Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 20.07.1970, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 20.07.1970, Blaðsíða 6
6 Mánudagsblaðið Mánudagur 20. júlí 1970 HETJUBARÁTTAN GEGN HERNADARSTEFNUNNI Framhald af 8. síðu. góða í heiminum", nam ársvelta Krupp-samsteypunnar rúmlega sex milljörðum marka, þ.e. yfir 20 milijónum hvern vinnudag eða 42.000 mörkum á mt'nútu. Um líkt leyti tók Krupp að hagnýta Cass- inga-járngrýtisnámurnar í Angola og reisti þrjár stærstu gerviefna- verksmiðjur (Reyon, Perlon; næ- lon, trefjaull) Sowjetríkjanna — í Kursk, Novomovskovsk og Novo- kuibisjevsk. Þá var Krupp tekinn að reisa efnaverksmiðjur um allan heim, sem framleiddu svo að segja allan hugsanlegan iðnvarning, er spannaði vöruskrána frá upphafi til enda, frá ABS-plastefnum tii þvotta efnis. Jafnframt smíðaði Krupp brýr, lagði járnbrautir, gerði hafn- ir og hafnarmannvirki, framleiddi vöruflutningabifreiðir og járnbraut- arlestir, mælitæki og rafeindaheila, vélar og verkfæri af öllu tagi. At- hafnasvæði hans var heimurinn all- ur. Árið 1966 framleiddi Krupp tí- unda hluta alls vestur-þýzka stáls- ins og vann tuttugasta hluta Ruhr- kolanna, starfsmannaherinn taldi 110.000 manns og þá hafði hinn fordæmdi og útskúfaði, sem Banda- menn höfðu rænt smáu sem stóru, fjárfest rúmlega þrjá og hálfan milljarð marka, frá endurreisn gjaldmiðilsins, til að skapa nýja atvinnumöguleika. ÁNÆGJULEGUR SKJÁLFTI, HEILLAVÆNLEGIR STRAUMAR. Vissulega áttu gerbreyttar, utan- aðkomandi orsakir drjúgan þátt í hinum ævintýralegu umskiptum. Brasðralag lýðræðissinna og komm únista hafði tekið að gliðna nokkru eftir stríðslok, vísindamenn Hitlers, sem lýðræðisherirnir höfðu afhent Sowjetríkjunum ásamt öllum út- búnaði, höfðu smíðað kjarnorku- vopn handa Rússum, og hetjur lýð- ræðisins voru því alteknar ótta- skjálfta og kvíðastraumum, heims- Iýðræðið var komið á þá skoðun, að ekki væri hagkvæmt að halda þeirri hugsjón sinni til veruleika, að „Þýzkaland skal verða ömurlegra en Sahara". Morgenthau-áætlunin, sem þeir Churchill og Roosevelt höfðu staðfest með eiginhandarund irskriftum sínum í Quebec hinn 16. September 1944, hafði að mestu verið lögð á hilluna. Og það veit sá, sem allt veit, að það hefði heims lýðræðið aldrei gert ótilneytt. HERFERÐIN GEGN MÆÐR- UM OG EKKJUM. Það voru fleiri heldur en Alfried Krupp, reyndar ófáir milljónatugir annarra Þjóðverja og samherja þeirra, sem orðið höfðu hefndaræði Bandamanna að bráð, en aldrei beð- ið þess bætur. Frá upphafi hafði það verið eitt meginstríðsmarkmið lýðræðissinna „að upprœta þýzka hernaðarandann". í þeim efnum var ekki látið staðar numið við víðtæk fjöldamorðin ein. Allir, sem á einhvern hátt voru venzlaðir eða tengdir nafnkenndum hernaðarleið- togum, ekki alltaf svo áberandi hátt settum, áttu stöðugt yfir höfðum sér villimannlegar ofsóknir og grimmilega tortímingu. Börn og unglingar, unnustur, eiginkonur og ekkjur, mæður og feður þýzkra her manna voru auðvitað efst á blaði. Ættingjaofsóknirnar voru þaul- skipulagðar, og framkvæmdir fengn ar í hendur sérstaklega til þeirra hluta útvöldum stofnunum undir stjórn æðstu yfirvaída ' í'reísishetja lýðræðisins. Engum skyldi þyrmt. Þahriljf" varð t.d. riddáfakross „hetjunnar af Scapa Flow" Gúnther Prien, beint tilefni þess að móðir hans, háöldruð og blind, varð að þola sjö ára eymd og þjáningar. Gúnther Prien hafði verið atorku- samasti og affarasælasti kafbáts- stjóri Þjóðverja í Heimsstyrjöld II. Fyrir það þótti Bandamönnum ein- sýnt, að móðir hans hlyti „að af- plána sína refsingu". Þegar árið 1913 höfðu foréldrar Gúnther Prien slitið samvistum. Eftir að gengið hafði verið frá lög- skilnaði þeirra, kvæntist faðir hans, er var undirréttarráð, á ný, en Gúnther og systir hans ólust upp hjá móður sinni. Svo virðist sem stjúpa Gúnther Priens hafi verið lýðræðismanneskja af frjálslyndis- legustu tegund, þvf að eftir að j Gúnther Prien varð heimsfrægur, var hún óþreytandi við að elta uppi blaðamenn og fréttaritara til þess að fá þá til að birta af sér myndir í blöðum og tímaritum, og eiga við- töl við sig, af því að nú bar hún nafnið Prien, og auglýsti sig óspart sem stjúpu hins dáða kafbátsstjóra. En lífmóðir hans hafði gifzt aftur. Eiginmaður hennar var Iyfsali í T.eipzig, og nú hét hún frá Bohstedt. Þegar stríðinu var lokið, hófu hern- aðaryfirvöld lýðræðisins ákafar eft- irgrenslanir eftir frú Margarete Bohstedt, áður Margarete Prien. „Frelsunarlögin", er yfirherstjórn Bandamanna hafði gefið út 5. Marz 1946, beindust ekki aðeins gegn Þjóðernissósíalisntm Adolf Hitlers, heldur líka alveg afdráttarlaust gegn „hernaðarstefnunni", og af því leiddi, að móðir Gúnther Priens var handtekin, dregin fyrir „rétt" og fangelsuð. Auðvitað eftir vinsam- Iegum ábendingum lýðræðislegra nágranna. Eftir að Margarete Bohstedt. áður Margarethe Prien, hafði „af- olánað sína refsingu", flýði hún til Berlínar, þar sem dótdr hennar bjó. Dóttirin var hins vegar húsnæðis- Iaus, heimili hennar höfðu loft- morðingjasveitir lýðræðisríkjanna lagt í rúst, og hún gat því ekki lið- sinnt móður sinni. Frú Bohstedt leitaði skjóls í yfirgefnum her- mánnaskála, þar sem starfsmenn „Hjálparsamtaka þýzkra hermanna" fundu hana, blinda og aðfram- komria af hungri og vosbúð. Upp frá því lifði hún á styrk frá nefnd- um samtökum, sem síðar útveguðu henni vist á elliheimilinu við Schweigerweg í Berlin-Siemenstad. EKKERT EINSDÆMI. Píslarsaga móður Gúntlier Priens var síður en svo nokkurt einsdæmi, eins og nærri má geta. Fjöldi ann- arra kvenna varð að „afplána sína refsingu" fyrir stríðsheiðursmerki unnusta sinna, eiginmanna og sona — árum og áratugum saman. Þ. á m. frú Ilse Lux, eiginkona fótgöngu liðsherforingja eins, sem oft hafði verið nafngreindur í herstjórnartil- kynningum. Árið 1945 bjó hún með tveim börnum sínum í Blank- enburg við Harz. Nafn hennar var á svörtum lista yfir „Eiginkonuh hernaðarsinna", og á meðal þeirra „refsinga", sem hún og þjáningar- systur hennar voru þvingaðar til að „afplána", var að grafa upp hræ meðlima Iaunmorðingja- og brunn- mígasveita lýðræðissinna og komm- únista, flytja þau langar leiðir og jarðsetja á ný í „heiðursgrafreit" Frú Ilse Lux var komin að burði þriðja barns síns. En það raskaði ekki ró nokkurs einasta frelsis- kappa. Er Bandaríkjamenn rýmdu Blank enburg og afhentu sowjetmennum, flýði frú Lux með börnum sínum til Hannover. Þar bjó hún ásamt annarri flóttakonu í einu herbergi, og innan skamms bætist einn íbúi. í kytruna, því að árið 1946 losnaði Walter Lux, Iautinantofursti, úr stríðsfangavist hjá Bretum. Hann hafði hlotið bæði stig Járnkross- orðunnar og riddarakrossinn, Haka krossinn úr gulli og Gullorðu stríðs særðra, auk margra annarra virð- ingar- og viðurkenningarmerkin. En nú var hann örkumla maður. Vélbyssuskot höfðu tætt í sundur báða sköflungana, og hann var ó- sjálfbjarga í hjólastól sínum. Um eftirlaun var ekki að ræða, slíkt höfðu Bandamenn bannað með öllu, og hann gat ekkert unnið. En eiginkonu hans tókst að halda líf- inu í fjölskyldunni. Seint og um síðir hafði hún upp á lækni, sem heppnaðist að koma eiginmanni hennar á fætur á ný, þannig að gat útvegað sér vinnu í skrifstofu í Lúbeck. ,,REFSING“ FYRIR RIDDARA- KROSS GEORG WEICHINGERS. Fátt væri mér auðveldara en að halda svipaðri upptalningu áfram, á meðan pappír þrýtur ekki. Ó- þokkaskapurinn í hinum marg- breytilegustu myndum var regla, engin undantekning. „Það ncegði, að vera í venzlum við liðsforingja, er hafði getið sér góðan orðstír, og þó að þau tengsl vceru ekk.i ýkia náin, þá var viðkomandi þegar í stað „ein af þeim" eða „einn af þeim"." „Og ekki voru ekkjur síður ofsóttar en eiginkonur hinna lif- andi", segir hinn heimskunni, þýzki efnahagsmálarithöfundur, Anton Zischka í „WAR ES EIN WUND- ER?" (Mosaik Verlag, Hamburg 1966) á bls. 166. Að lokum aðeins eitt dæmi enn- þá, sem þó verður að teljast frem- ur yfirlætislaust í samanburði við hundruð þúsunda margfalt lýðræð- islegri: Skömmu eftir að hinn lýðræðis- legi friður hafði skollið á, var eig- inkona riddarakrosshafans Georg Weichinger borin út úr íbúð sinni í Regensburg, og bórnum þeirra hjóna, er sum voru mjög ung, fleygt á eftir henni út um gluggana. Að öðru leyti var frú Weichinger til- tölulega heppin. Hún fékk íbúðina sína aftur innan þriggja ára — að vísu rúna og rænda öllum húsbún- aði, búslóð og heimilisþægindum, og þannig útlítandi, að engu var líkara en að í henni hefði verið háð meðalorrusta á hverjum degi. Að minnsta kosti létu skoðunarmenn- irnir það álit sitt í ljós, og tveir þeirra höfðu reynt ýmislegt í þeim efnum. En þak og veggir héngu uppi, og sumar rúður voru heilar. Regensburg var hersetin af sonum „Guðs eigin lands". „VATERLAND“ HVARF — EN „EMPIRE“? Hatursofstæki Bandamanna lét hvergi nærri staðar numið við þá, sem voru Iifandi, eða með lífs- marki. Látnir hlutu líka að verða að kenna á mætti þeirra, er nú höfðu „tryggt lýðræðinu heiminn" — öðru sinni. Öfgarnar gengu iðu- lega svo langt, að jafnvel sumum frjálslyndum blöskraði. Dæmi þess eru reyndar ekki mörg, eins og gefur að skilja, en þó til. Þannig gekk t. d. fram af Englendingnum Alan Dent (hann lét gremju sína í Ijós í ,fThe Times", London; 1R. Ágúst 1949), þegar landar hans í Hamborg höfðu vanhelgað minnis- merkið um þá þýzku hermenn, sem féllu í Heimsstyrjöld I. Minnismerkið hafði staðizt sprengjuregnið og var óskaddað, þegar brezki herinn kom til Ham- borgar í stríðslok. Á því stóð Ietrað: „Fjörutíu þúsund menn úr þessari borg létu lífið fyrir föðurlandið, 1914—1918". Orðið „föðurlandið" („das Vaterland") hafði farið hroða lega í taugarnar á Bretum. Þeir út- veguðu sér því hamra og meitla, og afmáðu „Vaterland". Hatur blindar — og hefnir sín! Enska orðið „Empire", sem er all- miklu sterkara og víðtækara hugták en þýzka orðið „Vaterland", er sára- sjaldan notað í sömu setningu og „British" nú orðið, nema helzt í háðungarskyni. „Empire" var ekki þurrkað út með klunnalegum hand- verkfærum. En það var eigi að síður gert — með öðrum og snyrti- legri hætti. Heimsveldi fá ekki lifað á hatri eingöngu. J. Þ. Á. 9 ÞRETTÁN DAGA Ferðizt örugglega, skemmtilega, SUMARLEYFISFERÐIR þægilega og kynnizt töfrum öræfanna. Þórsmörk, Skógafoss, Vík í Mýrdal, Skaftártungur Eldgjá, Fjallabak, Landmannalaugar, Veiðivötn, Þórisvatn, Kaldakvisl, Jökuldalur í Tungnafellsjökli, Sprengisandur, Mýri, Goðafoss, Húsavik, Tjör- nes, Hljóðaklettar, Ásbyrgi, Dettifoss, Grimsstaðir, Herðubreiðarlindir, Askja, Námaskarð, Mývatn, Vaglaskógur, Akureyri, Glaumbær i Skagafirði, Auðkúluheiði, Kjölur, Hveravellir, Hvitárnes, Gullfoss, Geysir, Laugarvatn, Þingvellir. ÚLFAR JACOBSEN Góðir, þægilegir fjallabílar, þekktir fjallabilstjórar, eldhúsbíll með kælikistum. Tveir kokkar sjá um fyrsta flokks mat. Kunnugur leiðsögumaður. Góð tjöld. FERÐASKRIFSTOFA Austurstræti 9 — Simi: 13499.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.