Mánudagsblaðið - 07.03.1966, Page 5
Mánndagur 7. marz 1966
Mánudagsblaðið
5
Óvinurinn (Gunnar Eyjólfsson).
Gullna hliðið
Okkur samdist u maðha nn
reyndi að þýða handritin, sem
fjölluðu um myndirnar og fengi
til þess aðstoð vinar síns eins
1 ÍBritish Museum. Þegar ég
kæmi til Englands, var meining
in að ganga úr skugga um,
hvort gimsteinarnir væru í
raun og voru til. Eg er alveg
viss um, að Endacott meðan
hann var á lífi, hefði ekki ótil-
neyddur látið myndina af hendi
rakna við Balaston..“
„Og þér segið, að myndin sé
nú í Ballastonhöll ?“ spurði lög-
reglustjórinn.
„Hún er þar sem stendur. Eg
borðaði þar í dag og sá hana,
ásamt hinni myndinni, sem Gre
gory Ballaston flutti með sér
heim.“
Lögreglustjórinn flutti sig til
í stólnum, vandræðalegur á svip
inn. Sagan sem hann hlustaði
á, var harla ótrúleg, en það
var eitthvað mjög sannfærandi
við þennan hægláta, en festu-
lega mann.
„Með öðrum orðum,“ sagði
Iögreglustjórinn, „þá ákærið
þér Gregory Ballaston ekki að-
eins um þjófnað heldur líka
heinlínis um morð ?“
„Nei, svo langt hef ég ekki
gengið. Eg hef bent yður á á-
stæðu, sem hann hefði haft til
að drepa félaga minn Ralph
Endacot. Og ég hef gefið yður
upplýsingar um grip, sem til-
heyrði hinum látna — og mér
ekki síður.“
„En er þessi mynd í raun og
veru einhvers virði?“ spurði
lögreglustjórinn. ,,Svo mikils
virði, að — þó ólíklegt sé —
maður myndi fremja morð henn
ar vegna?“
„Gimsteinarnir, sem eiga að
vera faldir í myndinni," svar-
aði herra Johnson, „eru metnir
á minnst milljón pund. Það var
Sir Bertram, sem fyrstur heyrði
söguna, þegar hann var í utan-
rikisþjónustunni. Hann sagði
syni sínum hana, og eflaust
hafa þeir í sameiningu lagt á
ráðin um leiðangurinn.“
Holmes lögerglustjóri ýtti til
hans penna og pappír.
„Viljið þér gera svo vel að
skrifa orðsendingu til fjárhalds
manna yðar í London, svo ég
geti leitað upplýsinga hjá
þeim?“
Hr. Johnson féllst hiklaust á
þessa uppástungu.
„En ég hlýt að fara fram
á það,“ sagði hann, „að þér
haldið nafni mínu leyndu í sam
bandi við þetta mál — að
minnsta kosti fyrst um sinn.
En sendið þér undiimann yðar
til mín í Stóra húsinu, og ég
skal aðstoða hann af fremsta
megni.“
Holmes lögreglustjóri var
hugsi um stund, en sagði svo:
„Vel á minnzt. Cloutson var sá,
sem stjómaði rannsókninni, áð-
ur en Scotland Yard blandaði
sér í málið. Það er bezt ég
hringi í hann og segi honum,
að Scotland Yard hafi gefizt
upp á því, og hann verði að
taka að sér rannsóknina þegar
í stað.“
„Eit er enn, sem ég verð að
segja yður,“ sagði herra John-
son. „Eg hef ráðið ungan leyni
lögreglumann, sem fylgist með
hverri hreyfingu Georgy Balla-
stone, en i einum tilgangi ein-
vörðungu."
„Og lefyist mér að spyrja,
hver sá tilgangur sé?“
„Eg geri ráð fyrir því, að
reynt verði að brjótast inn í
Stóra húsið á næstunni. Gre-
gory Ballaston hefur bersýni-
lega ekki tekizt að hafa upp á
gimsteinunum, en kassinn með
kínversku handritunum er enn
í húsinu, og ég býst við, að
Gregory geri tilraun til að kom
ast yfir þau. Það er þess vegna,
sem ég hef fengið leynilögreglu
mann til að fylgjast með Gre-
gory Ballaston."
Holmes lögreglustjóri stóð á
fætur og fylgdi gesti sínum til
dyra.
„Eg lofa yður þvi, að ég
mun gera mitt bezta,“ sagði
hann. „Þetta er hvimleitt mál,
en þér getið reitt yður á, að
ég mun láta hendur standa
fram úr ermum.“
20. KAPÍTULI
„Herra Johnson," sagði Claire
Endacott. „Eg er komin til að
biðja yður að láta þetta mál
niður falla. Ekkert getur vakið
frænda minn til lífsins á ný, og
ekkert getur friðað samvizku
þess, sem mjri;i hann. Eg bið
yður, herra Johnson, að láta
þessi mál eiga sig.“
„En góða mín, athugið, hvers
þér eruð að biðja. Þér eruð að
biðja mig um að láta morðingja
frænda yðar sleppa við hegn-
ingu.“
„Já, það er einmitt það, sem
ég vil. Hann græddi ekkert á
því, og — ég er alveg viss um,
að hver svo sem hann hefur
verið, er hann ekki heill á geðs-
munum. Jafnvel á skipinu — ég
bið yður að trúa mér, herra
Johnson — var Gregory Ralla-
ston undir áhrifum þessarar
hryllilegu myndar. Allan tím-
ann hagaði hann sér mjög und-
arlega. Strax og hann var bú-
inn að láta myndina frá sér,
var hann allur annar maður.“
Herra Johnson hristi höfuðið.
tÞað er of seint,“ sagði hann.
Hvernig þá of seint ?“ spurði
gert? Og hvaða rétt hafið þér
yfirleit til að blanda yður í
þetta mál. Gregory Ballaston
ætlar til útlanda í kvöld, og
það er öllum fyrir beztu.“
„Samt sem áður er það of
seint,“ sagði herra Johnson.
„Lögreglan álítur, að hún hafi
nægar sannanir gegn Gregory
Ballaston til að taka hann fast-
hún óttaslegin. „Hvað hefið þér
an. Eg geri ráð fyrir, að hann
vrði tekinn fastur á næstu
klukkustund."
„Fantur!“ hrópaði hún. „Ó,
Gregory.“
Henni sortnaði fyrir augum.
Herra Johnson studdi hana að
legubekknum.
„Ungfrú Endacott," sagði
hann og andvarpaði. „Þetta er
óttalegt mál, en réttlætinu verð
ur að fullnægja. Morð er ófyr-
irgefanlegur glæpur. Að svipta
annan mann lífinu — hafið þér
gert yður grein fyrir, hvað það
þýðir?“
„En hvað um mitt líf!“ hróp-
aði hún. „Skiljið þér ekki? Eg
gerði mig ánægða með að sjá
hann aldrei framar. Eg skrökv-
aði um myndina, en ég elska
hann. Ef hann verður tekinn
fastur fyrir morð, þá er ég
altilbúin að drepa yður. Ann-
að hvort það eða ég dey sjálf.
Eg lifi þetta ekki af, það get
ég sagt yður! Eg lifi það ekki
af!“
Hún hallaði sér fram og byrj
aði að kjökra. Herra Johnson
þerraði á sér ennið. Ef til vill
var það löngunin til að sleppa
úr þessari klípu, sem leiddi at-
hygli hans að stóra lýklinum,
sem hékk í festi um háls henn-
ar.
„Hvað lykill er þetta?“ spurði
hann hvasst.
Hún anzaði honum ekki strax.
Hann ítrekaði spurninguna.
„Lykil?“ sagði hún með fyrir
litningu. „Hvaða máli skiptir
það? Hvernig getið þér spurt
mig um lykil, þegar svona
stendur á? Það er aðeins eitt,
sem skiptir máli — ég verð að
bjarga honum. Auðvitað veit ég
að hann gerði það, annars væri
ég hjá honum núna. Hann er
ekki slæmur. Það má ekki taka
hann æf lífi. Eg — ó, guð
minn!“
Hún fór aftur að kjökra.
„Heyrið þér nú! Eg skal gera
allt, sem í mínu valdi stendur,
þvi lofa ég, en þér verðið að
segja mér, hvaða lykill þetta
er. Eg spyr ekki út í bláinn.“
„Hann kom frá einhverjum
lásasmiðum fyrir nokkrum
mánuðiun,“ svaraði hún þreytu-
lega. „Þéir sögðu, að frændi
minn hefði látið gera hann eft-
ir öðram, síðast þegar hann var
í London.“
Hann losaði festina frá hálsi
hennar, og gekk inn í næsta
herbergi, en í einu horni þess
hafði peningaskápur verið felld
ur inn í vegginn. Lykillinn gekk
strax að, og í myrkrinu glitti
á hvítt umslag. Það var áritað
til Claire Endacott. Hann virti
það fyrir sér um stund. Svo
lokaði hann skápnum og gekk
aftur inn í bókaherbergið.
„Ungfrú Endacott," sagði
hann, „lykillinn yðar hefur
svarað spurningu, sem ég hef
lengi velt fyrir mér. Hann geng
ur að gamla peningaskápnum
hér. Hinn lykillinn var í skápn
um. Bréfið er, eins og þér sjá-
ið, til yðar. „Eg hef alltaf verið
sannfærður um, að frænda yðar
hafi tekizt fyrir andlát sitt að
þýða handritið, sem vísar til,
hvar gimsteinana er að finna.
Þetta er sennilega Iausnin."
En hún fleygði frá sér bréf-
inu1 og hefði traðkað það undir
fótum, ef hann hefði ekki kom-
ið í veg fyrir það.
„Gerið eitthvaðí" sagði hún
í bænarrómi. „Bréf! Hver kærir
sig um bréf?“
„Það er frá frænda yðar,“
sagði hann hátíðlega. Sennilega
það síðasta, sem hann skrifaði.“
Hún reif upp umslagið, og
byrjaði að lesa, fyrst með hálf-
um huga, en svo stökk hún allt
í einu á fætur og hrópaði upp:
„Lesið þér það- Lesið þér það
sjálfur!" sagði hún og greip um
hönd hans. „Lesið þér það og
segið mér, að það sé sannleik-
urinn!“
Kæra Claire,
ég fór 'til London l morg-
un og kom aftur dauða-
dœmdur maður. Dr. Francis
Moore í Hœrley Street 18 get
ur skýrt þér nánar frá at-
vikum. Þrjá mánuði ólifaða
og miklar þjáningar! Eg
held ekki. Eg bind enda á
það í kvöld. Þú verður rík
— miklu ríkari en þig grun-
ar. Erfðaskráin mín er hjá
Malcolmfyrirtœkinu. Eg hef
skipt jafnt á milli þin og
frænku þinnar. Eg lœt
fylgja með þessu bréfi þýð-
ingu á skjali, sem sýnir, ef
satt er sagt frá, hvernig
hægt er að ná gimsteinun-
um í myndunum. Farðu með
það hvernig sem þú vilt. Eg
hef engan áhuga á þvi. Eg
hefði gjarnan viljað lifa eitt
ár eða tvö hér í nágrenninu,
en ég kýs þessi endalok
fremur en langdregnar kval
ir, sem ég hef raunar þegar
fengið forsmekk af. Eg vona,
að þú verðir hamingjusöm
Ralp Endacott.“
Framhald af 3. síðu.
sýnilega gerir þau. Mjög mörg
af þessum skyndimyndum ein-
staklinga era áríðandi og nauð-
synleg. Það verður þvi að leggja
rækt við þau og fá í þau leik-
ara en ekki sviðsfígúrur éins
ólæsar og þær eru ótalandi. At-
riðið utan gullna hliðsins er svo
viðvaningslegt, klaufalegt og
frámunalega búralegt, að það
veldur hlátri, en í hópnum þar
era hortittarnir í leik og tali
svo margir að raun er að. Allt
þetta verður að skrifast á lé-
lega og kærulausa leikstjórn.
Hinsvegar sjást ýmsar skín-
andi vel unnar myndir t.d.
Ævar Kvaran i sínum gamla
sýslumannsham með tilheyr-
andi virðingu og rödd valds-
mannsins. Benedikt Árnason,
böðullinn, brá upp tilhlýðilegri
mynd af þeirri stétt, svo og
Róbert Arnfinnsson. Þá komum
við að ráðamönnum í himnariki
og lék Valur Gíslason virðulega
Lykla-Pétur og Jón Signrbjöms
son Pál postula. Sigriðnr Þor-
valdsdóttir var einkar viðfeldin
í hlutverki Maríu meyjar og
aðrir himnabúar . sluppu sæmi-
lega úr þessum hildarleik.
1 neðri og öllu fjölmennari
stað finnum við svo Gunnar
Eyjólfsson í hlutverki óvinar-
ins. Leikstjórinn mun hafa
sjálfur skapað „hefð“ í sam-
bandi við túlkun þessa hlut-
verks og gerði það skínandi
vel. Gunnar leikur nú í mjög
Ifkum stíl, en mismunurinn var
nokkur. Gunnar leggur ekki
eins mikið upp úr hinu diaból-
iska eins og fyrirrennari hans
gerði, en lævisin og lymskan
koma betur i Ijós og eðlilegar
hjá Gunnari. Gunnar hefur og
meira sviðsfas og framsögnin
var mjög blæbrigðarík. Hreyf-
ingar voru óaðfinnanlegar. 1
rauninni má segja, að engin sér
stök ,,hefð“ hafi skapazt í túlk
un kerlingarinnar og Óvinarins
síðan leikurinn var fynst sýnd-
ur. Við erum bara vön Amdísi
og Lárusi. Óvinarhlutverkið er
talsvert laust í böndunum og
leggur leikstjóra og leíkara tals
vert frjálsræði í vali. Skiljan-
legt er að leikstjórinn nú haldi
sig í heild við fyrri túlkanir,
en hver veit hvað verður. Satt
bezt sagt, þá er öll leikstjórnin
i heild eindæma kukl og óvand-
að fálm. Leikhúsgestir urðu
fyrir vonbrigðum og ekki að
vænta annars. Það eru fáir sem
gera sér ljóst, að þótt lítið fari
fyrir hinu fíngerða í verki Da-
víðs þá er það þar samt. Það
er eitt af þvi, sem gert hefur
Gullna hliðið svo vinsælt hjá
okkur. A. B.
SÖLUBÖRN
Mánudagsblaðið vantar sölubörn, sem búa
í úthverfunum.
Blaðið verður sent til heirra sem óska.
MANUDAGSBLAÐIÐ
- Sími 13975 - 13496
FRAMHALDSSAGÁ
STOLIN
GOÐ
EFTIR E. PHILLIPS
OPPENHEIM 18
4