Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 16.05.1966, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 16.05.1966, Blaðsíða 4
I" Mánudagsblaðið Mánudagur 1G. maí 1966 Kemur út á mánudögum. Verð kr. 10.00 í lausasölu. Áákrifenda- gjald kr. 325,00. Sími ritstjórnar: 13496 og 13975. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Auglýsingasími 13496. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Borgarstjórinn og rugluð andstaða Um næstu helgi eru borgarstjórnarkosningar. Lít- ill vafi leikur á því, að þar mun Sjálfstæðisflokkur- inn bera sigur af hólmi, mjög verðskuldaðan sigur þegar litið er á málin með sanngirni. Undanfarnar vikur hefur svokölluð andstaða borgarstjórnarmeiri- hlutans haldið uppi áróðri og skrumyfirlýsingum í garð ríkjandi borgaryfirvalda. Vissulega er gagn- rýni ætíð góð og gild, en mikið er undir því komið hvernig gagnrýnt er. Gallinn við gagnrýni andstöðuflokkanna í borg- arstjórn er einfaldlega sá, af hendi valdaliðs Fram- sóknar byggist hún á óstöðvandi hatri Eysteins og liðs hans jafnframt sem betri mönnum þess flokks er meinað að koma sínum skoðunum á framfæri. Hvað kommúnista snertir er ekki um gagnrýni að ræða né heiðarlega pólitíska andstöðu, heldur bygg- ist allt hennar starf á takmarkalausum og hóflaus- um kröfum, sem vitað er að útilokað er að full- nægja, nema með þvílíkum drápsklyfjum á Reyk- víkinga að efa mætti að allur almenningur stæði undir þeim. En svo er jafnan um kommúnista að þeir þróast ekki nema öngþveiti eða hallæri sé fyr- ir dyrum, því vá er vítamínsprauta öreigaflokksins. .fmislegt má finna með sanngirni að starfi meiri- hlutans, sem nú ræður borginni. En hitt verður líka að viðurkenna, að við Reykvíkingar höfum aldrei búið við meiri framkvæmdir og almennari velmeg- un en nú. Það þarf ekki annað en ganga um borg- ina til aðsjá hvernig framkvæmdir og stórhugur — jafnvel of mikill stórhugur blasir við. Sannleik- urinn er og sá, að allt þetta er þegar öllu er á botn- inn hvolft, raunverulega „one man show'' beinlín- is verk Geirs borgarstjóra, því lítið hefur kveðið að liðsmönnum hans á síðasta kjörtímabili, nema það, að þeir hafa kosið að fylgja foringja sínum nær umtölulaust'. Borgarstjórinn hefur hrint fjölda gagnmerkra verka í framkvæmd, öllum borgarbú- um til aukins hagræðis, heildinni mjög í vil. Andstöðuflokkarnir hafa, líkt og sænsku komm- arnir, haft upp á ekkert að bjóða nema slagorð, innantóm, og persónulegar svívirðingar í garð borgarstjórans. Honum er jafnvel kennt „aflaleysi" og hækkun fiskverðs, framkvæmdaleysi og tómlæti almennt um hag borgarinnar. Ekkert e.r fjær slík- um ásökunum, enda ota kommar fram óreyndu stelpuliði, fantasískum öfgamönnum á Moskvulín- unni, sem sækja stefnu sína á rússneska sendiráðið. ^^mmmmmmmwmmm____■__mmmm KAKAU SKRIFAR: I hremskilni sagt Ræfladýrktin og framfærsla — Ósvífniskröfur eða nauðsynjar — Það al-dýrasta — Sjónvarp og fátækt — Slagsmál og slark á kostnað borg- arbúa — Mál að linni — Dæmið í Alþýðublaðinu og sannleikurinn — Gagnrýni og mærð — Langhundar og sjálfsaðdáun — Vandasöm atvinna Ekkert sýnir betur, hve ó- lánlega er fyrir okkur kom- ið í opinberum málum en hið mikla „uppsláttarefni“ Alþýðublaðsins um barna- konuna, sem átti heima í köldum kofa, barmaði sér og grét fyrir framari blaða- manninn, en gleymdi að geta ástæðunnar til þess, að hún bjó í kofaskriflinu ásamt bömunum. Það upplýstist að höfuð- staðurinn, hræddur að venju við kjökurkerlingavælið, hafði boðið umræddri konu sæmilegt húsnæði á hita- veitusvæðinu, að vísu í timb urhúsi, eins og margir efn- aðir borgarbúar láta sér nægja. Konan, orðin vön hinni viðurstyggilegu dekst- urspólitík borgaryfirvalda, neitaði með öllu að flytjast í svo ófínt húsnæði, en krafð ist þess, að sér væri „gefin“ nýtízku íbúð, hreint út sagt. Lýsti yfir, að borgarbúar skulduðu henni húsnæði, svo og börnum hennar. Ekkert sýnir Ijósar hina háskalegu linkind hins opinbera gagn- vart ýmsu fólki, sem hér er á framfæri. Víst má telja, að hér eigi sómakona í hlut. Hins vegar er létt verk að benda á fjölmennan rumpu- lýð, sem borgaryfirvaldið heldur uppi í húsnæði, sem er alltof gott fyrir það, enda nýtur þessi lýður sín ekki fyrr en hann er búinn að rífa og skemma í kringum sig, unz borgaríbúðin er komin, þótt ný sé, í sama horfið og þessar rumpur kunna bezt við sig í. Það er tízka nú til dags í þessu þjóðfélagi, sem býr við beztu kjör, sem þekkjast í veröldinni, áð styrkja og hlú að fullhraustu fólki, dekra við drykkjulýð og ó- nytjunga, seín til borgarinn- ar rekast og kaupa sér frið við þá með allskyns styrkj- um og aðstoð. Kaupmenn vita og segja fullum fetum, að ávísanamiðar á vörur, sem framfærslufólkið fær, séu ætíð afgreiddir — að beiðni þurftarfólksins — með dýrustu tegund varn- ings, hvort heldur er skór, föt, eð*. önnur þarfindi. Borgin er að fyllast af ó- þurftarlýð, sem hér liggur á opinberum styrkjum og heimtar æ meira og meira. Vitanlega er hér ekki um alla styrkþega að ræða, held ur mjög fjölmennar undan- tekningar, sem færast nær þeirri skoðun að Reykjavík sé þeim skuldbundin, eins og dæmið að ofan um konuna sýnir. Heimtufrekjan er orð- in óþolandi og skylda borg- arstjóra, að kosningum lokn um, að keyra þennan lýð í sæti sitt, svo hann hafi sig í hófi. Það er dálítið spaugilegt, og þó fremur 'úumkvunar- vert, sem Alþýðublaðið, Þjóðviljann og jafnvel Tím- inn hafa að segja um þessa vesalinga, fátækt þeirra og harðneskjulegt líf. Bent er á þá fáu „kofa“, sem enn eru í borgarland- inu, birtaí* myndir af ræksn- um þessum. Gleymt er auð- vitað að minna á þau fjöl- mörgu drykkju- og slags- mál, sem þama loga daga og nætur, óg enn er því gleymt, jafnvel af Þjóð- viljamönnum, að þurfafólk- ið þarna býr þó við sjón- varp og annan óhollan lúx- us, sem eflaust kostar nokk- um pening. Það er sjálfsagt að styrkja þá, sem styrki þurfa. En hitt er jafn vit- laust og hættulegt, að hjálpa hverjum endemismanninum á fætur öðrum, bara vegna þess að hann hefur rekizt hingað til borgarinar eða jafnvel hætt að vinna og sagt sig á „bæinn“. Þessi fá- dæma linkind er ekki annað en bmðl með opinbert fé, bruðl, sem bograrstjórnin má á engan hátt leyfa sér. Það væri ekki úr vegi að at- huga gaumgæfilega, hverjir af þeim, sem sitja og heimta, eigi í rauninni nokkurn rétt á opinberri framfærslu. Það væri ekki úr vegi, að borg- arstjórinn sjálfur athugaði úttektarmiðana þeirra og þær vörar, sem hann greiðir fyrir í nafni gafmildra borg- arúa. Óvíst er um, að GeLr, þótt hann persónulega sé vel efnaður maður, myndi sjálf- ur veita sér þann lúxus, sem þurfalingar hans og landset- ar okkar leyfa sér. Nei, við skulum bíða svo- lítið enn, áður en hent verð- ur opinbera fé í klæði og húsaskjól handa fólki, sem liggur í ómennsku slagsmál- um, jafnvel hálf- ef ekki al- drepur hvort annað í hinni miklu sæluvímu sem hið ljúfa líf, á kostnað okkar, veitir þeim. ★ Eg var að lesa ritdóm í Morgunblaðinu. Það er oft gaman að lesa ritdóma, eink um ef taka má mark á þeim. Þessi ritdómur er um nýút- komna ljóðabók, ágæta ljóða bók, skrifaða af viður- kenndu, ungu ljóðaskáldi og, ritstjóra. En það er ekki Ijóðið, sem mig langar að rita um, heldur er það mærð in — þennan aðal íslenzkra ritdómara, langhundarnir, sem taka upp síðu eftir síðu, í literatúr blöðum okkar. 1 þetta skipti virðist manni í fljótu bragði, að, þótt gagn rýnandinn minnist oft og lof samlega á ljóðskáldið, þá sé hann í rauninni miklu hrifn- ari af sjálfum sér, ritsnilld sinni og djúpri hugspeki. Hann stiklar að vísu á ýmsu varðandi skáldið sjálft, seg ir það sem kallað er „alkunn sannindi“ en hverfur æ ofan í æ að kjamanum, sem er ekki annað en — óbeint — „er ég ekki snjall og sneð- ur? — ha?“ Það er leitt, að gagnrýnendur skuli þurfa svona mikið málskrúð í kringum eina bók. I erlend- um bókmenntaritum, sem gagnrýna heimsfræg skáld, stórverk eftir og um heims- fræga menn, er allt gert til að vera stuttorður en kjarn- yrtur. Hér er endalaus mærð, endalaust snakk um óskylda hluti, eins og þeg- ar leikgagnrýnendur eru að birta ævisöguatriði manna eins og t.d. Shaw eða Mill- ers, Hemingways eða ann- arra risa á því sviðinu, og bæta síðan hálfri leikskránni við. Gagnrýni á fyrst og fremst að lýsa skoðun gagn rýnandans, byggðri á dóm- greind hans sjálfs, en ekki svo mjög lærdómi hans með „sítöt“ í þæri bækur, eða rit sem HANN hefur lesið eða gluggað í. Það er nefnilega dálítil kúnst að skrifa gagnrýni, miklu meiri kúnst en obbinn af gagnrýnendum okkar ger ir sér ljóst. Það er leitt að vita til þess, að Framsókn, að skipan Eysteins, heíur haldið uppi algjörlega á- byrgðarlausri gagnrýni á rekstur borgarinnar. Full- trúum flokksins hefur verið beinlínis bannað að við- urkenna nokkurn skapaðan hlut sem vel er gerf, heldur er farið í titlingaskít til að leita uppi bar- áttumál, sem raunar eru borgarstjórninni algjör- lega óviðkomandi. Þetta er því svívirðilegra, sem þessum árásum er ekki stjórnað af fulltrúum flokks- ins í borgarstjórn, heldur af blindu hatri Eysteins Jónssonar í garð Reykvíkinga og málefna þeirra.. Öllu er fórnað til að koma öngþveiti og úlfúð af stað. Um "krata er ekkert að segja. Flokkurinn er mál efnalaus, hefur reyndar ekki annað í huga en að Öskar verði aðsioðarborgarstjóri; vissulega verður svo að minnast á hitt baráttumálið, kerlingarraun- irnar miklu. (Sjá Kakala). Það er sannarlega góðs viti þegar gagnrýni er við höfð. En þegar litið er á gagnrýni þá, sem and- staða borgarstjórnarmeirihlutans hefur fært fram, þá sjá allir, að hag Reykvíkinga: er enn sem komið er bezt borgið í höndum Geirs Hallgrímssonar og liðs hans. Borgarstjórinn er vissulega ekki óskeik- ull, en hann er það bezta sem völ er á, og Reykvík- ingar vilja ekki skipta um. né breyta hlutföllunum meðan andstaðan svokölluð hefur ekki upp á ann- að að bjóða en almenna upplausn, hrossakaup, úr- ræðaleysi og brjálæðislegar kröfur hálfvitlausra ungmenna. Kaupmenn og kaupfélög / Fyrirliggjandi: Fallegt úrval af hvítu og niislitu silkidamaski. Kr. Þorvaldsson & Co. heildverzlun, Grettisgötu 6 — Símar 24730 og 24478.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.