Mánudagsblaðið - 17.08.1970, Blaðsíða 6
6
Mánudagsblaðið
Mánudagur 17. ágúst 1970
Það er sjnilegt að erlendu stúlktmiar hafa mikinn áhuga á skinnavörunni.
Islenzkur markaður á Kefla-
víkurvelli - Rekstur evkst
Nýlega buSu fyrirsvarsmenn (slenzks markaðar blaðamönn-
um suður á Keflavíkurflugvöll til að sýna og kynna hin nýju
húsakynni. Einar Elíasson, formaður stjórnarinnar o. fl. veittu
eftirfarandi upplýsingar.
íslenzkur markaður h.f. er sam-
tök nokkurra stærstu framleiðenda
útflutningsvara um verzlun þá í
flughöfn Keflavíkurflugvallar, sem
nú er risin um 600 mL' að stærð,
sem opnaði kl. 12 á hádegi 1.
ágúst sl. Verzlunin er byggð á
kostnað fslenzks markaðar h.f., en
afhendist síðan ríkinu. Byggingar-
kostnaður skoðast sem fyrirfram
greidd húsaleiga.
Stofnfundur félagsins var hald-
inn 25 apríl sl. Hlutafé er 7 millj-
ónir, en hluthafar eru 16 talsins,
þeirra á meðal Álafoss h.f, Glit h.f.,
» _— <
ÍHvar ^
\er ég l)
Mig langaöi enn einu sinni til að
heimsækja æfintýraheim Tívolí-
garðsins, en þar er myndin tekin.
Auðvitaö flaug ég með Loftleiðum
til Kaupmannahafnar.
w koFTLEIDIR,
^mmmmmmmmmmmmmmmmmm^
Heimilisiðnaðarfélag fslands, Osta-
og smjörsalan s.f., Rammagerðin
h.f., Samband ísl. samvinnufélaga
og Sláturfélag Suðurlands. í stjórn
voru kosnir Einar Elíasson formað-
ur, Hilmar Bendtsen, Jón Arnþórs-
son, Óskar H. Gunnarsson, Pétur
Pétursson og varamenn Gerður
Hjörleifsdóttir og Guðjón Guð-
jónsson.
Gjald til Ferðaskrifstofunnar
Aðdragandi að stofnun félagsins
er orðinn nokkuð langur eða allt frá
því að Agnar Tryggvason framkv.-
stjóri hjá SÍS og Einar Elíasson
framkv.stj. Glits h.f., byrjuðu á ár-
inu 1966 að leita hófanna hjá
stjórnvöldum um kynningaraðstöðu
í flughöfn Keflavíkurflugvallar fyr
ir útflutningsvörur íslenzkra fram-
leiðenda. Þessi hugmynd hefir síð-
an vaxið í sniðum þannig að nú
hafa hlutaðeigandi yfirvöld veitt
félaginu leyfi til verzlunarreksturs
í flughöfninni og samtímis Iagði
Ferðaskrifstofa ríkisins niður sölu-
starfsemi sína þar. í stað þess greið-
ir félagið til Ferðaskrifstofu ríkisins
21 krónu af hverjum farþega, en
með auknum farþegafjölda verður
það myndarlegur stuðningur við ís-
lenzka Iandkynningu.
Aukin farþegatala
Stjórn Islenzks markaðar er bjart
sýn á framtíð fyrirtækisins og
bendir í því sambandi á eftirfar-
andi Farþegafjöldi um Keflavíkur-
flugvöll varð sl. ár 306.938, en
sambærilegar tölur á fyrstu mánuð-
um þessa árs sýna um 20% aukn-
ingu eða fyrstu 7 mán. í fyrta
161.272 farþega, en ú þessu ári
192.866 farþega. Þetta er þrátt fyr-
ir verulegan samdrátt í umferðinni
vegna verkfallanna í júní sl.
Beztu vörurnar
Þá er brotið blað í sögu útflutn-
ings íslenzkra iðnaðar:vara með
samvinnu hluthafanna, sem eru
stærstu framleiðendur þeirra vara,
sem hafa á undangengnum árum
verið beztu söluvörurnar á innlend-
um markaði fyrir erlenda ferða-
menn.
Vöruval
Vöruval er mikið en mest ber
þar á ullar- og skinnavöru, silfri og
keramik auk bóka, korta og lit-
skuggamynda. Einnig er boðið
glæsilegt úrval íslenzkra matvara.
Það skal tekið fram, að gert er
ráð fyrir aðallir íslenzkir framleið-
endur geti selt þessari verzlun fram
leiðslu sína, að því tilskyldu að
vörugæði og verð séu aðgengileg
og að varan sé hönnuð til útfiutn-
ings.
Samvinna ágæt
Þessi samvinna framleiðenda
hefir verið með miklum ágætum
og minna má á hagnýtt gildi þess,
að framleiðendur hafi eigin sam-
tök um sölu vara sinna í flughöfn-
inni.
1. Markaðskynning íslenzks iðn-
varnings til erlendra neytenda.
2. Markaðsöflun erlendis, þar sem
beint samband fæst við erlenda
kaupsýslumenn, sem um flug-
höfnina fara.
3. Tækifæri til markaðskönnunar
nýrra framleiðslugreina og á
hönnun umbúða o. s. frv., og
er þá sérstaklega átt við vöru-
tegundir, sem reyna skal á er-
Iendum mörkuðum.
4. Póstsendingarverzlun, sem er
mikilvægur liður hjá mörgum
þjóðum í gjaldeyrisöflun og
markaðsleit.
5. Stórkostleg aukning ferðamanna
straums um ísland gefur verzl-
uninni vaxandi gildi.
Framkvæmdir
Nú þegar verzliunin er risin af
grunni skal gerð nánari grein fyrir
framkvæmdum:
Byggingin er einar hæðar við-
bygging við Flugstöðina á Kefla-
víkurflugvelli 790 m2 að gólffleti.
í byggingunni er um 465 m2
verzlunarsalur ásamt 150 m2
geymslu- og skrifstofuhúsnæði ís-
lenzks markaðar h.f., auk 175 nr
er tilheyra Fríhöfninni, en viðbygg-
ingin er í tengslum við núverandi
svæði Fríhafnarinnar og „transit"-
sal Flugstöðvarinnar.
Undirstöður og grunnplata húss-
ins eru úr járnbentri steinsteypu og
burðargrind úr stáli og útveggir úr
timbri og gleri. Innveggir og þak
að öðru leyti er úr timbri, klætt
innan með gibsplötum.
Byrjað var að grafa fyrir grunni
byggingarinnar 12. maí síðast lið-
inn en byggingunni var fulllokið
1. ágúst eins og að framan getur
eða á réttum 10 vikum þrátt fyrir
2ja vikna verkfall.
Verkið
Arkitektateikningar af húsinu
voru gerðar á Teiknistofunni s.f.,
Ármúla 6, en verkfræðiteikningar
hjá Almenna byggingafélaginu h.f.
Innéttingar voru teiknaðar á Teikni
stofu SÍS af Hákoni Hertervig arki-
tekt, en smíðaðar á verkstæðum í
Keflavík. Verktakar við bygging-
nna voru Keflavíkurverktakar, en
yfirumsjón fyrir hönd íslanzs mark-
aðar h.f. hafði Svavar Jónatansson
verkfræðingur.
Þegar verzlunin er skoðuð vekur
það undrun og ánægju hvílíkt þrek
virki verktakarnir og starfsmenn
þeirra hafa unnið á 8 vikum.
Eins og að framan greinnir opn-
aði íslenzkur markaður 1. ágúst sl.
kl. 12 á hádegi.
Verzlunarstjóri er Guðmundur
Ingólfsson, skrifstofustjóri Einar
Sverrirsson og framkvæmdastjórar
fyrst um sinn Jón Arnþórsson og
Pétur Pétursson.
Fyrstu 6 sólarhringana hefur um-
ferðin um völlinn verið 12.513 far-
þegar.
Augljóst er því hve þýðingarmik-
ið er að geta boðið farþegum að-
gang að hinni nýju verzlun, sem
býður það bezta af innlendum iðn-
varningi fyrir erlenda ferðamenn.
Lítið er enn hægt að segja um
reksturinn að fenginni svo stuttri
reynslu. Hitt er augljóst að þetta
fyrirtæki á mikinn rétt á sér og að
ástæða er til fyllstu bjartsýni urn
framtíðina.
Þjóðsögur
Framhald af 3. síðu.
vera hjá sér, þegar kerling komi.
Hann segir: „Nei, og varstu ein í
ráðum, þegar þú fékkst henni ull-
ina, svo það er bezt, að þú gjaldir
ein kaupið." Fer hann burt síðan.
Nú kemur sumardagurinn fyrsti,
og Iá konan ein í rúmi sínu, en
enginn maður annar var í bænum.
Heyrir hún þá dunur miklar og
undirbang, og kemur þar kerling
og er nú ekki frýnileg. Hún snar-
ar inn á gólfið vaðmálsstranea
miklum og segir „Hvað heiti ég
nú, hvað heiti ég nú?" Konan var
,nær dauða en lífi af ótta og segir:
„Signý?' „Það heiti ég,- það heiti
ég, og gettu aftur, húsfreyja," segir
kerling. „Ása?" segir hún. Kerling
segir: „Það heiti ég, það heiti ég,
og gettu enn, húsfreyja!" „Ekki
vænti ég, að þú heitir Gilitrutt?"
segir þá konan. Kerlingunni varð
svo bilt við þetta, að hún datt
kylliflöt niður á gólfið, og varð þá
skellur mikill Rís hún upp síðan,
fór burtu og sást aldrei síðan. Kon-
an varð nú fegnari en frá megi
segja yfir því, að hún slapp frá
óvætti þessum með svona góðu
móti, og varð hún öll önnur. Gjörð-
ist hún iðjusöm og stjórnsöm og
vann æ síðan sjálf ull sína.
DiepassencCe
Frisur zu
jedsm Kleid!
Sommermode
wie noch nieí
70 Schnittð
GröÖe 36-52
Bezaubemd:
Modelle aus
ganz neuen
zarten Stoffen
Praktísch:
Rund-um-die
Uhr-Kieider
Sommerfich:
Komplets fiir
Vollschiankc-
| JUU1970
PnnsDMÍ.50