Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 20.07.1970, Síða 5

Mánudagsblaðið - 20.07.1970, Síða 5
Mánudagur 20. júlí 1970 Mánudagsblaðið 5 TIL BLADSINS Enn um reykvísk- ar stúlkur nyrðra Hr. ritstjóri! Þann 13. júlí s.l. birtist í blaði yðar bréf frá einihverjuim Magga á Akureyri. Hef ég ekki í annan tfma séð einn mann gleypa jaifn- stóran bita í einu: í niðuirlagi bréfsins er-u allar KeykjaivSkur- stúlkur dæmdar hórur þúsund sinnum fyrirfram, eða „bara hel- vn'tis flangsdömiur, til í ailllt ef þasr sleppa úr Reykjavik". Minna má nú gagn gera. Stór biti í lít- inn kjaft, enda illa tuigginn. Dóm sinn byggir ákærandi á reynslu sinni af einni dömu (auð- vdtað úr Reykjavík), sem hann hitti á KEA „í fyrraíkvöld“. Eftir að hafa dæmt alfflar sunn- ansteilpur þúsund sinnum fyrir- fram lætur hamn eina þeirra bjóða sér í SjáHfstæðisfaúsið og m.a.s, drekkur mieð henni og dansar við hana án þess að möglla, Hann hýður henni síðan heimkeyrslu (á KEA), en hún vill fara með honum heim til hans, í'iginmiaðurinn steindauður heiima á herbergi á KEA og gæiti valkn- að o.s.frv., bessu bezt afllokið sem fyrst svo hún geti tetoið á móti eiginmanninum þegar hann vakn-ar. Og nú skeður það dular- fulla: Hórkarlinn Maggi fer með hóru heim til sín og inn í her- bergi. En hvað er í veiginum? Eftir frásögninni að dæma ekkert annað en það, að daiman er and- fúl. Aumingja Maggi. Svo segir: „Finnst yktour þetta hægt og þetta er ekki einsdæmi með stelpumar ykikar giftar og ó- giftar.“ Núna eru alfflar sunnansteilpur hórur veigna andfýlu eingöngu, en ekki vegna þess að þær missi niðrum sig um leið og þær koma á skemmtistaði fyrir norðan, eins og Maiggi segir þó á öðrum stað. Enda er ekki saigt frá neinum buxnatilfæringum í bréfinu, sem hefði þó veirið látið flaikka ef þær hefðu átt sér stað, ef ég þekki Magga rétt. Og í enda bréflsins stendur: ,,Þetta er ekki bjóðandi upp á“. Samt lét hann hóru bjóð-a sér á ball, hann dansaði við hóru, hann drak'k með hóru og hann bauð hóru að saurga bíbýli sín n:eð tilvist sdnni. Hvers vegna bauð hann henni heim í her- bergi? Setjum svo, að daman hefði ekki verið andfúl, hefði hann þá nokkuð haft á mótá því að hún missti niðruim, úr því þau voru bæði kamin á staðinn? O’g stendur ekki iíka í bréfinu þínu Maggi að til haifli staðið að afgreiða þetta? Og þú fórst með henni. Til hvers? HVAÐ ER HÓRA? Hjalti R. ÍSLENDINGAR! Kynnizt í sumar töfrum yðar eigin lands. Ferðizt um byggðir og óbyggðir íslands, einir, með fjölskyldum yðar eða með bópferðum. Við höfum allar upplýsinar fyirirliggjandi og aðstoðum yður við skipulagningu ferðar- innar. Ferðaskrífstofa 10EGA hJ. Hrossamenn og drykkjuskapur Að afloknu hestamannamóti austur á Þingvöllum lesum við enn einu sinni um fyllerx og óreiðu hestamanna. Það er eins og hesta- mennska og drykkjuskapur fylgist að, því ekki fyrir löngu lýsti eig- andi Laxalóns, en þar höfðu laxa- seiði, verðmæti tæplega eða rösk- lega 1/4 milljón, verið drepinn, „ sennilega af drukknum hesta- mönum" sem þar áttu leið tun. Þá er bölsótast út í hestamenn fyrir yfirgang á vegum úti, og alit rakið til áfengisnautnar þessara sports- manna. Gaman væri að vita af hverju fé- lög hestamanna svara aldrei þess- um ásökunum. Það ríkir grafarþögn af þeirra hendi, eins og forráða- mennirnir vissu sig og sína menn seka. Hefur lögreglan ekki neinu hlutverki að gegna, ef þetta reynist satt? Það er næstum eins hættulegt að stjórna hesti og bifreið, a.m.k. hvað slys getur varðað. En hrossa- kóngar þegja, og sökin er þeirra. B.M. Vill banna blaðið Hr. ritstj. Það er undarlegt helvíti, að naz- istablaði eins og yðar skuli Ieyft að koma út. Þér eruð á móti öllu, sem nálgast lýðræði, sýnið á ótvíræð- an hátt andúð á negrum og öllum öðrum kynflokkum, sjáið aldrei já- kvæða hlið á nokkru máli, en að- eins þá neikvæðu. Svona blað ætti að banna og ritstjórinn ætti að fára á sjóinn, dæmdur í pláss í næstu fimm árin. Ég játa að ég kaupi blað ið, en í hvert skipti, sem ég les það, einstakar greinar t. d. J.Þ.Á. ofstækis greinarnar, þá kemst ég í illt skap. Það versta er að mann- skrattinn virðist hafa rök og rétt- ar tilvitnanir í öllum tilfellum. En sem sagt, það ætti að banna blaðið og yður. Með engri þökk, Fjóla. Gott er að heyra sanna lýðrœðis- konu tala, en hið fotnkveðna kem- ur þó í Ijós að konur kunna með ýmsu móti að tjá ást sína. Okkur leiðist geysilega að J. Þ. A. skuli fcera rök fyrir málflutningi sínum og benda á staðreyndir, enda er það algjörlega í andstöðu við hið sanna lýðrceði. Gallinn er sá, að J.Þ.A. fer um <sa helgi í frí, sem hann eyðir eflaust í frekari gagna- og sannanasöfnun. Efa má stórlega að ráðin yðar, Fjóla, um að senda mig á sjóinn yrðu vel þeginn af dug- miklum skipstjórum og harðskeytt- um útgerðarmönnum. Mun ég því vitna í orð míns gamla skipstjóra er ég var háseti á síldveiðiskipi, en hann sagði: ,pað er eitt með hann Agnar. Hann er að öllu jöfnu skjótastur í mat, en síðastur í bátana". Ritstj. Heimili þjóð- garðsvarðar Mánudagsblaðið, Reykjavík. Eg var fyrir nokkrum vikum á ferð austur á Þingvöllum og skoð- aði vellina, iabbaði að kirkjunni og athugaði umhverfi bústaðar þjóð- garðsvarðar Ég tel ekki forsvaran- legt, að þessi bústaður sé í sömu ó- hirðunni og venjulegur íslenzkur sveitabær fyrir nokkrum árum. Þarna er hvorki vísir að hreinlæti né snyrtilegri umgengni og það sem erlendir gestir eru gjarna teymdir þangað, þá finnst mér þing vallanefnd verða að gera þær kröf- ur að bústaðurinn og umsjónarmað ur hans sýni einhvern lit á eftir- liti með eigin bústað. Ég hreinlega nenni ekki að telja upp það sem aflaga fer en hvet alla þá sem snefil hafa af þjóðarsóma að skoða þetta í leiðinni er þeir koma til Þingvalla. ! p. J. Eiginkonan, tannhirðing Blað fyrú alla. Ég sé, að þið eruð farin að taka upp hátt Vikunnar og ráðleggja fólki í vanda. (Þetta er misskiln- ingur. Ritstj.) Hvernig á ég áð venja konu mína af þeim ósið, að í lok hverrar máltíðar, um það bil scm fréttlr útvarpsins byrja, tekur b’ út úr sér gómana og byrjar að pússa þá? Þetta er mesti ósiður, sem ég ekki þoli, en hún telur það alli. í lagi meðan enginn sér til. Getur hún sagt, að ég sé enginn, þó ég viti að hún á við gesti eða vinafólk? Auk þess er hún alltaf eins og drusla á morgnana, klæðir sig ekki upp nema von sé á fólki. Finnst þér þetta hægt? Þegar viS kynntu þá var hún alltaf smart. Svaraðu mér nú. J- M. Við getum lítt ráðlagt í þessttm Framhald á 7. síðu. HAFNARSTRÆTI 5 - REYKJAVÍK - SÍMAR: 2 17 2o & 1 19 6á

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.