Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 21.02.1966, Side 3

Mánudagsblaðið - 21.02.1966, Side 3
Máiradagur 21. febráar 1966 MantKJagsblaáið 3 Kernur út á mánudögum. Verð kr. 10.00 í lausasölu. Áskrifenda- gjald kr. 325,00. Sími ritstjómar: 13496 og 13975. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Auglýsingasími 13496. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Opnast augu nokkurra? „Frelsið“í Rússlandi hlýtur voðaskell Ef nokkuð ætti að sannfæra þá, sem glapizt hafa á leið með kommúnistum, hvað raunverulega býr að baki þeirri þjóðfélagsstefnu, þá eru það niður- stöður nýafstaðinna réttarhalda yfir tveim skáld- um. Báðir eru sakaðir um níðskrif um stjórnmála- kerfi Sovétríkjanna og báðir eru dæmdir til langr- ar fangelsisvistar. Glæpurinn er sá, að hafa gagn- rýnt þjóðfélagið, og það heldur mildilega. Frá sjón- armiði valdhafanna eystra eru þetta landráð enda krafðizt saksóknarinn miklu harðari refsingar en dómendurnir þorðu að dæma, vegna andúðar og fyrirlitningar frjálsra þjóða á þessum vinnubrögð- um. Kommúnistar á íslandi og fylgifiskar þeirra voru, að venju, eins og mýs undir fjalaketti, þegar rit- höfundarnir voru dregnir fyrir rétt, og ókvæða er þeir heyrðu dóminn. Samferðamenn komma í vest- ur-Evrópu og víðar fengu áfall. Jafnvel komma- málgagnið á íslandi varð að játa viðbrögð umheims- ins, og.þá ekki síður þeirra sem elt hafa komma- kenningar, væru afar hörð. En það er ekki nóg að mótmæla, eins og nú er í tízku, heldur ættu þeir sem enn er við bjargandi, að sjá sig um hönd og kasta trúnni, þótt ekki væri nema líkt og Kiljan gerði fyrir skömmu. Meðan kommúnismi, í því formi, sem hann er rekinn í Sovétríkjunum og leppríkjunum, svo ekki sé talað um Þýzkaland Ulbrichts, getur engin skyniborin vera utan öfgafyllstu handbendi, fyllt slíkan flokk eða stutt slíka þjóðfélagshugmynd. Hinir frjálsu rithöfundar á íslandi, jafnvel molskinnslýðurinn, fær óáreittur að svívirða þjóðina enda er það þeirra mál. Sum rit Kiljans hafa verið kölluð níðrit um þjóðina, en þó er hann ástsælastur allra nútíma- höfunda okkar. Vissulega yrði Kiljan aldrei líft á íslandi, ef hér réði þröngsýni og sú hroðalega hræðsla sem þjáir hvern leiðtoga Rússlands eða leiðtogaklíku ef frjálslynd gagnrýnandi rödd heyr- ist. Kommúnistar á íslandi breytast ekki mikið úr þessu a.m.k. meðan línunni frá Moskvu er fylgt af hundstryggð flokksforustunnar. En til eru menn og konur, sumt fremur gott fólk, þótt illa upplýst sé, sem ljær þeim öflum fylgi sitt, sem fyrst myndu svifta það því frelsi, sem það nýtur hér a landi. Það er t.d. þessvegna, að menn undrast, að sæmi- lega upplýstur skólalýður, lætur hafa sig í slöngu- dans höggormanna í þessum herbúðum, sem nú síð- ast vildu skammta almenningi hvað hann mætti sjá og heyra. En hið frjálsa element, sem enn rík- ir hér, leyfir þessu fólki að mótmæla. Það er m.a. grundvöllur lýðræðisþjóðfélags. í kommaríkjunum þarf aldrei að mótmæla. Ríkið, stjórnin ákveður einstaklingurinn hlýðir hvort honum líkar betur eða verr. Máske opnast enn einhver augu fyrir þeim staðreyndum, sem nú, og reyndar alltaf blasa við þegar valdhafarnir í Moskvu hræðast að þær stoð- ir, sem studdar eru herliði, rússnesku útgáfunni af Gestapo oa ,,skömmtuðum” sjónarmiðum, séu að bresta. Máske að sumir sjái það. KAKAU SKR/FAR: I hreinskilni sagt Öld mótmælanna — öfgar og vitleysa — Ekkert samræmi — Sjónvarpið — Mótmæli hinna ýmsu stétta — Ölið og Rússagildin — Háskólinn brýtur árlega áfengislöggjöfina — Hví ekki að mótmæla — Kvennasamiökin og bændakúltúrinn — Mikilmennska eða eyjaskeggjafíflska. Það er ekki lítið sem nú gengur á á íslandi. Reyndar hefur alltaf eitthvað gengið á síðan þjóðin, þakkað skyldi síðasta stríði, gat étið sæmi- lega og reynt að hugsa sjálf stætt. Nú gengur yfir öld mót- mælanna, líkt og í negra- ríkjum frumstæðustu þjóða heimsins. Ef einhver vill skoða sjónvarp, mótmælir annar, ef einhver vill þjóð- inni svo illt, að lækka á- fengisprósentur þær sem hér eru á boðstólum; nær tvö hundruð mismunandi teg- undir, niður í veika gerð öls, þá rísa upp á afturlappirnar úrelt þingmannagrey, menn sem í búrahætti sínum og eyjamennsku halda sig vera stjórnendur stórveldis að- eins vegna þess að sveitin þeirra sendi þá á þing fá- mennustu þjóðar Evrópu. Þessir menn, sem ýmist kvóta fornsögur, sem þeir ekki eru alltof vissir í, eða rölta milli stórþjóðanna eins og þeir væru ráðherrar stór- veldis ákveðandi hvort kasta skyldi kjarnorkusprengju á hitt eða þetta óvinaland telja sig ekki smápappíra þegar til heims- og ölmála kemur. Úti í sveitum eru mót- mæli einna vinsælust dægra stytting, þegar HITT er frá tekið. Bændur hér á landi telja sig menntaðri, viðsýnni og hafa betur vit á flestu en nágrannabændur þeirra í næstu löndum. Er heldur skammt stórra högga í milli hjá bændastéttinni, því ým- ist ræða þeir stóriðju og alúmínmál, (fæstir vissu hvað alúmín var fyrir ára- tug) eða þeir samþykkja að auka og efla alla framleiðsl una, þótt þjóðargreyið, allt af vilja gert, gett alls ekki torgað svokölluðum búnað- arafurðum. Þetta vilja þeir senda út, en árangurinn er sá, að niðurgreiðslurnar eru að sliga þjóðina. Utgerðarmenn og sjómenn láta ekki sitt eftir liggja. Flotanum er siglt af miðun- um til að mótmæla og ekki fleyta hreyfð fyrr en rög rikisstjorn hefur mafckað rétt. títgerðarmenn mót- mæla ofsóknum, lágu verði, en hirða ekki hvar þau mót mæli hljóta hljómgrunn né hverjar afleiðingar þau gætu haft fyrir þá sjálfa. Verzkmarmannastéttin, bæði yfirmenn og undirgefn- ir mótmæla vinnutíma, banna eigendum að reka fyrirtæki sín og selja vörur í al- mennri þjónustu. Lögreglu- þjónar mótmæla, hafnar- verkakarlar, aðallega skillitl- ir strákar vorugerðirút í fyrra í vinnutúna til að standa hlæjandi utan alþing- is og mótmæla því sem þeir ekki viseu hvað var. Og svo koma enn stúd- entamir, sem ekki virðast hafa annað að gera, og bein- línis eða því sem næst mót- mæla þvi að hafa mótmælt. Kvennasamtökin eru alltaf öruggur liðsmaður í mót- mælaöldum ýmist bannandi Johnson gamla í Ameríku að berja á skaðræðisöflum í Asíu og hryðjuverkadýrum eða þeirri hroðalegu stað- reynd að karlmenn skuli vinna karlmannsverk. Vilja þessar kerlingasamknudur, eins og lógikk þeirra er að jafnaði, njóta allra þeirra gæða að vera konur en um leið seilast í jafnrétti við karlmenn á flestum sviðum. Það er ekki lítið um að vera hér í stórveldinu við norðurpólinn og synd og skömm að ekki skuli vera tekið meira tillit til herra- þjóðarinnar og vitþjóðarinn- ar hér en' raun ber vitni. Nú skyldi enginn ætla að ég sé gegn mótmælum. Þau eru skemmtileg og stundum nauðsynleg. En öfgarnareru nú samt komnar með okkur á það stig, að við beinlínis erum orðin einskonar hvít- voðungar, sem hvorki þola hita né kulda, kjöt eða fisk, og á andlega sviðinu erum við beinlínis brothættari en fíngerðasta stássdama. Um leið og við lýsum yf- ir í ræðu og riti, að menn- ingin okkar sé þviMkt heljar afl, að ekkert fái henni grandað, snýst hinn mikli háskóli af heift gegn sjón- varpskrili, þessu líka hættu- lega andlega atomvopni sem nú ógnar þessum menning- arvitum okkar og hótar and Iegum dauða og tortímingu. Þetta er skiljanlegt með ó- þroskaða stúdenta eða önn- ur kararmenni sem mótmælt hafa. Það er staðreynd að stúdentarnir geta rýnt í hefmsbókmenntir og fengið staðfestingu sumra af fræg- ustu hugsuðum heimsins, að einangrun er hverri þjóð hættulegri en drepsóttir, en framfarir og samfylgd eru hverri þjóð blessun. Nú vilja þessi vesalings böm spenna regnhlíf yfir þjóðina í þeim tiigangi að vemda þjóðerni og menningu innfæddra. Þeir ero með forpokaðar hug- myndir um „gullöldina", Snorra, Sturlu Þórðarson og alla ókunna höfunda 11., 12. og 13. ahlar. En því ekki að fara að dæmi þcirra í öllu; éta með sjálfskeið- ungum, grýta beinum, drekka öl og hafa ölteiti, berjast með vopnum og haga okkur í öllu eins um sú öld þekkti. Nei, við höfðum sem betur fór þá menn á öllum öldum, sem tóku sér erlenda menningu, það góða úr henni til fyrirmyndar, þótt við, lengst af, hefðum ekki efni á að nýta okkur það að neinu marki, nema þá betri bændur og höfðingjar. 1 dag nýtum við okkur amerískar landbúnaðarvélar, nýjustu bifreiðir austan að og vest- an, útvarp, sem við ekki fundum upp og hvers mögu- legum andlegum áhrifum okkur hefur tekizt að nýta að sumu leyti. Vegnaþessað við eigum sterk tæki, tekst okkur að hluta á útlönd, og ekki er stór skaði sjáanleg- ur á andlegri flík þjóðarinn- ar, heldur þvcrt á móti. Þeg ar sagt er frá frá að bænd- ur hlupu frá orfum sínum og riðu hingað til að mót- mæla símanum, sem skað- ræðistæki, brosa þeir sem lesa um þetta. Skyldi ekki margur Islendingur brosa þegar hann les um stúdent- ana, sem reyndu að stemma framgang sögunnar, jafnvel þótt þeir bæm ættamöfn? Innan skamms er öll veröld- in þannig að hægt verður að stilla sjónvarp þar sem mönnum sýnist. Islendingar verða þá undir leiðsögn stúd entahóps að burðast með einhæft, fátækt og ófullkom- ið sjónvarp, sem sendir út tvo til þrjá tíma á dag. Framför? Nú er sennilega búið að drepa ölfrumvarpið. Gott og vel, það er ekki sériegt á- hugamál mitt. En hvar eru þessir majðrahópar eiginlega staddir nú, einkum þær, sem eiga stúdent í skóla. Gleyma þessar blessaðar mæður, að sjálfur háskólinn brýtur ár- Iega Iög með því að svín- fylla hvert innskrifað grey, sem þangað sækir í haust- höfinu mikla, Rússagildinu, þegar ungmennin, sem irú eru teymd út í að mótm^ola, kynna sig fyrir prófessorun- um sínum og í hvaða deild þeir hafa innritazt? Þaraa gætu þær mótmælt, og svo öll bindindisfélögin, en hvorki heyrist æmta né skræmta í Gísla Sigur- björnssyni né hinum heilögu kúm sem alltaf eru að mót- mæla. Nei, það er sko gott að mótmæla, en verður ekki að vera „system i galskabet“? Það er eldd gott afspumar að menningarvitar á íslandi alvitur kvenfélög, stórbænd- ur sem skyn bera á allt og mótmælandi kommagrey, skuli láta slíkt henda sig. Þjóðin mætti standa að- eins við í vímu sjálfstæðis og allsnægta og skoða að- eins betur í kjölinn hverju hún eða þessir sjálfskipuðu útverðir okkar, sem era i miklum minnihluta,. séu að mótmæla. Eins og málin nú standa getur ekki farið öðru vísi en svo, að næstu þjóðir halda bara að skammdegið og einangrunin, andlega tegundin, hafi beinlínis gert okkur snarvitlaus af mikil- mennsku-, þekkingar- og rostabrjálæði. Gallinn er sá, að vera má að nágrannarn- ir hafi rétt fyrir sér. (

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.