Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 18.08.1969, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 18.08.1969, Blaðsíða 3
AAantid agsblaðið 3 Mármdagur 18. ágúst f989i Ferðaskrifstofurnar segja okkur að þrátt fyrir gengislækkanir æ ofan í æ, atvinnuleysi og hvers konar óáran í efnahagslífinu, sé lít- ið sem ekkert lát á ferðalögum landans út fyrir pollinn og er það vissulega gleðilegt. Það hefur frá fornu fari verið í eðli hvers ís- lendings að vilja fara utan og þótt tilgangurinn sé nú ekki lengur — a.m.k. ekki allra — að afla sér frægðar og frama, heldur aðeins að komast í kynni við það sem „heims- menningin" hefur upp á að bjóða svo og veðráttu á suðlægari breidd- argráðum en þeim sem öllu stýrir þóknaðist að setja land okkar nið- ur á — þá eru utanfarir fólks bæði andlegt og líkamlegt heilsubótar- atriði — og ekki ósennilegt að styrkur til þeirra frá almannatrygg- ingum myndi borga sig betur fyrir ríkiskassann en greiðslur sjúkra- samlaga með hvers konar pilluáti. Sumarsól En að þessu sögðu verður að við- urkenna að íslendingar kunna víst síður en flestir aðrir þær megin- reglur sem gilda um ferðalög til suðrænna landa. Venjan er sú að fólk þyrpist héðan um hásumarið, þegar helzt er veðurblíðu að vænta hér heima, í júní, júlí og ágúst, og fari þá sem allra lengst suður á bóginn. í venjulegu árferði eru þá þar slíkir hitar að íslendingurinn, kominn af sínu kalda landi, liggur dasaður allan daginn og er aðeins rólfær um nætur Nema þá að hann bjóði hitanum og sólskininu byrg- inn og er þá eins víst að hann bíði þess aldrei bætur — enda eru mörg dæmi þess að Norðurlandabú- ar sem ætluðu sér ofmikið undir hinni suðrænu sól hafi ekki átt aft- urkvæmt heim í lifanda lífi. Vara við Yfir hásumarið ættu íslendingar að halda sig á heimaslóðum, enda er það líka sá tími ársins sem hingað streyma útlendingar til að njóta — ef ekki veðráttunnar — þá ljóssins, hinna björtu nátta. Eiginlega ættu heilbrigðisyfir- völd að vara fólk við því sérstak- lega að ferðast til suðrænna landa yfir hásumarið, einkanlega mið- aldra fólk og eldra, en á þeim aldri mun megnið af þeim íslendingum vera sem leita til útlanda. Þetta á við um allar þær þjóð- ir sem byggja norðlæg lönd, en þá fyrst og fremst okkur. Læknar og aðrir sérfræðingar ráð- leggja m.a.s. Þjóðverjum sem byggja þó land sem „hitabylgjur" geta gengið yfir að fara ekki um hásumarið siiður á bóginn, heldur verja sumarleyfinu við strendur Norðursjávar og Eystrasalts; ef þeir verða að taka það á þeim árstíma. Þola betur kulda Kunnur þýzkur vísindamaður í fræðigrein þeirri sem kölluð er bío- klimatologf' eða „lífveðurfars- fræði", prófessor Uwe Jessel segir niðurstöður allra rannsókna séu á þá leið að „molla svo ekki sé talað um hita í veðri verkar illa á heils- una. Því aðeins geta menn haft hressingu af orlofi sínu að veður- farið þar sem þeir dveljast þá sé eitthvað líkt veðurfarinu sem þeir eru vanir. Því meirá „framandi" sem veðurfarið er því meira reyn- ir á heilsu orlofsgestsins". Þegar prófessor Jessel var að því spurður hvernig þá stæði á því að margir suðurlandabúar leituðu norður á bóginn í orlofi sínu og virtist. ekki verða neitt meint af, svaraði hann því til, að „þótt merkilegt mætti virðast, þyldu menn vanir heitu loftslagi betur kulda en hinir hita sem va.nir væru köldu loftslagi". Of mikil sól Hvað er það sem veldur því að menn hressast? spurði prófessorinn og svaraði því til að menn hresst- ust við hreint loft — þetta á að sjálfsögðu við borgarbúa megin- landsins — og það væri að finna við sjóinn Þá við sól og vind. En við Miðjarðarhaf væri aðeins um sólskinið eitt að ræða um hásumar- ið. En einmitt of mikið sólskin og hita eigi allir erfitt með að þola — með vissum einstaklingsbundnum undantekningúm auk þess sem börn þola hita miklu betur en full- orðið fólk. Við strendur suðlægra landa er alltaf of heitt um hásumarið, segir hann. Þar er varla nokkur andvari sem kælt gæti húðina. Þessi hiti reynir gífurlega mikið á líkamann og sú áreynsla verður alls ekki um- flúin. Það er ekki aðeins að degi til þegar sól skín í heiði sem hitinn verður of mikill. Það er ekki síður að nóttu til að hitasvækjan leggst á norðurlandabúann og varnar hon- um svefns. Sólbruni Annars þurfa menn ekki að fara langt suður á bóginn til að njóta mikils sólskins, eins og sannazt hefur á þessu sumri, sem hefur ver- ið óvenju hlýtt og sólríkt hvarvetna í Norðtirálfu — nema náttúrulega hér á íslandi. En þótt sólarhitinn sé þar mikill um hásumarið, fylgir honum nær alltaf andvari sem kæl- ir húðina, svo að hún ofhitnar ekki. En það getur líka boðið hættu heim, nefnilega „sólbruna", af því að menn átta sig ekki á því hve sól- skinið er mikið. Maí—september Meginreglan er því sú að ís- lendingar ættu ekki að fara til mjög suðlægra landa nema á þeim tíma árs þegar veðurfarið á bezt við þá, þ.e. annaðhvort snemma á vorin, í maí t. d., eða þá á haust- in, í september og október. Þá er veðráttan í hinum suðlægu löndum við þeirra hæfi. Undantekning er þó frá þessari reglu eins og áður var sagt. Börn þola hita miklu betur en fullorðn- ir. Prófessor Jesesl sagði þegar hann var spurður hve lengi þessi regla ætti við, að hún gilti yfirleitt frá því að börn væru farin að geta hreyft sig að sjálfsdáðum, svo sem tveggja-þriggja ára gömul og allt fram til loka unglingsskeiðsins, þ.e. til 17—18 ára aldurs. En ef ráðum hans væri fylgt — hvað myndi þá gerast? Ætli það Hr- ritstjóri, ,Mér hefur lönguon virzt, aö þér eða blað yðar hafi verið mik- ið Ameríkusinnað. Það hefur sífellt tekið upp hanzkann fyrir allt það sem Bandaníkjamenn gera, enda munið þér eins og Mbl-.menn hafa oft þegið boð og kræsingar bandaríska sendiráðs- ins, sem lítur eflaust velþókn- unaraugum á hrifningu ykkar af þessu stórveldi- En hvað er að ske í Ameríku hinni miklu? Er sú þjóð, eða hluti hennar orðin algjörlega brjáiuð- Sumarsport amerísfcra negra virð- ist það eitt að ganga rænandi og ruplandi. myrðandi og svívirðandi samborgara sína- Morðin em eins mörg ■ og þau em óskiljanleg. Hálf trylltur og háifviltur lýður ógnar lífi manna í stærstu borg- um Ameríku svo mikið, að í Was- hington, höfuðborg Bandaríkj- anna, verða ibúar að hervæðast á heimilum sínujrn, byrgja allar dyr og glugga og bíða í ofvæni verði ekki svo ef ungu stúlkurnar sem hann telur að þoli vel sólina í suðrinu fara þangað til að njóta hennar að karlmennirnir fylgi á eftir — jafnvel þótt þeir séu orðn- ir miðaldra og stofni heilsu sinni í 'hættU?" A'fihað Hns hefúr víst gerzt. að sól renni upp. Á götum New York borgar em menn stungnir niður fyrirvaralaust, jafnvel sak- laus Islendingur, en í Hollywood er ástandið þannig, að íbúar rfk- ishverfis þar njóta ekki svefns fyrir morðingja eða morðingjum, sem drepið hafa þar átta manns á nokkrum dögum. Þessi morð vöfctu þó aðeins athygli vegna þess, að í hlut áttu færgar film- stjömur og aðilar að listamanna- hópi þar vestra, svo ekki sé nefnd milljónaerfíngi. Morðæðið í guðs eigin landi virðist ekki eiga sér nokkur tak- mörk. Forseti og þingmaður, bræður, falla fyrir kúlum morð- ingja. Einn helzti framámaður svertingja féll fyrir morðingja, en annar, ofsamaður í New York, Malcom X, var myrtur og síðar einn helzti aðstoðarmaður hans. Morð þessi síðarnefndu gáfu syrgjandi negrum ágæta afsökun fyrir að brjóta niður og brenna Framhald á 5. siðu M ■ '..i I----------------- I SINS - Hroðafréttir úr vesturheimi — Astandið í Banda- ríkjunum — Morð og skemmdaræði — Öfgaflokkas — Fáfróður ritstjóri — Hættulegt land — Gestui sendiráðsins — Mikill reiðilestur — Morgunblaðið - Harðort bréf. —

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.