Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 16.05.1966, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 16.05.1966, Blaðsíða 8
ÚR EINU í ANNAÐ Jæja, nú fara skólaslitin að nálgast og útvarpshlust- endur um land allt géta farið að hlakka til þess að heyra þulina skýra frá hvaða skólastjóri sagði þetta, hver fékk hæsta einkunn og hver var verðlaunaður í hvaða smá- skóla, sem um getur. Þetta eru með hvimleiðustu frétt- um, auk þess, sem þær eru venjulega fluttar á bezta út- varpstímanum, einmitt þegar útvarpið ætti að kappkosta til þess, að hafa bezta efnið sem völ er á. Smáborgara- semin tröllríður enn stofnuninni og er tími til kominn, að efnisflutningi sé raðað eftir tíma, þ.e. þeim tíma, sem út- varpið nær til flestra en byggja ekki alla starfsemina á auglýsingalestri. Svo tala þessir menn um ómenninguna í öðrum löndum og auglýsingaskrumið þar. Blesugrófin og Vatnsveituvegurinn eru einu og fjölförn- ustu reiðvegir Reykvíkinga á vetrum. Svo hefur til tekizt að brautir þessar eru jafnframt bílabrautir og mikið eki? um þær einmitt á sama tíma og hestamenn eru fjölmenn- astif á ferð, um helgar. Bkki er hægt að banna bílaeig- endum umferð en lögreglan gæti þó sýnt sig á vegunum og hugað að þeim ökuföntum, sem beinlínis ,,blússa“ fram hjá hestunum, flauta og djöflast svo stórslys getur af hlotizt. Lögreglustjórinn gerði vel, ef hann léti einn eða tvo eftirlitsmenn aka þarna um og hafa eftirlit, því litlu munar oft, einkum nú í síðari tíð, að illa fari. Það er sannarlega raunalegt að hið nýja hótel Loft- leiða, sem í alla staði er snilldarlega og smekklega úr garði gert skuli, sennilega að fyrirsögn forstjóra síns, selja mat þar með svívirðilegri álagningu. Það er Þor- valdur í Síld & Fiski, sem enn stendur fyrir að selja hótel mat með óheyrilegu verði, og er skemmst að minnast veru hans á Hótel Sögu, þar sem verðið var margfalt miðað við önnur veitingahús. Úrvalið er lítið, aðeins einn rétt- ur á matseðli, mest tveir. Það er gaman að þessu kerfl okkar í samkeppninni, einn maður rekur tvö hótel, á ann- að en ekki hitt og svo matstað að auki. En vissulega er það rétt, að maturinn hjá Loftleiðum sé þriðjungi dýrao en t.d. í Grillinu. . » , „ , ' Skyldi nokkurn tíma að því koma, að strætisvögnum yrði beint af götum eins og t.d. Laugaveginum? Nú er svo komið, reyndar fyrir löngu, að umferðarteppan við Laugaveginn orsakast aðallega af þessum stóru, þungu vögnum, sem stoppa við aðra hverja þvergötu. Þetta er óviðunandi ástand og ætti umferðarnefndin að breyta því hið fyrsta. , í öllum áróðri Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosn- ingunum er spaugilegast að heyra ýmsar hinar „krass- andi“ fyrirsagnir, sem hafðar eru eftir borgarstarfs- mönnum íhaldsins. Mesta kátínu vakti þó s.l. fimmtudag er sjálfur yfirborgarverkfræðingur lét hafa eftir sér: „Samvinnan við borgarbúa sérstaklega ánægjuleg". Hvort Gústaf hefur samið þessa gamansetningu sjálfur eða blaðamaðurinn, þá er hún jafn neyðarleg, þvi allir vita, að undantekningarlítið er Gústaf ekki aðeins með hroka- fyllstu starfsmönnum borgarinnar, heldur bæði einráður og ósamvinnuþýður og lætur sig aldrei skipta óskir ann- arra. Margir munu minnast þess, að einn af frambjóðendum Sjálfstæðismanna, herra Styrmir, er algjörlega andvígur þvi, að við fáum að kíkja á erlent sjónvarp. Það er ó- skiljanlegt hvað Geir er að gera með pilt þennan á listan-* um og máske væri ekki úr vegi, að menn minntust þess- arar afstöðu Styrmis með því að strika hann út. Vissu- lega verður Styrmir ekki felldur, en hinsvegar var það alls ekki ósk Sjálfstæðismanna, að stefna einstaklinga á listanum yrði mörkuð af tengdafeðrum þeirra, eins og þetta afstyrmi, sem nú óskar eftir „góðu veðri“ af hendi kjósenda. Ekkert sýnir gleggra hið innantóma skvaldur barna verndarnefndanna en myndir þær, sem eitt af vikublöð- unum birti nýlega úr næturlífi höfuðstaðarins. Myndimar sýna nákvæmlega hvemig ástandið er, en pappírsnefnd- imar kynnast því aldrei vegna þess eins að meðlimir þeirra era of fínir til að sækja þessa staði og skoða hið raunveralega ástand. Það ber því að taka þvi varlega þegar sumar af þessum „heiðurskonum" og „mönnum“ gefa út mærðarplögg sín um hve .vel.þau vinni að heill unglinga höfuðstaðarins. Sjónvarpið þessa viku Sunnudagur 1600 Chapel of the Air 1630 Golf 1730 This Is the Life 1800 Disney Presents 1900 News 1915 Sacred Heart 1930 Bonanza 2030 News Special 2100 Ed Sullivan Gestir: Nancy Sinatra, Gary Lewis & Playboys, Petula Clark 2200 What’s My Line 2230 News 2245 „Blood Arrow“ Scott Bra- dy, Phyllis Coats Mánudagur 1700 Air Power l 1730 Battle Line ' 1800 Official Detective 1830 Bobby Lord Show 1900 News 1930 My Favorite Martian 2000 To Tell the Truth 2030 Danny Kaye 2130 Greatest Show on Earth 2230 News 2245 The Tonight Show Gestir Jack Palance, Ge- íorge Kirby, Shari Lewis Þriðjudagur 1700 „Dragonwyck“ Gene Tier- ney, Vincent Pricé, Walter Huston 1830 The Andy Griffith Show 1900 News 1930 The Addams Family 2000 The Red Skelton Hour 2100 Assignment Underwater 2130 Combat 2230 News 2245 Lawrence Welk Miðvikudagur 1700 Salute to the States Georgia 1730 Discovery 1800 Ted Mack 1830 Danny Thomas 1900 News 1930 Dick Van'Dyke Show 2000 Coronado 9 2030 Hollywood Palace 2130 Voyage to the Bottom of The Sea 2230 News 2245 „Les Miserables" „Vesaling arnir“ eftir V. Hugo. Char- les Laughton, Frederic March ' Fimmtudagur 1700 Sjá sunnud. kl. 11 1815 The Christophers 1830 The Big Picture 1900 News 1930 Beverly Hillbillies 2000 Biography 2030 Ben Casey 2130 Bell Telephone Hour 2230 News 2245 „Step Child“ Brenda Joyce, Donald Woods FÖstudagur 1700 Have Gun Will Travel 1730 I’ve got a Secret 1800 Third Man V 1830 A.F. Information Film 1900 News 1930 Candid Camera 2000 Jimmy Dean 2100 Rawhide 2200 Redigo 2230 News 2245 Greatest Fights 2300 Sjá þriðjudag kl. 5 Laugardagur 1330 Kiddies Corner 1430 Sports Spectacular Skautahlaup, veðreiðar o.fl. 1600 Communism 1615 Social Security 1630 Visit with a Sculptor 1700 Where the . Action Is 1730 G.E. College Bowl 1800 Championship Bridge 1830 Encyclopedia Britannica 1855 Chaplains Corner 1900 News 1915 Air Power 1930 Perry Mason 2030 Gunsmoke 2130 The Lieutenant 2230 News 2245 Telenews Weekly 2300 The Dean Martin Show Gestir: Ethel Merman, New Christy Minstrels 2400 „Hell on Devil’s Island" Helmut Dantine, Jean Willes Stríðsglæpir bandamanna X Blóðsunnudagurinn í Blomberg Um sextíu þúsund Þjóðverjar myrtir! Póllökkum þurfti ekki að kenna — Höfðu þjálf- un allt frá 1918 — „Berjum alla, alla Þjóðverja í hel, í hel!" — Voru á undan Ehrenburg. Enda þótt enginn íslenzkur dagblaðamörður eða útvarps- kommi þekki neitt fegurra dæmi um mildilega réttsýni, djúpstæða lögvizku og frábæra dómsnilld, heldur en Stalin/ Roosevelt-gálgasmiðjuna, sem Bandamenn ráku árin 1945— 1946 á lýðræðislegum samvinnu grandvelli í Niirnberg að stríði sínu loknu, þá er þó drjúgur tími síðan mikill fjöldi lærdóms og fræðimanna víðs vegar um hinn menntaða heim tók að vekja athygli á því, hvílíkt hyl- dýpisníðingsverk þar var fram ið gegn samvizku og réttlætis- kennd mannkynsins. Sýndarrétt ahhöldin, sem Sovétstjórnin starfrækti í Moskvu á árunum 1936—1938 og Halldór Kiljan Laxness hreifst svo mjög af, vora hreint englaspil í þeim samanburði, en voru þó sú fyr- irmynd, sem Stalin/Roosevelt- dómstóllinn tók sér, enda að mestu starfræktur af sömu mönnum og fyrir sömu hags- muni, og alveg ótvírætt í anda Lord Vansittarts og Ilja Ehr- enburg; frumkvöðuls og höfuð- hvetjanda ægilegustu glæpa- verka og milljónamorða mann- kynssögunnar. Stalin/Roosevelt-dómstóllinn náði tilgangi sínum: Blygðpnar laus morð undir yfirskini göf- ugra fyrirheita. Einn hinna dómmyrtu var Julius Streicher, útgefandi „DER STÚRMER", er var heimsþekktur kommún- istahatari og víðkunnur fyrir andúð sína á Gyðingum. Hann hafði ekki haft neitt embætti í Þr'iðja ríkinu og var í ákaflega litlum metum. M.a. hafði Bald- ur von Schirach, æðsti leiðtogi Hitler-Jugend (Hitlers-æskunn- ar) lagt blátt bann við að með- Iimir hennar læsu „DER STt)RMER“. Julius Streicher var því líflátinn fyrir ritstörf. Skelfilegasta setningin, sem hann var sakfelldur fyrir og hafði skrifað í febrúar 1944, var þannig: „En sérhver sá, sem hagar sér eins og Gyðing- ur, er óþokki, glæpamaður. Og sá, sem hyggst feta i slóð hans, verðs'kuldar sömu endalok, tor- tíminguna, dauðann.“ (Heyd- ecker/Leeb: DER NÚRNBER- GER PROZESS, Kiepenhauer & Witsch, Köln . Berlin, 1960, bls. 581). Rudolf Hess, sem helzt hafði unnið sér það til óhelgi, að tak asi á hendur lífshættulega för til Englands í stríðsbyrjun til þess að reyna að koma á friði og sat í fangelsi til stríðsloka, var dæmdur i ævilangt fangelsi. Svipað má segja um flesta þjáningabræður þeirra Streich- er og Hess, enda segir hinn heimsfrægi brezki sagnfræðing ur og prófessor A. J. P. Tay- lor: „Málskjölin voru ekki ein- göngu valin úr til þess að sýna stríðssekt hinna ákærðu manna, heldur til þess að draga fjöður yfir stríðssekt ákæruríkjanna. .... Dómurinn var fallinn þeg ar áður en réttarröldin hófust. .... Þau (þ.e. dómsskjölin. Inn skot mitt) voru lögð fram til •þess að renna stoðum undir nið urstöðu, sem þegar hafði verið ákveðin." („THE ORIGINS OF THE SECOND WORLD WAR“, London, 1961, bls. 13.) Fyrirlitning allra heilbrigt hugsandi manna með óspillta sómatilfinningu á Stalin/Roose- velt-réttvísinni er nú orðin slík, að þegar sagt er: „Hann var hengdur í Nurnberg," þá hljóm ar það í eyram manna líkt og þegar segir um örlög djarfs veiðimanns eða stórhuga land- könnuðar: „Hann hætti sér of langt inn í framskóginn og var rifinn á hol af villidýrum eða étinn af mannætum.“ Jafnvel aðalákærandi Breta við „rétt- arhöldin“, Sir Hartley Shaw- cross, virðist hafa fengið snert af sómatilfinningu; sbr. MÁNU DAGSBLAÐŒÐ, 25. apríl 1966 og STERN, 6. febrúar 1966. Robert H. Jackson, aðalá- kærandi Bandaríkjanna í Niirnberg, í inngangsræðu sinni 21. nóvember 1945: „Leyfið mér að taka skýrt Sambandið Framhald af 1. síðu. fyrirtækinu eru bannaðar blöð- unum og reynt að fara með málið með mestu leynd. Við get um fullyrt, að Morgunblaðinu og þá auðvitað Sjálfstæðis- flokknum er málið vel kunnugt en vill ekki og sennilega GET- UR ekki birt neitt um það.enn- þá. Má þannig sjá hina ísmeygi Iegu vefi stjórnmálamanna á Iandi þegar svarnir óvinir eins og SlS og íhaldið þora ekki að segja satt hvor um annan. fram: Þessari löggjöf verður að vísu fyrst í stað beitt gegn þýzkum árásaraðilum, en hún felur einnig í sér, og hún verður að fela í sér, ef hún á að koma að gagni, for dæmingu á árás sérhverrax annarrar þjóðar, að þeim þjóðum, sem hér sitja nú til dóms, ekki undanskildum.“ • (Dr. Viktor Frh. von der Lippe: NÚRNBERGER Frafhald á 6. síðu. Grein Jónasar Framhald af 2. síðu. efni í margar þjóðtungur en heldur ekki meira. En norður á Islandi gerðist furðuleg saga. Islendingar ein- ir allra áttu nú þá þjóðtungu sem hafði í sér fólgna álla eig- inleika fullkomins menningar- máls. Islendingar mæltu á sína tungu hvar sem á reyndi í Norðurlöndum, við Eystrasalt og í mörginn enskum byggðum. Heima á Islandi stofnsettu þeir skipulegt ríki með löggjöf, dómþingi og varðveittu þar þjóðsagnir, ljóð og trúfræði. Allt sem máli skipti í andleg- um verðmætum var flutt með I nýja þjóðveldið. Ljóðágerð dafnaði svo vel á íslandi að skáld þeirra, yfir eitt hundrað að tölu, lögðu undir sig næstum alla bókmenntaatvinnu við hirð- ir konunga og stórmenna í grannlöndtmum. Síðan kom söguöldin: Islendingar geymdu trúlega í mihni sér meginhluta þeirrar bókmenningar sem til var á Norðurlöndum og hjá þeim þjóðum, sem Islandingar höfðu kynni við. Svo mjög var þessi menning forn Islendinga auðug að þegar Þjóðverjar undirbúa kvikmynd affomhetj- um sínum, Sigurði Fáfnisbana, Brynhildi og Guðrúnu, verður nokkur hluti þess verks tekinn hér á landi. Sölubörn sem vilja selja Mánu- dagsblaðið i úthverfum geta fengið það sent heim

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.