Mánudagsblaðið - 21.02.1966, Side 6
ÚR EINU
í ANNAÐ
Myntvitleysan í blöðunum — Pólitíið vaknar —
Matur og leikfimi barna — Landkaup erlendis —
Sprautuð kvenbrjóst — Bond og Tónabíó — Fleiri
bannfélög.
Flestum finnst heldur hvimleiður sá siður íslenzku dag-
blaðanna að vera í tíma og ótíma að skýra frá peninga-
málum bæði á t.d. sænsku og íslenzku. Sjö milljónir ís-
lenzkar verða að 900.000 sænskum og sterlingspund og
dollurum er jafnan breytt í íslenzkar upphæðir. Þetta er
nú orðið með öllu ónauðsynlegt við skandinaviska gjald-
eyrinn, sem við þekkjum, svo og flestar myntir í Vestur-
Evrópu. Auk þess er þetta hálf klaufalegt.
Jæja, seint kom að því en þó loksins. Lögregluþjónar
hafa nú samþykkt, eins og Mánudagsblaðið hefur jafnan
haldið fram, að laun þeirra séu svo lágkúruleg, að ekki
fáist nýtur maður í „jobbið“ lengur og löggæzlan því al-
gjörlega ófullnægjandi. Hið opinbera ætti að gera sér
ljóst, að það er þjóðamauðsyn, svo ekki sé talað um höf-
uðstaðinn, að hafa sterkt, nægilega fjölmennt og öruggt
lögreglulið. Allar borgir hafa séð þetta, en hér hafa lög-
reglumenn jafnan orðið að stunda einhverja líkamlega í-
hlaupavinnu til að láta enda mætast. Vonandi verða laun
þessarra manna þegar hækkuð, og þannig loku skotið fyr-
ir óánægju um leið og starfið verður aðlaðandi fyrir nýja
lögregluþjóna.
Er það mjög hollt fyrir barnaskólakrakka, að þau séu
í skólatímum til hádegis, en síðan látin skreppa heim að
éta og beint í leikfimi klukkan eitt? Einhvem tíma var
talið óhollt að reyna mikið á sig strax að lokinni máltíð,
en máske hefur íþróttaráðgjafinn okkar aðra skoðuií á
þessu máli. Krakkarnir, sumir, verða að gleypa í sig mat-
inn, grípa leikfimiföt sin og vera mætt aftur í skólanum.
Þetta hlýtur að vera voða hoilt.
Það er dálítið spánskt þegar við birtum auglýsingar í
dagblöðum um að kaupa sér landspildu í sólríkum Suður-
löndum en ætlum svo vitlausir að verða detti útlendingi í
hug að næja sér í kot hér heima. Það er sjálfsagt fyrir
þá sem geta að ná sér í smáspildu í hitabeltinu, en hví
mega ekki þeir sem hér vilja kaupa land kaupa það? Þess-
ar öfgar og vandræða mikilmennska hjá okkur er að gera
okkur að undri, enda ræðir Kakali þetta í pistli sínum í
dag.
Eins og kunnugt er láta sumar stúlkur sprauta efnum
í brjóst sér til að þau sýnist stærri og meira sex-ý. 1 út-
lenzku blaði láum við nú, að galli er á gjöf Njarðar, þvi
oft vill svo til að efnið blæs út allsstaðar nema i brjóst-
unum. Koma einskonar Kamel-hnúðar út á ólíklegustu
stöðum, stúlkum þessum til skiljanlegs hugarangurs. Ein
fékk t.d. feikna kúlu á magann og aðra á síðuna en önn-
ur fékk „aukabrjóst". En — hvað er ekki gert til að heilla
karlmennina ?
Fer ekki að líða að því, að Tónabíó standi við orð sin
og fari að sýna nýja James Bond-mynd; þær ágætu mynd-
ir sem þegar hafa verið framleiddar hafa vonum engra
brugðizt, en Tónabíó hefur aðeins fengið eina. Bíóið hafði
á orði þegar það auglýsti síðustu mynd að önnur væri
væntanleg, og við, fylgismenn Bonds og æfintýra hans
þykjumst illa sviknir ef bíóið bregzt okkur. Segið svo, að
ekki séu líka menningarsnobbar á Islandi.
Okkur hefur meira en dottið í hug hvort ekki megi
stofna vemdarfélag gegn ofáti, mjólkurdrykkju eða öðr-
um skaðlegum venjum mannskepnunnar. Árlega drepa
milljónir sig vegna ofáts og myndi þetta félag hafa það
stefnumark að takmarka allar tegundir fæðu, sem geta
valdið fitu. Við höfum krabbameinsfélög, hjarta- og æða-
sjúkdómafélög, bannfélög og enn fleiri félög, sem vilja
banna reykingar, vinneyzlu, frjálst val í hverri mynd sem
hugsazt getur. Hvernig fyrri kynslóðir Islendinga höfðu
þetta af án þessara félaga er óskiljanlegt. Myndu verða
fjörugir fundir í sliiku félagi t.d. þegar kartöflusinnar
ættust við rófusinna eða saltfiskmenn gegn skötudýrkend-
um. Hví ekki stofna enn eitt bannfélagið?
*
Sjónvarpið
þessa viku
Sunnudagur
1600 Chapel of the Air
1630 Golf
1730 Where the Action Is
1800 Disney
1900 News
1915 The Christophers
1930 Bonanza
2030 Sunday Special
2130 Ed Sullivan
2230 News
2245 „Cosmic Monsters“ Forrest
Tucker, Gaby Andre
Mánudagur
1700 Robin Hood
1730 To Tell the Truth
1800 King Family
1830 Shotgun Slade
1900 News
1930 My Favorite Martian
2000 Survival
2030 Danny Kaye
2130 Riverboat
2230 News
2245 The Tonight Show
Þriðjudagur
1700 „Charter Pilot“ Lloyd No-
lan, Lynn Bari
1830 M-Squad
1900 News
1930 Andy Griffith
2000 Red Skelton
2100 Assignment Underwater
2130 Combat
Gestur Richard Basehart
(Admiral Nelson)
2230 News
2245 Lawrence Welk
Miðvikudagur
1700 High Road to Danger
1730 F. D. Roosevelt
1800 Shindig
1900 News
1930 Dick Van Dyke
2000 Language in Action
2030 Hollywood Palace
Milton Berke, Ceasar Rom-
ero, Liberace
2130 Voyage to the Bottom of
the Sea
2230 News
2245 „Rembrandt“ Charles
Laughton, Elsa Lanchaster,
Gertrude Lawrence (kona
Laughtons heitins).
Fimmtudagur
1700 Sjá sunnudagur kl. 11
1830 Beverly Hillbillies
1900 News
1930 Ben Casey
2030 The Greatest Show on
Earth
2130 B'ell Telephone Hour
2230 News
2245 Sjá þriðjudagur kl. 5.
Föstudagur
1700 Dobi? Gillis
1730 I’ve Got a Secret
1800 The Third Man
1830 Fractured Flickers
1900 News
1930 Jimmy Dean
2030 Rawhide
2130 Wrestling
2230 News
2245 „Secret of Convict Lake“
Glenn Ford, Gene Tierney,
Zachary Scott, Ethel Barry-
more
Laugardagur
1330 Kiddies’ Corner
1500 Sports
1730 G. E. College Bowl
1800 Men into Space
1830 Ted Mack
1900 News
1915 Telenews
1930 Perry Mason
2030 Gunsmoke
2130 Twelve o’clock High
2230 News
2245 „Bond Street" Jean Kent,
Kathleen Harrison, Hazel
Court, Roland Young
Blaðið tekur enga
ábyrgð á dagskrár-
breytingum.
Mánudagur 21. febrúar 1966
Saltaustur á göturnar kostar borgar-
búa miljónir í bíla og skótjóni
Löngu úrelt aðíerð — Bönnuð í flestum borgum
— Efndir, en ekki loforðin ein.
Undanfarin ár hafa tugir milljóna farið í súginn vegna þeirr-
ar firáleitu ákvörðunar borgaryfirvaldanna að ausa salti á göt-
ur höfuðstaðarins þegar snjó Ieggur. I hálkú og snjó fara bif-
reiðir borgarinnar öslandi úm götumar og bera salt á þser í
þeim tilgangi að hefta slys á mönnum og árekstra bifreiða. Á-
burðtir þessi geriir sitt gagn, en skemmdir þær sem hann veld-
ur á bifreiðum eru í senn geypilegar og ónauðsynlegar.
Arangur í umferS-
armálum?
Það væri gaman að fá úr
þt'í Ieyst hvort umferðarnefnd
— eftir allt slysabramboltið —
er nú búin að missa með öllu
áhugann á eftirliti með notk-
un stefnuljósa?
Það er algjörlega orðið ó-
hætt að aka án þessara ljósa.
Þá vekur athygli, að umræður
hafa dottið alveg niður eftir
hamaganginn mikla og árang-
ur vissulega orðinn enginn
nema sá, að blaðafulltrúinn er
búinn að fá bílastyrk til að
líma miða á bíla utan veitinga-
staða á nóttum.
Það hefði átt að láta hærra.
Bílstjóri.
Raunir sjón-
Framhald af 1. síðu.
varpsins
veitingalöggjöfin skipar fyrir,
að ekki megi veita drukknum
vín, og geti slíkt brot valdið
leyfismissi. Svo lengi má brýna
deigt járn, að það bíti, og ein-
hvemtíma missa menn þolin-
mæðina og snúa sér til lög-
regluyfirvaldanna og krefjast
aðgerða. En það er óþarfi að
bíða svo lengi.
Uppivöðslulýður
á veitingahúsum
Framhald af 1. síðu.
horfin úr Waage-ættinni né hin
um útblásnu íþróttamönnum
hljómsveitarinnar. Verður nú
sjónvarpið að „bíta í það súra
epli“, eins og Egill bóndi Skalla
grímsson á Borg sagði forðum,
að enn sem komið er þá hefur
það ekki aðrar myndir en þær,
sem Vilhjálmur Þ. Gíslason
hefur annaðhvort leikið í eða
stjórnað.
SALT BANNAÐ YTRA
1 höfuðborgum ýmissa landa
m.a. í Danmörku er í líkum til-
fellum og þessum, borið á göt-
urnar sérstakt efni, smámul-
inn sandur sem gerir nákvæm-
lega sama gagnið og saltið hér
en skemmir hvorki bifreiðír né
eyðileggur skófatnað.
bæði úreltar og kosta miljónir
beint úr vasa borgaranna. Bíl-
ar ryðga, vegna þess að saltið
smígúr alltaf inn. Skótau hvítn-
ar og eyðileggst og ýmsar vél-
ar stórskemmast þegar frost
eru tíð og hlákur.
UMBÆTUR
VINSÆLDIR OG AFKÖST
Fyrir nokkrum árum var mál
þetta rætt hér í blaðinu en þá
hafði meirihlutinn tíu full-
trúa, og auðvitað kom ekki
verkstjórum hennar eða þeim
vitskepnum, sem öllu verklegu
stýra þar, til hugar að taka hið
minnsta tillit til þessara stað-
reynda. I ár er meirihlutaað-
staðan ekki eins góð og ef álits
hnakkir íhaldsins í borgar-
stjórninni verður eitthvað álíka
og hann er nú á þingi, verður
öryggið ekki eins mikið að lokn
um kosningum. Taka verður þó
fram, að enn er álitið á þing-
flokki oð ráðherrum flokksins
langtum neðar því, en verið
hefur síðustu áratugi, en Geir
heldur víða velli og vel það í
borgarstjórn.
MILLJÓNATJÓN
Það kostar borgaryfirvöldin
lítinn pening að sannfærast um
að þær aldamóta- og skemmdar
aðferðir sem ábyrgir menn í
götuáburði hafa leyft sér eru
Það væri fróðlegt að vita
hvoi't borgarstjórinn vill gera
nokkrar þær ráðstafanir sem
duga munu í þessu sambandi.
Við vitum, að það er aðeins
fyrir kosningar að hægt er að
vonast eftir umbótum, en þau
fjögur ár, sem á milli líða. er
daufheyrzt við öllu slíku. Nú-
verandi borgarstjóri hefur vissu
lega látið til sín taka úm mörg
ágætismál, sem fyrirrennari
hans svaf á, en flestir trúa ekki
fyrr en tekið er á.
TÍMI TIL . . .
r.u *•>'* rvr^'r"
Það er skýlaus krafa hins al-
menna borgara, að þegar verði
gerðar ráðstafanir til að bæta
úr þessum saltaustri. Ryðbæt-
ingar bíla er kostnaðarsamur
liður og skótauið ekki gefið.
Borgin getur ekki látið ein-
hverja lubba í þjónustu sinni
ár eftir ár ausa þessum óþverra
á göturnar og ætlazt til þess
að þvi sé tekið með þökkum.
Væntanlega verður breyting á
þessu hið fyrsta.
Endasprettur
Gamanleikurinn Endasprettur hefur nú verið sýndur 18 sinnum í Þjóðleikhúsinu og verður
næsta sýning leiksins á sunnudagskvöld. Þorsteinn Ö. Stephensen leikur aðalhluverk leiksins og
hefujr hann hlotið mjög góða dóhia fyrir túlkun sína á hinum áttræða höfundi í þessum gaman-
leik. — Myndin er af honum ásamt Ævari Kvaran. Róbert Arnfinnssyni og Gísla Alfreðssyni
í hlutverkum sínum.
t
4
I
6
4