Mánudagsblaðið - 17.08.1970, Page 5
Mánudagur 17. ágúst 1970
Mánudagsblaðið
5
Upplausn í USA
Hr. ritstjóri.
Þakka innilega grein S.J.P. í síð-
asta blaði una „upplausn í Banda-
ríkjunura". Þetta vaj að mörgu
Ieyti ágæt grein, þótt um nokkrar
öfgax væri að ræða. Það eitt að
kenna Kennedy heitnum forseta um
ástandið er auðvitað út í bláinn,
þótt eflaust eigi aðgerðir hans þar
nokkra sök. Á hitt má benda, að
hinn „þögli meirihluti" er áhyggju
fullur vegna ástandsins og eflaust
kemur að því, að fólkið sjálft fer
að taka í taumana takist stjórn-
völdum þar ekki, að gera víðtækar
róttækar ráðstafanir.
Sjálfur var ég þar fyrir skömmu
og ástandið er voðalegt, einkum í
stórborgum. Hinsvegax varð ég
ekki var við annað en eðlilegt á-
stand í smábæjum og í sveitunum
sjálfum.
Þetta er ennþá gott land í heild
og þjóðin Iangt frá því að vera
eins slæm og blöðin slá upp, þótt
víða sé pottur brotinn. — G.J.
IJsiður við íhaidið
Mánudagsblaðið.
Mikið asskoti er Mánudagsblað-
ið reitt út í Sjálfstæðisflokkinn.
Öðru vísi mér áður brá. Er blaðið
ennþá að sleikja sárin eftir borgar-
stjórnarkosningarnar? Það er alveg
óþarfi. Ylckur til hugarhægðar má
benda á, að Morgunblaðið hefur
stutt tvö forsetaefni, sem bæði töp-
uðu, og var þó allt Iið flokksins og
áróðursvélar um allt land teknar í
jobbið.
Það er ekki alltaf útbreiðsla bláð
' . r fijrtilu
anna sem ræður kosningum, heldur
málefnið og þó við séum enn póli-
tískp börn;~þár meltum við ekki allt
sem forusmmenn okkar og þjóðar-
innar bera á borð.
Ekki tapa kjarkinum og vera
geðillur, þó svona færi. — Gunnar.
Klán og blöðin
Til ritstjórnarinnar.
Bara eitt svar. Hver er munur-
inn á því, að selja erlend blöð,
sem birta klám, af sóðalegusm teg-
TIL BLADSINS
und, eins og t.d. auglýsingar í
Extrablaðinu danska, eða íslenzkum
tímaritum, sem birta sama efni en
eru bönnuð. Því má Tíminn birta
allskyns frásagnir og myndir, sem
sumar hverjar slá ykkar myndir út,
og vera kallað ábyrgt og alvarlegt
blað, en þið, sem þýðið þessar
greinar, sem ég játa ,eru ekki klám,
og birtið myndir úr sumum virt-
ustu blöðum heims fáið á ykkur ó-
orð og eruð sakaðir um sorpblaða-
mennsku? Eða hvað með Moggann
er hann hælir örgustu klámmynd-
um bíóanna? Þetta er dálítið skrít-
ið, en ég vil gjarnan fá skýringu.
S. S.
Það er nú það S.S. Við höfum
stundum reynt að skýra muninn á
œsifréttamennsku og sorpblöðum,
svokallaðri „yellow press" gagnvart
sensasjónal-blaðamennsku. Gula
pressan birtir frásagnir af framhjá-
höldum, hjónabanlserjum frcegra
manna og kvenna, leynilegum ásta-
samböndum, kynvillu einstaklinga
bæði stjórnmálamanna og einstak-
linga og öðru álíka. Hin blöðin,
cesifréttablöðin, einfaldlega slá fréit
um upp á annan hátt en „alvarlegu
blöðin", birta gjarna á forsíðu sem
hin fela á innsíðum. TJm allan
heim eru uppsláttarfréttir að ná
yfirhöndinni, sem beztu blöð Frakk
lands, Englands, Þýzkalands og
Ítalíu. Víðlesnustu og áhrifamestu
stjórnmálablöðin eru komm langt
á veg með þetta, og fer vaxandi. A
íslandi eru tvö blöð, sem rekin eru
í uppsláttarformi, einkum þó Vísir
en hitt er Alþýðublaðið. Vísir er
síður en svo ómerkara en t.d. Morg
unblaðið, en, eins og sjá má, leggur
hann allt aðra áherzlu á fréttaflutn
ing en Mbl. Tíminn slœr daglega
upp t fyrirsagnarformi alls kyns
fréttum, sem svo eru birtar á inn-
síðum í cesiformi.
Ástceðan er augljós, Tilraun til
söluaukningar, rétt eins og þegar
leppasalar auglýsa buxnaúrval sitt
með atpandi fyrirsögnum eða bíla-
salar járnarusl sitt með seiðandi
lýsingum. Þetta er ósköp mannlegt
og verður ekki að fundið. Uppslátt-
ur okkar er aðallega pólitísks efnis
á fréttum, sem eiga að vera leynd-
armál en kvisast út. Leikfangið okk
ar sem oft skreytir forsíðuna er
cetlað sem augnagaman en ekki
annað. — Ritstj.
Meira efni
Blaðadálkur Mánudagsblaðsins.
Eg sé að ritstjórinn ætlar ekki
að þreytast á sjálfum sér, því nú
hafa fjögur bréf birzt um „hans
hátign" (sic). Mér hefði fundizt
að einhver merkilegri umræðuefni
væru nauðsynlegri en hvort hann
klæðist svunm eða saumar, en á
þessu er sífellt smjattað. Nær væri
að birta eitthvað um íþróttir eða
afrekasögur einstaklinga, eyða pláss
inu f hressilegra efni en svona
kvabb og hótfyndni. Þá vantar til-
finnanlega fréttir úr viðskiptalíf-
inu og þeim sveiflum sem þar gæt-
ir, en ef menn eru of uppteknir af
sjálfum sér og hafa ekki úr öðm
að spila, þá væri þeim bezt að
skrifa sjálfsævisögu. — All-reiður.
Á ritstjórann hefur verið minnzt
þrisvar. Um hann skai ekki rcett
frekar. Hitt er mjög rétt, að ceski-
legt vceri að birta efni um íþróttir
en erfitt fyrir að fá mann tU að
rita um þcer. Við yrðum að rita
allt öðruvísi um þau mál, enda gera
blöðin því mjög tilþrifamikil skil
daglega á síðum sínum. Um við-
skiptamál er tómt mál að tala um,
því öll slík mál fara að mestu fram
með leynd og verða að teljast einka
mál fyrirtcekja, sem í viðskiptum
eiga innbyrðis. Opinber viðskipti
og bruðl eru hins vegar oft rcedd
hér í blaðinu. — Ritstj.
Lýöháskóli veröuri Skálholti
Á síðast liðnu vori var stofnað
félag áhugamanna um skóla í Skál-
holti. Skyldi sá skóli vera svipaður
lýðháskólum á Norðurlöndum,
bæði um ytri tilhögun sem frjáls
skóli, lítt háður hinu lögbundna
skólakerfi, og um innra starf varð-
andi námsefni og kennsluaðferðir.
Framhaldsstofnfundur var á-
kveðinn síðar á þessu ári og er ætl-
unin að ganga þar frá Iögum fyrir
félagið og kjósa stjórn þess.
Vér undirrituð vorum kosin í
bráðabirgðastjórn skólafélagsins, og
var oss fengið það hlutverk að
kynna málefnið, afla félaga og und-
irbúa endanlegan stofnfund. Vér
leyfum oss að senda yður hjálagðan
kynningarbælding og leita jafn-
framt eftir stuðning yðar við mál-
efnið.
Vér teljum, og þykjumst þar
mæla fyrir munn margra íslend-
inga, að lýðskóli í Skálholti muni
í senn verða nýr aflgjafi í íslenzku
þjóðfélagi og efla veg hins forna
menntaseturs.
Vér. .teljutn og, að slíkut, skóli
muni verða nauðsynlegur viðauki
við núverandi skólakerfi og fylla
þar í eyður.
Lýðskólaformið, sem óþekkt er í
reynd hérlendis, hefur gefizt frá-
bærlega vel hjá frændþjóðum vor-
um á hinum Norðurlöndunum, en
elzm skólarnir þar eiga aldaxafmæli
u þessar mundir.
Þess má enn fremur geta, að um
600 íslenzk ungmenni hafa stund-
að nám í norrænum lýðskólum síð-
ast liðin 10 ár.
Með vinsemd og virðingu,
Reykjavík, í júní 1970
(Fréttatilkynning).
— Með litprentuðu sniðörkinni og hárnákvæmu
sniðunum!
— Útbreiddasta tizku- og handavinnublað
Evrópu!
— Með notkun „Burda-moden“ er leikur að
sníða og sauma sjálfar!
TRYSIL P A N E L
Höfum fyrirliggjandi frá hinu þekkta norska fyr- Hinar vinsælu þiljur fást nú í eftirfarandi tegundum:
irtæki ELGESÆTER appelsínu- og jarðaberjasafa WEIMGE
á IV2 liters plastbrúsum. Mjög hentugt til ferða- OREGON PINE PALISANDER
laga. ÁLM EIK FURU Einnig spónlagt hilluefni og skilrúmsveggir.
ÁSBJÖRN ÓLAFSSON H.F. Borgartúni 33, ÁSBJÖRN ÓLAFSSON H.F.
Sími: 24440. Vöruafgreiðsla Skeifunni 8.