Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.12.1969, Síða 5

Mánudagsblaðið - 22.12.1969, Síða 5
Mánudagur 22. desember 1969 Mánudagsblaðið 5 MYSTICUS: FAKIRINN Eg held, að það sé fátt eða ekk- ert. sem fer eins í taugarnar á mér og hverskonar hjátrú og hindur- vitni. Þegar ég var unglingsstrákur var gömul frænka mín heimagang- á heimili foreldra minna. Og hún var sýknt og heilagt að tala um alls konar dularfull fyrirbæri. Hún þóttist vera skyggn og sjá fram- liðnu fólki bregða fyrir bæði úti og inni. Hún trúði á alls konar stjörnuspár og las með áfergju allt, sem hún náði í um þau efni. Hún var ólm í að fara á andafundi og þóttist fá þar alls konar merkilega vitneskju. Og síðast en ekki sízt trúði hún á alls konar austræna dulspeki, á spekinga, sem gætu orðið mörg hundruð ára gamlir, svifið um í loftinu og gert næst- um því hvaða galdra, sem þeir vildu. Eg varð svo leiður á þessu sífellda rausi í kerlingunni, að ég fékk andstyggð á öllum þesum efnum. Eg hef aldrei síðan getað þolað fólk, sem hefur haldið fram eitthvað svipuðum skoðunum. Og ég hef alltaf talið miðla, spákonur og töframenn svikara af versta tagi, og mér hefur verið sérlega uppsigað við allt slíkt fólk. Það var í vor sem leið, að ég brá mér í skemmtiferð til Parísar. Eg háfði aldrei á ævinni komið í þá frægu borg og ég hlakkaði satt að segja heilmikið til ferðarinnar. Að vísu var sá hængur á, að ég kunni ekki stakt orð í franskri tungu. En ég var slarkfær í ensku, og hélt, að það mundi duga mér- þó að sú yrði ekki raunin á. Það er alveg ó- trúlegt, hve fáir Frakkar kunna neitt í ensku. En hér var það bót í máli, að ég þekkti íslenzkan strák, hann Guðjón frænda minn, sem er búinn að vera þar í ein þrjú eða fjögur ár að læra sálarfræði. Hann er jafnfær í frönsku og íslenzku, og hann átti að verða leiðsögumað- ur minn, þegar ég færi að kynnast leyndardómúm Parísarborgar. Og hann Guðjón var betri en enginn. Hann tók á móti mér á flugvellin- um, fylgdi mér á hótel og svo fór hann að sýna mér borgina. Hann vissi, hvað mér kom, og fór með mig á ótal skemmtistaði, þar sem var nóg af dýrum veigum og fallegu kvenfólki. AUur hans tími fór í þetta, en auðvitað mátti hann vel við una, því að han át og drakk og lifði kóngalífi á minn kostnað. Það var fjórða kvöldið. sem ég var í París, að Guðjón fór með mér á veitingastað, einhversstaðar langt suður í borginni. Hann sagði, að þessi staður væri mikið sóttur af stúdentum. Og þarna var glaum- ur og gleði og mikið af ungu fólki af báðum kynjum. Flestir voru eitt- hvað við skál, og Guðjón var fljót- ur að panta einhver vínföng handa okkur- Þegar ég fór að litast um á veitingastofuni sá ég, að einn gestatina' skar sig alveg úr hópn- um, sem þarna var. Þetta var ein- h'vér Aústurlandabúi, dökkur á hör und með túrban á höfði. Hann var sá eini þarna inni, sem ekki var að drekka áfengi. Hann var að sötra tei hægt og rólega. Hann var þungbúinn og alvarlegur á svip og starði eitthvað langt út í fjarskann, en gaf því engan gaum, sem fram fór í kringum hann. Það var eins og hið glaðværa unga fólk, sem var þarna inni að skemmta sér bæri einhverja óttablandna virðingu fyr- ir þessum manni, lét hann alveg eiga sig og var ekkert að abbast upp á hann. „Veiztu, hvers konar fugl þetta er?", spurði ég Guðjón. „Þetta er indverskur fakír" svaraði hann. „Hann kallar sig Abú Hass- an og er einhvers konar töframað- ur. Hann situr alltaf hérna inni svo sem tvo eða þrjá klukkutíma á hverju kvöldi og sötrar grænt te, en bragðar aldrei áfengi. Eg er nú ekki trúaður á dularfulla hluti, en svei mér þá, ef ég held ekki, að þessi karl viti jafnlangt nefi sínu." Nú kom upp í mér allur gamli viðbjóðurinn á dularfullum fyrir- bærum. „Ertu svona vitlaus, Guð- jón?" hreytti ég út úr mér. „Dul- arfull fyrirbæri eru ekkert nema svindl og loddaraskapur. Það eru glæpamenn og óþokkar, sem-eru að hafa peninga út úr fáfróðum al- menningi með. þessu. Það ætti a'þ setja allan þennan lýð í tukthúsið." „Hvaða ósköp eru æstur" sagði Guðjón. „Eg veit auðvitað ekkert um þessa hluti, en það er áreiðan- lega til margt, sem vísindin hafa ekki getað skýrt ennþá og geta kannske aldrei. Og það er furðu- legt, að mjög furðulegir hlutir hafa gerzt í sambandi við þennan ind- verska fakír. Hann er friðsamur og óáleitinn, en það er sagt, að hann sé þykkjuþungur og hefni- gjarn, ef menn gera eitthvað á hluta hans. Eg hef heyrt ýmsar sögur um þetta, og mér er nær að halda, að -sumar þeirra séu sannar að einhverju leyti. Það er sagt, að hann búi yfir einhverjum töfra- mætti, sem gerir honum ldeyft að flytja menn til á jörðinni eftir vild sinni, jafnvel um hnötinn þveran og endilangan- Hann gerir þetta Framhald á 7. síðu. JÓLATRÉ Lsndgræðslusjóðs eru komin — Salan er hafin Aðalútsölur: Laugavegi 7 og Fossvogsbletti 1. AÐRIR ÚTSÖLUSTAÐIR; KÓPAVOGUR: Bankastræti 2. Laugavegur 47. Laugavegur 63. Óðinsgata 21. Við Miklatorg. Blómabúðin Runni, Hrísateigur 1. Grensásvegur 24. Blóm & Grænmeti, Langholtsvegi 126. Blómahúsið, Álftamýri 7. Blómabúðin Mira, Suðuxveri. Vesturgata 6. Sjóbúðin, Grandagarði Hornið Birkimelur — Hringbraut. Við Bústaðakirkju. ' ‘ ' Breiðholtskjör. Blómaskálinn, Nýbýlav. - Kársnesbraut Blómabúðin Rein, Hlíðarvegi 23. Víghólastígur 24. VERÐ Á JÓLATRJÁM: 0,70 — 1,00 .......... kr. 150,00 1,01 — 1,25 ............kr. 185,00 1,26 — 1,50 ........... kr. 2i30,00 1,51 — 1,75 ........... kr. 285,00 ^76-2’00 .............. kr. 345,00 2,01 — 2,50 ........... kr. 470,00 Birgðastöð FossvogsbleltiX— Sími 40-300 og 40-313» Furu- og grenigreinar seldar á öllum útsölustöðum. AÐEINS FYRSTA FLOKKS VARA LEIKFÖNG JÓLAKERTI, mörg hundruð litir, mörg hundruð gerðir. LOFTSKRAUT BORÐSKRAUT SÆLGÆTI HNETUR KONFEKTKASSAR í þúsundatali PAKKASKRAUT JÓLASERÍUR JÓLAPAPPÍR JÓLASERVÍETTUR O. FL. O. FL. * Ókeypis innpökkun og skreyting. Ævinfýrahelmur fyrir yngri sem eldri i i %

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.