Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.08.1970, Page 8

Mánudagsblaðið - 17.08.1970, Page 8
SAGT ER, að einn af aðalforsprökkum íslenzkra stúdenta í Höfn og Stokkhólmi, sem réðust inn í sendiráðið, sé alls ekki við nám ytra heldur eins- konar leigður áróðursagent héðan að heiman og mega menn geta sér til um hverjir sendu hann til þessara þrifaverka. Þetta er ekki staðfest, en verið er að ,,tékka" á þessarri frétt, sem okkur er tjáð að hafi komið til fleiri blaða. ÞETTA GETUR varla verið satt, þótt þrálátur orð- rómur hafi það fyrir satt. Á hestamannamótinu í sumar, sem haldið var í Skógarhólum, varð það óhapp, að sögn, viljandi eða óviljandi, að einn knapanna reið ólöglega á hest annars, þrengdi að honum og eyðilagði hlaupið fyrir sínum hesti oq þeim hesti, sem hann taldi hættulegasta keppinaut sinn. Báðir hestar töpuðu. Það skrítna er, að dómnefndin ku hafa dæmt hest hins seka knapa í refsingu en sleppt knapan- um. Ef rétt er, mætti eins dæma byssu fyrir að skjóta mann, en sleppa þeim, sem tók í gikkinn. •-------------------- MENN SPYRJA: Hvenær verður augað mikla, sem stundum snýst í hring á hringnum fyrir framan Bændahöllina, tekið burtu. Augað þetta er listaverk sem átti upprunalega að standa þarna meðan á listahátíðinni stóð, eins og garðurinn á Háskóla- bíóhlaðinu, en hefur verið óhreift síðan. Skrifstofu- fólki í byggingunni þykir óþægilegt að þetta blóð- hlaupna auga skuli stara á þá allan daginn, þegar það er stopp, en nokkur huggun er að blóðhlaupin augu gestanna í Grillinu stara hressilega á móti listaverkinu. • ------——------— . . / MARGIR HAFA gerzt til að spotta tungumál vina okkar og frænda í Færeyjum, en til þess er þó eng- in ástæða. Þó er ekki hægt að neita því, að stund- um þykir mönnum nokkuð gaman að orðtækjum þeirra, einkum þegar um ýmis íþróttanöfn er að ræða eða þvílíkt. Nokkrir Islendingar, sem heimsótt hafa Færeyjar hafa gerzt meðlimir í hestamanna- félaai þar, en á félagskortið er ritað meðal annars. „Gildur limur í ríðingafélagi Tangisvogi". •-------------------- EINHVERJAR rugluðustu deilur, sem um getur, fylla dálka Velvakanda Morgunblaðsins undanfarið. Deilt er um töluna núll og virðist hve.r höndin upp á móti annarri um þetta merka ár og aldamót. Ýmsir fræðimenn og leikmenn hafa deilt um þetta, en endanlegar niðurstöður hafa ekki enn fengizt. Þetta er hið versta vandamál, minnir einna helzt á það þegar Þingeyingar rugluðust í ríminu og vissu ekki til jólanna. Hagyrðingar brugðu skjótt við og sendu í Skálholt suður til að fá úrskurð biskups þar, og héldu síðan jólin. Mogginn ætti að senda á fund páfa og fá í eitt skipti fyrir allt skorið úr um þessa vitleysu. «-------------------- LÍTIL BRÖGÐ munu vera af konuskiptum í partíum á íslandi, en þó eru þau ekki alveg ótíð. Fyrir skömmu hringdi bálillur maður til okkar og hafði miklar raunir að rekja. Hann og vinur hans ásamt konum þeirra dvöldu í sumarbústað skammt frá Þingvöllum og héldu partý um kvöldið. Kom þeim hjónum saman um makaskipti um nóttina, enda vinafólk ágætt. Gekk allt að óskum og var ekið í borgina næsta dag, allir ánægðir. En þó brá eigin- manninum illa, þegar upp komst, að vinur hans hafði ekki aðeins ánægjuna, heldur hafði dóninn gert sér lítið fyrir og tekið gjald af konu hans fyrir veitta þjónustu. Og svo eru menn að tala um ný- lundu í viðskiptalífinu í vesturheimi. Gæðamat og leiklist Mislukkuð sýning Hverjir ráða? Á öndverðum meiði Konan og réttindin Að semja af sér fríðindi Litlaust þjóðfélag Gæðamat er eflaust hin sanna nauðsyn þeirra sem hafna og velja í dagskrá sjónvarpsins. Á því vill verða nokkur misbrestur, þótt oft hafi all-víða vel til tekizt. Hins- vegar er eins og stundum slái útí fyrir hjá sjónvarpinu en ein nýj- asta sönnun þess er flutningur sjón varpsins á einþáttungi Sean O’Cas- eys, Eitt pund á borðið. Þótt verkið sjálft sé eftir þekktan höfund, sem margt hefur vel gert, þá gildir það alls ekki um „pundið". Þetta er frá- munalega litlaust verk en þegar ofan á bætist, að flytjendur eru al- gjörir viðvaningar, reynslulausir og næsta óhæfir til þess, að koma þess- ari missmíð á framfæri, þá er timi til kominn, að efast um getu þeirra, sem velja og hafna verkefnum sem flytja á alþjóð. Sú hefur lengi verið skoðun framámanna í leiklistarmálum, að Mánudagur 17. ágúst 1970 stór nauðsyn sé til þess, að ungir menn og konur, sem ætla inn á leik listarbrautina, fái næga æfingu t.d. í Iðnó, Þjóðleikhúsinu eða hjá sjón- varpinu og sú hugmynd eigi nokk- urn rétt á sér, þá verður sú nefnd sem um slíkt fjallar að gera upp í eitt skipti fyrir öll hvort viðkom- andi verk sé þannig unnið að boð- legt sé. Þessu fór víðs fjarri. Tuttugu og fimm mínútur af mistökum ekki aðeins leikara heldur og leik- stjóra og kvikmyndara eru næg refsing hverjum þeim, sem leiklist ann. Leikararnir voru að vonum viðvaningslegir, en á bættist, að leikstjórinn blandaði saman — gera má ráð fyrir, að hún hafi haft full völd gagnvart - útséndingunni — — tilraunum til vandasamrar tækni og öllum viðvanings- hætti gamállar tækni og sviðs- leikstjórnar svo úr varð hinn mesti óskapnaður. Nokkur atriði voru að kalla má sýningarhæf, en hvergi brá fyrir .þeim tilþrifum, að til kosta horfðu né leiklistar. Krakk arnir reyndu en gátu ekki og eng- inn efar að þau gerðu sitt bezta. En það eitt að hafa skírteini úr hinum umdeilda leikskóla Þjóðleik hússins er ekki alveg gjaldgengur pappír. Leikstjórn fyrir sjónvarps- útsendingu er í flesni annars eðlis en sviðsstjórn og heyrir öllu meira undir kvikmyndastjórn og sama gildir um leikbrögð. Þetta sást gleggst, að skortir alveg í þessari útsendingu, og þó allir óski þess, að nemendur eða reynslulausir leik arar fái sem flest tækifæri til að sýna getu sína, þá er ótækt að slíkt gæðamat hafi ekki snefil af kröf- um gagnvart þeim hópi, sem sýna á alþjóð þvílíkt verkefni. ★ Á öndverðum meiði heldur á- fram að vekja eftirvæntingu og það mjög að verðleikum. Síðasti þátmr undir stjórn Sigurðar V. Friðþjófs- sonar, sem er nýtt andlit á skermin- um, tókst mætavel, enda umræðu- eða deiluefnið nokkuð á döfinni þessa daga, nefnilega hvað helzt eigi að gera við óstýrilátt kvenfólk. sem þykjast hafa verið beittar ó- rétti, eru tiltölulega ný af nálinni, þótt þau séu tiltakanlega gömul af nálinni hvað kröfur og baráttumál snertir. Það er skoðun margra að það sem konurnar hafa grætt í bar- átm sinni muni þær tapa aftur vegna síaukinna og óframkvæmi- legra krafna um aukin réttindi og breytt viðhorf gagnvart karlkyninu. Vilborg Dagbjartsdóttir hélt skoð- un sinni fram af einurð og ein- beitni en Kristján Sigurðsson svar- aði fyrir hönd meirihlutans. Að- stæður voru ólíkar en flestir munu þó hallast að skoðunum Kristjáns. Konur hafa ekki aðeins náð ýmsum réttindum sem þær einnig verð- skulda en ef þær ætla að þybbasC Framhald á 7. síðu. Sjúkleg öf und í garð Alberts Arásir Tímans víttar Eg fer sjaldan á knattspyrnu og þá helzt ekki nema á stórleiki. Eg geri mér það oft til dundurs að lesa íþróttasíður dagblaðanna, þó mér þyki of margt og oft of ómerki- legt til umræðu á þeim. Það, sem mest undrar mig eru þó skrif Tím- ans, Alfs, um Albert Guðmunds- son, formann KSÍ Þegar Albert kom heim og hætti keppni ytra var hann eini heimsfrægi knatt- spynrumaðurinn, sem ísland hefur átt, auk þess, sem hann var með langfærustu knattspyrnumönnum heims. Margir töldu því eðlilegt að hann tæki að sér stjórn knatt- spyrnumála, ef hann fengist til þess. Af því varð ekki og getur verið að Alberr hafi talið sig þurfa að sinna eigin viðskiptamálum, sem hann hefur unnið við síðan. Margir sögðu að íslenzkir framá- menn í knattspyrnumálum hefðu illan hug á Albert og víst er, að ýmsir þar töldu það spón úr aski sínum ef hann kæmi til. Mörgum árum seinna, eftir stanz lausar hrakfarir okkar manna í keppnum erlendum sem innlendum (sennilega millilandakeppnum háð- um hér eða ytra, ritstj.) var leitað til Alberts og síðan hefur hann haft yfirstjórn þeirra með hendi. Á þessum stutta tíma höfum við getið okkur sæmilegan, jafnvel góð- an, orðstý á þessu sviði, unnið leiki og gert jafntefli við þjóðir með Albert Guðmundsson á vallardögum sínum. margfaldan fólksfjölda. Okkar er getið í blöðum og ýmsir einstakling ar okkar orðið kunnir á þessu sviði. Vetrarleikir hafa verið og liðin okkar íslenzku margeflst að gæðum og leikni. Orð hefur Ieikið á, að Albert hafi verið nokkuð einráður, en hann hefur þótt heiðarlegur og hreinskiptinn og gert engan mun á liðum eða mönnum að beztu manna sögn. Nú bregður svo við, að ekki líður sú vika, að ekki sé ráðizt á Albert í Tímanum og hann sakaður um nálega allt, sem verr fer og einskis svifizt í rógnum. Albert hefur ekki, að ég hefi séð svarað þessum ásök- unum, en ALF, mun vera andstæð- ingur hans í pólitík og kýs vettvang íþróttasíðu sinnar til að ófrægja Albert. Sagt er, að það sé eðli ís- lendingsins að rægja skóinn af hverjum þeim, sem áfram kemst í veröldinni, og ráði þar í senn ill- girni og öfund. Þessari iðju er haldið áfram nema ef viðkomandi deyr eða á stórafmæli og þá kom- inn til áhrifa þannig að menn ótt- ast hann. Ekki skal ég geta mér til um hvað liggur að baki skrifum Alfs en ekki tel ég það heilindi ein saman. íþróttafélögunum verður ekki stjórnað með árangri nema einhver einn taki ákvarðanir og ákveði hvar borið er niður. Agi er nauðsyn íþrótta, hvort heldur er knattspyrna eða önnur grein. Það er margsann- að. Þá er og líka sannað, að fs- lendingar eru manna agaminnstir og kunna lítt að hlíða. Það hefur sannazt á því, að íslenzkir íþrótta- menn hafa jafnan verið óhlýðnir íslenzkum þjálfurum, enda árangur- inn allt annar en þegar um er- lenda þjálfara hefur verið að ræða. Við skulum bara gera okkur ljóst, að það verður knattspyrnunni mikill hnekkir ef tekst að bola AI- berti frá, en Tíminn a.m.k. virðist hafa fullan hug á því. Og hvað kem ur til, að samstjórnarmenn Alberts segja ekki orð, þegar forysta hans er gagnrýnd af öðru stærsta blaði landsins svo til vikulega? N.N.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.