Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.03.1966, Síða 6

Mánudagsblaðið - 07.03.1966, Síða 6
UR EINU í ANNAÐ Hve mörg verkföll? — Ella — Skattapolitíið - Innréttingar að utan — Raunir Magnúsar - Þursahlátur — Hætta fegurðarkeppnir? Það væri gaman ef ríkisstjómin vildi taka saman hve mörg verkföll og verkfallshótanir hafa verið gerð t.d. síðustti tvö velmektarárin, sennilega þau nytjamestu til lands og sjávar sem komið hafa í sögu þjóðarinnar. Þau eru orðin býsna mörg og ærið hafa þau dregið úr þeim möguleikum sem þjóðin hefur haft í þessum allsnægtum. Sannleikurinn er sá, að réttilega eða ekki hefur almenn- ingur — fylgismenn Sjálfstæðisflokksins — aldrei bölvað leiðtogum hans eins og síðustu misesri. — Something is rotten in the state of Denmark. Það er vissulega virðingarvert að flytja hingað til lands heimskunna skemmtikrafta, enda hefur margur slíkur „inn flytjandi“ grætt alþokkalegar summur á slíku tiltæki. Hitt er eins vist, að Ella Fitzgerald „trekkti" ekki eins og ætl- að var og urðu sýningar fásóttar, ekki hálft hús meðan miðaverðið var hvorki meira né minna en 450 krónur á kjaft. 900 fyrir hjón. Efa má, að jafnvel auðhjón í USA borguðu ca $ 20,00 fyrir a, hlusta á Ellu. Svona brjál- æði hefnir sín enda varð innflytjandinn að „bakka niður“ — kr. 300,00 og má vera að hann hafi bjargazt á flótta. Nú er sagt að skattalögreglan sé byrjuð að hafa sér til hliðsjónar utanferðir manna, einkum langferðamanna og þeirra sem sækja heim frægustu skíðalönd í S-Evrópu eða skemmti- og vín- og gjálífisstaði, þ.e. athafnasvæði mill- anna við Miðjarðarhaf. Eru slíkar ferðir alltíðar hjá þeim, sem bölvun nouveau riche hefur heltekið. Allmargir Islend- ingar eru á vappi þama meðan kaldast er hér heima og skattalögreglan hugsandi um þeirra heill og fjárhagslegu heilsu. Það mun fara í vöxt að húsbyggjendur íbúða fari nú að flytja inn t.d. eldhúsinnréttingar til að spara stórfé. Is- lenzki iðnaðurinn er orðinn svo ofboðslega dýr í þessum efnum að við brjálæði liggur og eru þessi viðbrögð mjög skiljanleg og sjálfsögð. Það er eitt að gapa um samkeppni og annað að standa í henni. Islenzki iðnaðurinn, undan- tekningalítið hefur treyst um of á einangrun og höft enda sýnir það sig víðar þegar um samkeppnisvörur frá útlönd- um er að ræða, kex, konfekt og annað álíka. Það eru fyr- irtæki eins og t.d. Kassagerðin, sem standast fyllilega sam- keppni, en því miður eru of mörg sem kjósa „hina leið- ina“, þ.e. höft og tolla. Það er nú farið að káma gamanið hjá Magnúsi frá Mel, því vinsældir hans hafa farið minnkandi þessa mánuði, sem hann hefur verið fjármálaráðherra. Að vísu sókst dr. Bjama að flæma Gunnar Thor út í óvinsælar ráðstafanir og sumar alveg óþarfar en nú er viðbúið að Magnús sé að komast í sömu klípu. ýmsar stéttir, sem áður fylgdu flokknum kjósa hann aldrei aftur — nema í borgarstjórn- arkosningum — og aðrar ætla sér að sitja auðum höndum á kjördag. Það væri ýmsum nær að hætta að dansa eins- konar hetjudans um minningu Ólafs Thors en reyna held- ur með lipurmennsku og víðsýni að reyna að feta í póli- tísk fótspor hans a.m.k. hvað flokkinn snertir. Dettifoss er nú á leið til Ameríku með fisk. Skipinu seink- aði um þrjá daga vegna þess, að ekki fékkst leyfi til und- anþágu um útflutningstolla, sem gengu í gildi 1. marz. Ríkisstjornin neitaði um undanþáguna svo Eimskip og út- flytjandinn S.H. ákváðu þriggja daga bið. Biðin kostar Eimskip kr. 80 þús. á dag en sparar S.H. ca 800 þús. Þetta er vist kallað á máli stjórnarinnar að vinna á sig vinsældir. Sú var tíðin að forusta Sjálfstæðisflokksins hefði ekki viljandi né af smávægilegum nánasarástæðum kosið á sig hreina óvináttu útgerðarmanna. En — eins og nú hefur skeð — útgerðin á hauk í horni þar sem Þjóð- viljinn er. Sennilega leggjast nú fegurðarkeppnir niður nema Einar Jónsson taki aftur við stjóm. Skandallinn frá í fyrra má ekki endurtakast en þetta mun þó gleðja þá Hannes á Hominu og Halldór á Kirkjubóli, sem jafnan stendur í fjósi meðan kropparnir eru sýndir hér á malbikinu og í menningunni. Gaman er þó að vita að margar þessar stúlkur hafa vakið mikla athygli á landi og þjóð, sum- ar orðið kunn model og aðrar lagt fyrir sig ýmsa sér- menntun við kvenfólk, modelskóla, snyrtingu o.fl. En keppnum þessum verður að fylgja viss agi og viss virð- ing — án þess er eins gott að hætta þeim. Sjónvarpið þessa viku Hroðalegar lýsingar á fram- komu Alsírhermanna Nauðganir, morð, svívirðingar og villimennska — Málið fyrir Italíuþingi — 60 þúsund konur svívirtar — Aldur 11—80 ára — Umræður í vest- ur-evrópskum blöðum Hryllingsgrein sú, sem hér fer á eftir, er allmjög til um- ræðu í ýmsum blöðum V-Evrópu, en nú er farið að tala meira og frjálsara um ýmsa glæpi, aðra en þá þýzku, sem framdir voru í stríðinu. Blaðið fékk þessa grein fyr- ir skömmu svo og eintök þeirra blaða, sem hún er rituð upp úr, myndir og annað. Málið er nú fyrir þingi ítala og valda kröfur þær og lýsingar allmikla athygli. Þó eng- inn afsaki stríðsglæpi og ofsóknir þýzkra þá má vel benda á að villimennskan er vart bundin einni þjóð í styrjöld og flestir muna, að frægasti rithöfundur Rússa á stríðs- árunum, Ehrenburg, gaf rússneska hernum sem sótti í Þýzkaland þá skipan, að nauðga, drepa og svívirða kon- ur og börn á öllum aldri að vild, enda varð vörn þýzkra eftir því. Eru hroðasögur af hálftrylltum Mongólum úr herjum Rússa. í Berlín ein ljótasta frásögn stríðsins. Blaðið birtir grein þessa aðeins til glöggvunar fyrir þá, sem enn í dag telja aðeins annan aðilann sekan í þess- um þætti styrjaldarinnar. — Ritstj. Sunnudagur 1600 Chapel of the Air 1630 This Is the Life 1700 Golf 1800 Disney Presents 1900 News 1915 Sacred Heart 1930 Bonanza 2030 Charade 2100 Ed Sullivan 2200 What’s My Line 2230 News 2245 „Claudia and David“ Robert Young Mánudagur 1700 Air Power 1730 To Tell the Truth 1800 Official Detective 1830 Fractured Flickers 1900 News 1930 My Favorite Martian 2000 The King Family 2030 The Danny Kaye Show 2130 Greatest Show on Earth 2230 News 2245 The Tonight Show Þriðjudagur 1700 „The Quiet Gun“ Forrest Tucker, Mara Cor- day, Jim Davis 1830 The Andy Griffith Show 1900 News 1930 The Adams Family 2000 The Red Skelton Hour 2100 Assignment Underwater 2130 Combat 2230 News 2245 The Nut House Miffvikudagur 1700 High Road to Danger 1730 Frontiers of Knowledge 1800 Salute to the States 1830 Shindig 1900 News 1930 Dick Van Dyke Show 2000 Discovery 2030 Hollywood Palace Bob Newheart, Ben Blue 2130 Voyage to the Bottom of The Sea 2230 News 2245 „12 OClock High“ Dean Jagger, Gary Merrill, Gregory Peck, Hugh Mar- lowe Fimmtudagur 1700 „The Last Bandit“ William Elliott 1830 The Big Picture 1900 News 1930 Beverly Hillbillies 2000 F.D.R. 2030 Ben Casey 2130 Bell Telephone Hour Victor Borge, Patti Page, Benny Goodman, Joan Sut- herland, Jacques d’Amboise 2230 News 2245 „Murder Among Friends“ Marjorie Weaver, John Hubbard Föstudagur 1700 Dobie Gillis 1730 I’ve Got a Secret 1800 The Third Man 1830 Shindig 1900 News 1930 Jimmy Dean 2030 Rawhide 2130 Companionship Wrestling 2230 News 2245 Telenews Weekly 2300 Around Midnight 2400 N.L. Playhouse Laugardagur 1330 Kiddies Corner 1500 Saturday Sports 1700 Language in Action 1730 G. E. College Bowl 1800 Championship Bridge 1830 Where the Action Is 1855 Chaplains Corner 1900 News 1915 Armed Forces Military Report 1930 Perry Mason 2030 Gunsmoke 2130 Twelve O’Clock High 2230 News 2245 „12 O’Clock High“ Blaðið tekur enga ábyrgð á dagskrár- breytingum. Þá tvo áratugi, sem liðnir eru frá lokum síðari heimsstyrjald arinnar, hefur almenningur um gjörvallan heim verið fræddur um aðdraganda hennar, upphaf og endi, svo o geftirköst, í tug- þúsundum bóka, milljónum blaða- og tímarita-greina, auk þess sem útvarp og sjónvarp hafa sízt látið sinn hlut eftir liggja. Svo að segja allur þessi fróðleikur hefur verið einhliða, allt hefur verið málað hvítum eða svörtum lit — sigurvegar- amir nánast taldir flekklausir englar, hinir sigruðu, einkan- lega Þjóðverjar, taldir djöflar í djöfulsmynd. Ekki getur talizt verulega á neinn hallað, þó að gizkað sé á að báðar þessar skrautmynd- ir séu álíka f jarri raunveruleik- anum. Einn snarasti og fyrirferðar- mesti þáttur ofannefndra fróð- leiksfeikna hefur verið kaflinn um „stríðsglæpi Þjóðverja", og hefur vist engum, allra sízt Þjóðverjum sjálfum, komið til hugar að halda því fram að þeir væru syndlausir, enda hafa þeir orðið að gjalda ósigur sinn dýru verði. En með tilliti til þess að þetta tröllaugna fróðleiksmagn minnist varla einu orði á aðra glæpi en „stríðsglæpi Þjóð- verja“, hlýtur hrekklaus leik- maður að álykta að Bandamenn hafi aldrei hent sá raunalega slysni, að svo mikið sem hall- ast á braut dyggða og velsæm- is. Þetta er þeim mun furðu- Iegra þegar það er hugleitt að Bandamenn voru alltaf marg- falt fjölmennari heldur en Þjóð verjar, og að í röðum þeirra voru ófáir milljónatugir komm- únista, svo og að Bandamenn notuðu skæruliða, þ.e. launmorð ingja og brennuvarga, í ríkum mæli. Þetta hefur þó breytzt lítil- lega siðustu árin. Famar eru að síast út óvefengjanlegar og staðfestar frásagnir, sem renna stoðum undir þann lúmska grun minn, að allt sé ekki annað hvort hvítt eða svart. Sokum þess að mér berast annað veifið nokkur erlend blöð og tímarit, þá hefi ég haldið nokkrum slik- um frásögnum til haga með birtingu fyrir augum, því að hvort tveggja er, að mér er fróðleiksfýsn Islendinga löngu kunn, svo og hitt, að mér er ekki síður kunnugt að fátt gleð ur hjarta alþýðu meira heldur en hrollvekjandi hraðafrásagn- ir um morð og hryðjuverk. Eg gríp þá fyrst niður í frásögn, sem að mestu er tekin saman eftir „Fria Ord“, „Folk og Land“, „Stern“ og Die Welt“, og er um: HÓPNAUÐGANTR 60.000 tT- ALSKRA KVENNA FRÁ CASSINO OF FROSINONE. Þegar brezki hershöfðinginn Alexander og franski hershöfð- inginn Juin frelsuðu Italíu í Maí 1944. SIGURLOFORÐ Frans'ki hershöfðinginn AIp- honse Juin útlistaði fyrir hin- um dökkleitu Marokkó-hersveit- um sínum á litlauðugri arabisku hið óbeizlaða dýrðarlíf, sem þeirra biði: „Þegar þið í nótt hafið drepið fjandmennina munuð þið koma í hérað, hand- an þessara fjalla, sem iðar af kvenfólki og flýtur í víni. Hers- höfðingi ykkar lofar ykkur há- tíðlega: Eftir að þið hafið sigr- að fjandmennina, tilheyra ykk- ur einum húsin, kvenfólkið og vínið í 50 klukkustundir. I 50 klukkustundir megið þið njóta lífsins eing og ykkur sjálfum einum sýnist.“ MÁLIÐ I ÞINGI Svo lítur út sem afleiðingar þesarar dagslripunar, sem gefin var út í maí 1944, muni verða ítalska ríkinu dýrar. Einn af þingmönnum Konungssinna, Al- fredo Covelli, formaður flokks- ing bar fram frumvarp í ítalska þinginu í haust, sem gerir ráð fyrir árlegum skaðabátagreiðsl- um til samtals 60.000 ítalskra kvenna, sem nauðgað var á hinn viðbjóðslegasta hátt í hér uðunum umhverfis Cassina og Frosinone. Frumvarpið gerir ráð fyrir árlegum greiðslum að upphæð fimm milljörðum líra (nálægt 350.000.000 íslenzkra króna). MAROKKÓHERMENN Alphonse Juin, franskur mar- skálkur síðan 1952 og æðsti yf- irmaður Mið-Evrópu-herafla Atlant-shafsbandalagsins frá 1953 til 1956, var vorið 1944 í sókn gegn Þjóðverjum, sem voru þá á undanhaldi' í Mið- Italíu. Hermenn hans voru að- allega Marokkó-menn — um Framhald á 3. síðu. Nýstárlegar breytingar í sjónvarpinu Þegar lesin er yfir sjónvarpsdagskráin þessa viku, er augljóst, að ýmsar skemmtilegar breytingar eru í vænd- um, og sumir gömlu þáttanna komnir aftur.Þá hafa og færzt til nokkrir þættir, og stóru „nöfnin“ í sjónvarp- inu mæta með úrvalslið listamanna, t.d. Victor Borge, Benny Goodman, Joan Sutherland og enn fleiri. Þá eru fréttamyndir, þættir um heimsmálin og enn annar fróðleikur, stórhættulegur „intelligensíunni“ okk- ar brothættu. Eru meðlimir hennar alvarlega minntir á að hætta sér ekki í of náið samband við slikt. Fyrir hina kátu æsku er svo Shindig — alltaf það nýjasta og fyrir miðaldra nokkrar myndir frá í gamla daga þegar Nýja bíó og Gamla bíó réðu hér lögum og lofum. Einn þátturinn teljum við að hvorki skemmi 60-menn- ingana né brothættu stúdentana. Það er „Champion- ship Wrestling“ — hlutlaus sýning á líkamsmennt. *

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.