjöfin brotin. Skemmtistaðirnir í Reykjavík, þeir sem vín veita, eru margir stórir og glæsilegir enda vel sótttr. Fólk hefuir gaman af að prúðbúast og eyða kvöldstund í góðum, hreinum húsakynnum, borða góðan mat og drekka góðar veigar enda ekkert við þessu að segja. TIL SKAMMAR Hinsvegar hefur það orðið á- berandi að sumir hinna betri staða hafa mjög slakað á öllu eftirliti þannig að nálega er þangað ófært sæmilega siðuð- um manni sökum drukkins ó- spektarlýðs og sítruflandi, slafrandi manna, jafnvel kvenna, sem telja þessa staði „sína“ og engum viðkomandi hvernig þau haga sér. SKORTIR „BULUR“ í hverju þjóðfélagi, sem vín- barir eða vínveitingahús eru rekin hljóta dreggjar þjóðfé- lagsins að „eiga sinn" stað og halda sig þar. En sá staður er ekki opinber hótel eða betri matstaðir. Við þessu verð- ur ekki gert enda kjánalegt að ætla mannlegu eðli að breyt- ast með reglugerðum, sam- þykktum eða mótmælum. Hitt ber á að líta, að veitingahúsa- eigendur hafa þá skyldu gagn- vart siðuðum gestum sínum að dauor.drukkinn, félaus skríll sé fjarlægður áður en til óspekta og leiðinda almennt er komið. BÖLVANDI OG RAGNANDI, BLANKIR Það brennur við meira og meira með hverjum degi, að betri barir hér í borginni þar sem bæði útlendingar, innlend- ir kaupsýslumenn, kunningjar og aðrir gestir, bæði verka- menn og sjómenn, koma saman að rabba fyrir matinn eða fá sér hressingu, verða fyrir ó- þægindum fyrir þessum lýð. Svo er langt gengið á einum bar hér, að ekki er þangað komandi að öllu jöfnu um helgar, og illfært stundum alla vikuna. Slefandi og sof- andi ræflar liggja þar í hádegi, aðrir slangra milli manna, loks- ins búnir að fá „kjark“ til að rífa kjaft og skammast. SKÖMM OG TAP Dyraverðir verða að gera sér ljóst, og þá ekki síður eigend- ur, að þetta er bæði þjóðar- skömm á betri veitingahúsum og þegar tímar líða skaðar stofnunina sjálfa. Barinn er staður friðar, staður rabbs og smáhressingar, griðland og hvíld. Þar er ekki staður háv- aða, slagsmála, ráfs og afskipta eða truflana í garð gesta. Þetta er viðkomustaður áður en gest- ir snæða hjá siðuðum mennt- uðum þjóðum. Þær eiga svo sínar ,,búlur“ þar sem óknytta- lýður þessi getur sýnt sínar kúnstir og sína mennt. NÍHAFNARMENNING Dæmin eru fleiri en svo, að við nennum að birta þau. En dæmi eru þess, að ráðherrar og þingmenn, kaupsýslumenn og útlendir menn hér í opinbei-um erindum hafa hvorki haft sjálf- ir frið né konur þeirra vegna drukkins skríls, sem veður þar uppi. Dönsk kona sá hér ný- lega fleiri drukkna ræfla í há- deginu á einu hóteli, en hún sér á mánuði í Kaupmannahöfn en þá verður hún líka að heim- sækja nýhöfnina. Bandarísk hjón flýðu barinn þegar fullur og skítugur uxi með buxur á hælum hélt sig slíkan Casa- nova að hann sleit hlíra á kjól konunnar, eftir að hafa otað að henni glasi af brennivíni i vatni. og boðið henni sopa. Þetta þótti honum fyndið — alþýðlegt — og taldi þeim hjónum það til lasts og sterti- mennsku að hún hvorki þáði drykk uxans né atlot hans. ferdamAlaráð OG EFTIRLIT Það verður að koma að því, og hvar stendur nú Ferðamála ráðið okkar og hóteleftirlitið, að eigendur betri staða geri starfsfólkinu að skyldu að fjarlægja slíka menn og konur, sem þannig vaða uppi. Uppi- vöðslulýður er alltaf óþolandi og menn eiga rétt á friði þeg- ar þeir verzla við veitingastað- ina. Ef hótelin hafa ekki mann- dóm til að halda þeim friði, þá má loka börum þeirra, þvi vin- Framhald á 6. síðu. Clæsilegur undirbún- ingur Pressuballsins Laugardaginn 19. marz verður Pressuballið haldið í LlDÓ, en þaa- verður heiðursgestur forsætisráðherra Dana, Jens Otto Krag og frú hans Helle Virkner Krag. Blaðamannafélagið hef- ur vandað allmjög til ballsins og forráðamenn veitingahússins skreytt og endurbætt salarkynnin. Gestir frá í fyrra hafa forgangsrétt að miðum þar til 22. febr., en annars seldir öðrum. Til að allt verði með sem mestum hátiðarbrag klæðast konur síðum kjölum en karlar kjólfötum eða smóking. Aðgöngumiði að ballinu er jafnframt happdrætt- ismiði og er vinningurinn vetrarferð fyrir tvo með Gullfossi til Hafnar. Pressuballið hefst með borðhaldi. Gestir eru beðnir að snúa séc til þeirra Elínar Pálmadóttur og Atla Steinarssonar á Morgunblaðinu og Agnars Bogasonar á Mánudagsblaðinu varðandi pöntun niiða.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.