Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.12.1969, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 22.12.1969, Blaðsíða 1
BlaSJyrir alla 21. árgangur. Mánudagur 22. desember 1969 26. tölublað. KAUPKRÖFUR-ÖNGÞVEITI f-ullvist er nú, að um áramótin hefjast að nýju verkföll hjá ýmsum stéttum og krefjast þær allar hærri launa. Svo hefur til tekizt, að ekki er lengur hægt fyrir láglaunafólk að bjargast á því, sem ákveðið er, og er ætlun forkólfanna, að byrja vinnustöðvun almenna og setja þannig rikisstjórn stólinn fyrir dyrnar. Leitar hófanna Astandið er nú svo alvarlegt, að ríkisstjórnin er farin að leita hóf- anna hjá einstökum foráðamönn- um stéttasamtakanna, um hversu bezt verði fundin lausn á þessum vanda. Ríkisstjórnin sjálf hefur til Suður heiðar efftir Gunnar M. Fjórða útgáfa unglingabóarinnar Suður heiðar, eftir Gunar S- Magn- úss, er nú komin út en-önnur upp- lög þesarar bókar hafa allt af horf- ið úr bókabúðum jafnharðan. Bók- er ætluð æskunni, einkum drengj- um, fjallar um það efni, sem þeim •er hollast og áhugaverðast. Gunnar hefur lag á að skrifa fyrir börnin, enda sýnir sala bókarinar að hún er vel metin. Þórdís Tryggvadóttir hefur skreytt bókina ýmsum ágætum myndum og frágangur er allur hinn bezti. þessa, hrakizt frá einni kaupkröf- unni til annarrar, talið heillavæn- legast að halda hverri stétt fyrir sig ánægðri, en raunverulega hef- ur það engan vanda leyst. Erlendir semja . Stórfyrirtækin, . sum rekin. að mestu af erlendum aðilum, hafa þó samið við starfsmenn sína um mjög hátt kaup. í sumum tilfellum nemur kaup t.d. tæknimanna þriðj- ungi meira en kaup forsætisráð- herra, og þykir þó vart rióg. Ofviða ríkinu Ríkistjórnin er í verulegum vanda. Það má telja útilokað, að hún geti orðið við hinum miklu kröfum hinna ýmsu stétta og úti- lokað er, að þær stéttir miði við ríkustu þjóðir heimsins, er þær gera kaupkröfur. ÞÓtt þjóðin búi ennþá við lifnaðarhætti 'langtum ,ofar hiritíi raunverulegu getu, þá er eins víst, að þessar kröfur verða, ef ekki ber óvænt við, ríkinu alveg ofviða. A annan í jólum verður fmmsýning í Þjóðleikhúsinu á óperunni, Brúð- kaupi Figarós, eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Óperan verðttr sungin á ítöísku, en ítarleg skýring á söguþrœði verður i leikskránni; Hljóm- sveitarstjóri er Alfred Walter, en leikstjórn annast Ann-Margret Pett- erson. Carl Billich hefur stjórnað söngœfingum og œft söngvara. Colin Russell stjórnar dansalriðum. Hehtu hlutverkin eru sungin a.f Karin Langebo- Kristni Hallssyni, Sigríði Magnúsdóttur, Guðmundi Jónssyni, Sigurlaugu Rósenkranz, Sigurveigu Hjaltested, Hjálmari Kjartanssyni, Gesti Guðmundssyni, Hákoni Oddgeirssyni, lngu Maríu Eyjólfsdóttur o. fl. Leikmyndir eru gerðar af Lárusi Ingólfssyni. Óvenju margir eru á hiðlista fyrir frumsýninguna og hefur biðlistinn sjaldan eða aldrei verið svo langur fyrr. Myndin er af Karen Langebo, tekin á æfingu. GleSileg /ó/ farsœlt komandi ár Klámrit fyrir æskuna Út er komið, frá Akureyri, einstætt ritverk, merkt J. Þ., en inntakið fjallar um kynferðismál, ástarleiki og annað feitmeti af þeirri tegund, en rnyndir fylgja. Ritið mun aðallega ætlað börnum og unglingum, en útgáfa þess er varin á þeim forsend- um, að um kennslu- og fræðibók sé að ræða. Einhverjar sálir nyrðra munu hafa mótmælt bók þessari, en hún er seld hér í Reykjavík og selzt mjög vel. Bók þessi er ekki fræði- rit, heldur ' einskonar upplýsingar- pistill um kynmök, „aðferðir" og birtir til skýringa ýmsar teikning- ar af samskiptum karls og konu- Hér er sýnilegt, að nýtteru af- brigði danskrar „menningar" í kyn- ferðismálaritum, og bókin til þess eins ætluð að fullnægja óskum unglinga í þesum efnum. Hið op- inbera lagði blessun sína yfir úgáf- una á þeim vafasömu forsendum, að um fræðslurit væri að ræða, en það nær engri átt. Hér er á ferð blygðunarlaust klámrit, á borð við þau, sem „sigldir" menn þekkja úr Danmörku, eða klósettum Ham- borgar. Hverjír þeir eru siðferðisgæzlu- menn hins opinbera skal látið ó- sagt að sinni, en þarna er um algjört brot á velsæmi að ræða og hætulegar bókmenntir æskvinni. Við getum ekki bannað aðgang barna að dönskum og sænskum klámmyndum um leið og slík rit eru seld hverjum sem hafa vill í öllum búðum í Reykjavík. Hér er aðeins um að ræða þá gífurlegu sjálfsblekkingu, sem hið opinbera virðist starfa undir, blekkingu sem verður hlægileg þeg ar hún er skoðuð í kjölinn. Annaðhvort á að gera, banna algjörlega alla klámritasölu, eða leyfa hana opinberlega og hætta hégómlegum pempíuhætti í sam- bandi við það. Er það satt, að Blaðamanaféag ís- lands heimti 70—100% kaup- hœkkun eða verkfall? Rörlagningagall- ar í ArbæjarhvJ Talið er, að miklir gallar séu öllum „leiðslum" í Árbæjarhverfi. Lekinn er svo mikill, að jafnvel trygg- ingarfélögin eru í vafa um hvort hægt sé að tryggja einstakar íbúðir fyrir vatns- skemmdum. Þau biðja tryggjendur að bíða um stund eftir endanlegu svari og er nú ransakað hvað valda mun hinum óstöðv- andi leka. Raddir eru uppi um það, að vatnið — ekki úr Gvend- arbrunnum — sé ekki rétt fyrir þau rör er lögð eru i húsin, og þar talin van- hy^gja rörlagningarmanns ráða miklu. Er talsverðu að svara í þesum efnum, enda eru hverfisbúar all-þungir í skapi, vegna þessa á- stands. óskar öllum lesendum sinum gleðilegra jóla. íslenzk frímerki, 14. útgáfa komin Frímerkjasöfnun er orðin ærið vinsæl dægradvöl á íslandi og virð- ist hafa dafnað betur síðari árin en nokkru sinni fyrr. Til eru á íslandi menn, sem eiga milljónir í frímerkjum, en hjá öðrum er þetta orðin atvinnugrein að kaupa og selja merkin,- Áhugi unglinga fer vaxandi á frímerkjasöfnun, en safn góðra frímerkja getur orðið æsku- manni drjúgur fjársjóður þegar fram í sækir. Fágæt frímerki bækur og mál- verk hafa það sameiginlegt, að vera góð, stöðug verðmæti á alþjóða- markaði, standast allar gengisbreyt- ingar, fara hækkandi í verði eins og aðrir dýrgripir. ísafoldarprentsmiðja gefur nú út íslenzk frímerki 1970, en það er 14. útgáfan, endurskoðuð og bætt, verðlagið samræmt og bætt við skráningu íslenzkra stimpla. í bókinni er auk almennrar skrár um frímerki, skrá yfir íslenzku jóla merkin, en hún er bæði á ensku og íslenzku. Blaðið harmar mistök íslenzkir.ferðamenn erlendis eiga það til, því miður að ýkja mjög atburði, sem gerast ytra, jafnvel hrein- lega Ijúga þeim upp. í síðasta blaði birtum við frásögn eins slíks, í þeirri góðu trú, að með rétt mál væri farið. Að játa mistök er mannlegt og sjálfsagt, og að játa í þokkabót, að ritstjórinn er hér sekur um einstakan klaufaskap og athugnarleysi í þessu sambandi er okk- ur ekki aðeins Ijúft, en einnig skylt. Frásögnin af lækni var byggð á falskri frétt, tilbúningi einum, og hefur valdið einstaklingi hér í borg óþörfu og óréttu um- tali. Blaðið harmar þessi mistök og þann leiða sem þau kunna að hafa valdið og mun gæta þess betur famrvegis, að vera vandara að heimildum. P

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.