Mánudagsblaðið - 17.08.1970, Side 3
Mánudagur 17. ágúst 1970
* m
3
A A ' V, r ^
/vianu ^M^ywib'iiuUk'j
Um reimleika í
Njarðvík
Eitt sinn voru Njarðvíkingar að
brenna kol í þoku innan til í vík-
inni. Þeir heyrðu þá tvisvar um
daginn skellihlátra yfir í dal þeim,
sem heitir Urðardalur; hann geng-
ur ofan frá Dyrfjöllum Hundur
þeirra stökk upp með gelti miklu.
Ekki urðu þeir fleira varir í það
sinn.
Gissur á Botnum
Hin efsta sveit og yzta í Rang-
árvallasýslu heitir Land eða Land-
sveit. í fornöld hefur þar verið
fögur sveit og vel til byggðar fall-
ið; en nú er hún orðin eydd mjög,
bæði sökum eldgangs úr Heklu,
sem er rétt í austur af Landinu, og
skilur ekki annað en Rangá hin
ytri og hálsar nokkrir, sem Næf-
urholt stóð í, er um langan tíma
hefur verið efstur bær austan Rang-
ár eða á Rangárvöllum; en sá bær
eyddist í síðasta Heklugosi 1845—
46. Rangá rennur rétt með hálsi
þeim, er Næfurholt stendur í, en
ekki alllangt frá Næfurholti er fell
eitt, er Bjólfell heitir, lengra upp
með Rangá, en æðikipp fyrir ofan
alla byggð, bæði á Rangárvöllum
og Landi, gengur gil mikið í aust-
ur-Iandnorður inn í hálsa þessa; er
það lukt klettum að ofan og um-
hverfis á báðar hliðar, en opnast
gegnt útnorðri og vestri ofan að
Rangá; gil þetta heitir Tröllkonu-
gil. Efst á Landinu fyrir ofan
Landskóga er. mjög blásinn jarðveg-;
ur og sandrunninn; það svæði heit-
ir Kjallakatungur, og ligga þær
langt inn á afrétt milli Þjórsár að
vestan og Rangár að austan, allt
inn fyrir Rangárbotna, og eru tung-
ur þessar eyðisandar að kalla, þegar
inn eftir dregur, og ekki ýkjabreið-
ar milli ánna, þar sem Búrfell er
fyrir vestan Þjórsá gegnt Kjallaka-
tungum.
í fyrndinni bjuggu tröllkonur
tvær, önnur í Bjólfelli, en hin í
Búrfelli; þær voru systur, og féll
vel á með þeim; fór því tröllkonan
úr Búrfelli oft að hitta systur sína
austur yfir Þjórsá og Rangá, austur
í Bjólfell, og eins má ætla, að systir
hennar úr Bjólfelli hafi gjört, þótt
þess sé ekki getið. Búrfell er mjög
klettótt og vegghamrar í öllum
eggjum þ'ess. Austan ' undir því
miðju hér um bil eru klappir tvær
sín hvoru megin Þjórsár, ekki all-
háar, og upp úr ánni milli klapp-
anna standa tveir klettar ámóta há-
ir og klappirnar, svo að áin fellur
þar í þrem kvíslum. Þessar stillur
er sagt, að tröllkonan úr Búrfelli
hafi sett í Þjórsá, svo að hún þyrfti
að væta sig í fæturna,- er hún fór að
finna systur sína, og stokkið þar
yfir ána í þrem hlaupum Heita nú
klettar þessi síðan Tröllkonuhlaup.
Eftir endilöngum Kjallakatungum
liggur vegur allra þeirra, sem fara
norður á Landmanna- og Holta-
mannaafrétt, hvort sem þeir fata
í fjárleitir eða til fiskifanga eða
álftatekju og rótagraftrar á afrétt-
um þessum, og hafa þær ferðir
mjög tíðkazt að fornu og nýju á
sumrum, því að bæði eru á Land-
mannaafrétti einhver beztu veiði-
vötn hé’r á Iandi, þar sem fiskivötn
eru, og álftatekja mikil við þau óg
hvannstóð víða um afréttina.
í Landsvéit er bær éinn heldur
framarlega, er Botnar heita, eða þó
heldur almennt nefndur Lækjar-
botnar; þar bjó í þann tíma, er þessi
saga gjörðist, bóndi sá, er Gissur
hét. Einhvern tíma hafði hann far-
ið um sumar inn á afrétt til veiða
og hafði hest í togi. Þegar hann
þóttist hafa aflað nóg á hestinn,
tekur hann sig upp að innan og
heldur heimleiðis. Ekki segir neitt
af ferðum hans, fyrr en hann kem-
ur fram á Kjallakatungur gegnt
Tröllkonuhlaupi Heyrir hann þá, að
kallað var í Búrfelli með ógurlegri
rödd:
„Systir, Ijáðu mér pott".
Er þá gegnt aftur jafn-ógurlega
austur í Bjólfelli og sagt:
„Það er ekki gott.
Hvað vilt þú með hann?"
Þá segir tröllkonan í Búrfelli:
„Sjóða í honum mann."
Þá spyr hin í Bjólfelli:
„Hver er hann?"
Hin svarar:
„Gissur á Botnum,
Gissur á Lækjarbotnum."
í því verður Gissuri bónda litið
upp í Búrfell, og sér hann þá, að
tröllkonan ryðst ofan eftir hlrðinni-
og stefnir beint ofan að Tröllkonu-
hlaupi. Þykist hann þá sjá, að hún
muni ætla að gjöra alvöru úr hjalr
sínu og ekki muni seinna vænna
fjörvi að forða. Sleppir þá Gissur
taumnum á klyfjahestinum, en slær
upp á þann, er hann reið, er var af-
bragðs léttleikaskepna. Gissur gjör-
ir hvorki að líta aftur né lina á
hestinum og reið allt, hvað hann
mátti komast; en það þykist hann
þó skilja, að saman muni draga með
tröllkonunni, því æ heyrði hann
betur og betur andköf hennar á
hlaupinu. Hann heldur beinustu
leið fram þvert Land og tröllkonan
á eftir En .það vildi Gissuri til, að
Klofamenn sáu heiman að frá sér
ferð hans og tröllkonunnar, er þau
komu á Merkurheiði. Brugðu þeir
þá skjótt við, því þau bar brátt
að, og hringdu öllum kirkjuklukk-
unum í Klofa, er Gissur slapp inn
fyrir túngarðinn Þegar tröllkonan
missti af Gissuri, kastaði hún exi
sinni eftir honum, svo að þegar
hann kom heim á hlað, féll hestur-
inn daúður niður undir honum, en
öxin’ var' sokkin upp að auga í
Iend hestsins. Þakkaði þá Gissur
guði fagurlega lausn sína. En það
er frá tröllkonunni að segja, að
henni varð svo bilt við, er hún
heyrði klukknahljóðið, að hún ærð-
ist og tók afmr á rás af öllum
mætti; sáu menn til ferða hennar
af ýmsum bæjum á Landinu, og
stefndi hún miklu austar en til átt-
haga sinna, því hún hélt skáhallt
austur og upp, að sjá á Tröllkonu-
gil, og þar fannst hún sprungin fám
dögum síðar; dregur gilið af því
nafn og heitir síðan Tröllkonugil.
— Fyrirgefðu elskan — ég hélt að það vasri mjólkurpósturinn (Vargt
í „Playboy").
Gilitrutt
Einu sinni bjó ungur bóndi aust-
ur undir Eyjafjöllum. Hann var á-
kafamaður mikill og starfsamur.
Þar var sauðganga góð, sem hann
var, og átti bóndi margt fé. Hann
var nýkvæntur, þegar þessi saga
gjörðist Kona hans var ung, en
duglaus og dáðlaus. Hún nennti
ekkert að gjöra og skipti sér lítið
af búinu. Þetta líkaði bónda mjög
illa, en gat þó ekki að gjört Eitt
haust fékk hann henni ull mikla og
bað hana að vinna hana til vaðmála
um veturinn, en kona tók ekki lík-
lega undir það. Leið svo fram á
vetur, að konan tók ekki á ullinni,
og ámálgaði þó bóndi það oft.
Einu sinni kemur kerling ein
heldur stórskorin til konunnar og
bað hana að greiða eitthvað fyrir
sér. „Geturðu unnið nokkuð fyrir
mig í staðinn?" segir konan. „Til
er það," segir kerling, „eða hvað á
ég að vinna?" „Ull til vaðmála,"
segir konan. „Fáðu mér hana þá,"
segir kerling. Konan tekur þá á-
kaflega stóran ullarpoka og fær
henni. Kerling tekur við sekknum
snarar honum á bak sér og segir:
„Ég skal koma með voðina á sum-
ardaginn fyrsta." ,Hvað viltu hafa
í kaup?" segir konan. „Það er nú
ekki mikið," segir kerling; „þú skalt
segja rriér nafn þitt í þriðu gátu,
og erum við þá sáttar." Konan játti
því, og fer nú kerling burtu.
Líður nú fram veturinn, og sovr
bóndi hana oft, hvar ullin sé. Hún
segir hann það engu skipta, en
hann skuli fá hana á sumardaginn
fyrsta. Bóndi lét sér fátt um finn-
ast, og líður nú fram á útmánuði.
Þá fer konan að hugsa um nafn
kerlingar, en sér nú engin ráð til
að komast eftir því. Varð hún nú
áhyggjufull og hugsjúk af þessu,
Bóndi sér, að henni er brugðið, og
bað hana segja sér, hvað að henni
gengi Hún sagði honum þá upp
alla sögu. Varð þá bóndi hræddur
og segir, að nú hafi hún illa gjört,
því þetta muni tröll vera, sem ætli
að takahana
Einu sinni seinna varð bónda
gegnið upp undir fjallið,. og kom
hann á grjóthól einn stóran. Hann
var að hugsa um raunir sínar og
vissi varla af sér. Þá heyrist hon-
um högg í hólnum. Hann gengur
á hljóðið og kemur að smugu einni.
Sér hann þá, hvar kona ein heldur
stórvaxin situr við vef. Hefur hún
vefinn milli fóta sér og slær hann
mjög. Hún kvað fyrir munni sér
þetta: „Hæ, hæ og hó, hó. Hús-
freyja veit ei, hvað ég heiti; hæ, hæ
og hó, hó. Gilitrútt heiti ég, hó,
hó. Gilitrutt heiti ég, hæ, hæ og
hó, hó." Þetta lét hún alltaf ganga
og sló vefinn í ákafa. Bóndi varð
glaður við og þóttist vita, að þetta
mundi vera kerling sú, ■ sem hafði
fundið konu hans um haustið.
Hann fer síðan heim og ritar hiá
sér á miða nafnið Giltrutt. Ekki Iét
hann konu sína heyra það, og kom
nú hinn síðasti vetrardagur Þá var
húsfreyja mjög angurvær, og fór
hún ekki í klæði sín um daginn.
Bóndi kemur þá til liennar og spyr,
livort hún viti nafn vinnukonu
sinnar. Hún kvað nei við og segist
nú ætla að harma sig til dauða.
Bóndi segir. að bess þurfi nú ékki
við, fékk henni blaðið með nafninu
á og sagði henni upp alla sögu. Hún
tók við blaðinu og skalf af hræðslu,
því hún óttaðist, að nafnið kynni
að vera rangt. Biður hún bónda að
Framhald á 6. síðu.
Þeir eru margir æfintýrastaðirnir,
sem hægt er að komast til með flug-
vélum Loftleiða. Fjöldi íslendinga
hefur notið ánægjulegra stunda
éinmitt á þeim stað, sem stúlkan á
myndinni virðir fyrir sér. Þægilegar
hraðferðir heiman og heim.
B FLUGFERÐ STRAX —
M FAR GREITT SÍÐAR.
kOFTLEIDIfí
-
' LAUSNIN ER AFTAR I BLAÐINU.
ÚR SÖGU LANDS OG LÝÐS