Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 16.05.1966, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 16.05.1966, Blaðsíða 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 16. maí 1966 Jónas Jónsson frá Hriflu Aldamótamennt --------------, Sérsta&a íslenzkrar tungu LEIKFÉLAG KÓPAVOGS: Óbo&inn gestur Hof.: Sveinn Halldórsson. . Leikstj.: Klemenz Jónsson. Þegar Island byggðist voru hin frægu suðrænu tungumál, griska og latína dauðar tungur en með dýrmætum bókmennt- um, sem geymdust í handrit- um. Latína var þá, sem erlent mál orðin þjónn kirkju og sumra veraldlegra vandamanna. Norrænir frændur íslenzka kyn- stofnsins höfðu flætt í suður- átt yfir Italíu, Frakkland, Spán og lagt undir sig mikil lönd milli Sahara og Miðjarðarhafs- ins. Aðkomumennirnir blönduð- ust leifum hins vestrómverska ríkis og þegar sú þjóðablanda hafði notið sín til fulls risu endurfæddar þjóðir á rómvers'k- um rústum. Kemur þar víða fram svo mikil sköpunarorka að seinni tima þjóðir undrast þau stórvirki sem þá voru unn- in. Italir urðu þjóða fyrstir að grundvalla þjóðlegar bók- menntir með komediu Dantes. Var þá langt liðið frá því að Grikkir lögðu Hómersljóðin fram sem fyrsta þátt heims- bókmennta í Norðurálfu. Innan tiðar komu Spánverjar og Eng- lendingar á vettvang nýrra heimsbókmennta. Ekki létu Frakkar sinn hlut eftir liggja, Þeir höfðu öflugasta aðstöðu meðal þjóða af rómönskum stofni. Þar hafa aldrei frá upp- ha¥i endurreisnartímans, kpmið kalblettir í hinum þjóðlegu bók- menntum. Verður síðar að því ... vikið 1 sambandi við frönsku- nám Islendinga. Kemur næst að Englendingum. Var svo mikil reisn í upp- hafi hinna fyrstu ensku bók- mennta, á öld Elísabetar, að mikill fræðimaður um þann tíma fullyrðir að samtíða Shakespeare hafi. verið uppi í Englandi 300 skáld með mikla skapandi gáfu. Nú var Elísa- betartíminn afburðaauðugur af stórmennum í nálega öllum bókmenntagreinum. Innan tíð- ar varð gagnger breyting í bókmenntum ensku þjóðarinn- ar. Cromvell og Milton sköpuðu algerlega nýtt tímabil, strang- kirkjulegt þar sem-miklu þótti skipta barátta hins guðhrædda manns um útskúfun og synda- fallið, en lítt hirt um hið fjöl- breytta líf Shakespeares aldar- innar. Enn urðu þáttaskil í ensku þjóðlífi. Léttúðug og spillt yfirstétt og konungsætt tók við völdum í landinu. Þá voru bókmenntastórverk Elisa- betaraldarirjnar og Cromvells gleymd og grafin um stund. Loks kom þriðja andlega tíma- bilið í Englandi. Úrkynjunar- öldin var nú að mestu gleymd en snilliverk Shakespeare og Miltons hófust aftur til rétt- mætrar viðurkenningar í bók- menntum þjóðarinnar. 1 raun og veru höfðu liðið margir ára- tugir þannig í enskri sögu að hið mikla skáld var að mestu sniðgengið af leiðtogum þjóðar- innar. Kom hér í ljós það sem ótrúlégt má þykja, að andlegt líf hámenntaðrar stórþjóðar getur ef svo má segja slitnað sundur ef ekki er nógu vel | gætt dýrmætra verðmæta. Nú kemur röðin að frænd- þjóð íslendinga Þjóðverjunum. Þó að mikill sé stærðarmunur þjóðanna hafa þýzkir fræði- menn löngum stutt Islendinga í menningarbaráttunni. Reyndi allmjög á það á öld Jóns Sig- urðssonar og stundum endra- nær en ekki hefir málgeymd þeirra heima fyrir ætið verið svo vakandi sem skyldi. Lúther gerði tungu sína að bókmennta- máli með biblíuþýðingu sinni. Það var mikið afrek, en því var ekki um langa stund sinnt eins og málefni stóðu til. Kynslóðir liðu. En erfingjar Lúthers gæftu ekki móðurmálsing sem skyldi.- Friðrik mikli Prússa- konungur var samtíðannaður Skúla fógeta og talinn einn skarpvitrastur sinna samlanda og samtíðarmanna. Hann neit- aði að viðurkenna þýzkuna sem móðurmál og að hana ætti að þjálfa sem menningarmál. Þess vegná talaði og ritaði hinn ris- mikli konungur á frönsku, því að sú tunga. var þjálfuð til langra átaka. Þetta var áfall fyrir þýzkuna en þjóðin var fjölmenn, gáfuð í bezta lagi og sigursæl í át.ökum. Kynslóðin sem erfði hinn mikla herkon- und sýndi og sannaði að hon- um hafði mjög yfirsézt í móð- urmálsdómi sínum. Risu nú í Þýzkalandi ódauðleg stórskáld. Goethe, Schiller og Heine svo ekki séu fleiri nefndir. Heim- spekingar og snillingar í flest- um vísindagreinum gerðu þýzku eitt af höfuðtungumálum hins menntaða heims. Norðurlöhdin, Svíþjóð, Dan- mörk og Noregur, týndu öll forntungu norrænu þjóðanna og svignuðu undan áhrifum stór- þjóðanna einkum Þjóðverja og Frakka. Svíar og Danir fylgdu í spor Lúthers og gerðu mál almennings í landinu að kirkju- og ritmáli. Sú biblíuþýðing varð undirstaða ritmáls þessara frændþjóða. Norðmenn höfðu lengst haldíð i tryggð við nor- rænt mál, en nú fékk þjóðin frá Danakonungi danska biblíu. Þegar kirkjumálið var orðið dönsk tunga slitnaði brúin milli íslenzkrar og norskrar tungu. Þegar rómantísku skáldin í hinum stóru löndum álfunnar lögðu bókmenntir álfunnar undir veldi sitt gekk samtímis mikil vakningaralda yfir Norð- urlönd. Eiga norrænu þjóðirnar á meginlandinu Danir, Norð- menn, Svíar og Finnar miklar snillibókmenntir frá þeim tíma, hver á sínu móðurmáli. Islend- ingar fylgdust með' og ortu ó- dauðeg ljóð á þúsund ára nor- rænu. En hér var önnur að- staða. íslendingar voru eina þjóð álfunnar sem áttu í fullri fágun og stælingu algerlega sjálfstætt fullræktað og tamið móðurmál frá þeim tíma þegar Karlamagnús réði löndum suður í álfunni, þar sem dauð- ar timgur geymdu gömul og verðmæt handrit, ,þar sem fólg- in var viZka og speki fomþjóð- anna, en kringum hinn fræga keisara vom tungur fólksins allar tómt brotasilfur. Þar var Framhald á 8. síðu. S.l. mánudagskvöld frum- sýndi Leikfélag Kópavogs nýtt gamanverk eftir óþekktan höf- und, Svein Halldórsson, er nefn ist „Óboðinn gestur“. Sveinn reit verkið fyrir allmörgum ár- um og var það sýnt vestur á landi en síðan sett í skúffu unz L.K. ákvað að taka það til sýn inga í tilefni 75 ára afmælis Sveins, sem verið hefur einn aðalmaður L.K. og komið við leiklistarsögu okkar nær alla ævi. Gamanleik sinn byggir höf- undur á atviki, sem skeði hér í Reykjavík fyrir rúmum aldar- fjórðungi, en þá slapp vistmað ur af Kleppi og tók sér ból- festu í sumarbústað meðan hann var laus. Var smávegis ritað um þetta í blöðin á sínuni tíma og skop gert að. Er því sýnilegt, að hér er talsvert efni í gamanþátt, ef vel er úr unnið og ímyndunaraflinu gef- inn laus taumur. I upphafi mun leikþáttur þessi hafa ver- ið enn skemmri en nú (sýning- artími með hléi er innan við tvær stundir) en höfundur hef ur bætt inn í smellnum gaman- vísum, ástarsöngvum og aukið við samtölin nokkuð, eins og séð verður á terta. Sveinn hefur unnið léttilega ur verkefni sínu, þótt viða, eins og hann sjálfur hefur látið í ljós, sé nokkuð lauslega beisl- aður gæðingurinn, en hann hef- ur sýnilega auga fyrir hinu gamansama og, einkum í seinni þætti, ,koma fyrir allsnjöll sam- töl, tilsvörin hnyttin og lipur. Eins og margir af eldri leikur- um okkar, þeim, sem fengizt hafa við að setja saman stutta þætti, tækifærisþætti, ef svo má segja, vill skína í gegn, að þeir hafa vissar „týpur“ í huga þeg- ar þeir semja verk sitt. Er þetta' í talsverðu samræmi við gömlu reviuhöfundana, sem sömdu verk sín með vissa leik ara í huga, leikara, sem skópu þær gamanpersónur, sem borg- arbúar þekktu gjarna — gömlu sveitamennina, hreppstjóratýp- urnar, yfirvaldið almennt, aul- ana úr kaupstaðnum o. s. frv. Nú er orðið öllu erfiðara að fylla þessi gömlu „standard" hlutverk. Leiklistin hefur breytzt og kröfur orðnar aðrar. fyndnin meira „modeme" en áður, hvort heldur til góðs eða ills. Leikstjórinn er af nýja skól- anum í þessum efnum en hefur gamla skólann til að vinna úr. Ekki tekst Klemenz Jónssyni að vinna þetta að fullu því per sóbur hans passa ekki alveg í hlutverkin, . fylla ekki út í þröngan ramma höfundar að undanskildum þrem leikendum. Gallinn er sá, að leikstjóra, sem unnið hefur að flestu sam- vizkulega, tekst klaufalega í vali aðalleikenda en sk'ínandi vel í öðrum hlutverkum ef mið- að er við þann efnivið sem úr er að velja. Þá er gallinn sá, óafsakanlegi, að hjá hinum sömu gætir kunnáttuleysis, sem er því bagalegra sem þeir eru einir á sviði þegar ógæfan dyn ur yfir. Geir, Kleppsmann, leik- ur Theodór Halldórsson, af mik illi innlifun en minni sannfær- ingu. Hann kunni fremur lítið, sönghæfileikinn er takmarkað- ur en hreyfingar helzti ýktar, þótt liprar séu. Þá sást aldrei að hann væri „skrítinn" virtist reyndar bera af öllum hinum í þeim efnum. Auður Jónsdóttir, læknisfrúin, slapp miklu betur úr hlutverki sínu, lék eðlilega með góðum svipbrigðum og hæfilegum tilburðum. Guðrún Hulda Guðmundsdóttir, vinpu- kona, söng fallega en ívið há- tíðlega, lék snoturlega en alls ekki meira. Júlíus Kolbeinsson, Feilan læknir, hreyfði sig vel, en ekki aðeins „gataði“ heldur var framsögnin öll hinn mesti óskapriaður, viðvaningsleg og óeðlileg í hæsta máta. Sigurð- ur Jóhannsson, bílstjórinn, gerði hæfileg skil hlutverki, sem krafðist lítils, er laglegur maður með þokkalega rödd. Það var Gestur Gíslason, Jón vinnu- og leitarmaður frá Kleppi, sém ,,átti“ kvöldið. Var þar snilldarlega vel valið í hlut verk og Gestur ekki seinn að nýta það sem bezt. Framkoma hans, talsmáti allur og tilburð- ir voru áberandi beztir, hreyf- ingarnar, endurtekningár og innborinn aulaháttur komu svo snilldarlega í Ijós, að hann bar af öllum öðrum. Höfundurinn lék þar Pétur aðstoðarleitar- mann o gsýndi skemmtilega per sónu og ekki var lélegri hlut- ur Bjöms Magnússonar, Páls, sem þarna lék skínandi vel einskonar Jóns-sterka-rullu og skóp skemmtilfega persónu. Tjöldin voru í stuttu máli hin herfilegustu, bæði sköpun og málning. Hér er á ferðinni skemmtileg ur en gloppóttur gamanleikur, sem gæti ,verið enn betri skemmtun ef vanari menn og betri typur væru um borð. Höf undurinn hefur sjálfur sairiið skínandi skemmtilega gaman- söngva en hefði mátt hefla bet- ur fyrri þáttinn, skeyta saman atburðarásina þannig, að ekki væru um of margir lausir end- ar. 1 leikslok klöppuðu áhorf- endur höfundi geysilegt lof í lófa, bæjarstjórinn, Hjálmar Ölafsson, þakkaði Sveini störf hans í þágu leiklistarmála Kópavogs. Barst honum fjöldi blóma en áhorfendur klöppuðu hann upp og stóðu úr sætum sínum, hrópuðu húrra og þakk aði hinn aldni listamaðuiTgést- um fyrir sig hrærðum huga. Er vissulega bæði Ijúft og skylt að þakka þessum gamla braut- ryðjanda vel unnin störf í þágu leiklistarinnar á Islandi og óska honum hins bezta á ókomriúm árum. A. B. Aug/ýsfö i Mánudags- blaðinu Sjónvarpskaupendur athugið að hin heimsfrægu PHILIPS sjónvörp eru fyrir bæði kerfin. Mikið úrval af 19 — 23 — 25 tommu sjónvarpstækjum. Bjóðum 19 v- 23” sjónvörp með aðeins 2000,00 kr. útborgun. Sérfræðingur frá PHILIPS sér um viðgerðarþjónustu. Véla- og Raftækjaverzlunin hJ., Bankastræti 10 — Sími 12852-

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.