Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 20.07.1970, Síða 8

Mánudagsblaðið - 20.07.1970, Síða 8
Sveinn Sæm. og Helgi Sæm. — Ættjarðarást á Hótel Sögu — Stefnuljós hættuleg — Nú geta allir ... — Vísir og Armstrong — Sjónvarpið — ÞEIR Sveinn Sæmundsson og Helgi Sæmundsson eru vinir góðir. Eitt sinn hittust þeir Sveinn og Helgi og var þá Helgi ritstjóri Alþýðuþlaðsins. Sveinn mælti: Segðu mér eitt Helgi, Hvað gerirðu á Alþýðublaðinu. „Mikil helvítis skepna geturðu verið Sveinn, auðvitað skrifa ég leiðarann" — „En hvað gerir þá Benedikt Gröndal?" spurði Sveinn og glotti. Helgi hugsaði sig um, um stund, en sagði svo: „Hann segir mér um hvað ég eigi að skrifa" — FÁTÍÐ en uppörv.andi „demostration" skeði á Grilli Hótel Sögu fyrir nokkrum kvöldum, en þá sýndi og sannaði Kristján Benediktsson að hann var sannur Islendingur. Ýmsir gestir ráku upp stór augu er hinn kunni Framsóknarmaður lét þjóna fjarlægja bandaríska fánann, svo ekki félli blettur á „hans hágöfgi'1 og vini hans. STEFNULJÓS bifreiða eru að verða hættulegustu „öryggis- tæki“ umferðarinnar, ef lögreglan ekki skikkar ökumenn að nota þau samkvæmt þeim reglum, sem þar um gilda. Það má heita undantekning ef ökumaður gefur merki um að hann ætli að beygja fyrr en hann er, að heita má, kominn í beygjuna. Hér er ekki um undantekningu að ræða, heldur algilda og hættulega reglu, sem umferðareftirlitið virðist ekki skeyta um að hlítt sé. BLAÐIÐ KOSTAR KRÓNUR 25.00 í lausasölu eintakið Mánudagur 20. júlí 1970 Tónabíó byrjar sýn- ingar á franskri mynd nú um helgina. Þetta er hörkuspennandi sakamálamynd í lit- um, er fjallar um tólf menn, sem skipulagt hafa með sér að ræna heila borg; hafa þaðan á brott með sér allt lauslegt, hvert tangur og tetur, eins og sér- hvert hús hafi verið hreinsað með risa- ryksugu! Þeir hefjast handa á miðnætti með því að draga svartar grímur fyrir andlit sér .... næstu áttatíu mínúturnar gerast æsilegir atburðir .... Aðalhlutverkin eru leikin af Michal Constantin og Irene Tunc. • m\\^á I T iC 1 'v JÆJA, þá hefur menntamálaráðuneytið ákveðið að fella niður málaferli gegn þeim lýð er ruddist þangað inn og „hertók“ staðinn um stundarsakir. Veitir ráðuneytið þarna göfugt for- dæmi um það, að aðrir geti gert innrás í opinberar stofnanir án þess að eiga á hættu að bera ábyrgð gerða sinna. Má því ætla að full heimild sé fengin fyrir þá sem vegna réttmætra eða ímyndaðra kröfumála, vilja hrinda sjónarmiðum sínum í framkvæmd með ofbeldi!!! VÍSIR er stundum all-grimmur út í breyskleika annarra enda að vonum. Telur blaðið kunnáttuleysi sumra jaðra við yfir- lýsingu um heimsku og menntunarleysi. Það þótti því dálítið „komiskt“ þegar blaðið þýddi afmælisgrein í tilefni af 70 ára afmæli Louis Armstrongs, er það fullyrti að eitt vinsælasta lagið hans hafi verið: „OP Rocking Chair’s got me“ — sem er eflaust satt. En síðan er þessi titill þýddur — „Ég elska gamla ruggustóla". — Sannleikurinn er sá, að titillinn þýðir raunverulega — ég er gamalmenni þ.e. ruggustólsmatur — eins og raunar kemur í seinni Ijóðlínum. Má vera að Vísis- kappinn hafi lært þýðingar hjá sjónvarpinu! MENN kvíða nú allmikið „afturkomu" sjónvarpsins, enda orðnir vanir Vallarsjónvarpinu. Þetta er óþarfi — sjónvarps- menn hafa verið á þönum út um land, ef að vanda lætur og munu hafa all-margar myndir tilbúnar til sýninga í ágúst, ef sjónvarpið okkar á ekki alveg að gufa upp. Það er og von á Njálu og vonast menn eftir að betur takist nú en hjá Jóhanni Sigurjónssyni í Merði Valgarðssyni. STÓRGLÆPIR BANDAMANNA: mm XLIX. HETJUBARÁTTAN GEGN HERNADARSTEFNUNNI Tveir Gentlemen og einn „glæpamaður" — Ættingjaofsóknir — Hættan af ekkjum og mun- aðarleysingjum — Hefnd fyrir „Þarna fyrir utan, herrar mínir, mun aldrei rjúka úr reykháf framar. Þar sem steypustálverksmiðjan stóð áður, mun vaxa gras og kál! Brezka herstjórnin hefir á- kveðið að binda endi á starfsemi Krupps um alla framtíð. Þetta er allt og sumt, herrar mínir!“ — Douglas Fowles, brezkur of- ursti: Ávarp til forstjóra og fram- kvæmdastjóra Krupp-fyrirtækj- anna; birt þeim í Essen hinn 16. Nóvember 1945. EFTIRMÁLI VIÐ „ALLT OG SUMT“. Innan átta ára frá því að brezki ofurstinn Douglas Fowles kunn- gerði áform húsbænda sinna með ofangreindum orðum, og viðeig- andi reigingi, í samræmi við 4. gr. Morgenthau-áætlunarinnar, hafði einkaeigandi hinnar dæmdu fyrir- tækjasamsteypu, Alfried Krupp von Bohlen und Halbach, undirritað samning við þrjú sigurglöð stór- veldi; Bandaríkin, Bretland og FrakkJand. Samningur þessi, sem var undirritaður hinn 4. Marz 1953, var fyrir margra hluta sakir Scapa Flow — Með hömrum ákaflega merkilegt skjal, en þó al- veg sérstaklega að því leyti, að með staðfestingu hans varð Alfried Krupp fyrsti og einasti einstakling- urinn í veröldinni, er gert hafði ríkisréttarlegan samning, Þjóðrétt- arlegan löggerning, við þrjú stór- veldi. Þetta gerðist 26 mánuðum áður en Sambandslýðveldið Þýzka- land varð sjálfstætt ríki að nafn- 'inu til, röskum 8 árum eftir að AI- fried Krupp hafði verið tekinn höndum og færður í píslarstöðvar lýðrasðisins hinn 11. Apríl 1945, og tæpum 5 árum eftir að einn dómafgreiðslustjóra þess, Mr. Ed- ward J. Daly frá New Haven í Connecticut, hafði Iesið yfir hon- um svofelldan „dóm" í réttarsaln- um í Niirnberg hinn 31..JÚ1Í 1948, í einni af alls 12 ofsóknarhryðjum, sem fylgdu, í kjölfar Churchill/ Roosevelt-réttarmorðanna á „aðal- stríðsglæpamönnunum": „Hinn ákærði, Alfried Fe- lix Alwyn Krupp von Bohlen und Halbach, skal standa upp! Sekan fundinn um rán, nauðungarflutninga og arð- nýtingu þrælavinnu, hefir rétturinn dæmt yður til tólf ára fangelsisvistar og miss- is allra eigna yðar, þar með >g meitlum gegn „Vaterland". taldar persónulegar eigur yðar og munir!“ Mér er ókunnugt, hvað orðið hefir af hinum kokvíðu köppum, Fowles og Daly. Sennilega munu þeir hafa verið settir á digur eftir- laun, vel verðskulduð fyrir sam- vizkusamlega unnin skyldustörf, og ef þeir eru ekki dauðir, þá er ekk- ert trúlegra en að hvor um sig mætl reglulega í klúbbnum sínum, þar sem þeir lýsa afrekum sínum í bar- áttnnni við „að tryggja lýðræðinu heiminn". Víst er, að hvorugur hef- ir látið að sér kveða á alþjóðavett- vangi, og verður sjálfsagt aldrei úr því skorið með neinni vissu, hvort sú hlédrægni þeirra hefir orðið til ills eða góðs. Hins vegar er það flestum Iæs- um mönnum mætavel kunnugt, að „glæpamaðurinn" Alfried Krupp og einkafyrirtæki hans, sem að vísu var gert að hlutafélagi árið 1968, hafa mjög og víða komið við sögu síðan „gras og kál" átti að vaxa og dafna í friði í sprengjugígum og rústahrauni lýðræðisins í og á lóð- um fyrirtækisins og lendum. Árið 1965, tuttugu árum eftir að brezki ofurstinn Douglas Fowles birti Kruppmönnum boðskap „hins Framhald á 6. síöiu.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.