Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 20.07.1970, Page 4

Mánudagsblaðið - 20.07.1970, Page 4
t Mánudagsblaðið Mánudagur 20. júlí 1970 BleubJynr alla Ritstjóri og ábyrgðarmaður: AGNAR BOGASON. Sími ritstjórnar: 13496. — Auglýsingasími: 13496. Verð í lausasölu kr. 25,00. — Áskriftir ekki teknar. Prentsmiðja Þjóðviljans. Hörmulegt áfall Það má fullyrða, að fátt hafi snert næmustu strengi þjóðar- innar en hið hörmulega lát dr. Bjarna Benediktssonar, forsæt- isráðherra, konu hans og barnabarns. Menn setti hljóða er fregnin barst og fæstir vildu trúa því, að þvílík voðatíðindi gætu skeð á nútíma íslandi. Fráfall dr. Bjarna er ekki aðeins persónulegur harmleikur heldur reiðarslag íslenzkum stjórnmálum. Þótt menn deildi á um pólitískar skoðanir dr. Bjarna, þá efaðist enginn um að hið mikla áhrifavald hans, stjórn hans á helztu málefnum þjóð- arinnar um áratug, myndu, við fráfall hans, skilja eftir djúpt skarð á sviði þjóðmála, skarð sem seint yrði fyllt. ‘O'rlögin höguðu því svo, að þessi mæti stjórnmálamaður, einn þekktasti maður Islands á alþjóðasviðinu, var hrifinn burtu af sjónarsviðinu, ásamt konu og dóttursyni, fyrirvara- laust og á hörmulegasta hátt. Á íslandi, þar sem pólitískt ofstæki, sem hrjáir valdamenn í ýmsum löndum, þekkist ekki, þurfti eldur að binda enda á langan og tilþrifamikinn pólitískan starfsferil. Er þetta í senn hörmuleg og lærdómsrík reynsla fyrir þá sem eftir lifa, að hafa stöðugar gætur á öryggi þeirra, sem í hvert skipti skipa æðsta sess í þjóðfélaginu. Andstæðingar dr. Bjarna á sviði þjóðmála hafa allir lokið upp einum munni um persónulegt ágæti hans, dugnað, kosti og menntun. Engir munu draga í efa, að þar eru allir ein- lægir og hreinskiptir í umsögnum sínum. Þjóðin hefur, utan persónulegs harms, beðið mikinn skaða af fráfalli hans. Um íeið og við tökum undir öll þau góðu orð, sem látin hafa verið falla um hinn látna forsætisráðherra, viljum við færa öll- um aðstandendum þeirra hjóna og litla drengsins innilegar samúðaróskir. lýl I H AUSTURSTRÆTI 20, REYKIAVÍK LJÓSMYNDAVÖRUVERZLUNIN í HJARTA HÖFUÐBORGARINNAR Höfum á boðstólum hvers konar Ijósmyndatæki og Ijósmyndavörur. önnumst framköllun og kopieringu. Lítið inn og reynið viðskiptin. VERIÐ VELKOMIN. T Ý L I — Austurstræti Sími 14566. Tökum að okkur breytingar, viðgerðir, húsbyggingar. Endurnýjum allan gamlan harðvið. Upplýsingar í síma 18892. VÖNDUÐ VINNA. KAKALI SKRIFAR í HREINSKILNI Fráfalll dr. Bjama Bene- diktssonar er, sennilega, eitt mesta reiðarslag, sem kcimið hefiur yfir Sjálfsitæðdsflokkinn. Það má á margan hátt segja, að dr. Bjarni hafi verið Sjálf- staeðisfllokkurinn a.m.k. eins og hainn hefur verið rekinn undanfarinn áratug. Þetta er ekki nýtt fyrir- brigði í sögu íslenzkra stjórn- mála, fremur en erlendra, t.d. má segja að Jónas frá Hrdfl'u hafi verið Fraimsóknar- flokkurinn uim vist timabil, Tryggivi Þórhalltlsson . Bænda- flokkurinn. og mýmörg dæmi eru þess erlendis, að einstak lingar hafa verið svo mdklir persónuleikar, að flokkar þeir eða hreyfingar, seim þeir veittu forustu urðu edns konar saminefnarar persónulegu nafni leiðtogans. Hið skyndilega lát dr. Bjama hefur þvi óumflýjan- lega leitt almieinning till um- hugsunar um framtíð Sjálf- stæðisÆlokksins, hver tæki við og hverjir yrðu framtíðarleið- toigamir, sem skipuðu sæti hins fallna formanns. Þegar Ölafur Thors lézt vcru aðstæður allar aðrar .01- afur var síðari árin tiOtölulega óvirkur leiðtogi flokksinsi sak- ir sjúkleika, hafði dregið sig mjög frá öllum flokksstörfum og jafnvei stjómmálum yfir- leitt. Hann var þá mest sam- einingartákn flokksins, en á herðum dr. Bjarna hvíldu ö’.l veigaimiestu störfin, dagl’eg umsivif og ákvarðanir voru að heita mátti hans einar saiman. Þessvegna vair svo þeg- ar Ölafur lézt, að reyndur, starfssamur, dugmikill eftir- maður var fyrir hendi, sem sjálfsagður þóttd til forustu. Hinn vel smurði gangur flokksvélarinnar raskaðist ekki hót, stjómartaumamir voru þegar í öruggum höndum. Nú horfir öðruvísi við. Hið skyndilega lát dr. Bjama sviptir flokkinn ekikd aðeins sterkas'ta forustuafllinu heldur og skilur flokksstjómina eftir höfuðlausa og hálfringlaða einna helzt eins og fjöl- skyldu, sem mdsst hefur hús- bóndann frá konu og ungum bömum. Sú staðreynd blasir við, að Sjálfstæðisflokkurinn er, eins og stendur, algjörlega forustu laus og enn benda engar lík- ur til hver taki að sér hið raunvemiega flokksforingja- hlutverk, sem dr. Bjami gegndi. Jóhann Hafstein er að vísu forsætisráðherra og, að nafni einu saman, formaður flokksins. Stjórnmálalegur fer ill Jóhanns er þó vart annað en dæmigerður ferill Heim- dallarpilts, sem skyndilega er hrifinn úr tiltöiulega rólcgum og öldulausum sæ „já“- mennskunnar í skyldur á- kvarðana og formennsku. Hann á ekki lengur hina auð- veldu lausn vandamálanna að leita til leiðtogans um endan- iegar ákvarðanir, eins og á dögum þeirra Ólafs og Bjarna. Fickksráðið var bundið þess- um mönnum og þó að vanda- málin, sem upp komu við og við, væm, að nafninu til, rædd innan flokksins, þá voru endanleg ráð öli í höndurn þessarra valdamanna og þótt liðið kurraði oft illa, þá mátti heita að engin tiltakanleg mis- klíð eða óánægja yrði um þæv ákvarðanir, sem þcir endan- iega tóku, jafnvel þær, sem Ólafur ekki síður en Bjarni tóku, þvert ofaní yfiriýsta stefnu fickksins. Persónuleiki Ólafs, lipurð hans og glæsi- mennska annarsvegar, dugn- aður, einbeitni og skapfesta dr. Bjarna hinsvegar. Báðir gátu þeir og gerðu fylgt skoð- unum sínum og ákvörðunum meðfæddum hæfileikum, þótt misjafnir væm, Báðum tókst að ha’da saman flokki, sem samrýmdi a.m.k. á yfirborð- inu, hin ólíkustu og oft næst- um ósamræmanlegustu sjón- armið og hagsmuni. Nú verður ekki um deilt, að flokkurinn er, in facto, fcrustulaus. Sterkustu aðilar flokksins eru þeir Jóhann Hafstein og Geir Hallgríms- son. Það er mikið álitam-i! hvort annaðhvor þessara manna geti haldið stjórnar- aumunum á borð við fyrir- rennara sína. Jóhann hefur. ekki til þessa, sýnt þá Ieið- togahæfileika, sem æskilegt er að flokksformaður búi yfir Þótt hann hafi ýmsa hæfi- leika, vissa reynslu af löngum stjórnmálafcrii, þá þarf ann- að og meira til að veita flokki, eins og Sjálfstæðisflokknum fomstu. Einurð og iipurð blandast þar meira ofsa og illa falinni mikilmennsku, en góðu hófi gegnir, skapbrestir eru margir. Jóhann er ekki ástsæll maður og hefur hins- vegar engan persónuleika né hörku til að beygja menn und- ir vald sitt. Geir sótti öll ráð sín til Bjarna, hvorki tók né gerði ráðstafanir án þess að leita álits hans. Hin einstæða en pólitískt snjalla ráðstöfun hans að hóta kjósendum af- sögn í borgarstjórn ef hann væri ekki kosinn af „hrein- um“ meirihluta sem efsti maður listans, var, að allra kunnugra sögn, runninn und- an rifjum Bjarna. Sjálfur er Geir mildur maður og gæfur, kemur vei fyrir og ber í cinu og öllu hið rólynda fas „mannsins frá góða heimii- inu“, sem þakkar sér malbik- un gatna, í metravís, hita- veituþægindi, endurhæfinga- heimili fyrir drykkjumcnn og sællífi anda og gæsa á Tjörn inni. Allt eru þetta góðir kost- ir, mikil afrek, sem slík, en nægja þau til foringjahlut- verks í stærsta pólitíska flokki landsins? Harka, ráðsnilld og röggsemi á tímum mislyndis og skoðanaskipta er cnn ekki komnir í ljós í fari Geirs. Flokksstjórn er annað en svara forvitnilegum spurning- um kvenmanna á hverfafund um cða brosa góðlátlega í op inberum hófum. Hver verða öriög Geirs í viðskiptum við harkleikna þaulreynda and- stæðinga hvort heldur á þingi eða mannfundum? Sjálfstæðisflokkurinn á fáa menn hæfa til forustuhlul- verks. Magnús Jónsson er ó- vinsæll, aðallega vegna em- bættis þess sem hann skipar, litlaus og lítt fallinn til for- ingja, Ingólfur Jónsson, einn starfsamasti og dugmesti land- búnaðarmálaráðherra, sem við höfum haft, ábyrgur, réttorður og orðheldinn, er hlédrægur maður, sem kunnugir segja, að óski ekki eftir tyllistöðum innan flokksins. 1 röðum flokksins á alþingi cr ekki einn einasti maður. '-|,r./l'i.nH sem kalla má foringjaefni og enn síður hæfur til að taka að sér hið feiknamikla hlut- verk Bjarna heitins bæði i flokknum sjálfum og stjórn- málum almennt. Hér er um dálítið undarlcgt mál að ræða. Flestir stjórn- málaflokkar á Islandi hafa næga menn til að taka við ábyrgðarstöðum, ef einhver fellur frá. Framsóknarflokkur- inn á langan lista af efni- legum mönnum, eitt mesta úr- val í ísienzkum stjórnmálum, cf þeir fá að láta ijós sitl skína, Kratar ciga ýmsa hæfa menn, Alþýðubandalagið á auðvitað sína menn og jafn- vel flokkskríiið hans Hanni- bais er ekki I vanda ef illa tekst «11. Eini flokkurinn á landinu, sem sýnilega á ekki til for- ingja né foringjaefni, svo enn sé vitað, er stærsti stjórnmála- flokkur landsins, Sjálfstæðis- flokkurinn. Það skal játað, að það er erfitt fyrir hvern ein- stakling sem cr, að feta í fót spor þeirra Ólafs og dr, Bjama. Báðir þessir menn vom stjömur á ísienzkum stjórnmálahimni, þótt þeir væm ólíkir í nær öllu. Það má því búast við, þegar frá líður, að innan Sjálfstæð- isflokksins verði háð hörð barátta um forustuhlutverkið. Keppendur virðast, að því Fnaimihiald á 6. síðu Sjálfstœðisflokkur - Hver tekur við - Ekki á allra fœri - Forustuliðéð ekki sigurvœn- legt - Þankar um framtíð ‘i

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.