Mánudagsblaðið - 26.07.1971, Blaðsíða 2
2
Mánudagsblaðið
►- • •
Mánudagur 26. aprí! 1971
ÚR SÖGU LANDS OG LÝÐS
Bsuiaðu nú
Búkolla mín
Einu sinni voru karl og kerling
í koti sínu. Þau áttu einn son, en
þótti ekkert vænt um hann. Ekki
voru fleiri menn en þau þrjú í
kotinu. Eina kú áttu þau karl og
kerling; það voru allar skepnurnar.
Kýrin hét Búkolla.
Einu sinn bar kýrin, og sat kerl-
ingin sjálf yfir henni. En þegar kýr-
in var borin og heil orðin, hljóp
kerling inn í bæinn. Skömmu
seinna kom hún út aftur til að
vitja um kúna. En þá var hún
horfin. Fara þau nú bæði, karlinn
og kerlingin, að leita kýrinnar og
Ieituðu víða og lengi, en komu
jafnnær aftur. Voru þau þá stygg
í skapi og skipuðu stráknum að
fara og koma ekki fyrir sín augu
aftur, fyrr en hann kæmi með
kúna; bjuggu þá strák út með nesti
og nýja skó, og nú lagði hann á
stað eitthvað út í bláinn.
Hann gekk lengi, Iengi, þangað
til hann settist niður og fór að éta.
Þá segir hann: „Baulaðu nú, Bú-
kolla mín, ef þú ert nokkurs staðar
á lífi". Þá heyrir hann, að kýrin
baular langt, langt í burtu. Gengur
karlsson enn lengi, lengi. Sezt hann
þá enn niður til að éta og segir:
„Baulaðu nú, Búkolla mín, ef þú
ert nokkurs staðar á lífi". Heyrir
hann þá, að Búkolla baular, dálítið
nær en í fyrra sinn. Enn gengur
karlsson lengi, lengi þangað til
hann kemur fram á fjarskalega háa
hamra. Þar sezt hann niður til að
éta og segir um leið: „Baulaðu nú,
Búkolla mín, ef þú ert nokkurs
staðar á lífi". Þá heyrir hann. að
kýrin baular undir fótum sér Hann
klifrast þá ofan hamrana og sér í
þeim helli mjög stóran. Þar gengur
hann inn og sér Búkollu bundna
undir bálki í hellinum. Hann leysir
hana undir eins og leiðir hana út
á eftir sér og heldur heimleiðis.
Þegar hann er kominn nokkuð
á veg, sér hann, hvar kemur ógna-
stór tröllskessa á eftir sér og önnur
minni með henni. Hann sér, að
stóra skessan er svo stórstíg, að hún
muni undir eins ná sér. Þá segir
hann: „Hvað eigum við nú að gera,
Búkolla mín?" Hún segir: „Taktu
hár úr hala mínimi, og leggðu bað
á jörðina". Hann gjörir það Þá
segir kýrin við hárið: „Legg ég 'á;
og mæli ég um, að' þú verðir að
svo stórri móðu, að ekki komisr
yfir nema fuglinn fljúgandi" í
sama bili varð hárið að ógnastórri
móðu. Þegar skessan kom að móð-
unni, segir hún: „:Ekki skal þér
þetta duga, strákur. Skrepptu heim,
stelpa", segir hún við minni skess-
una, „og sæktu stóra nautið hans
föður míns". Stelpan fer og kemur
með ógnastórt naut. Nautið drakk
undir eins upp alla móðuna.
Þá sér karlsson, að skessan muni
þegar ná sér, því hún var svo stór-
stíg. Þá segir hann: „Hvað eigum
við nú að gera, Búkolla mín?"
„Taktu hár úr hala mínum, og
leggðu það á jörðina", segir hún.
Hann gerir það. Þá segir Búkolla
við hárið: „Legg ég á, og mæli ég
um, að þú verðir að svo stóru báli,
að enginn komist yfir nema fugl-
inn fljúgandi" Og undir eins varð
hárið að báli. Þegar skessan kom
að bálinu, segir hún: „Ekki skal
þér þetta duga, strákur. Farðu og
sæktu stóra nautið hans föður míns,
stelpa", segir hún við minni skess-
una. Hún fer og kemur með nautið.
En nautið meig þá öllu vatninu,
sem það drakk úr móðunni, og
slökkti bálið.
Nú sér karlsson, að skessan muni
strax ná sér, því hún var svo stór-
stíg. Þá segir hann: „Hvað eigum
við nú að gera, Búkolla mín?"
„Taktu hár úr hala mínum, og
leggðu það á jörðina", segir hún.
Síðan segir hún við hárið: „Legg
ég á, og mæli ég um, að þú verðir
að svo stóru fjalli, sem enginn
kemst yfir nema fuglinn fljúgandi".
Varð þá hárið að svo háu fjalli,
að karlsson sá ekki nema upp í
heiðan himininn. Þegar skessan
kemur að fjallinu, segir hún: „Ekki
skal þér þetta duga, strákur. Sæktu
stóra borjárnið hans föður míns
stelpa!" segir hún við minni skess-
una. Stelpan fer og kemur með bor-
járnið. Borar þá skessan gat á fjall-
ið, en varð of bráð á sér, þegar hún
Framhald á 5. síðu.
er tekið til starfa
LfFTRYGGINGAMIÐSTOÐIN P
Að Iiiftryggingamiðstöðinni h.f., sem ný-
lega tók til starfa, standa 18 hluthafar,
þar á meðal Tryggingamiðstöðin hf. Líf-
tryggingamiðstöðin hf. er í sömu húsa-
kynnum og Tryggingamiðstöðin hf að
Aðalstræti 6 (Morgunblaðshúsinu, 5. hæð)
og síminn er sá sami — 194 60.
FJÖLBREYTNI OG
NÝR GRUNDVÖLLUR
Líftryggingamiðstöðin hf. býður upp á
fjórar tegundir líftrygginga, þar sem
komið er á móts við kröfúr almennings
um skynsamlegri og nútímalegri háttu á
líftryggingum. Þessar fjórar tegundir líf-
trygginga flokkast bannig: 1) FÖST
TBYGGING, 2) ÓVERÐTRYGGÐ STÓR-
TRYGGING, 3) VERÐTRY GGÐ STÓR-
TRYGGING og 4) SKULDATRYGGING.
LÍFTRYGGING
ER SJÁLFSÖGÐ
Almenningi finnst nú orðið sjálfsagt að
líftryggja sig, a.m.k. ættu allir Þeir, sem
standa í húsbyggingum eða eru skuld-
ugir, að taka einhvers konar Iíftrygg-
ingu tíl langs eða skanuns tíma. Líf-
tryggingarskilmála er sjálfsagt að ræða
í góðu tómi, því að þeir, sem vilja líf-
tryggingu, þurfa eðlilega margs að spyrja
um réttindi sín og skyldur. Það er til
dæmis ákaflega athyglisvert að kynna
sér iíftryggingu þá, sem felur í sér bætur
vegna slysaörorku.
REYNDIR
TRYGGIN G AMENN
Hjá Líftryggingamiðstöðinni hf. starfa að-
elns reyndir tryggingamenn, sem hafa sett
sér þá meginreglu, að útskýra í smáatrið-
um kosti og takmarkanir Iíftrygginga,
þannig að viðskiptavininum sé fullkom-
lega ljóst hvaða form Iíftryggingar hentar
honum bezt. Tryggingamenn okkar eru
reiðubúnir að koma hvenær sem er til
fyrirtækja og einstaklinga til að ræða
þessi mál.
LÍFTRYGGINGAMIÐSTÖÐIN P
AÐALSTRÆTI 6 — SÍMI 1 94 60.
BHKEBi
Einrrar mínútu getraun:
Hve slyngur
rannsóknarí ertu?
Dauði stofustúlkunnar
Um leið og Fordney prófessor néri gómunum við
dyranetið þá rispaði hann eilítið puttann á vír, sem
stóð út úr þar sem kúlan hafði farið gegnum netið.
Hann gekk varlega eftir plankanum, sem lá yfir blóma-
beðið og síðan eftir steinstígnum og inn í húsið.
Frá legu líksins var auðséð, að stofustúlkan, Arv-
onne Dupre, hafði slegið höfðinu í buffet-borðið um
leið og hún féll á gólfið. Eitt skot, í bakið, þar sem
hún stóð í beinni línu við gluggann, hafði endað í hjarta-
stað, og Dupre hafði dáið samstundis. Caldwell lækn-
ir skar eftir kúlunni.
„Ég bauð nokkrum gestum hér til kvöldverðar með
mér— konan mín skrapp til borgarinnar" sagði Sidney
Blake, eigandi sveitasetursins í skýringarskyni.
„Arvonne — eina vinnukonan, sem var eftir hjá okkur
— þú veizt hvað erfitt er að fá vinnukonur — hlýtur
að hafa verið að leggja á borðið. Af tilviljun leit ég út
um gluggann í mínu herbergi, sem er beint fyrir ofan
þetta herbergi og kom auga á mann, hálffalinn bak
við tré, sem miðaði á borðstofugluggann og hleypti af
— skammbyssu að mér sýndist, held ég. Ég þaut niður
í borðstofuna og fann Arvonne".
Fordney sneri sér ag buffet-borðinu — en þar lágu
hnífar og gaflar í óreiðu, snéri baki að glugganum
sem var um það bil 20 fet frá. Hann snéri sér við,
gekk hægt að borðinu og skoðaði vandlega svæðið
næst miðju gluggans. Dúkurinn á borðinu var dálítið
krumpaðue Á gólfinu var þyrnóttur rósastilkur.
„Ég þef náð henni" sagði Caldwell læknir, „kúlan
er 38 cal. stærð."
Þegar Fordney prófessor snéri ser að glugganum,
hrópaði Blake. „Passaðu þig, þarna er hann aftur!"
Prófessorin veifaði hendinni og leynilögreglumaður-
inn, sem miðað hafði skammbyssunni bak við tréð,
veifaði á móti og fór burtu.
„Þú Blake", sagði Fordney glæpasérfræðingur, „ert
hérmeð tekinn fastur fyrir morð.
Hvaða sönnunargagn staðfesti þessa ákvörðun
Fordneys? Svar á 6. síðu.
— Með Iitprentuðu sniðörkinni og hár-
nákvæmu sniðunum!
— Útbreiddasta tízku- og handavinnublað
Evrópu!